Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1996 C 3 VIÐTAL íshákarl í Stykkishólmi stundar veiðar og vinnslu á beitukóngi FYRIRTÆKIÐ Ishákarl hf. var stofnað fyrir þremur árum af Pétri Ágústssyni skipstjóra í Stykkis- hólmi og Sigurði Halldórssyni flug- stjóra í Luxemborg í þeim tilgangi að hefja verkun hákarls á nýjan hátt. Hugmyndin var að frysta há- karlinn nýjan og selja þannig. „Áður en það varð að veruleika kom ígulkeraævintýrið upp og við tókum þátt í því. Áttum bát og gerðum tilraunir til að veiða með plógi fyrir íslensk ígulker hf. Þegar það fyrirtæki tók sig upp og flutti til Njarðvíkur vaknaði áhugi á því hér að halda þessari vinnslu. Við komust í samband við stórt fyrir- tæki, norsk-japanskt, og tókum upp samvinnu við það um vinnslu ígul- kera fyrir Japansmarkað," segir Pétur en hann er stjórnarformaður íshákarls hf. Nliklll darraðardans Pétur segir að íshákarl hafi verið þrjár vertíðir í ígulkeravinnslunni. „Þetta gekk sæmilega en ekkert umfram það. Það spruttu upp 20 vinnslur og geigvænleg samkeppni varð um hráefnið. Vinnslurnar sprengdu sig á verðinu. Eg hef stað- ið í ýmsum viðskiptum en aldrei lent í öðrum eins darraðardansi," segir Pétur. Síðan hættu ígulkerin að veiðast og ævintýrið hefur endað illa hjá mörum vinnslum. „Átján bátar voru á ígulkeraveið- um á Breiðafirði þegar mest var en hráefnið fór að stórum hluta til vinnslu annars staðar. Það kostaði lítið að útbúa sig á veiðamar og sjómennirnir höfðu það gott á með- an þeir voru að klára ígulkerin en nú situr hver bátur uppi með tæki sem kosta hálfa til eina milljón en nýtast ekki í annað. Við vöruðum við ofveiði en stjórn- völd treystu sér ekki til að gera nauðsynlegar rannsóknir og grípa inn í þróunina. í athugun sem gerð var í vor kom svo í ljós að ígulker voru nánast uppurin á svæðinu. Enn er töluvert af ígulkerum en þau eru búin á öllum þeim svæðum sem gáfu nýtanlegt hráefni. Það hvernig fór fyrir ígulkerun- um er dæmi um hugsunarhátt ís- lendinga. Þó að ég sé maður frjáls- Iyndis á öllum sviðum verð ég að benda á þetta sem dæmi um það hvað gerist ef hvergi er gripið inn í og menn fá að_ ganga stjórnlaust um auðlindina. ígulkerin eru stað- bundin tegund og ég hefði viljað að það væri gert að skilyrði fyrir veiðunum að hráefnið kæmi til vinnslu hér á staðnum, nema sann- að væri að nóg væri til af þeim. Þessar hugmyndir mættu mikilli andstöðu," segir Pétur. Mokveiai á beitukóngi Meðan á ígulkeraævintýrinu stóð voru Pétur og félagar að hugsa um aðra vinnslumöguleika. „Beitu- kóngur yarð fljótt ofarlega í huga okkar. Ég var lengi fiskiskipstjóri og vissi að eitthvað væri til af hon- um hér í Breiðafirði. Ég vissi líka að hann hefur verið veiddur lengi í ýmsum Evrópulöndum og að ein- hver markaður væri fyrir afurðirn- ar," segir hann. Við undirbúningsathuganir var málið fyrst kannað hjá tengilið fyr- irtækisins í Japan og beitukóngur sendur þangað til reynslu. Hann þótti hins vegar of smár fyrir Jap- ansmarkað og ekki varð úr viðskipt- um. „Fyrir ári barst síðan fyrir- spurn frá Suður-Kóreu en þar er stærsti markaður fyrir beitukóng í heiminum. í framhaldi af því gerð- um við samning við þarlent fyrir- tæki, fyrir milligöngu sölufyrirtæk- is í Bandaríkjunum, og við fórum tveir til að kynna okkur markaðsað- stæður." Vinnslutæknin var þekkt og því var farið í gegnum aðferðir við veið- arnar, þegar salan hafði verið tryggð. Skýrslur eru til um fyrri tilraunir sem gerðar hafa verið til að veiða og vinna beitukóng frá 1986. Fyrst voru gerðir út smábát- ar frá Akranesi og kuðungurinn Þolir ekki margar vinnslur í hverjum firði _____Tilraunaveiðar og -vinnsla á beitukóngi í Stykkishólmi lofa góðu._____ Stjórnarformaður íshákarls telur þó ekki grundvöll fyrir stórum flota og mörgum vinnslum í hverjum fírði, þá geti farið eins fyrir þessari nýjung _______og ígulkeravinnslunni. Helgi Bjarnason skoðaði fyrirtækið_______ og ræddi við Pétur Ágústsson. MorgunblaðioVHelgi Bjarnason PÉTUR Agústsson fylgist með þegar Guðrún Antoníussen pakkar beitukóngi til útflutnings. handunninn með sérstökum hætti. Fyrirtækið íslenskur skelfískur hf. í Sandgerði tók þá við, festi kaup á vinnslulínu og lét veiða kuðung, meðal annars undir Vogastapa. Vinnslan hætti vegna þess að veið- arnar brugðust. Tilraunir í smærri stíl hafa víðar verið gerðar. Á vegum íshákarls hófust til- raunaveiðar í lok mars, með nýrri tegund af gildrum sem reynst höfðu vel í Bretlandi. Keyptar voru 100 gildrur til að byrja með og þær reyndar í tvo mánuði. „Við settum okkar eigin bát á veiðar í júlí. Hann fiskaði strax mjög vel og í kjölfarið fóru tveir aðrir bátar á þessar veiðar og lögðu upp hjá okkur. Núna eru þeir qrðnir fjórir með 5.600 gildrur alls. í september var veiðin komin upp í 6-8 tonn á dag og stundum meira, sannkölluð mokveiði." í smærra lagi íshákarl kom sér upp vinnslu á tiltölulega ódýran hátt með því að setja saman vinnslulínu úr gömlum tækjum. „Það er auðvelt að tækni- væða þessa vinnslu með því að kaupa sér ný tæki en við lögðum ekki í það," segir Pétur. Afkasta- getan var lítil til að byrja með og hafðist ekki undan að vinna úr kuðungnum sem bátarnir báru að landi. Unnið var að endurbótum og núna er vinnslan komin í það horf að hægt er að vinna allan beitukóng sem berst að. Frá upphafi hafa verið unnin um 500 tonn af kuð- ungi sem þýðir hátt í 100 tonn af afurðum miðað við meðalnýtingu. Á bilinu 15 til 20 manns hafa atvinnu af beitukóngsveiðum og -vinnslu. Er það heldur færra en í upphafi þegar þetta var unnið meira í hönd- unum. Ágætt verð hefur fengist fyrir afurðirnar, 4-6 Bandaríkjadalir fyr- ir hvert kíló, og segir Pétur að vinnslan borgi sig. Hins vegar hefur verðið farið lækkandi að undan- förnu og segir hann að það stafi af birgðasöfnun í Kóreu vegna óvenju góðrar veiði í Bretlandi. Nú eru Bretarnir hættir veiðum og von- ast Pétur til að verðið stígi aftur. „En við verðum að búa okkur und- ir breytilegan markað. íslenski beitukóngurinn er fyrir neðan með- allag að stærð en hefur fengið góð- ar einkunnir fyrir ferskleika og bragðgæði. Stærðin veldur því að okkar vara verður fyrr fyrir barðinu á verðlækkunum en afurðir sem eru í efri hluta markaðarins," segir Pétur. Fiskurinn er fluttur út frosinn. í Suður-Kóreu er hann seldur niður- soðinn og borinn fram með sósu sem aðalréttur. Einnig er beitukóngur- inn boðinn sem nasl á börum, bæði í Kóreu og Japan, og segir Pétur að hann virðist vinsæll í því formi. Tiltölulega lítil neysla er á þessari afurð í Evrópu en fer vaxandi. Beitukóngur úr Stykkishólmi hefur verið prófaður á veitingastöðum hér á landi og líkað vel, að sögn Pét- urs. Hugmyndin er að selja hann einnig í verslanir. Svelflurívelftl „Þetta er sýnd veiði en ekki gef- in," segir Pétur og bendir á að sveiflur séu í veiðunum. Beitukóng- urinn er ginntur í gildrur með fiski. Hann étur ekki á tímgunartímanum og því veiðist lítið á því tímabili. Talið er að það standi yfir í þrjá mánuði en gallinn er bara sá að ekki er vitað nákvæmlega hvenær það kemur. Pétur segir að talið hafi verið að tímgunartíminn væri ekki fyrr en eftir áramót en nú þegar væri farið að draga úr veið- inni og því væri liklegt að komið væri inn á þetta tímabil. „Það er á mörkunum að veiðarnar séu hag- kvæmar eins og er en við verðum að halda stöðugt áfram fyrsta árið til þess að fá yfirlit yfir sveiflurn- ar," segir Pétur. Hann tekur undir þau orð að mikið vanti upp á rannsóknir á lifn- aðarháttum og kjörlendi beitu- kóngsins og að fá svarað spurning- um um það hvar sé hægt að veiða hann.