Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 5
f- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1996 C 5 HANDKNATTLEIKUR IMú lágu Danir í því íslenska landsliðið er afbur komið á landakortið á meðal bestu handboltaliða heims og skildi Dani eftir í myrkrínu. Valur B. Jónatansson varð vitni að einum fræknasta sigri sem íslenskt landslið hefur unnið á erlendri grund. Islendingar héldu eftirminnilega upp á fullveldisdaginn, 1. des- ember, í Álaborg með því að vinna Dani í undankeppni HM á þeirra heimavelli, 24:22, í einhverjum mikilvægasta leik fyrir íslenskan handknattleik frá upphafi. Sigur- inn tryggði „strákunum okkar" þátttökurétt á heimsmeistaramót- inu í Kumamoto í Japan í maí á næsta ári og um leið tilverurétt þjóðarinnar á meðal bestu hand- knattleiksþjóða heims. Hinn 1. des- ember 1918, eða fyrir 78 árum, endurheimtu íslendingar sjálfstæði sitt eftir að hafa verið undir stjórn Dana. A sunnudaginn minnti ís- lenska þjóðin Dani á sjálfstæði sitt og nýtt tímabil hófst í íslenskum handbolta. Stemmningin var gríðarleg og hef ég aldrei upplifað annað eins fyrir nokkurn leik. íslendingar, sem búsettir eru á Norðurlöndum, fjölmenntu auk þess sem flugvél frá Atlanta fór frá íslandi með 150 stuðningsmenn gagngert á leikinn. íslensku stuðningsmennirnir hitt- ust fyrir leikinn á veitingahúi í miðborg Álaborgar þar sem hitað var upp. Þaðan var skrúðganga á leikinn og þegar hópurinn, um 600 íslendingar, mætti í Stadionhallen yfirgnæfði hann heimamenn. Þessi stuðhingur fleytti liðinu alla leið í baráttunni um HM-sætíð. „Þegar ég kom inn á völlinn og fann fyrir þessum mikla stuðningi fékk ég kökk í hálsinn og táraðist. Þá fann ég enn frekar fyrir því hversu^ mikilvægt það var fyrir okkur íslendinga að vinna þennan leik. Ég hugsaði með sjálfum mér: „Ég get ekki brugðist þessu fólki," og þess vegna lögðum við okkur enn frekar fram. Það var ekkert annað sem komst að í huga okkar en sigur," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. íslenska liðið átti erfitt upp- dráttar í fyrri hálfleik og var ekki að spila eins og það getur best. Islendingar tryggðu sér þátttökurétt á HMíKuma- moto með því að sigra Dani í Álaborgáfull- veldisdaginn Morgunblaðið/ívar Benedikrsson ÞORBJÖRN Jensson gefur sínum mönnum góð ráð, á myndlnni hér til hllðar. Á myndinni fyrlr ofan fagna Þorbjörn og Stefán Carlsson, læknir landsllðs- Ins, þegar Ijóst var að slgur Islendlnga væri í höfn. Töluverðrar taugaspennu gætti hjá leikmönnum en sigurviljinn var allan tímann til staðar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir í lok fyrri hálfleiks vissu íslensku strák- arnir að þeir gátu meira og sýndu það í síðari hálfleik. Þegar staðan var 11:8 fyrir Dani og fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik var dæmt skref á Olaf Stefánsson og Konráð var rekinn útaf. Danir fengu tækifæri til að ná fjogurra marka forystu en þá kom Gústaf Bjarnason inná og náði að minnka muninn úr hraða- upphlaupi. Guðmundur Hrafnkels- son skipti við Bergsvein í markinu og þá varð ekki aftur snúið. ís- lenska liðið saxaði á forskotið og Duranona náði að skora fyrsta mark sitt og síðasta mark hálf- leiksins, 12:11. Með miklum stuðningi íslenskra áhorfenda náði íslenska liðið að þétta vörnina í seinni hálfleik og Danir áttu í mesta basli með að finna glufu á henni, spil þeirra var ráðleysislegt og þrátt fyrir dygga aðstoð svissnesku dómaranna gekk hvorki né rak. í stöðunni 18:18 urðu kaflaskil. Morten Bjerre fékk rauða spjaldið fyrir að brjóta gróf- lega á Konráði og þetta nýtti ís- lenska liðið sér með því að gera næstu þrjú mörk. Þrátt fyrir að Danir næðu að minnka muninn niður í eitt mark, 20:21, var sigur- inn aldrei í hættu. íslenska liðið hélt takinu út leikinn og uppskeran Aldrei upplifad annað eins Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson ATLI Freyr Óðinsson, elnn af stuðnlngsmönnum lands- liðsins, sem er búsettur f Danmörku, málaður fánalit- unum fyrlr lelklnn. var eins og til var sáð - sigur sem lengi verður í minnum hafður. