Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 C 3 Kaupæði Keegans Fjárfrekur „stjóri" á St James' Park Ellefu krossar með nöfnum leikmanna ÞEGAR vallarstarfsmaður ítalska 3. deildarliðsins Viterbese mætti til starfa á dögunum, sá hann að búið var að setja ellefu trékrossa á miðjan völl félagsins — á krossana var búið að rita nöfn leikmanna í byijunarliði liðsins. Lögreglan var kölluð á vettvang og beindist grunur strax að stuðningsmönnum liðsins — að þeir hafi sett krossana á völUnn til að minnast þess, að liðið hafði tapað fjórum síðustu leikjum sínurn. Krossarnir voru fjar- lægðir og síðar um daginn fögnuðu leikmenn Viterbese sigri á Juveterranovafrá SikUey, 1:0. Fyrirliði Viterbese, MassimUiano Nardecchia, var ekki óánægður með tiltæki stuðningsmanna liðs- ins. „ Við fengum þarfa áminningu og lékum upp á líf eða dauða.“ Hoddleóttast ekki leik gegn Ítalíu í IMantes Kaup og sölur Keegans Keyptir 1992: Júnf John Beresford, Portsmouth.... 650.000 Júlí Barry Venison, Liverpool..... 250.000 Sept. Robert Lee, Charlton.......... 700.000 1993: Mars Scott Sellars, Leeds........... 700.000 Mars Andy Cole, Bristol City...... 1.700.000 Júnf PeterBeardsley, Everton...... 1.500.000 Júlf Alex Mathie, Morton............. 250.000 1994: Feb. Ruel Fox, Norwich............ 2.250.000 Mars Darren Peacock, QPR.......... 2.700.000 Júlf Marc Hottiger, Sion............. 600.000 Ágúst Philippe Albert, Anderlecht.... 2.650.000 Sept. Paul Kison, Derby........... 2.250.000 1995: Jan. KeithGillespie,Man.Utd....... 1.000.000 (var inni sölu Cole til Man. Utd.) Júnf Warren Barton, Wimbledon..... 4.000.000 Júnf Les Ferdinand, QPR............ 6.000.000 Júlí David Ginola, Parfs SG....... 2.500.000 Ágúst Shaka Hislop, Reading....... 1.500.000 Nóv . Darren Huckerby, Lincoln... 500.000 1996: Feb. Faustino Asprilla, Parma..... 6.700.000 Feb. David Batty, Blackbum........ 3.750.000 Júlf Alan Shearer, Blackbum.......15.000.000 Seldir 1993: Júní David Kelly, Wolves............. 750.000 Júlf Gavin Peacock, Chelsea........ 1.250.000 Júlí AlanThompson, Bolton......... 250.000 1994: Febr. Kevin Scott, Tottenham..... 850.000 1995: Jan. Andy Cole, Man. Utd........... 7.000.000 Feb. Alex Mathie, Ipswich........... 500.000 Maf Paul Bracewell, Sunderland... 100.000 Maf Alan Neilson, Southampton.... 500.000 Júnf Barry Venison, Galatasaray... 750.000 Okt. RuelFox, Tottenham*.......... 4.200.000 Des. Scott Sellars, Bolton.......... 750.000 1996: Jan. Marc Hottiger, Everton....... 700.000 Nóv. Darren Huckerby, Coventry.... 1.000.000 Sigmundur Ú. Steinarsson tók saman Kevin Keegan, fyrrum knatt- spymustjóri Newcastle, varð þekktur fyrir kaupæði sitt á St. James’Park - hann keypti leikmenn fyr- ir samtals 59,77 milljónir punda á fjórum árum, seldi leikmenn fyrir 21,195 millj. punda. Keegan lagði mestu áhersluna á sóknarleik, sem sést best á því að hann keypti ekki marga várnar- menn - Newcastle gat hæglega skorað fjögur mörk í leik, en fengið á sig fjögur mörk. Margir vilja halda því fram að of sókndjarfur leikur og kaupæðið hafí orðið Keegan að falli. Hann lagði alltaf meiri og meiri pressu á sig við hvem leik- manninn sem hann keypti - kapp- hlaupið um Englandsmeistaratitil- inn, sem Newcastle fékk síðast 1927, varð Keegan dýrkeypt. Keegan tók við Newcastle í 1. deild í febrúar 1992, þegar liðið var í fallhættu. Liðið bjargaði sér frá falli og 1993 tryggði Newcastle sér sæti í úrvalsdeildinni með sigri í 1. deild. 