Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 6

Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ „Hef sérdeilis mikinn áhuga á ástinni“ „ÞAÐ ÞARF ekkert sérstakt hugrekki til að skrifa um þetta efni frekar en annað; maður skrifar bara um það sem maður hefur áhuga á og ég hef sérdeil- is mikinn áhuga á ástinni — í öllum myndum," segir Vigdís Grímsdóttir en í Morgunblaðinu fékk nýjasta skáldsaga hennar, Z — ástarsaga, þá dóma að hún væri umfram allt hugrökk. Við- fangsefni bókarinnar er ástir samkynhneigðra — mál sem lítið hefur verið til umfjöllunar í ís- lenskum bókmenntum til þessa. Vigdís kveðst öðru fremur hafa skrifað bókina vegna þess að hún eigi erindi við fólk um ástina — hún væri hætt að skrifa ef hún teldi sig ekki lengur eiga erindi við fólk. „Z fjallar fyrst og fremst um ást fólks og allar þær tilfinningar sem henni fylgja, þótt hugsanlegt sé að ein- hverjir blindist af því að aðal- söguhetjurnar eru samkyn- hneigðar. Fyrir vikið týnist kannski annað, sem ég er að fjalla um í bókinni, niður — enjþað er allt; í lagi.“ I Z brýtur Vigdís hið hefðbundna form skáldsögunnar upp með ýmsum hætti, svo sem með ljóðum og bréfum. Er ástæð- an einfaldlega sú að „efnið hrópaði á þennan stíl“,“ svo sem höfundurinn kemst að orði. „Þeg- ar maður er að skrifa um efni af þessu tagi reynir maður að styðjast við raunsæi og forðast að flækja söguna í myndmál og það sem maður kallar „magíu“.“ Z er ekki eina framlag Vigdís- ar til jólabókaflóðsins en jafn- framt er komin út barnabókin Gauti vinur minn. „Það hefur lengi blundað í mér að skrifa barnabók enda var ég búin að lofa syni mínum að gera það einhvern tíma. Ég ákvað að efna það loforð núna, þar sem hann er fluttur úr landi og ég sakna hans mikið. Ætli tilgangurinn hafi ekki verið að tæla hann heim, sem virðist hafa tekist því hann kemur um jól- in,“ segir Vigdis og bætir við að bókin fjalli um samband mæðginanna. En hefur hún í hyggju að senda frá sér meira efni fyrir börn í framtíðinni? „ Já, tvímæla- laust. Það var mjög skemmtilegt að skrifa þessa bók, fyrir utan það að ég get aldrei hætt neinu sem ég er byijuð á.“ EG SAFNA bréfunum þínum, sagði ég. - Ég bað þig um að henda þeim jafnóð- um, var það ekki? - Ég veit það en ég ákvað að safna þeim. - Og ef einhver kemst í þau? - Það kemst enginn í þau, ég hef séð fyrir því. - Hvernig? - Treystu mér bara fyrir þeim, sagði ég og vonaði að þú spyrðir mig hvers vegna ég safnaði þeim. En þú gerðir það seinna, þegar við þekktumst orðið svo vel að við voguðum okkur stundum inn á auða svæð- ið, inn í verndarhringinn sem hver maður byggir umhverfis sig, þangað sem enginn raunverulega kemst nema manns eigin hugsun. - Af hvejru sagðist safna bréfunum frá mér? - Ég sagði ekkert um það. - En af hveiju gerirðu það? - Ég veit það eiginlega ekki. Ég vissi það heldur ekki þá. En ég veit það núna. Ég safnaði þeim saman til þess að geta komið með þau hingað daginn sem öllu væri lokið. Ég safnaði þeim saman til að geta brennt þau, horft á orð þín fuðra í eldinum og fundið þau renna saman við eldinn innra með mér. Ég varð að gera þetta. Orð þín verða alltaf innra með mér. Einsog þú. Einsog ég sagði þér alltaf. Og nú er mér allri heitt að utan jafnt sem innan einsog jafnvægi ríki, en það er annar hiti, ekki einung- is eldsins og sársaukans sem liggur í leyni og bíður hljóður síns vitjunartíma í síðasta sinn, heldur hiti þessara ára sem við áttum saman, allra stundanna okkar hér og allsstaðar. Og ég opna fyrsta bréfið þitt