Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
England
1QRA
1
Þegar spáð er í þróun mála í HM
í knattspyrnu síðustu 30 árin ...
Brasilía
1970
Þýskalaría
*
Argentína
1978
... þá virðist röðin vera komin að
Englendingum að verða
heimsmeistarar,
ekki satt?
Verða
Englendingar
heimsmeistarar í
Frakklandi árið 1998 m
■ RÍKHARÐUR Daðason og fé-
lagar í Kalamata í grísku 1. deild-
inni töpuðu illa um helgina er þeir
heimsóttu AEK í Aþenu. Úrslitin
urðu 6:1 og gerði Demis Nikolaidis
fimm af mörkum heimamanna.
■ GRETAR Hjartarson skoraði
annað mark Stirling, sem vann
Clydebank 2:1 í skosku 1. deildar-
keppninni á laugardaginn.
■ HREINN Hringsson lék með
East Stirlingshire í skosku 3. deild-
inni um helgina en liðið tapaði 4:1
á heimavelli fyrir Albion Rovers.
Hreinn gerði eina mark Stirlings-
hire með skalla af stuttu færi á 38.
mínútu.
■ SUNNA Gestsdóttir fijáls-
íþróttakona úr USAH, sem er við
háskólanám í Athens í Bandaríkj-
unum, tók um helgina þátt í fyrsta
innanhússmeistaramóti háskólanna
þar í landi. Sunna hljóp 200 m á
25,09 sekúndum og stökk 5,69 m í
langstökki. Hún komst ekki í úrslit
í þessum greinum.
■ GUNNHILDUR Hinriksdóttir
úr HSÞ er einnig er við nám í
Bandaríkjunum keppti í 55 m
grindahlaupi á sama móti og varð í
sjöunda og síðasta sæti í sínum riðli
toúm
FOLK
á 8,74 sekúndum og rak lestina í
sínum riðli í langstökki með 5 m.
■ EITT heimsmet var sett á inn-
anhússmóti í fijálsíþróttum sem
fram fór í Bandaríkjunum um helg-
ina. Obadele Thompson frá Barba-
dos hljóp 55 metrana á 5,99 sekúnd-
um en gamla metið, 6,00, átti Lee
McRae og hafði það staðið frá því
1986.
■ ENSKA badmintonkonan Jo
Muggeridge, sem hefur verið meðal
fremstu stúlkna þar í landi í íþrótt-
inni, gerði sér lítið fyrir um helgina
og hellti úr kókdós yfir höfuðið á
framkvæmdastjóra badmihtonsam-
bandsins. Ástæðan var að henni var
tjáð að hún fengi ekki styrk nema
taka þátt í æfingum landsliðsins þar
sem ætlunin var að koma keppend-
um í góða æfingu. Muggeridge
hefur löngum verið í þéttari kantin-
um og átt í erfiðleikum með auka-
kílóin og líkaði þetta ekki, hellti úr
dósinni og sagðist aldrei ætia að
leika fyrir England á ný.
■ ATO Boldon bronsverðlaunahafi
í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikun-
um, jafnaði besta tíma sem náðst
hefur í 60 metra hlaupi í ár á móti
í Birmingham um helgina er hann
hljóp á 6,49 sekúndum. Á sama
móti hljóp hann á besta tíma ársins
innanhúss í 200 m hlaupi, 20,35 sek.
■ STEVE Smith hástökkvari frá
Bretlandi kunni vel við sig á heima-
velli á mótinu í Birmingham, stökk
2,34 m sem er besti árangur sem
náðstjiefur innanhúss í vetur.
■ RÚSSNESKA hlaupakonan
Svetlana Masterkova verður ekki
meðal keppenda á heimsmeistara-
mótinu innanhúss sem fram fer í
París í næsta mánuði. Hún var
ekki meðal keppenda á úrtökumóti
í Rússlandi um helgina og segja
forráðamenn rússneska frjáls-
íþróttasambandsins að hún þurfi
lengri hvíld eftir mjög annasamt
ár. Masterkova sigraði í 800 og
1.500 metra hlaupi á Ólympíuleik-
unum.
