Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 8
1 f t. ! '1 i I j Panucci gagnrýnir Sacchi Italski vamarmaðurinn Christian Panucci, sem fór frá AC Milan til Real Madrid á Spáni eftir að Arrigo Sacchi var ráðinn þjálfari ítalska liðs- ins, sagði að þjálfarinn væri að bijóta liðið niður. Neikvæðni hans hefði ber- lega komið fram í 3:2 tapleik þess á móti Sampdoria um helgina. Þetta kom fram í viðtali við Panucci í ítölskum blöðum í gær. Hann sagðist hafa séð leikinn í sjón- varpi og ímynd Sacchis hefði verið áberandi. „Óöryggi hans endurspegl- ast í leikmönnunum sem eru fullir efasemda og stundum ótta.“ Panucci líkti andrúmsloftinu hjá AC Milan við herbúðir. „Ég hafði. lokið her- skyldu og gat ekki hugsað mér að upplifa hana á ný.“ AC Milan er í 12. sæti ítölsku deildarinnar og hefur ekki verið í svo slæmri stöðu á þessum tíma leiktíma- bils síðan 1982 þegar liðið féll. Panucci var fyrstur til að fara frá félaginu eftir að Sacchi var ráðinn í stað Oscars Washingtons Tabarez í desember. Fabio Capello, fyrrum þjálfari AC Milan, samdi við vamar- manninn 9. janúar og er talið að kaupverðið hafí verið um 400 millj. kr. „Sacchi talar mikið en menn vita aldrei hvort hann er að segja sann- leikann. AC Milan seldi mig fyrir átta milljarða líra en enginn trúir að félagið þarfnaðist peninganna. Sann- leikurinn er sá að mér var fómað fyrst.“ Panucci opnaði markareikning sinn hjá Real þegar liðið vann Dep- ortivo Comna 3:2 í spænsku deild- inni um helgina og sagði að andrúms- loftið hjá félaginu væri frábært. „Capello hefur skapað ámóta um- hverfi og ríkti áður hjá AC Milan." ■ MASSIMO Moratti, forseti Inter Mílanó, sagði í gær að þjálf- arinn Roy Hodgson hefði allan stuðning stjórnar liðsins. ■ BENFICA hefur hug á að selja Brasilíumanninn Osmar Doniz- ete aftur til Corintians. Brasiliski þjálfarinn Paulo Autuori, sem -hætti hjá Benfica fyrir stuttu, keypti Donizete sl. sumar. ■ BELGÍSKA liðið Anderlecht, sem hefur selt Gilles de Bilde til Eindhoven, mun missa annan leikmann eftir keppnistímabilið. Johan Walem, sem getur bæði leikið í vörn og á miðjunni, fer til Udinese á Ítalíu þegar samningur hans við Anderlecht rennur út í sumar. ■ THIERRY Henry, táningurinn efnilegi hjá Mónakó, hefur hug á að skrifa undir samning við tvö lið á næstu dögum. í fyrsta lagi Món- akó og í öðru lagi við Real Madrid, sem hefur þá rétt á honum þegar hann fer frá Mónakó. ■ OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Borussia Dortmund, hefur verið orðaður við La Coruna á Spáni, sem eftirmaður John Toshack, sem hættir eftir keppnistímabilið. ■ RADDY Antic, þjálfari At- letico Madrid, hefur verið nefndur sem næsti þjálfari Barcelona, ef Bobby Robson hættir með liðið. ISHOKKI Lemieux gerði 600. markið MARIO Lemieux, miðheijinn frábæri hjá Pittsburg Penguins, gerði 600. mark sitt í bandarísku NHL ís- hokkídeildinni í fyrrinótt er lið hans sigraði Vancou- ver Canucks 6:4. Lemieux, sem segist líklega hætta eftir þessa leiktíð, er þar með kominn í hóp nokkurra fræknustu íshokkíleikmanna sögunnar en einungis sex voru fyrir í 600 marka klúbbnum í NHL. „Þetta er mjög sérstakur listi. Lítið bara á nöfnin: [Phil] Espos- ito, Marcel Dionne, [Wayne] Gretzky; að komast í hóp þessara manna er nokkuð sem mér mun þykja vænt um það sem ég á eftir ólifað," sagði Lemieux, sem er á meðfylgjandi í leiknum í fyrrinótt. Bowman bíður 1000. sig- ursins SCOTTY Bowman hjá Detroit Red Wings á 999 sigurleiki að baki sem þjálfari á 25 ára ferli í NHL-deildinni. Jim Campbell hjá St. Louis Blues kom í veg fyrir að Bowman fagnaði 1000. sigrinum í fyrrinótt, er hann jafnaði í þriðja leik- hluta og liðin skildu jöfn 1:1. Reuter Popov og Masterkova kjörin best M