og stysta og les það hægt. Eg ætla að njóta orðanna og heyra þau hljóma hérna inni í fyrsta skipti og smám saman öðlast þau rödd þína einsog þú sitjir hjá mér og lesir. Einsog ég ímyndaði mér alltaf að þú gerðir. í næstum hvert sinn sem ég opnaði frá þér bréf. Úr Z — ástarsögu. Hvað er kona? Áríð 1992 var haldin í Reykjavík ráðstefna um bókmenntir og kyn. Nú er komið út rít með eríndum sem fræðimenn frá fjölmörgum löndum fluttu á þinginu. Þröstur Helgason gluggaði í ritið sem er gríðarmikið að vöxtum. HVAÐ ER KONA? í fyrsta fyrirlestri bókarinnar, Litteratur og kjönn i Norden, er þessari spurningu varpað fram enda hlýtur hún að vera grundvöllur allra ann- arra spurninga í kvennafræðum. Spurningunni er vitanlega ekki auð- svarað - það er ekki einu sinni víst að til sé svar við henni. Og eins og lesa má úr þessari bók eru kvennafræðin kannski farin að leggja meiri áherslu á að skoða konur sem sundurleitan hóp; konur eru ólíkar og hlutskipti þeirra ólíkt eins og annarra manna. í þessum fyrsta fyrirlestri bókarinnar, sem er eftir Torii Moi, segir að menn verði að gera sér grein fyrir þessu áður en þeir reyni að finna sam- kenni kvenna. Hvers vegna breytti Jónas kyninu Bókinni er skipt í ellefu kafla eftir umfjöllunarefnum fyrirlestranna en þeir voru alls 96 talsins á ráð- stefnunni. í fyrsta kaflan- um eru fjórir inngangs- fyrirlestrar sem fjalla al- mennt um kvennafræði. Þar á eftir koma svo kaflar um miðaldabókmenntir, nítjándu öld- ina, dagbækur og bréf, leikhús og leikrit, sjálfsævisögur, aldamótin, skáldsögur og ljóð á tuttugustu öld, bókmenntasögu og nútímaprósa. Sem dæmi um það sem fyrir- lesarar glímdu við á þinginu má nefna skemmtilega grein eftir Dick Ringler um það hvers vegna Jónas Hallgrímsson breytti kyni ljóðmæl- andans í Söknuði frá því sem var í hinni þýsku fyrirmynd eftir Goethe, Náhe der Geiiebten. Goethe hafði endursamið ljóð þýsku skáld- konunnar Friederrike Brun sem heitir Ich denke dein. Þar var ljóð- mælandinn kona. Titill ljóðs Goethes gefur einnig til kynna að það sé mælt fram af konu. Hjá Jónasi er frumlagið hins vegar orð- ið karl. Ringler segir að ef til vill hafi Jónasi bara þótt það eðlilegra að yrkja í orðastað karls. Og kannski hefur hann ekki haft betri þekkingu á þýskri tungu en þetta á ritunartíma íjóðsins, sem er senni- lega árið 1832. Ringler telur þó lík- legast að hann hafi aðeins þekkt ljóðið undir heitinu, Ich denke dein, sem gefur ekki til kynna hvort það er karl eða kona sem hefur orðið, eða nafnlaust. Það er þó enn merki- legra, segir Ringler, að í þýðingu sem Matthías Jochumsson gerði á ljóð- inu löngu seinna er ljóð- mælandinn líka karl, eins og hjá Jónasi, en frumtextanum fylgt mjög nákvæmlega að öðru leyti. Vart er hægt að skýra breyt- ingu Matthíasar með því að hann hafi misskilið frumtextann hvað þetta varðar því hann skilur hann rétt að öllu öðru leyti. Sú spurning Konureru ólíkar og hlut- skipti þeirra ólíkt Bækumar þekkja sína Útgáfa á talmálsdiskum virðist vera að taka við sér hér á landi. Kjartan Arnason segír hér frá tveimur slíkum með ljóðum Davíðs og smásögum erlendra höfunda. Myndskreyting: Andrés Andrésson AÐ ER margt hægt að gera í henni veröld. Til dæmis geta leikarar sem fást við talsetningu bamaefnis, haft útgáfu geisladiska með töluðu máli sem aukagetu þegar rólegt er í talsetning- unni. Þeir geta líka alveg látið það eiga sig. Om Amason, Jóhann Sigurðarson og Sigurður Sigurjónsson, ákváðu hins- vegar að gera einmitt þetta, og hafa nú gefið út