Laugardagurinn 22. febrúar
1997 er stór dagur í sögu
Hauka í Hafnarfirði. Það er dag-
urinn sem félagsmenn fógnuðu
bikarmeistaratitli í handknattleik
— ekki einu sinni, heldur tvisvar.
Kvennalið Hauka fagn-
aði sigri í Laugardals-
höllinni rétt fyrir klukk-
an þijú og rúmum
þremur tímum síðar
fagnaði karialið Hauka
á sama stað ásamt fjöl-
mörgum litskrúðugum
stuðningsmönnum Hauka, sem
höfðu áður stigið sigurdansinn
með Haukastúlkunum. Lang-
þráður dagur fagnaðar var runn-
inn upp, sautján ár voru iiðin
síðan Haukar urðu bikarmeistar-
ar. Haukastúlkurnar tóku for-
skot á sæluna í fyrra. Þá urðu
þær mjög óvænt íslandsmeistar-
ar, eftir að búið var að afskrifa
þær eftir tvo tapleiki gegn
Stjömunni.
Haukar gáfust ekki upp, þó
að móti hafí blásið. Þannig er
andrúmsloftið í herbúðum
Hauka, þeir hafa sýnt mikla þol-
inmæði á undanfömum áratug-
um í Hafnarfirði, lengstum stað-
ið í skugga FH — Haukar hafa
verið kailaðir „litli bróðir“ í Hafn-
arfirði.
Haukar hafa sjálfir gert lítið
úr öllu tali um „litla bróður“ —
talið FH-inga hörðustu keppi-
nauta sína. Haukar hafa réttilega
bent á að þeir urðu íslandsmeist-
arar í handknattleik 1943, þrett-
án ámm áður en FH-ingar fengu
að kynnast þeirri tilfinningu að
eiga meistaralið, eða 1956.
FH-ingar hafa fagnað fleiri
meistaratitium síðan þá. Aftur á
móti ekki hægt að ioka augunum
fyrir því að Haukar hafa unnið
mjög farsælt starf í allri upp-
byggingu á undanfömum ámm.
Handknattleiksdeild Hauka er
afar vel rekin og það er ánægju-
legt að sjá hvað margir fyrrum
leikmenn liðsins halda vel hópinn
og hafa unnið mikið starf fyrir
félag sitt — fyrst sem leikmenn
og síðan sem félagsmenn. Það
em leikmenn sem hugsa fyrst
og fremst; hvað get ég gert fyr-
ir félagið mitt, en ekki; hvað
getur félagið gert fyrir mig.
Margir af þessum mönnum stigu
dansspor f Laugardalshöllinni á
laugardaginn með leikmönnum
— sautján árum eftir að þeir
sjálfir fögnuðu bikarsigri.
Umgjörðin í kringum bikarúr-
slitaleikina var Haukum og KA
til sóma. Fjöimargir stuðnings-
menn norðan heiða komu tíl að
styðja við bakið á sínum mönn-
um. Þeir þekkja vel þá sigurvímu
sem Haukar fengu að upplifa,
þar sem þeir hafa fagnað tvisvar
eftir bikarúrslitaleik með leik-
mönnum KA á tveimur árum.
Haukar geta verið stoltir. Þeir
eiga góð handknattleikslið og
frábæra stuðningsmenn. Það er
sannkölluð fjölskyldustemmning
í herbúðum Hauka — gott and-
rúmsloft til að ala upp hand-
knattleiksmenn. „Nú er aðeins
eitt eftir hjá okkur í dag, það
er að fara með bikarana tvo heim
og mála bæinn rauðan," sagði
einn rauðklæddur stuðningsmað-
ur Hauka, þegar þeir yfirgáfu
Laugardalshöllina. Framtíðin er
björt hjá Haukum, í rauðum
Hafnarfjarðarbæ.
