Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 / MORGUNBLAÐIÐ ______________________________BÖRN OG UNGLINGAR_________________________________ Hörður Gauti Gunnarsson, þjálfari unglingalandsliðsins í körfuknattleik, hefur breytt áherslum Allir leikmenn fá sömu þjálfun Unglingalandsliðið í körfuknattleik stendur í ströngu um þessar mundir við undirbúning Evrópukeppninar í Portúgal í apríl. Halldór Bachmann fór á æfíngaleik liðsins og Keflavíkur í Haga- skóla á dögunum, hitti þjálfarann Hörð Gauta Gunnarsson að máli, o g tók púlsinn á starfínu. Morgunblaðið/Halldór Bachmann HÖRÐUR Gauti gefur hér Morten Þór Szmiedowlcz, Sævarl Slgurmundssynl og Inga Frey VII- hjálmssyni holl rðð f leikhléi í æflngalelknum við Keflavík f Hagaskóla á dögunum. Unglingalandsliðið hefur æft og leikið af krafti undanfarna 17 mánuði. Æfingar hófust í ág- úst 1995 og miðuðu að undirbún- ingi fyrir tvö stórmót. Það fyrra var Norðurlandamótið í Helsinki í lok síðasta árs og hitt er Evrópu- keppni sem verður í apríl. Liðið hafnaði í 4. sæti í Norðurlanda- mótinu sem er einn besti árangur sem íslenskt lið hefur náð hingað til. Fjögur efstu liðin voru jöfn og innbyrðis léku þau jafna og spenn- andi leiki. Síðara verkefnið er þátt- taka í Evrópukeppninni. „Fyrir jNorðurlandamótið settum við okk- ur það markmið að ná að minnsta kosti fjórða sæti og það tókst,“ segir Hörður Gauti. „Nú setjum við markvisst stefnuna á að verða eitt þriggja liða sem kemst áfram úr okkar riðli í Evrópukeppninni. Ég vona að seinna markmiðið sé álíka raunhæft og það fyrra. Gangi það eftir komumst við áfram í milliriðil þegar leikið verður í ág- úst. Ef okkur gengur vel þar kom- umst við í úrslitakeppnina sem haldin verður í apríl 1998.“ Eigum ýmislegt inni Árangur liðsins hingað til segir Hörður að hafí verið samkvæmt 'vonum, þó telur hann það eiga ýmislegt inni. „Þessi hópur getur gert enn betur, sérstaklega í vam- arleiknum," segir Hörður Gauti. „Undirbúningurinn hefur miðað að því að bæta vamarleikinn og sníða af vankanta. Sóknarleikurinn hefur hingað til ekki verið vandamál. Að meðaltali hefur liðið verið að skora 85 til 90 stig í leik sem er ágætt og verður varla bætt mikið. Liðið hefur hins vegar verið að fá á sig _að jafnaði um 80 stig í leik sem segir okkur að bæta megi vamar- leikinn. Stefnan hefur verið sett á að halda mótherjum í 70 til 75 stigum en það á ekki að koma nið- ur á sóknarleiknum," segir þjálfar- inn. „Undanfarið ár hefur liðið nær eingöngu leikið „maður á mann“ vöm og jafnt og þétt verið að bæta hana.“ Á döfínni er að bæta við nokkmm útfærslum af svæðis- vöm ásamt pressuvamarkerfum til að geta fítjað upp á nýjungum ef illa gengur í vöminni. Eriendlr þjáWarar hjálpa? Hörður Gauti hefur í starfí sínu með liðið notið góðrar aðstoðar ■ Jóns Guðbrandssonar körfuknatt- leiksþjálfara úr Keflavík og hefur hann komið með margar góðar hugmyndir. En til þess að bæta enn við hugmyndum í þjálfuninni ætlar Hörður Gauti að fá utanað- ÚRSLIT Handknattleikur 5. flokkur karla Eftir þijár umferðir hafa eftirtalin félög unnið sér inn stig fyrir úrsliakeppninnar. A-lið: FH HK KA ‘ ÍR ÞórAk Haukar Víkingur KR UMFA Valur B-Iið: HK KA FH Fjölnir Víkingur KR ÞórAk Selfoss - Fram C-lið: Haukar FH KAl HK KA2 KR ÞórAk ÍR Víkingur FH2 komandi aðstoð frá einhveijum af þeim erlendu þjálfurum sem þjálfa hér á landi. Fá þá til að koma á æfingu og kynna sínar hugmynd- ir. „Eg held að það geti gefíð góða raun að bijóta upp þessar venju- legu æfíngar og leyfa strákunum að heyra önnur sjónarmið og at- huga hvort það hjálpar okkur ekki við að sníða vankantana af vamar- leiknum." Enn betri