Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 4

Morgunblaðið - 12.12.1996, Page 4
4 C FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Fransk- íslenska verslunarráðsins AÐALFUNDUR Fransk-íslenska verslunarráðsins var haldinn þann 5. desember sl. hjá Verslunarráði íslands, en ráðið hefur það mark- mið að treysta og efla viðskipti á milli ísiands og Frakklands. Á síð- asta starfsári bar hæst heimsókn til íslands frá fulltrúum franskra fyrirtækja, sem ýmist eru nú þegar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki eða hafa áhuga á slíkum viðskipt- um. Dagskrá heimsóknarinnar fólst í almennri kynningu á íslensku efnahags- og atvinnulífi, kynningu á viðskiptatækifærum á afmörkuð- um sviðum, kynningu á lögfræði- legum atriðum varðandi samninga milli fyrirtækja í löndunum tveimur og að síðustu var efnt til viðræðna milli einstakra fyrirtækja. Á kom- andi starfsári er áhugi á því að endurgjalda heimsóknina og. efna til ferðar aðila úr íslensku við- skiptalífi til Frakklands. I stjórn Fransk-íslenska verslun- arráðsins voru kjörin: Brynjólfur Helgason, formaður, Pétur J. Ei- ríksson, Jón Sigurðarson, Pétur Einarsson, Rósa Matthíasdóttir, Jón Páil Haraldsson og Pétur Har- aldsson. Að auki starfar Dominique Pledel Jónsson, viðskiptafulltrúi Franska sendiráðsins, með stjórn- inni. Navís hf. óskar eftirfárandi fyrirtækjum til hamingju með NAVISION Financials - tímamótalausn í fjármálastjórn Alþjóðleg miðlun Dominos Pizza FÍB-trygging Hátækni hf. Hótel Saga Vörður - Vátryggingafélag Öryggismiðstöð íslands Þessir aðilar völdu gullverðlauna- kerfið NAVISION Financials sem á erindi við öll metnaðarfull fyrirtæki sem vilja ná árangri í rekstri og stefna á sigur í samkeppni. NAVISION Financials er Office- samhaeft hugbúnaðarkerfi, hannað fyrir Windows 95. Það býður upp á fullkomin samskipti við Word og Excel - mest útbreiddu skrifstofu- kerfi heims. Fyrirtæki skapa sér ekki orðstír fýrir gæði með tilviljunarkenndum vinnu- brögðum. Navís hf. setur mjög stranga staðla við þjónustu og þróun hugbúnaðarlausna og fer eftir fast- mótuðum verklagsreglum til að gæðin verði sem best tryggð. Starfsmenn og eigendur Navís hf. hafa margra ára reynslu í aðlögun og uppsetningu NAVISION-kerfa fýrir íslenska og erlenda aðila. Designedfor Mlcrosoft Microsoft OFFICE O (/) VIÐSKIPTI_______________ Náttúruauðlindir nýtt- arhjá Kísiliðjunni Ekki hefur alltaf blásið byrlega fyrir Kísil- iðjuna þau þijátíu ár sem hún hefur starf- að. Á undanförnum árum hefur reksturinn verið endurskipulagður og ströngum að- haldsaðgerðum beitt sem hafa skilað sér í bættri afkomu fyrirtækisins. Guðrún Hálfdánardóttir hitti Bjama Bjarnason, framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar, að máli og ræddi við hann um fyrirtækið og þátt -------------------------^-------1-------- þess í gullleit á Islandi. VERSLUNARRÁÐ íslands kynnti í síðustu viku skýrslu um einkavæðingu opinberra fyrirtækja þar sem meðal annars er mælt með því að ríkið selji hlut sinn í Kísiliðjunni hf. við Mývatn. Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri Kísil- iðjunnar, telur að þær aðstæður sem félagið býr við útiloki sölu á eignar- hluta ríkisins. Kísiliðjan hf. var stofnuð 13. ág- úst 1966 og hefur verið rekin sem hlutafélag frá upphafí._ Aðalstofn- endur voru ríkissjóður Íslands með 51% hlut og bandaríska fyrirtækið Johns-Manville með 48,56%. Auk þess eiga 18 sveitatfélög á Norður- landi 0,44% hlut í fyrirtækinu. Árið 1991 keypti Celite, sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins World Min- erals, hlut Johns-Manville í Kísiliðj- unni og sér Celite um sölu kísil- gúrsins en fyrirtækið rekur tíu kís- ilgúrverksmiðjur í fjórum heimsálf- um. Að sögn Bjarna er reynsla Kísiliðj- unnar af erlendu samstarfí mjög góð. „Þrír meginkostir samstarfsins í upphafí voru aðgangur að áhættufé, tækniþekkingu og mark- aði og ólíklegt er að Kísiliðjan hefði komist á legg án slíks samstarfs." Kísilgúr er gerður úr skeljum dauðra kísilþörunga en skeljarnar mynda nokkurra metra þykkt setlag á botni Mývatns. Skeljarnar eru að mestu úr kísilsýru en hún kemur úr jarðhitavatni sem streymir neð- anjarðar í Mývatn frá jarðhitakerfí Kröflueldstöðvarinnar. Bjarni segir að nýmyndun kísilgúrs í Mývatni