Morgunblaðið - 10.12.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 10.12.1996, Síða 1
Einar Örn Gunnarsson / 2 Linda Vilhjálmsdóttir / 3 Elísabet Kristin Jökulsdóttir Jón Kalman Stefánsson / 4 og 5 Vigdis Grímsdóttir Þórarinn Eldjárn / 6 og 7 Steffán Máni Einar Kárason Halldór Guðmundsson / 8 og 9 Gunnar Smári Egilsson /10 Geirlaugur Magnússon /11 Guórán Helgadóttir /12 pti0ri0nmí>líiií>ií> MENNING LISTIR WÓÐFRÆÐI BÆKUR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 BLAÐ Nýjar bækur Lífæð og undir- staða tungunnar KOMIN er út orðabók um íslenska tungu sem nefnist Perlur málsins og er eftir dr. Harald Matthíasson á Laugarvatni. I kynningu segir m.a.: „Mál fornritanna er undirstaða íslenskr- ar tungu og því að kynnast því sem best. Sá er til- gangurinn með Perlum málsins. í bókinni eru forn snjallyrði gerð almenningi auðskil- in og aðgengileg og fólki gefinn kostur á að auðga og fegra mál sitt í ræðu og riti.“ Margra áratuga rannsóknir höfundar Perlur málsins eru 520 bls. Að baki þessu verki liggja margra áratuga rann- sóknir höfundar á sjaldgæfum og eftirtektarverð- um orðum í forn- um ritum. Hann orðtók Sturlunga sögu, Flateyjar- bók, Fornaldar- sögur Norður- landa, Biskupa- sögur Bók- menntafélagsins, íslendingasögur og önnur rit Forn- ritafélagsins og Grágás. Alls orðt- ók höfundur 14.500 bls. og fjöldi dæmanna er um 6.000. Aftan við meginmál bókarinnar er skrá yfir fomyrði í stafrófsröð. Þau vísa á leitarorðin og því auð- velt að fletta upp á nútímamerk- ingu fornyrða og glöggva sig á notkun þeirra. íslenska bókaútgáfan gefur út. Tölvuvinnslu og forrit vann Har- aidur Karisson, umbrot var unnið vih hjá Prentmeti efh., filmuvinnsla ' "3Í- og prentun var unnin hjá Guten- : & berg en bókband hjá Félagsbók- ':e9í' bandinu, Bókfelli hf. Gunnar _ J Steinþórsson hannaði kápuna sem r- byggist á teikningum Freydísar Kristjánsdóttur, en nokkrir tugir þeirra prýða bókina. Kynningar- verð tii áramóta er 5.980 kr. Bókatíð — bókakraðak Seiður markaðs- setningarmnar ÞEGAR fagnað- arlátunum linnir eru frábæru bækurnar kannski orðnar að reyk. Á metsölulistum sem birtast um þetta leyti eru það ekki endilega bestu bækurnar ________sem eru efstar að mati Jóhanns Hjálmarssonar. Það eru í raun og veru engin meðmæli að bók sé á metsölulista. En flestar metsölubækumar eiga það sameiginlegt að vera prýði- itgo •^jj fnns; ií'iy --sn lega markaðssettar. BOKATIÐ - BOKAKRAÐ- AK er í alvöru byijað þeg- ar blöð og aðrir ijölmiðlar fyllast af fréttum, um- sögnum og viðtölum að ógleymdum auglýsingum. Fáeinir höfundar fá heilsíðuaug- lýsingu eða hátt 5 það og er ljóst að útgefendur hafa á þeim tröllatrú og eru staðráðnir í að selja bækur þeirra. Sumir eru svo heppnir að geta sameinað glæsilegt útlit höfund- ar og hæfiieika til bókmenntasköp- unar, bók og höfundur verða þá rétti- lega „seiðandi". Viðbrögð geta þó speglað örþrifaráð, til dæmis þegar byggja þarf augiýsingu að mestu á lofsamlegum ummælum gagnrýn- enda um aðra bók en þá sem salan snýst um. Við auglýsingum ber þó að sjálf- sögðu ekki að amast. Þær eru hluti af markaðssamfélaginu og ástæðu- iaust að lesa yfir höfundunum sjálf- um þeirra vegna. Meistararnir frábæru Poul Borum Herman Melville Stór orð glata fljótlega og auðveldlega merkingu sinni. Meistarar og sniil- ingar eru orðnir miðlungs- höfundar og tæplega það þegar fagn- aðarlátunum linnir og frábæru bæk- urnar kannski orðnar að reyk. í gagnrýni ber ýmislegt að varast eins og kunnugt er og þá ekki síst að iðka fleðulæti; happasælla er að beina sjónum að bók frekar en höf- Hann var kunnur af illu, afar óvæginn í gagnrýni undi og æviferli