grunnur Síðasta unglingalandslið skor- aði að meðaltali 65-70 stig í leik. Leikmennimir voru vanir að leika kerfisbundinn körfuknattleik og til að byija með lék þetta lið sem nú æfír einnig þannig. Smátt og smátt hefur þessu verið breytt og liðsmenn þjálfaðir í að „spinna“, þ.e. leika ókerfísbundinn körfu- knattleik. Unglingalandsliðið í dag er með enn betri gmnn en það fyrra. Þeir hafa verið að sögn þjálfarans þjálfaðir með það fyrir augum að þeir kunni að „spinna" auk þess að geta spilað kerfis- bundinn leik. „Þetta unglinga- landslið spilar eingöngu fijálsan körfuknattleik," segir Hörður. „Það er, þeir taka engin ákveðin kerfí í sókninni heldur leika eftir því sem aðstæðurnar leyfa hveiju sinni, en að sjálfsögðu innan ákveðins ramma. Vissar reglur gilda; leikmenn taka ekki þvinguð skot með mann eða menn í sér, heldur eingöngu opin skot. Þeir eiga að sækja inn í vörnina, jafn- framt því að vera á hreyfingu boltalausir og vera skapandi." Fleirístig „Það er engin ein skýring á því hvers vegna þetta unglingalands- lið skorar meira en fyrirrennari þess en hugsanlega eru leikmenn nú betri sóknarmenn og kannski er skýringin að einhveiju leyti þessi fijálsi sóknarleikur. Einnig gæti skýringin verið sú að and- stæðingarnir séu ekki eins góðir varnarmenn. Ég er þó þeirrar skoðunar að helsta ástæðan sé að fijálsi sóknarleikurinn gefur fleiri möguleika og hæfíleikar hvers og eins fá þannig betur notið sín.“ Góð grunnþjálfun að skila sór Þegar Hörður var spurður hvort hann teldi að þetta lið ætti eftir að ná lengra en fyrirrennarar þess, sagðist hann telja það líklegt. „Ég byggi þá skoðun mína á því að þessir strákar era með betri grann- kunnáttu í körfuknattleik en ég hef séð hingað til og það eitt veit á gott.“ Hann sagði ötult starf í þjálf- un yngri flokka hjá félögunum vera að skila sér í landsliðinu. Félögin hefðu í ríkari mæli lagt áherslu á að þjálfa einstaklinga í undirstöðu- atriðum íþróttarinnar. „Það skiptir gífurlegu máli að þjálfa alla ein- staklinga í yngri flokkum eins. Það má ekki ákveða að sá sem hæstur er í einhveijum aldursflokknum að hann sé endilega framtíðarmið- vörður og haga beri þjálfuninni samkvæmt því, kenna honum ein- göngu hreyfíngar inni í teig og svo framvegis. Á sama hátt ef einhver er lágvaxnari má ekki slá því föstu að hann sé framtíðarbakvörður og kenna honum bara knatttækni og skot. Ungmenni taka út stærð á mismunandi aldri og það er engin leið að segja til um hvort þau stækka mikið eða lítið eftir að ungl- ingsaldri er náð. BJört framtíð Þetta unglingalandslið er e.t.v. ekki það besta sem við eigum eft- ir að sjá að sögn Harðar Gauta. „Drengirnir sem fæddir era 1981 era mjög sterkir sem sést best á því að við voram með ljöratíu og fjóra menn í æfingabúðum nýlega. I þeim árgangi er mjög auðveld- lega hægt að búa til fjögur mjög jöfn lið sem væra öll frambærileg. Þetta hefur ekki verið hægt áður. Árgangurinn þar á eftir er einnig mjög sterkur þannig að ég er bjartsýnn á nánustu framtíð, alt- ént næstu tvö árin.“ Hávaxnfr og „lágvaxnir" ár- gangar Að sögn Harðar er ákaflega mismunandi eftir árgöngum hvort í þeim eru margir stórir menn eða ekki. „í 1980 árganginum er nóg af stóram mönnum en í árgöngum þar á eftir eru ekki margir enn sem komið er. Hins vegar er í þeim hópi nokkuð af Qölhæfum og góðum leikmönnum sem era 190 til 195 sentimetrar á hæð. Vegna þess hvað við erum fámenn þjóð held ég að við komum aldrei til með að eiga marga stóra leik- menn eins og milljónaþjóðimar." Breyttar áherslur „Sú breytta áhersla sem ég boða gengur út á að halda áfram að þjálfa alla leikme'Tin eins, það er allir leikmenn