Tmm * i Evropu SUNDKAPPINN Alex Popov og Svetlana Materkova, hlaupa- kona, bæði frá Rússlandi, voru í vikunni útnefnd íþróttamaður og íþróttakona ársins 1996 í Evrópu. Það eru samtök evr- ópska íþróttafréttamanna sem standa að þessu kjöri. Popov, sem sigraði bæði í 50 og 100 metra skriðsundi á ÓL í Atlanta, hlaut 53 stig. Annar í kjörinu var kappakstursmaður- inn Damon Hill frá Bretlandi með 27 stig og síðan kom danski hjólreiðakappinn Bjame Riis í þriðja sæti, en hann sigraði í Frakklandskeppninni í sumar. Masterkova, sem vann bæði í 800 og 1.500 metrunum á leik- unum í sumar, hlaut 54 stig I kjörinu. Franska hlaupakonan Jose-Marie Perec, sem einnig vann í tveimur greinum í Atl- anta, 200 og 400 metra hlaup, kom rétt á eftir með 49 stig. Steffi Graf, tenniskona frá Þýskalandi, varð þriðja með 32 stig. Sigurjón byrjarvel SIGURJÓN Amarsson, kylf- ingur úr GR, tók upp þráðinn í Tommy Armour mótaröðinni á dögunum og byijaði vel, lék Grenelefe völlinn á 70 höggum, einu undir pari en erfiðleikast- uðull hans, SSS, var 73. Árang- urinn dugði í 9. sæti af 122 keppendum en sigurvegarinn lék á 65 höggum. Belichick og Parcell til Jets BILL Belichick hefur verið ráð- inn aðalþjálfari liðs New York Jets í bandaríska fótboltanum fyrir næsta keppnistímabil. For- ráðamenn liðsins tilkynntu jafn- framt að Bill Parcell, sem þjálf- aði New England Patriots f vet- ur - liðið sem tapaði á dögunum í Super Bowl, úrslitaleik amer- ísku fótboltadeildarinnar - taki við Jets frá og með 1. febrúar 1998. Hann má ekki þjálfa í NFL næsta vetur án samþykkis Patriots og hefur þvi verið ráð- inn ráðgjafi þjá Jets til 1. febr- úar á næsta ári. SKIÐI Girardelli leggur skíðin á hilluna AUSTURRÍKISMAÐURINN Marc Gir- ardelli, sem kom Lúxemborg á kortið í skíðaíþróttinni með því að vinna fleiri verðlaun og titla en nokkur annar skíða- maður, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna og mun tilkynna það formlega á blaðamannafundi á mánudag. Girardelli, sem er 33 ára, hefur unnið heimsbikarinn fimm sinnum eða oftar en nokkur annar. Hann hefur unnið til 13 verðlauna á sex heimsmeistaramótum og þrenn ólympíuverðlaun á 17 ára keppnisferli. Hann varð heimsmeistari í tvíkeppni í fyrra og ætlaði sér að reyna að verja hann í Sestriere og er skráður í mótið. ítalska íþróttablaðið Tuttospart skýrði frá því á þriðjudag að Girardelli yrði ekki með á HM. Meiðsli hafa hrjáð hann undanfarin ár, enda hefur hann þurft að fara 13 sinnum í uppskurð. Vinir hans segja að líkami hans sé eins og á gömlum manni og því engir möguleikar á því að hann nái aftur í fremstu röð. Það kemur kannski fáum á óvart sem fylgst hafa með frammistöðu hans i vetur að hann MARC Glrardelll varð flmm slnnum heimsblkarmeistari og kom Lúx- emborg ð skíAakortið. skuli hætta. Hann hefur ekki verið á meðal efstu manna í vetur og náði aðeins 57. sæti af 60 keppendum í heimsbikar- mótinu í bruni í Val Gardena rétt fyrir jólin. Þegar Girardelli var strákur æfði hann með skíðafélagi sínu í Vorarlberg í aust- urhluta Austurríkis. Faðir hans, Helmut, var ekki sáttur við það þegar syni hans var hafnað um inngöngu í skíðamennta- skóla sem var sérstaklega ætlaður lands- liðsmönnum framtíðarinnar. í framhaldi að því sneru þeir feðgar baki við Austur- ríki og fóru eigin leiðir — sóttu um ríkis- fang í Lúxemborg þegar Girardelli var 13 ára. Hann fékk ríkisborgararéttinn 16 ára gamall og gat þá tekið þátt í stór- mótum og tveimur árum síðar vann hann fyrsta heimsbikarmótið, í svigi, í Galli- vare í Svíþjóð. Hann hefur unnið á 46 heimsbikarmótum á ferlinum og það eru aðeins Ingemar Stenmark (86 sigrar) og Alberto Tomba (48) sem hafa gert betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.