1994 varð liðið í þriðja sæti í úrvalsdeildinni, 1995 f sjötta sæti og 1996 missti Newcastle af meistaratitlinum til Man. United á klaufalegan hátt og hafnaði í öðru sæti. Það var á þeim tímapunkti sem taugar Keegans fóru að titra og hann gafst upp á dögunum, þegar Newcastle var í fjórða sæti í deildinni. John Beresford var fyrsti leik- maðurinn sem Keegan keypti til Newcastle, borgaði Portsmouth 650 þús. pund fyrir hann í júní 1992, hann átti síðan eftir að kaupa tutt- ugu leikmenn til viðbótar og sá síð- asti sem hann keypti var Alan Shearer, dýrasti knattspymumaður heims, sem Keegan keypti fyrir 15 millj. punda frá Blackbum. Allsport/Mike Cooper TVEIR gráhœrðir, Kevln Keegan, fyrrum knattspyrnu- stjórl Newcastle, og aðstoðarmaður hans Terry McDermott, leggja á ráðln. Frakkar verða með forleik fyrir HM 1998 Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, óttast ekki þó að Englendingar mæti ítölum í Frakk- landsmótinu í sumar, í leik sem verður leikinn á milli tveggja leikja þjóðanna í undankeppni HM. Eng- lendingar mæta ítölum á Wembley 12. febrúar og síðan aftur á Ítalíu í október. Frakkar, Englendingar, ítalar og Brasilíumenn taka þátt í Frakk- landsmótinu, sem fer fram í júní. Mótið er upphitunarmót fyrir HM 1998, sem fer fram í Frakklandi. Það lið sem verður sigurvegari í mótinu fær 70 millj. ísl. kr. f verð- laun. „Þetta mót er tilvalið tækifæri fyrir leikmenn mína og mig, til að kynnast nánar. Við ætlum okkur að komast í heimsmeistarakeppnina í Frakklandi og það verður gott að kynnast andrúmsloftinu þar,“ sagði Hoddle, sem er óhræddur við að leika gegn ítölum í Nantes. „Það er allt annað þegar lið leika þýðing- armikla leiki en vináttuleik eins og verður í Frakklandi. Menn hugsa á annan hátt þegar vináttuleikir eru leiknir, jafnvel þó að þeir séu leikn- ir í mótum eins í Frakklandi,“ sagði Hoddle. Cesare Maldini, landsliðs- þjálfari Ítalíu, er á sama máli. „Fyr- ir okkur, eins og Englendinga, eru það leikimir í HM sem skipta máli. Við eigum erfíðan leik fyrir höndum á Wembley. Englendingar eru með mjög gott lið, þú þarft ekki annað en nefna nöfn eins og Shearer, Ferd- inand og Berckham til að sjá það,“ sagði Maldini. Frakkar og Brasiiíumenn leika fyrsta leikinn f Frakklandsmótinu í Lyon 3. júní. Daginn eftir leika Englendingar og Italar í Nantes. Frakkar og Englendingar mætast í Montpellier 7. júní, daginn eftir leika Brasilíumenn og ítalar í Lyon. Eng- land og Brasilía leika í Lens 10. júní og Frakkland og Ítalía í París 11. júní. Þrír fimm stjörnu vell- ir á Ítalíu KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, gefur knatt- spyrnuvöllum I Evrópu stjörn- ur fyrir gæði og eru tiu vellir í fimm stjömu hópnum. Þar af eru þrír þeirra & Ítalíu — Guiseppe Meazza Stadion, áður San Siro-vöUurinn, I Mílanó, Ólympíuleikvangur- inn i Róm og Stadio deUe Alpi f Tórinó. Aðrir vellir í Evrópu sem fengu fimm