eru þjálfaðir jafnt í hreyfingum inni í teig, knatttækni og svo framvegis. Þannig fáum við fjölhæfa ein- staklinga sem geta spilað allar stöður. Það kemur okkur til góða í leikjum því þetta veitir meiri ógnun í öllum aðgerðum. Það kemur drengjunum einnig til góða þegar þeir fara að spila með fé- lagsliðunum að hafa ekki verið „festir" í einhveiju hlutverki hjá landsliðinu sem þeir geta svo ekki sinnt hjá félagsliðum. Tökum dæmi ef unglingalandsliðsmaður, 190 sentimetrar á hæð, yrði látinn spila miðherjastöðu og ekkert annað. Fari svo að hann stækki ekki meira þýðir þetta að hann kemur varla til með að nýtast í meistaraflokki sem miðheiji og á þar af leiðandi erfitt uppdráttar sökum þess að hann kann ekkert annað. Það býst enginn við því að stærsti maðurinn í liðinu geti skotið fyrir utan, en um leið og hann hefur sýnt fram á að hann geti það dregur hann út manninn sem á að gæta hans hjá andstæð- ingunum. Um leið og hann hefur dregið stóran mann andstæðing- anna út á völlinn opnar hann teig- inn fyrir samheijana auk þess sem hann ætti að hafa það mikinn hraða og knatttækni að hann geti farið framhjá honum. Ég legg áherslu á að stóra mennirnir skili vamarhlutverki sem slíkir en í sókninni geti þeir leikið svolítið lausum hala. Engum þeirra er bannað að skjóta fyrir utan þriggja stiga línu og engum er bannað að fara inn að körfunni. Við reynum semsagt að leika út frá því hvaða möguleika vamarleikur andstæð- inganna býður uppá, í stað þess að leika kerisbundinn leik sem á ekki alltaf við,“ segir Hörður Gauti. „Draumurinn væri að við hefðum fímm tveggja metra menn sem allir gætu gert allt í sókn og vörn og haldið aftur af hvaða liði sem er.“ Verkefnalauslr 17-22 ára Hörður Gauti er sannfærður um að með tilkomu þessara stráka sem era nú í unglingalandsliði í karla- landsliði eigi ísland að geta náð lengra á alþjóðavettvangi en hing- að til. „Þetta er auðvitað háð mörg- um þáttum sem geta breyst. Það er engin leið að segja fyrir um hver afföllin verða. Það eru alltaf einhveijir sem heltast úr lestinni og það er margt sem glepur drengi þegar þeir verða eldri. Állt er háð því að við náum að halda okkar strákum við efnið og aðrar þjóðir séu ekki að gera ennþá betri hluti en við í uppbyggingu. Því miður setur verkefnaskortur okkur miklar skorður við að halda strákunum við efnið. Eftir dagskrá unglinga- landsliðsins um sautján ára aldur- inn eru engin verkefni fyrr en þeir leikmenn sem það skipa era orðnir nógu góðir til að komast í 22 ára landsliðið. Þetta veldur því að flest- ir þeirra stráka sem hafa verið í unglingalandsliðinu keppa ekki í körfuknattleik á alþjóðlegum vett- vangi í fjögur til fímm ár. Það er hægt að missa dampinn á skemmri tíma en það.“ Árni Freyr Sigurlaugsson og Guðmundur Stefán Maríasson dæmdu leik unglingalandsliðsins og Keflavíkur. „Þetta var mjög erfiður leikur og jafnast á við úrvalsdeildarleiki og stundum erf- iðari. Þessir strákar hafa fengið mjög góða grunnþjálfun, eru fljót- ir og spila góða vörn,“ segir Árni Freyr. „Svo eru þessir leikir líka erfiðir af því að strákarnir telja sig allt vita og kunna,“ bætir Guðmundur Stefán við og hlær. Það verður spennandi að fylgj- ast með árangri þessa efnilega hóps sem skipar unglingalandslið- ið í körfuknattleik. Það er hins vegar slæmt til þess að vita að eftir að hann hefur lokið veru sinni í unglingalandsliðinu skuli engin verkefni vera fyrirsjáanleg á al- þjóðlegum vettvangi í 4 til 5 ár. Að skapa hópnum verkefni hlýtur að vera brýnt fyrir framtíð íslands sem körfuknattleiksþjóðar og því sem verður að ráða bót á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.