í hve miklum mæli og hve- nær. íshákari er í góðu samstarfi við Hafrannsóknastofnun og sendir henni skýrslur um veiðarnar og beitukóng til rannsóknar. Pétur Ágústsson lítur svo á að þó fyrirtækið hafi náð góðum tökum á veiðum og vinnslu sé þessi nýja grein sjávarútvegs enn á tilrauna- stigi. Hann segir að mesta spurn- ingin sé um afrakstur miðanna. „Þegar við byrjuðum áætlaði Haf- rannsóknastofnun að veiða mætti 2.500 til 3.000 tonn af beitukóngi allt í kringum landið. Helmingur kjörlendis hans er í Breiðafirði og reiknaði maður með að hér mætti veiða 1.250 til 1.500 tonn. Vísinda- menn Hafrannsóknastofnunar hafa fylgst með okkur og eru enn sömu skoðunar. Ég taldi að þeir væru varkárir og trúði því innst inni að hægt yrði að veiða mun meira. Að fenginni reynslu sýnist mér þó að áætlun Hafrannsóknastofnunar hafí verið raunhæf og stofninn þoli ekki meiri veiði." Spá I gildrur fyrir 90 milljónir Brautryðjendastarf íshákarls við nýtingu beitukóngs hefur vakið at- hygli og heyrst hefur af áhuga hjá fleiri aðilum á Snæfellsnesi og víða um land að hefja veiðar og vinnslu. Pétur segist hafa heyrt af þessu þó fæstir hafi leitað eftir upplýsing- um hjá sér. Telur hann afar misráð- ið ef settar verða upp margar verk- smiðjur í hverjum firði og stór floti . sendur á beitukóngsveiðar. „Það virðast sumir halda að kuðungurinn sé til í ógurlegu magni, tugum þús- unda tonna. Ég vildi að svo væri en ég held að þeir hhoti að byggja þessar væntingar eingöngu á vikt- arskýrslum bátanna sem stunda þessar veiðar." Pétur hefur orðið var við að mik- ið hefur verið spurst fyrir um kaup á gildrum erlendis, jafnvel fyrir tugi milh'óna kr. Hann segir að sam- anlagðar fyrirspurnir sem hann veit af erlendis bendi til að verið sé að spá í 90 milljóna kr. fjárfestingu í gildrunum eingöngu. Með þeim væri hægt að veiða 15 þúsund tonn af kuðungi. „Sagan frá ígulkerun- um myndi endurtaka sig ef af þessu yrði. Munurinn er bara sá að við sögulok sætu menn uppi með miklu dýrari tæki sem ekki væri hægt að nýta til annars." Pétur telur að áhuginn hafi heldur dvínað við verð- lækkunina og minnkandi veiðar að undanförnu. „Það er að mínu mati heillavænlegast að rúlla þessu í nokkur ár til að sjá hvað við getum gert úr þessu," segir Pétur. Vanur að leggja allt undir Pétur Ágústsson var fiskiskip- stjóri í tuttugu ár og hefur nýtt sér þá reynslu við hugmyndavinnu í fyrirtæki þeirra félaga. „Það er allt- af mikið spjallað um borð í skipun- um en fáir eru tilbúnir að fórna öllu sínu til að láta reyna á_ hug- myndirnar í framkvæmd. Ég er orðinn vanur þessu. Hef verið í út- gerð og ferðaþjónustu og oft orðið að leggja allt undir. Ég lít svo á að tækifærin sem hver og einn fær í lífinu séu ekki svo mðrg að ástæða sé til að geyma þau um of." Hann viðurkennir að það sé spennandi að takast á við ný verk- efni, eins og hann hefur verið að gera með þátttöku í íshákarli og fleiru. „Þetta er gaman, ef maður hefur taugarnar í lagi." Uppbygg- ing beitukóngsvinnslunnar hefur kostað 30 milljónir kr. íshákarl fékk styrki frá sjóðum sjávarútvegs og iðnaðar til að gera veiðitilraunir en það var lítil upphæð miðað við heild- arkostnaðinn. Starfið hefur fyrir- tækið því þurft að fjármagna að mestu með lánsfé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.