Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ kém FOLK ■ EVERTON hefur bæst í hóp þeirra liða, sem hafa áhuga á að fá Hollendinginn Patrick Kluiv- ert frá Ajax til liðs við sig. Liðið á til 8 milljónir punda, eftir að An- drei Kanchelskis var seldur til Fiorentina. ■ EVERTON er tilbúið að borga Kluivert 5,6 millj. ísl. króna í viku- laun, ef hann kemur til Goodison Park. ■ KLUIVERT hefur áður verið orðaður við AC Milan, Arsenal, Barcelona og Real Madrid. ■ MESTAR líkur eru á að Kluiv- ert velji að fara til AC Milan, en fréttir frá Hollandi í gær sögðu að hann hafi mikinn hug á að leika með sama liði og félagar hans, Edgar Davids og Michael Reiz- inger, sem leika með liðinu. ■ DAVID Seamen lék meiddur á hné gegn Leeds og Tony Adams, fyrirliði Arsenal, meiddist á ökkla. ■ GLENN Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englands, mun í dag kanna betur meiðsli Adams, en ef hann verður klár í slaginn gegn Ítalíu verður hann líklega fyrirliðí, en ekki Alan Shearer. ■ GEORGE Graham, knatt- spymustjóri Leeds, stefnir að því að fara með lið sitt í bikarúrslit á Wembley, eins og hann gerði með Arsenal fyrsta árið sitt sem „stjóri" liðsins. „Bikarheppni" var með Leeds gegn Arsenal. ■ NIGEL Winterbum missti af fyrsta leik sínum með Arsenal í vetur, er liðið lék gegn Leeds. Hann var rúmfastur, með fiensu. ■ CARLTON Palmer tók við fyr- irliðastöðu Leeds í leiknum, Ian Rush, sem hefur skorað 42 bikar- mörk, var settur út. Leeds hefur ekki fengið á sig mark í tíu leikjum af síðustu fjórtán. ■ MARSEILLE hefur áhuga á að fá David Ginola til liðs við sig. Kappinn hefur aðeins leikið tvo leiki af fimm undir stjórn Kenny Dalgl- ish hjá Newcastle. ■ KEVIN Keegan keypti Ginola frá París St Germain sumarið 1995 á 2,5 milljónir punda. Talið er að Dalglish sé tilbúinn að láta Ginola fara ef hann fær gott tilboð í hann. ■ BRYAN Robson hefur gert átj- án mánaða samning við Fabio, frænda Emerson. „Hann er góður leikmaður, sem fær sitt tækifæri," sagði Robson. ■ RAY Harford, fyrrum knatt- spyrnustjóri Blackburn, tekur lík- lega við stjórninni hjá WBA. Cyr- ille Regis verður að öllum líkindum aðstoðarmaður hans. ífótspor Lineker og Hum- perdinck ÞÓ að hann hafi haldið upp á nítján ára afmælisdag sinn fyrir fáeinum dögum, 11. janúar, hefur han þegar sest á bekk með tveimur af kunnustu sonum Leicester, Gary Lineker, fyrrum fyrir- liða enska landsliðsins og söngvaranum Engelbert Humperd- inck. Hér um að ræða miðherjann hjá Leicester, Emile Heskey, sem er metinn á 560 miilj. ísl. króna, en fyrir tveimur árum var hann með 4.700 kr. í vikulaun fyrir að leika knattspyrnu. Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Coventry, segir að Heskey og Darren Huckerby hjá Coventry séu menn framtíðarinnar. Sigmundur Ó. Steínarsson skrifar Emile Heskey er nú betur launað- ur en nokkur annar táningur á Bretlandseyjum og hann er eftir- sóttur - flest stóru félögin vilja fá þenn- an marksækna leik- mann í sínar raðir. Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Leicester, var fljótur að átta sig á hlutunum og fékk Heskey til að skrifa undir samning til 1999. Heskey er mjög markheppinn og jafnvígur á báða fætur, getur skor- að jafnt með vinstri og hægri fæti. Þá er hann skallamaður góður, er fljótur og fylginn sér - les leikinn vel. Margir segja að hann sé mjög líkur Lineker, aðrir líkja honum við annan enskan fyrrverandi landsliðs- mann, Cyrille Regis. Þegar Lineker lék sinn fyrsta leik fyrir Leicester var hann átján ára, Heskey var aðeins sextán ára þegar Mark McGhee, knattspyrnu- stjóri, sendi hann inn á í leik gegn Norwich. Hann þakkaði fyrir sig og skoraði sigurmark Leicester. I fyrra átti hann stóran þátt í að Leicester vann sér sæti í úrvals- deildinni. Ákvað að vera þolinmóður Heskey var fimmtán ára þegar hann var byrjaður að æfa og leika með varaliði Leicester. „Þegar ég fékk tækifæri með varaliðinu, var ég ákveðinn að láta ekki það koma fyrir mig sem hefur komið fyrir svo marga unga leikmenn; það er að segja að þeir ætla að gera svo margt á skömmum tíma, brenna síðan út áður en þeir vita af og ekkert verður eftir. Ég ákvað að vera þolinmóður og fagna hveiju