tvo diska með bókmennta- efni í nafni Hljóðsetningar ehf., sem þeir standa að ásamt Stefáni Hjörleifs- syni, gítarleikara og „upptakara". Diskamir sem hér um ræðir em ann- arsvegar Sestu héma hjá mérmeö ljóð- um Davíðs Stefánssonar í úrvali Amars Jónssonar, sem flytur ásamt Helgu Jónsdóttur, hinsvegar er diskur með smásögum eftir erlenda höfunda í flutn- ingi Amars, Jóhanns Sigurðarsonar, Ragnheiðar Steindórsdóttur, Amar Ámasonar og Erlings Gíslasonar. Öm Ámason valdi sögumar, sem eru eftir August Strindberg, Ingvar Orre, Vlad- imir Navokov, John O’Hara og Heinrich Böll, og komu út á bók hjá Almenna bókafélaginu fyrir 15 árum. Þýðendur eru Gunnar Gunnarsson, Geir Kristjáns- son, Kristján Karlsson, Skúli Bjömsson og Gylfi Baldursson. Tilraun um útgáfu í óformlegu spjalli sagði Öm Árna- son þetta framtak vera tilraun og réð- ist framhaldið nokkuð af viðtökum nú. Tilraunin snýst ekki aðeins um útgáfu bókmennta á nýju formi, held- ur ekki síður um annan og breyttan vettvang fyrir leikara, sem í gegnum tíðina hafa ekki látið mikið til sín taka í flutningi sagna og ljóða á hljómplöt- um. Diskurinn er ný útfærsla gamall- ar hugmyndar, og er mun hentugri í meðförum en gamla vinylplatan, hægt að hlaupa milli sagna og ljóða með lítilli fmgrahreyfingu, og án þess að standa upp einu sinni. Þegar prentað efni er búið til flutn- ings, og flutningurinn kryddaður með áhrifshljóðum einsog gert er á smá- sagnadisknum, er Ijóst að ekki er leng- ur um nákvæmlega sama efnið að ræða. Verkið fær annan blæ, er ekki lengur „strípaður" textinn, heldur texti með fylgirödd, texti með karakt- er. Sögumaðurinn, sem auðvitað er innbyggður í textann, verður á vissan hátt nálægur í holdinu þegar rödd hans fer að hljóma í eyrum lesanda, þ.e. hlustanda. Túlkun flytjandans er vitanlega ráðandi í upplifun hlustand- ans á verkinu. Flutningur efnis á diskunum tveim- ur er með mestu ágætum, hér eru fagmenn á ferð. Ég sagði í grein hér í blaðinu um daginn, að þessi þjóð ætti ógrynni góðra lesara. Ég ætla ekkert að bakka með það, en bendi á að munurinn á „góðum lesara“ og „fagmanni" sýnist mér vera sá að góður iesari les vel, en fagmaðurinn, leikarinn túlkar. Túlkunin Það er einmitt listileg túlkun sagna og kvæða sem gera þessa diska að eymakonfekti. Notkun áhrifshljóða í smásögunum hjálpar ennfremur við að skapa andrúmsloft. Reyndar þótti mér örla á ofnotkun þessara hljóða í blábyijun, þau fylgdu orðum textans fullgrannt eftir - konan grét (grátur) en maðurinn hló (hlátur). Hljóðin eru þó lágvær og algjörlega í bakgrunni, svo þau trufla ekki textann eða draga athyglina frá honum. Kvæði Davíðs njóta sín vel í túlkun systkininna Amars Jónssonar og Helgu Jónsdóttur. Mörg kvæða skálds- ins eru löngu alþekkt og nánast sam- gróin þjóðinni, önnur syngja sig sjálf. Samt tekst systkinunum að bæta við upplifun hlustandans á kvæðunum með næmum og oft frábærum flutningi, ég nefni Konuna sem kyndir ofninn minn og Nirfilinn í túlkun Amars, Brúðars- kóna og Yngismey í túlkun Helgu. Það er fengur að þessum diskum, efnið er vissulega ekki nýtt eða nýst- árlegt, en formið er það hinsvegar. Flutningur og túlkun leikaranna sem hér koma við sögu, sýnir og sannar að enn má bæta við bókmenntaformið - er þó ekki bein viðbót, aðeins lítið eitt breyttur birtingarháttur gamalla aðferða. Bækurnar þekkja sína, segir bókasafnari Davíðs, og víst er að þær gera það - hvort sem þær eru prentað- ar, stafrænar eða á hljóðformi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.