Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 6

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 6
6 B FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Húsgögn úr íslenskum rekaviði HANN er grófgerður, blautur, sprunginn, veðurbarinn og langt að kominn viðurinn, sem þýski myndlistarmaðurinn Frank Reit- ebspiess geymir í kofanum á bak- lóð við Nýlendugötuna. Kofann segist hann hafa byggt eftir „vís- indalegar" athuganir á rysjóttu tíðarfari með tilheyrandi rigning- um, enda mikilvægt að vindþurrka rekaviðinn og úthýsa vætunni. Þegar ttjádrumbarnir eru þurr- ir, tekur Frank þá í vinnustofu sína og smíðar úr þeim hin nýstár- legustu húsgögn. „Yfírleitt er ég búinn að hanna húsgögnin í hug- anum, eða gera lauslega skyssu, áður en ég fer á stúfana að leita að hentugum spýtum. Mér finnst fara best að láta veðrað og hrátt yfírborð rekans njóta sín í húsgögnunum. I sumar fór ég um flestar strendur landsins og safnaði efni- bændunum. Sumt tók ég í bflinn hjá mér, en mest þurfti ég að láta flytja með vörubflum í bæinn. Töluverður tími fer í leit og þó nokkur peningur í gistingu og sendingarkostnað. Þegar upp er staðið er hráefnið alls ekkert ódýrt." Saknarekki heimahaganna Frank lærði myndlist og kvik- myndagerð við Listaháskólann í Berlín og kynntist þá nokkrum íslendingum, þar á meðal sam- býliskonu sinni, Margréti Magnús- dóttur, sem nam við sama skóla. Þótt þeim væri vel til vina höfðu þau engin áform um sambúð árið 1993 þegar Frank kom fyrst hing- að til lands. „Við vorum ekki einu sinni kærustupar þá,“ segir Frank, sem hreifst af landi og þjóð og ákvað að setjast hér að ári síðar. Hann heillaðist af náttúrunni, lands- laginu, fólkinu og gróskunni í lista- lífínu og segist hvorki sakna Niimberg þar sem hann ólst upp né Berlínar. Frank talar góða íslensku og á orð yfir flest. Heimildarkvik- mynd var eina orð- ið sem hann hnaut um í samtali við blaðamann, sem skildi í fyrstu -Iftt hvað „svona heima- mynd“ væri. Eftir smámisskilning kom í ljós að skömmu áður en Frank fluttist hing- að vann hann við tökur á heimildar-. kvikmynd fyrir kaþólsku kirkjuna í Brasilíu um vúdúiðkanir lands- manna. „Ég hef ekki fengist við kvikmyndatökur um langa hríð. Núna einbeiti ég mér að hús- gagnasmíðinni til að afla tekna, en annars lít ég fremur á mig sem myndlistarmann en húsgagna- hönnuð og smið.“ Innsetning og rekavlður Sem myndlistarmaður hefur Frank einkum unnið verk í anda innsetningar, eða installation eins og það heitir á enskri tungu, og er þekkt hugtak í heimi myndlist- arinnar. Innsetning byggir á því að listamaðurinn yfírtekur tiltekið rými og tekur um leið mið af sér- stökum aðstæðum umhverfisins. Slík verk setti Frank upp í síðast- liðið sumar undir nokkrum vega- brúm í Reykjavík. Hann hefur einnig haldið sýningu í Nýlista- safninu og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýning á húsgögn- unum er í Gullsmiðju og listmuna- húsi Ófeigs til 23. desember. Aðspurður hvernig rekaviður- inn hafí rekið á ijörur hans segir hann að fyrir tveim- ur árum þegar hann vann við land- græðslu á Ökrum á Mýrum hafi hann vantað húsgögn og séð sér leik á borði að krækja sér í nær- tækt hráefni. „Sjálfsbjargarvið- leitnin varð í raun- inni upphafíð að því að ég fór að fram- leiða og selja hús- gögn úr rekaviði," segir Frank. ■ vþj Morgunblaðið/Ásdís FRANK Reitenspiess í vinnustofu sinni. HATALARAR HILLA. V ondar stelpur - komast þær hvert sem er? „ÉG þekki enga örugga leið til að ná árangri - aðeins leiðina til að mistakast örugglega; þá leið að ætla að gera öllum til geðs.