Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 8

Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 8
8 B FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hluthafar í félagi geta gert með sér samkomulag til viðbótar við samþykktir félagsins Geta tekið til hvaða hóps sem er Komið í veg fyrir deilur og misklíð Samþykktir hlutafélaga verða sífellt í staðlaðra formi og það hefur aukið nauðsyn þess að hluthafar geri með sér samkomulag sem sérstaklega miðast við markmið og tilgang félagsins eða annað sem ekki kemur fram í samþykktum þess. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður hefur sérstaklega kynnt sér þessi mál og haldið um þau fræðsluerindi meðal annars hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands. Hjálmar Jónsson ræddi við hann um við- horfín í þessum efnum. •WT "■TLUTAFÉLAGAFORMIÐ verður sífellt útbreidd- ara og tekur á sig nýjar myndir. Eftir að í lögum var greint á milli einstaklingshluta- félaga og almennra hlutafélaga er félagsformið orðið til muna að- gengilegra fyrir tiltölulega lítil umsvif. Nú eru um það bil 10 þús- und hlutafélög skráð hérlendis, um 9 þúsund einkahlutafélög, ehf., og um eitt þúsund hlutafélög, hf., en mörg félaganna eru ekki með neina starfsemi. Jakob R. Möller, hæsta- réttarlögmaður, segir að jafnframt hafi það gerst að samþykktir fé- Iaga hafi orðið einsleitari. Hægt sé að segja með nokkurri einföldun að sömu samþykktirnar gildi fyrir einkahlutafélög annars vegar og almenn hlutafélög hins vegar, hvort sem félagið reki brauðgerð eða blikksmiðju, málningarverk- smiðju eða morgunblað. „Þessi stöðlun á samþykktunum þýðir að það vantar stjómtæki þar sem hluthafamir sameiginlega taka ákvörðun um það hvemig eigi að reka félagið. Þetta stjórntæki getur verið að finna í hluthafasam- komulagi. Ég held að það sé eng- inn vafi á því að erlendis hafi notk- un hluthafasamkomulaga vaxið mjög mikið af þessum ástæðum," sagði Jakob. Beinst að afmörkuðum þáttum Hann sagði að samkomulag hluthafa hér á landi og á Norður- löndum hafi hingað til einkum beinst að mjög afmörkuðum þátt- um, eins og meðferð atkvæðisrétt- ar, skipun í stjórn félags og slíkum þáttum. Jafnframt hafi slíkt sam- komulag yfirleitt náð til tiltölulega afmarkaðra hópa hluthafa. Þannig hafi til dæmis eigendur 30% hluta- fjár í félagi ákveðið að gera með sér samkomulag um það hvemig þeir stæðu að atkvæðagreiðslu á hluthafafundi og kysu í stjóm til þess að nýta atkvæðisrétt sinn sem best. „Þetta hygg ég að sé að breyt- ast og að í staðinn fyrir að menn noti hluthafasamkomulag sem að- ferð tiltölulegra afmarkaðra hópa hluthafa til þess að tryggja sinn rétt sem best gagnvart öðrum hlut- höfum í félaginu, muni menn nota slíkt samkomulag sem sameigin- legt tæki allra hluthafa eða ráð- sharp sF-2014 Ljésrilunarvélar • Afar nett en öflug Ijósritunarvél • Ljósritar 14 eintök ó mínútu • FramhlaÖin 250 blaSsíSna pappírsskúffa • GæSaljósritun • Einföld og þægileg í notkun • HljóSlót og umhverfisvæn • MikiS rekstraröryggi og hagkvæmur rekstur Morgunblaðið/Ámi Sæberg JAKOB R. Möller, hæstaréttarlögmaður. andi hluta innan hluthafahópsins til að fylla inn í ramma sem er orðinn mjög staðlaður í samþykkt- um félaganna." Hann nefnir sem dæmi að þegar öflugir aðilar úr ólíkum áttum komi saman og stofni félag um einhvem tiltekinn rekstur geti verið mjög æskilegt að gera samkomulag milli hluthafa, t.d. um