tækifæri sem ég fengi. Það var leið- in sem ég fór og ég er ánægður með það - ég hef náð að vinna mér fast sæti í Leicester-liðinu,“ segir Heskey, sem tryggði Leicester sigur á Wimbledon um sl. helgi, með því að skora sitt sjötta deildar- mark, 1:0. Ég er Leicesterbúl Þegar Heskey var spurður, hvort það væri ekki meiri framtíð fyrir hann að leika með einu af frægari og stærri liðunum í Englandi, sagði hann: „Ég er fæddur og úppalinn hér, er Leicesterbúi - á heima rétt hjá Filbert Street. Ég er með Leic- ester-hjarta, jafnvel þó að ég hafi haldið með Liverpool þegar ég var strákur og uppáhaldsleikmaðurinn minn var John Barnes. Það er ör- ugglega gaman að leika með stóru liðunum, en það jafnast ekkert á við að vera á sama svæði og fjöl- skyldan er og allir vinir mínir.“ Heskey hefur sýnt það í vetur, að hann er óútreiknalegur og til EMILE Heskey átti mjög góöan lelk með Leicester gegn Newcastle um sl. helgi og skoraöl mark. alls líklegur upp við mark andstæð- inganna. Hann hefur skorað mörk sem markahrókarnir Ian Wright, Arsenal, og Dwight Yorke, Aston Villa, hefðu verið ánægðir með að skora. Gary Lineker hefur fylgst með snáða. „Það sem hefur mest áhrif á mig er að hann er alltaf að verða betri og betri með hverjum leiknum sem ég sé. Hann er góður - rétt orðinn nítján ára, á eftir að verða stórkostlegur. Hæfileikar hans eru miklir, en hann á eftir að læra meira og þroskast. Leicester er mitt félag, sem hefur legið næst hjartanu, en liðið getur ekki full- nægt þörfum hæfileikaríks leik- manns eins og Heskey, sem þarf að fá tækifæri til að leika með snjöllum leikmönnum. Leicester getur ekki keypt Zola, Alan Shear- er, það getur aðeins alið upp leik- menn, sem erfitt verður að halda,“ sagði Lineker. Þrátt fyrir að Heskey sjái ekkert annað en Leicester, verður hann að játa og horfast í augu við, að ef hann ætlar að ná lengra verður hann að yfirgefa Filbert Street áður en langt um líður. Hann veit einnig að möguleikarnir verða meiri ef hann stuðlar að því að Leicester komist á flug - þá opnast leið fyrir hann að leika með enska landslið- inu, gerast íeikmaður með stóru lið- unum í Englandi, eða leggja land undir fót og fara til Ítalíu og Spánar. Heskey hefur nú þegar leikið tvo leiki með 21 árs landsliði Englands. Hann hefur sagt það að ef hann ætli að feta í fótspor Gary Lineker verði hann að leggja mikið á sig. Lineker fór frá Leicester á sínum tíma til Everton, síðan til Barcel- ona, Tottenham og Japans, þar sem hann lauk knattspymuferli sínum. „Ég mun fylgjast vel með Heskey, hann á eftir að ná langt,“ sagði Lineker. Arangur á heimavelli frá 1984 Ásgeir Logi ^glUHi- Þín spá 8. febrúar úrslit 'f Ipswich - Q.RR. 1 2 3 4:8 1 2 1 X 1 X 2 2 Bamsley - Port Vale 13 1 5:6 1 1 X 1 3 Huddersfíeld - Wolves 2 0 0 5:2 1 2 X 2 1 X 2 4 Crystal Palace - Bradford 2 2 0 6:3 1 7 1 5 Manch. City - Southend 0 0 0 0:0 1 1 1 6 Reading - Bolton 1 0 0 2:1 1 X 2 2 X 2 7 Birmingham - Portsmouth 114 4:6 1 '7 T 8 W.B.A. - Swindon 2 0 3 9:11 1 1 1 9 Oldham - Grimsby 6 2 1 14:7 1 i X 2 i 10 Brentford - Watford 0 10 1:1 1 1 X 1 x" 11 Walsall - Millwall 0 0 0 0:0 1 X 2 1 1 X 12 Chesterfield. - Wrexham 0 0 0 0:0 1 X 1 X 2 1 X 13 Rotherham - Preston 0 0 0 0:0 1 X 2 1 Hversu margir réttir siðast: no~i 1 * t 1 * t Hvec i ft sigurvegari (vikur): ð marga rétta i heild: ðaiskor eftir 20 vikur: l " I I 6 I I 9 I 1 Slagur spámannanna: Hva | Ásgeir-Logi 15:11 [tfe I *64 | I 14* 1 I 1*1 I I *,* I LmJ rwi 9. febrúar 1 Ravenna - Pescara 2 Padova - Lecce 3 Salernitana - Empoli 4 Palermo - Brescia 5 Chievo - Lucchese 6 Castel Sangro - Foggia 7 Torino - Venezia 8 Reggina - Cesena 9 Genoa - Cremonese 10 Como - Pistolese 11 Brescello - Monza 12 Montevarchi - Alzano 13 Treviso - Novara úrslit Árangur á heimavelli frá 1988 0 0 2:0 0:0 0:0 4:2 6:3 0:0 0:0 0:0 4:1 0:0 0:0 0:0 0:0 Hve oft sigurvegari (vikur); Siagur spámannanna: Ásgeir-Logi 12:11 Ásgeir Logi 3H Þín spá 1 X 2 1 X 2 1 X X 2 X 2 X 2 1 X 1 X 1 7 X 2 X 2 1 X 2 1 1 1 X 1 2 X 2 i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 X 2 1 X 2 1 1 1 1 1 1 ’ 7 8 8 10 7 7 164 160 164 8,2 8,0 8,2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.