stjörnur, eru: Feyenoord Stadion í Rotterd- am, Amsterdam Arena, heimavöllur Ajax, Wembley f London, Old Trafford í Manc- hester, Ólympíuleikvangur- inn f Miinchen, Ernst Happei Stadion f Vín og ibrox f Glasgow. Flestir veðja á Brasilíu- menn ÍHM íFrakklandi BRASILÍUMENN eru efstir á blaði þjá veðbönkum í London — flestir veðja á að þeir verði heimsmeistara í Frakklandi 1998. Lfkur þeirra eru 4-1, næstir á blaði koma Frakkar með 5-1. Evr- ópumeistarar Þýskalands koma f þriðja sæti, 6-1, þá Ítalía 8-1, Holland 10-1 og England er f sjötta sæti, 12-1. ftfóm FOLK ■ FEYENOORD hefur hætt við að reyna að fá Pierre Van Hooy- donk, miðheija Celtic, til liðs við sig. ■ ENRICO Annoni, varnarleik- maður hjá Roma, er kominn til Skotlands til að skrifa undir samn- ing við Celtic. Annoni er 30 ára. ■ MANCHESTER City hefur hætt við að kaupa Gary Smith, fyrrum leikmann Aberdeen, frá franska liðinu Rennes. ■ BRYAN Gunn, markvörður Norwich, hefur tilkynnt liðinu að hann sé á förum — eftir þetta keppnistímabil. Leicester hefur hug á að fá hann til sín. ■ LTVERPOOL hefur einnig áhuga að fá Gunn — sem vara- mann David James. ■ RACHID Yekini, landsliðs- maður Nígeríu, hefur hug á að snúa aftur til Portúgals og leika með Vitoria Setubal. Hann er nú leikmaður hjá Sporting Gijon á Spáni, þar sem hann hefur mátt verma varamannabekkinn að und- anfömu. ■ BANDARÍSKA liðið Colorado vill fá 2 millj. punda fyrir Shaun Bartlett, landsliðsmiðheija Suð- ur-Afríku, sem hefur æft með Eindhoven. Hollenska liðið er ekki tilbúið að greiða þá upphæð, þannig að Bartlett fer aftur vetur um haf. ■ PORTÚGALSKI vamar- maðurinn Ze Maria hefur nú hug á að ganga til liðs við Lazio á Ítalíu, eftir að Real Madrid hætti við að fa hann til sín í kjölfarið á að liðið keypti Christian Panucci frá AC Milan. ■ ROBERT Lee, miðvallarspilari Newcastle, meiddist í sigurleikn- um gegn Leicester og er óvíst hvort hann verði í iaridsliðshópi Englendinga er þeir mæta ítölum á Wembley. ■ ALAN Ball, fyrrum knatt- spymustjóri Man. City, hefur ver- ið nefndur sem næsti knattspymu- stjóri Plymouth. ■ CLIVE Allen, fyrrum leikmað- ur Chelsea, mun leika á ný á Stamford Bridge í apríl. Hann leikur þá sem „sparkari" með London Monatchs, sem leikur ameríska knattspymu. ■ BAYERN MUnchen hefur augastað á Brasilíumanninum Elber, miðherja Stuttgart. Þá hefur La Coruna á Spáni einnig áhuga á kappanum, en liðið hefur fímm Brasilíumenn í herbúðum sínum. „Þetta er kannski mitt eina tækifæri til að leika fyrir Brasil- íu,“ sagði Elbér. ■ TOMAS Skuhravy, landsliðs- maður Tékka, sem verður að leggja knattspymuskóna á hilluna vegna hnémeiðsla, ætlar að gerast umboðsmaður fyrir knattspymu- menn í Evrópu. ■ FRANK Clarke, knattspyrnu- stjóri Man. City, neitar alfarið þeim sögusögnum að hann hafí hug á að selja Uwe Rosler og Georgi Kinkladze. ■ KEVIN Davies varð fyrsti leik- maðurinn í 106 ára sögu Chester- field til að skora þrennu í bikar- keppninni, er hann skoraði öll þijú mörkin gegn Bolton, 3:2. ■ ÞRENNA Davies var sú fyrsta sem leikmaður liðsins skorar í 20 ár. Chesterfield er komið í fimmtu umferð bikarkeppninnar í fyrsta skipti í 47 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.