stefnu, rekstur, fjármögnun og fleiri þætti, til að koma í veg fyrir deilur sem upp geti komið síðar meir á milli hlut- hafanna. Almennt gildir að samningsfrelsi ríkir Aðspurður hvemig slíkt sam- komulag milli hluthafa samrýmist samþykktum félags að öðru leyti, sem eiga að vera öllum opnar, og hlutafélagalögunum almennt, seg- ir Jakob að ekkert sé minnst á hluthafasamkomulag í lögunum. Þeim sé ekki ætlað hlutverk sam- kvæmt stjómskipulagi hlutafélaga, en það sé heldur ekkert sem banni gerð þeirra. „Það er almennt litið svo á að það ríki samningsfrelsi á þessu sviði og hluthafarnir geti gert með sér samninga um það sem þeir kjósa að gera samninga um og með því efni sem þeir vilja hafa í slíkum samningum. Það eru ákveðnir hlutir sem hægt er að ganga út frá að ekki sé hægt að semja um, en það markast eiginlega ekki af því að um hluthafasamkomulag sé að ræða heldur einfaldlega af því að slíkir samningar eru almennt taldir ógildir. Ef einhver aðili að hlut- hafasamkonjulagi, svo dæmi sé tekið, gerir samning um það að hann muni alltaf greiða atkvæði með tillögu stjórnar um samþykkt reikninga eða aðrar tillögur stjórnar, væri slíkt samkomulag ógilt. Slík ákvæði væru talin bijóta í bága við grundvallarregl- ur samningsfrelsisins, þar sem menn geta ekki samið frá sér slík- an rétt varanlega, þó þeir geti það í eitt einstakt skipti,“ sagði Jakob. Vaxandi hlutverk Aðspurður um hvaða atriði lík- legast sé að hluthafar geri sam- komulag um segir hann að það fari mikið eftir því hvers eðlis fé- lagið sé. Hingað til hafí samkomu- lag hluthafa einkum snúið að með- ferð atkvæðisréttar í félaginu, „en eftir því sem samstarfsverkefnum fjölgar um einhvem tiltekinn at- vinnurekstur þá tel ég að hlutverk hluthafasamkomulaga til þess að binda aðilana að verkefninu saman um markmið og leiðir muni fara mjög vaxandi. Það er líka sú þróun sem maður hefur séð eiga sér stað á undanförnum árum,“ sagði Jak- ob. Hann sagði að um lítil hlutafélög eða einkahlutfélög gegni nokkuð öðru máli. Hluthafasamkomulög gagnist þar fremur á öðrum svið- um en þeim sem að framan grein- ir. Til dæmis í tilvikum eins og þegar kynslóða- skipti í íjölskyldufyrir- tækjum eigi sér stað, sem oft sé orsök vanda- mála. Bæði sé gott að hafa hluthafasamkomu- lag í gildi áður en kyn- slóðaskiptin verði og _ eins þegar þau hafi farið fram til að koma í veg fyrir og setja niður hugsanleg deiluefni. Þá hafi færst mjög í vöxt að sjálfstætt starfandi sérfræðingar taki sig saman um stofnun fyrir- tækis á sínu sviði, eins og til dæm- is læknar, arkitektar, lögfræðing- ar, verkfræðingar og fleiri stéttir. Reglan sé sú að þeir sem eigi félag- ið starfi við það. í þeim tilfellum sé mjög eðlilegt að gert sé hlutaha- fasamkomulag til þess að tryggja réttindi hvers sjálfstætt starfandi sérfræðings gagnvart öðrum sem eru í félaginu og hugsanlega gagn- vart félaginu sjálfu. Það sé auðvit- að hægt að gera í samþykktum lítilla félaga, en það sé ábyggilega hagkvæmara að gera það með hluthafasamkomulagi. Jakob sagði að þannig hljóti eðli og stærð félagsins að móta efni hluthafasamkomulagsins. í stórum félögum hafi samkomulag af þessu tagi fyrst og fremst til- gang hvað varðar að skilgreina stefnu, leiðir, fjármögnunaraðferð- ir og skuldbindingar aðilanna, og í einkahlutafélögunum geti ýmis önnur atriði einnig komið til. Samkomulag hluthafa er einkasamning- ur sem ekkl