Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 1
BLAD ALLRA LANDSMANMA Jtt4>rgu:nMa&t3> C 1997 FIMMTUDAGUR 6. FEBRUAR BLAÐ HANDKNATTLEIKUR Haukar töpuðu og Grótta sigraði ÞRÍR leikir fóru fram í 1. deild karla í gær- kvöldi. Haukar töpuðu heima fyrirVal, 24:23. Þá sigruðu ÍR-ingar HK með eins marks mun, 21:20 og Grótta lyfti sér úr botnsætinu með 25:23 sigri á FH. Hér er Guð- jón V. Sigurðsson, Gróttu, kominn í ákjós- anlegt færi en Knútur Sigurðsson hefur tekið i handlegg hans. Guðjón innsiglaði siðar annan sigur Seltirninga i röð. Morgunblaðið/Þorkell ■ Lelkirnlr / C4 Jón Arnará HM innanhúss í París JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarkappi úr Tindastóli, verður meðal keppenda í sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss, sem fram fer i Paris 7. til 9. mars. Tólf þrautarkappar munu keppa í sjöþrautinni og nú er ljóst að Jón Arnar verður meðal keppenda. Jón er í ágætis æfingu þessa dagana og stefnir að þvi að ná góðiun ár- angri í París. Síður er reiknað með að Dan O’Bri- en verði meðal keppenda en hann er heimsmet- liafi í sjö- og tugþraut og auk þess ólympiumeist- ari í tugþraut. Ekki er enn ijóst hversu margir íslendingar verða meðal keppenda á mótinu en þó er yóst að Jón Araar og Vala Flosadóttir keppa þar og fleiri eru að reyna við lágmörkin. Roda greiðir um 7,5 millj. fyrir Gunnar HOLLENSKA félagið Roda og Valur hafa kom- ist að samkomulagi varðandi Gunnar Einarsson og er gert ráð fyrir að hann skrifi undir samn- ing tU 16 mánaða i dag eða á morgun, að sögn Einars Óskarssonar, föður Gunnars. Roda hefur leigt Gunnar út líðandi tímabil til MW i Maast- richt og lék hann æfingaleik með liðinu í fyrra- kvöld en það er i fjórða sæti i 2. deild. Einar sagði að kaupverðið væri um 200.000 gyllini eða um 7,5 miHjónir króna og auk þess fengi Valur ákveðna prósentu af söluverði ef hollenska félag- ið seldi Gunnar til annars félags. Ekkert íslands- mót í fjölþraut ÍSLANDSMÓTIÐ i atrennulausum stökkum og fjölþraut innanhúss 1997 átti samkvæmt móta- skrá FRÍ að fara fram í lok janúar, en var ekki haldið og hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma vegna þess að ekkert félag hefur áhuga á að sjá wn framkvæmd mótsins. Helgi S. Haraldsson, formaður Frjálsfþrótta- sambands íslands, sagði þetta mjög slæmt. Hann sagði að aðeins væri hægt að halda þetta mót á einum stað á landinu, í Baldurshaga í Reykjavík. „Reykvísku félögin eru greinilega orðin þreytt á að halda þetta mót og félögin úti á landi hafa ekki þá aðstöðu sem til þarf. Það er þvi spurning hvort þetta mót verði hreinlega ekki lagt niður. Það hafa verið umræður á ársþingum FRÍ um að leggja mótið niður en það hefur ekki enn fengist samþykkt," sagði Helgi. O’Neal ekki með SHAQUILLE O’Neal, miðherji Lakers, verður ekki með sljörnuliði vesturstrandarinnar í hinum árlega stjörnuleik NB A-leikmanna sem fram fer á sunnudaginn. O’Neal meiddist á hægra hné í leik Lakers og Washington á sunnudaginn var og þarf að hvfla sig i að minnsta kosti viku í viðbót. Clyde Drexler er lika meiddur og verður ekki með en í þeirra stað hafa verið valdir þeir Kevin Garnett lýá Minnesota og Chris GatUng hjá Dallas. Vala fær pening ana f rá FRI FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefur haft samband við Völu Flosadóttur stangarstökkvara og tilkynnt henni að gengið verði frá greiðslum til hennar frá Afreksmannasjóði íþróttasambands íslands innan skamms. Fyrri hluta Iiðins árs fékk FRI 200.000 kr. frá Afreks- mannasjóði og voru peningarnir.eyrnamerktir Völu. Helgi Haralds- son, formaður FRÍ, sagði við Morgunblaðið að hann hefði ekki vitað af þessu fyrr en Morgunblaðið hafði eftir móður Völu um helgina að engar greiðslur hefðu borist. „Ég fól gjaldkera sambandsins að ganga í málið og hef tilkynnt mæðgunum það. Þetta er á misskiln- ingi byggt og honum verður eytt enda viljum við eiga gott samstarf við þær.“ Afreksmannajóður hefur samþykkt að greiða Völu 600.000 kr. í ár en Helgi sagði að ekki væri búið að afgreiða peningana til FRÍ Uppsogn hja Ólympíunefnd Nýkjörin stjórn Ólympíu- starfsemi Óí og skrifstofunnar fá að njóta krafta þeirra áfram. nefndar íslands hélt fund verði áfram óbreytt og óháð Fram kom að Edda hefði ákveð- eftir kjörið á aðalfundi nefnd- öðrum samtökum íþróttanna ið að segja starfi sínu lausu og arinnar í fyrrakvöld og hluti eins og lög Óí kveða á um. Barbara hefði undirbúið afsögn stjórnarinnar fór í gær yfir Stjórnin lýsir yfir fyllsta trausti en hún hefði fallist á ósk sljórn- helstu fyrirliggjandi verkefni. til Barböru Wdowiak og Eddu arinnar að skoða hug sinn fram í tilkynningu frá nefndinni er J. Briem, starfsmanna skrif- að næstu mánaðamótum í því tekið fram að gefnu tilefni að stofunnar, og óskaði eftir að efni. HAIMDKNATTLEIKUR: VALSMENN STÖDVUÐU SIGURGÖNGU HAUKA / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.