“ Með þessari tilvitnun í Plató hefst bókin Góðar stelpur komast til himna - en slæmar hvert sem er, eftir þýska sálfræðinginn Ute Ehrhardt. Bókin hefur verið efst á vin- sældalista í Þýskalandi frá því að hún kom út þar árið 1974, skv. því sem segir á bókarkápu. Þar segir ennfremur að í bókinni sé því lýst hvernig konur komi sjálfar í veg fyrir að þær ráði eigin lífí og njóti þess sem skyldi. Þær stundi sjálfsásakanir, segi ekki meiningu sína, framselji öðrum sjálfstæði sitt og láti stöðugt í minni pokann. „En hér er því einn- ig lýst hvernig konur geta losnað úr spennitreyju vanans og notið sín sem sjálfstæðir einstaklingar,“ segir á kápunni. Hugsunargildrur í bókinni er fjallað um ýmis konar hugsunargildrur sem konur falli gjarnan í og misögum. Einn kaflinn Ijallar um hugsunargildrur varðandi starfíð og segir þar að slíkar gildrur geti haft margvísleg- an búning; vinnugleði er verðlaun- uð, hæverska er virt, lítillæti borg- ar sig. „Konur trúa því að fyrir utan hæfni og iðni séu bros og elskulegheit áhrifaríkasta leiðin til að ná árangri í starfí. Þrátt fyrir reynslu sína ríghalda þær í þá skoðun að besta leiðin til að sann- færa aðra um eigin hæfni sé að fórna sér.“ í kaflanum segir frá lögfræð- ingnum Sigrid sem hefur unnið eitt ár á lögfræðistofu nokkurri. Hún vonast til að verða bráðum hluthafi og trúir á gildi þess að vera alltaf hjálpsöm, góð og bjart- sýn. Hún tekur t.d. oft að sér verk- efni vélritunarstúlknanna þar sem hún vill sýna að hún telji sig ekki yfír það hafna að ganga í verk þeirra, auk þess sem hún vill að stúlkunum líki vel við hana. Svo fínnst henni að konur eigi að standa saman. Sigrid gengur í flest störf og vinnur til miðnættis virka daga og um helgar án þess að segja orð. Í stuttu máli sagt skilar Sigrid vinnu sinni óaðfínnanlega og er einstaklega hjálpsöm. En eitthvað fer úrskeiðis. Vinnufélaga hennar, sem kom á skrifstofuna á eftir henni, er boðið að gerast hluthafi og Sigrid heltist úr lestinni. Hann er að vísu mjög duglegur í starfí sínu sem lögfræðingur, en ekki jafn hjálpsamur og hún. Sigrid fer nú að gruna að það sé ekki árang- ursríkt að vera góður, óskamm- feilnin sé vænlegri. Það virðist a.m.k. vera aðferð sem dugi körl- um vel. Svo segir: „Sigrid gekk í dæmi- gerða hugsunargildru kvenna. Hún hélt að það bæri árangur að vera hæf, dugleg og vingjamleg. Hún var með óskráðan samning á heilanum: Að hún legði fram vinnu sína, iðni, fómarlund og nægju- semi og fengi að hæfilegum tíma liðnum tilboð um að verða meðeig- andi. Dæmið gat ekki gengið upp af því að hinir „samningsaðilamir" höfðu ekki hugmynd um þennan samning. Sigrid hafði gleymt einu mikilvægu atriði: Að setja fram skýrar kröfur." í þessari dæmisögu kemur fram að Sigrid hafði ekki yfirsýn yfir þær reglur sem máli skiptu í starf- inu. í stað þess að ganga í störf vélritunarstúlkunnar hefði verið viturlegra fyrir hana að sýna að hún bjargaði málum með því að útvega ígripafólk eða leysti málin á annan hátt. Hún eyddi kröftum í smáatriði í stað þess að vinna markvisst að þeim málum sem kröfðust lögfræðikunnáttu henn- ar. Svo hafði hún í stað þess að krefjast þess að fá að vera með, beðið góð og þæg eftir því að vera gert tilboð. Málgleði „Margar konur hugsa á líkan hátt. Þær halda að þær megi ekki verða of merkilegar til að vinna einföld verk eða að þær þurfi að vinna ókeypis til að sanna hæfí- leika sína,“ segir í lok sögunnar. Á öðram stað þar sem gripið er niður í bókinni, fjallar höfundur um rannsókn á mælskuvenjum karla og kvenna í blönduðum hóp- um. Þar hafí komið fram að kon- umar töluðu að jafnaði í 3-10 sek- úndur í senn, karlarnir í 11-17 sekúndur. „Með alla fordómana um blaður kvenna í huga, ættu konur virkilega að smjatta á niður- stöðum þessarar rannsóknar," segir í bókinni. „Hins vegar varpar það dökkum skugga á jafnréttis- baráttu kvenna að vita, að um leið og karlarnir era ekki lengur með í hópnum talar hver kona lengur í senn.“ I kjölfarið rekur höfundur að á mælskunámskeiðum sem hún stjórni leggi hún oft það verkefni fyrir þátttakendur að halda lo- fræðu um sjálfa sig. „Það veitist karlmönnunum greinilega léttar en konunum. Körlunum finnst þetta verkefni skemmtilegt og eru ekkert feimnir við að hrósa sjálfum sér. Konunum finnst þetta hins vegar dálítið vand- ræðalegt. Ef þær fá að velja kjósa þær fremur eitthvert annað umræðuefni." Góðar stelpur komast til himna - en slæmar hvert sem er, er gef- in út af Bókaútgáfunni Brandi. Þýðandi er Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. ■ 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.