hans. Hlutlægni er góð regla sem er þó ekki alltaf hægt að fara eftir. Meðal þess hvim- leiðasta eru stjörnugjafir, ég tala nú ekki um hauskúpur, sólkerfa- dóma og eins konar ástarjátningar. Danski gagnrýnandinn og skáldið Poul Borum lést í sumar. Hann var kunnur af illu, afar óvæg- inn í gagnrýni, en átti sínar góðu hliðar. Lengst hefur hann náð í ljóðum sínum (40 bækur talsins), en í þeim var hann mistækur eins og fleiri sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann var áhrifamikill ritstjóri tímaritsins Hvedekorn þar sem mörg ung skáld kvöddu sér fyrst hljóðs og hann rak skáldaskóla. Borum var sleipur skriffinnur og naut þess einkar vel að afgreiða bækur í fáeinum iínum í Ekstra Bladet og fjölda bóka í einni grein eins og í yfirlit- um hans um allar út- gefnar sænskar ljóðabækur á sama ári. Hvað sem um Bor- um má segja var hann menningarfyrirbrigði sem ástæða var að gefa gaum, með fyrir- vara þó. Ég er hrædd- ur um að íslenskum Borum yrði ekki vært. Hér á landi er bókmenntagagnrýni yfirleitt hófsöm og tillitssöm. En þegar kemur að því að hefja til skýja eða rífa niður drukknar vitið í til- finningasemi og gagnrýnin verður ekkert annað en asnaleg. I bókmenntaskrifum og bókaútgáfu hér á landi má greina tilhneigingu til uppgjörs, endurskoðunar og nýrrar yfirsýnar og er það Vel. Þröstur Helgason — drap á þetta og nefndi nokkrar nýútkomnar bækur sem hann kallaði „flóðbylgju rita um feminísk fræði“ hér í blaðinu fyrir réttri viku. Allt eru þetta bækur eftir konur og má greina í þriðja bindi íslenskrar bókmenntasögu að orð þeirra vega þungt. Huganir um hégóma Ein bók af umræðutagi var að koma út í takmörkuðu upplagi: Ein- tal á alneti, Helgispjall Matthíasar Johannessen. Það er komið víða við _undir þversagnarkenndum titli og mikið lagt upp úr hugsunum og íhug- unum. Þess vegna er formið að stór- um hluta það sem hefur verið kallað huganir eða esseyja. En höfundurinn hefur engu að síður gaman af yfirlýs- ingum þótt hann sé ekki yfirlýsinga- glaður. Ein slík sem ég get ekki stillt mig um að minna á er þó fremur ályktun: „Lífið sjálft skákar alltaf skáldskapnum þegar ganga á framaf fólki.“ Orðin eru látin falla í frásögn af miklum raunum tónskáldsins Berliozar sem hafði „ofnæmi fyrir því grófa og óheflaða í þjóðfélaginu“. Matthías ræðir víða um frægðina og fjölmiðlana, hégómann, eftirsókn- ina eftir vindi. Hann gerir efninu einkar vel skil í umræðu um Moby Diek og Herman Melville, í því skyni að sýna fram á „hvernig miklir lista- menn geta farið framhjá samtíð sinni, gleymzt áratugum saman, en risið upp með nýjum kynslóðum". Melville var hrósað í fyrstu, en þegar hann sendi frá sér Moby Dick tættu menn skáldsöguna í sig, skáldið dró sig í hlé og dó gleymt. Moby Dick lifir í flokki sígildra bóka, en samtími skáldsins er gleymdur, „allir kallarn- ir og kellingarnar sem þá bar mest á; semsagt allt íjölmiðlaliðið". Kökur og játningar Hvaða ályktanir má draga af þessu? Ég veit það ekki, en leyfi mér að beina athygli manna að bókum sem ekki eru í sérstöku uppáhaldi eða dálæti og fá engar heilsíðuaug- lýsingar. Það tryggir ekki bók lang- lífi að hún sé metsölubók. Það er í raun og veru engin meðmæli að bók sé á metsölulistum, aftur á móti eru þeir leiðandi fyr- ir bókakaup margra. Sé samantekt Félags- vísindastofnunar á sölu Moby Dick lif- ir, en samtími skáldsins er gleymdur bóka 18.-30. nóvember skoðuð eru það ekki endilega bestu bækurnar sem eru efstar. En flestar þeirra eiga það sameiginlegt að hafa verið prýði- lega markaðssettar. Efstar eru vitan- lega Kökubók Hagkaups og Játning- ar Berts.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.