sé talin nema 11-15 þúsund tonnum á ári hveiju en verksmiðjan nýtir um 35 þúsund tonn af kísilgúr á ári. Kísilgúrinn sé því endurnýtanleg auðlind þó nýmyndun í vatninu hald- ist ekki í hendur við efnistöku verk- smiðjunnar. Heildarmagn gúrs í vatninu sé gríðarlegt og einungis sé búið að vinna um 5% af gúrnum á þeim 30 árum sem verksmiðjan hef- ur starfað. Tæknilegir örðugleikar í byrjun Kísilgúr er einkum notaður til síunar á vökva, sem slípiefni og fylliefni. Þann- ig er bjór síað- ur í gegnum kísilgúr fyrir átöppun en kísilgúr er einnig notaður til síunar á - sykurvökva, matarolíu, flugvélabens- íni og blóði í blóðbönkum. Sem slípiefni er kísilgúrinn notaður í tannkrem og bón og sem felliefni í málningu, snyrtiefni og lyf. Að sögn Bjarna mættu Kísiliðj- unni verulegir erfiðleikar í upphafi enda um frumraun að ræða bæði í vinnslu námunnar og við nýtingu jarðgufu til iðnaðar en jarðgufa er Bjarni Bjarnason Borgarráð samþykkir stefnumörkun á sviði ígildisviðskipta Beitt við innkaup vegna Nesjavallavirkjunar BORGARRÁÐ hefur samþykkt stefnumörkun vegna ígildisvið- skipta og telur að ákveðin tæki- færi til atvinnu- og verðmæta- sköpunar geti falist í þeim sé rétt að málum staðið. Að því skuli stefnt að við ígildisviðskipti nemi viðskiptaígildi a.m.k. 30-50% af viðkomandi innkaupasamningum og þau geti eftir atvikum falist í íjárfestingu hérlendis, innlendri þátttöku eða öðrum virðisauka- skapandi tækifærum. Fram kemur að í samvinnu við Aflvaka hf. hefur verið tekin sam- an skýrsla um kosti og möguleika ígildisviðskipta við íslenskar að- stæður. I henni kemur fram að ígildisviðskiptum er víða beitt, m.a. í nágrannalöndum, af hálfu ríkisvalds, sveitarfélaga og opin- berra fyrirtækja. ígildisviðskiptum er einkum beitt í tengslum við kaup á fjár- festingarvörum, svo sem tækjum og búnaði, frá útlöndum, til þess að örva staðbundna þróun með kröfum til seljenda um hámörkun innlends virðisauka, framsal á tækni og þekkingu, fjárfestingu í landinu, stofnun samstarfsfyrir- tækja með innlendum aðilum eða sambærilegum kröfum. Af hálfu kaupanda er þess krafist af seljanda að hann felli inn í tilboð sitt að tiltekin hrá- efni, hlutir eða samsetning komi frá eða fari fram í landi kaupand- ans, eða að hann skapi á annan hátt virðisauka, framleiðslu eða þjónustu á atvinnusvæði kaup- anda upp að fyrirfram ákveðinni prósentu af upprunalegri sölu. í fyrrnefndri skýrslu er bent á nokkra möguleika sem Reykjavík- urborg getur nýtt sér í ígildisvið- skiptum, einkum í tengslum við fjárfestingar í búnaði fyrir orku- fyrirtækin og á almenningsfarar- tækjum. „Borgarráð Reykjavíkur telur að ákveðin tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar geti falist í ígildisviðskiptum, ef rétt er að málum staðið, bæði fyrir atvinnu- líf á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsvísu. Mörg fyrirtæki sýn- ast eiga ígildistækifæri, sem nýst gætu þeim beint eða öðrum aðil- um. Nauðsynlegt er að í hveiju tilfelli sé litið heildstætt á mögu- leika til ígildisviðskipta, frekar en út frá þrengri forsendum og að eðlileg miðlun ígildistækifæra eigi sér stað milli fyrirtækja hérlendis. Borgarráð hvetur opinber fyrir- tæki og einkafyrirtæki til að kynna sér möguleika ígildisvið- skipta, með það að markmiði (a) að breikka atvinnustarfsemi og örva útflutning, (b) skapa aukna atvinnu og innlenda verðmæta- sköpun, (c) efla rannsóknar- og þróunarstarfsemi, (d) auka fjár- festingu erlendra fyrirtækja hér- lendis þar sem það á við, (e) efla samstarf innlendra fyrirtækja og erlendra t.d. með stofnun sam- starfsfyrirtækja, (f) auka tækni- þekkingu í atvinnustarfsemi hér- lendis, og (g) jafna út sveifluáhrif vegna stóríjárfestinga,“ segir í stefnumörkun borgarráðs. Því er einnig beint til allra fyrir- tækja í eigu borgarinnar að þau kynni sér möguleika ígildisvið- skipta við ákvarðanir um stærri innkaup og kaup á fjárfestingar- vörum frá útlöndum. Kannaðir verði strax möguleikar á ígildi- sviðskiptum í tengslum við kaup á búnaði vegna stækkunar Nesja- vallakirkjunar. Lotus Noíss Póstgsttun Veíþjonusta Öryggisgátt UNIX Víðnet Leiðstjórar fölvupóstur Internetráðgjof www.nyherji.is NÝHERJI Skaftahlíð 24 - Sími 5BS 7700 http://www.nyharji.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.