er oplnberlega skráður Jakob sagði að hluthafasam- komulag geti tekið til hvaða hóps hluthafa sem er. Fram að þessu hafi tiltölulega takmarkaðir hópar hluthafa nýtt sér kosti þeirra, enda hafí slíkir hópar fyrst og fremst hagsmuni af því að fullnýta at- kvæðisrétt við stjómarkjör. Ef hins vegar eigi að nota hluthafasam- komulögin sem stýritæki í almennu hlutafélagi eða einkahlutfélagi þurfi þau að taka til að minnsta kosti meirihluta hluthafa og æski- legast sé að þau taki til þorra hlut- hafa ef ekki alveg allra. Aðspurður um hvort skylt sé að upplýsa um tilvist svona formlegs samkomulags hluthafa sagði Jak- ob að samþykktir hlutafélags séu opinber gögn og hægt að afla sér upplýsinga um þær til dæmis hjá Hlutafélagaskrá. Samkomulag hluthafa sé hins vegar einkasamn- ingar sem hvergi séu opinberlega skráðir. Það geti auðvitað skapað vanda gagnvart þeim sem séu hlut- hafar í félaginu eða eru utan- aðkomandi og hafa ekki upplýs- ingar um tilvist sliks samkomu- lags, en gætu talist þafa rétt á slíkum upplýsingum. Á þessu séu tvær hliðar eftir því hvort almenn- ingshlutafélög eða einkahlutafélög eigi í hlut. „I almenningshlutafélögum eru gefin út hlutabréf. Hlutabréf eru viðskiptabréf og viðskipti með hlutabréf fara eftir reglum um við- skiptabréf, þannig að bréfíð sjálft felur í sér öll réttindi og skuldbind- ingar sem því fylgja. Hluthafasam- komulag sem takmarkaði að ein- hveiju leyti réttindi samkvæmt hlutabréfínu yrði ekki gilt gagn- vart þeim sem hefði fengið bréfið í góðri trú og stæði ekki að hlutha- fasamkomulaginu. í einkahlutafé- lögunum hins vegar eru ekki gefin út hlutabréf heldur svokölluð hlutaskírteini ef einhveijir pappírar eru gefnir út yfirleitt. Þar er hugs- anlegt að það yrðu aðilaskipti að eign í hlutafélaginu, sem væri bundin skilyrðum sem kaupandinn vissi ekki um, en yrði samt bund- inn af, þar sem þessar sérstöku viðskiptabréfsreglur gilda ekki,“ sagði Jakob ennfremur. Deilur settar niður Aðspurður hvort hann teldi að tilvist hluthafasamkomulags í fé- lögum yrði til þess að koma í veg fyrir deilur sagði hann engan vafa á því að ýmsar frægar deilur í íslenskum hlutafélög- um á undanförnum árum hefðu ekki orðið jafn illvígar og jafnvel ekki einu sinni komið upp ef girt hefði verið fyrir þær fyrirfram með _________ gerð hluthafasam- komulags. Þessar deil- ur hefðu meðal annars falist í því að menn hefðu farið milli meiri- hluta og minnihluta og meirihlut- inn verið síbreytilegur af þeim sökum. Koma hefði mátt í veg fyrir slíkar deilur ef þeir sem þar hefðu átt hlut að máli hefðu verið bundir öðrum hluthöfum með samkomulagi. „Það er auðvitað mjög mikilvægt, þó deilur geti í sjálfu sér verið hollar og fijór vettvangur, að deilur séu settar niður, því yfirleitt er það svo að innbyrðis deilur spilla gangi fé- lagsins. Orkan fer í annað en við- gang félagsins og það þrífst nátt- úrlega enginn atvinnurekstur til lengdar ef orka þeirra sem að fé- laginu standa fer í það að rífast innbyrðis og stjórnendur, sem ef til vill eru ekki á meðal eigenda, vita ekki í dag hver verður yfir- maðurinn á morgun,“ sagði Jakob. Hann sagði aðspurður að hans mati sé ekki nein þörf á að taka upp ákvæði um hluthafasamkomu- lag í löggjöf um hlutafélög, enda sé eðlilegast að í þessum efnum sé farið eftir almennum reglum samningaréttar og samningsfrelsi ríki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.