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna og Þorbjörn Jens- son hefur sýnt og sannað að hann er fæddur sigurvegari. Það kom aldrei neitt annað til greina í huga hans en sigur og hann náði að innprenta strákunum það. Barátt- an skein úr hverju andliti og þeir létu dómarana ekki slá sig út af laginu - héldu áfram og sýndu að þeir eru með betra Iíð en Danir og áttu því sigurinn fyllilega skil- inn. Sigurinn var fyrst og fremst góðri liðsheild að þakka. Allir gerðu sitt besta og voru tilbúnir að gera jafnvel enn meira en þeir gátu. Þjóðarstoltið var í húfí og íslenska liðið brást ekki á öriaga- stundu. Geir Sveinsson fór fyrir liðinu og smitaði út frá sér með sínum einstaka baráttuanda. Allir skiluðu því sem krafist var og nú eru bjartir tímar framundan í is- lenskum handknattleik eftir frekar dökkar nætur frá því á HM á ís- landi. Bjarki Sigurðsson átti stjörnu- leik bæði í vörn og sókn, nýtti færin vel. Konráð var góður í vörn- inni en var sveltur í sókninni í fyrri hálfleik. Duranona var lengi í gang en eftir að hann var orðinn heitur réðu Danir ekki við hann. Dagur átti einn besta leik sinn og hefur tekið miklum framförum. Hann stjórnaði sóknarleiknum og var lykilmaður í vörninni. Sama má segja um Ólaf Stefánsson. Þó svo að hann hafi ekki nýtt nokkur upplögð færi í fyrri hálfleik átti hann stóran þátt í sigrinum og skot hans utan af velli voru glæsi- leg. Patrekur var góður í vörn og var sá maður sem kom Duranona í gang. Gústaf Bjarnason átti líka prýðilega innkomu. Júlíus var mik- ilvægur hlekkur í vörninni og Geir var ódrepandi á línunni og vann fyrir liðið. Hann er leiðtogi innan vallar og mér er til efs að nokkurt annað íslenskt lið geti státað af leikmanni með þá skapgerð sem Geir hefur. Bergsveinn byrjaði ágætlega í markinu en síðan fóru boltarnir að leka inn. Guðmundur kom þá í markið og varði það með glæsibrag. Valdimar Grímsson kom aðeins inn á til að taka vítin og var öryggið uppmálað þó eitt af fimm vítum hafi farið forgörð- um. Vítaskytta þarf stáltaugar í svona mikilvægum leik og þær hefur Valdimar. F Þetta var frábært, ég hef aldrei upplifað^ annað eins á ferlin- um," sagði Ólafur Stefánsson en hann skelfdi dönsku varnarmennina með þrumufleygum sínum allan leikinn. „Liðið er að verða betra og betra með hverjum leiknum, við þeir yngri erum að fá aukna reynslu og síðan erum við með eldri og reyndari leikmenn með okkur svo úr verður góð blanda og hörkulið." Ólafur sagði ennfremur að sigur- leikirnir gegn Dönum hefðu verið uppreisn æru fyrir þá leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistarakeppninni á íslandi fyrir einu og hálfu ári þar sem fátt gekk upp. „Það var nauð- synlegt fyrir okkur að þrífa upp eftir okkur eftir HM og ég held að með þessum sigri hafi það að mestu leyti tekist." í heildina sagðist Ólafur vera sáttur við framgöngu sína þótt hann hafi gert sín mistök eins og aðrir. „Ég hefði kannski mátt skjóta meira en ég gerði, en aðalatriðið var að vinna leikinn hvernig sem við færum að því og það tókst." Hann sagði sjálfstraustið hjá sér alltaf vera að aukast og hann fyndi sig vel í handknattleiknum í Þýska- landi - þar safnaðist vel inn á reynslureikninginn. „Ég er allur á uppleið." Þorbjörn JeilSSOn með nýtt landsleikjamet Landsliðið hefur leikið 15 landsleiki í röð án taps undir hans stjórn 1996 Bestu vinningssyrpur landsliðsþjálfara Þorbjörn Jensson 1996 15 14 1 0 Þorbergur Aðalsteinsson 1991-92 14 11 3 0 Hilmar Björnsson 1972 13 9 4 0 Þorbergur Aðalsteinsson 1990 12 9 3 0 fsland fsland island fsland fsland ísland Island fsland ísland l'sland jsland ísland jsland fsland island - Ástralía - Bandaríkin -Japan - S-Kórea - Noregur - Færeyjar - Færeyjar - Sviss -Sviss - Gríkkland - Grikkland - Elstland - Eistland - Danmörk - Danmörk Kumamoto, Japan Kumamoto, Japan Kumamoto, Japan Kumamoto, Japan Kumamoto, Japan Þórshöfn, Færeyjum Þórshöfn, Færeyjum Aarau, Sviss Vettingen, Sviss Akureyri Aþenu, Grikklandi Reykjavík Reykjavík Reykjavík Álabong, Danmörku 29:19 30:24 28:17 27:24 29:24 29:19 29:20 23:21 27:26 32:21 20:20 28:19 30:22 27:21 24:22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.