Sigmundur Ó.
Steinarsson
Framtíðin er björt hjá
Haukum, í rauðum
Hafnarffarðarbæ
Barfyrrum Þórsarinn RÚNAR SIGTRYGGSSON á sérleynivopn fleiknum við KA?
Var klæddur
Þórstreyju
RÚNAR Sigtyggsson er að leika sitt fyrsta keppnistímabil með
Haukum frá Hafnarfirði og óhætt er að segja að byrjunin hjá
honum sé ekki góð því á laugardaginn varð hann bikarmeistari
með félaginu. Hann átti drjúgan þátt f þvf að tryggja bikarinn f
húsi með góðum leik jafnt f vörn sem sókn þar sem hann gerði
sjö mörk. Aður en hann kom til liðs við Hauka lék hann með
Val eina leiktfð og hálfa aðra með Vfkingi en hluta sfðasta vetr-
ar bjó hann í Danmörku. Rúnar er fæddur og uppalinn á Akur-
eyri og lék með Þór upp alla yngri flokka áður en hann hleypti
heimdraganum og fluttist suður yfir heiðar.
Runar er 24 ára gamall óákveð-
inn háskólanemi. „Nú er ég
í nokkrum fögum á viðskiptasviði,
■■■■■■ en vandinn er sá
Effír að ég veit ekki hvað
ivar ég á að leggja fyrir
Benediktsson mig,“ segir hann.
Sambýliskona
Rúnars er Heiða Erlingsdóttir
íþróttakennari, nemi við Kennara-
háskóla íslands og handknattleiks-
kona með Víkingi. Sonur þeirra er
Sigtryggur 8 mánaða gamall en
áður hafði Rúnar eignast soninn
Aron sem er á þriðja ári. í Ijósi
tengsla við Þór var þá ekki enn
gieðilegra að vera sigurvegari á
laugardaginn?
„Auðvitað var það ekki til þess
að spilla gleðinni og ég hafði það
í huga er þeir nálguðust okkur í
síðari hálfleik að þeir mættu ekki
ná frumkvæðinu."
Undir Haukapeysunni varstu í
hvítri peysu á meðal leikurinn fór
fram, var það Þórstreyjan?
„Já, það er rétt. Þetta er treyja
sem ég fékk í þriðja flokki. Eg
notaði hana síðan í fyrsta sinn í
langan tíma er við fórum norður
og lékum við KA fyrir áramót. Mér
gekk vel í þeim leik svo ég ákvað
að klæðast henni á ný í bikarúr-
slitaleiknum."
Þú hefur ekkert ögrað KA-
mönnum og sýnt þeim hana?
„Eini maðurinn í KA-liðinu sem
ég sýndi treyjuna var fyrrum félagi
minn hjá Þór, Sævar Árnason, en
hann fékk ekki að sjá leynivopnið
fyrr en eftir leikinn."
Ætlar þú að nota þetta vopn á
KA í framtíðinni?
„Ég reikna með því ef henni
verður ekki stolið af snúrunum."
Hefðir þú ekki viljað vera í byrj-
unarliðinu á laugardaginn?
„Jú, og það kom mér á óvart
Morgunblaðið/Þorkell
RÚNAR og sonurinn Sigtryggur tóku lífinu meö ró daginn
eftir sigurinn í úrslitum bikarkeppninnar.
að vera ekki í bytjunarliðinu en
varð til að hleypa aukakrafti í mig.
Þessi ákvörðun hans þurfti samt
ekki að koma á óvart því yfirleitt
hefur hann látið óreyndari mennina
byija.“
Voru menn ekki hungraðir í bik-
arinn fyrir leikinn?
„Svo sannarlega, það kom aldrei
annað til greina en að sigra. Okkur
hefur gengið vel í vetur og við erum
komnir inn á sigurbraut og viljum
af skiljanlegum ástæðum ekki fara
út af henni. Við erum farnir að
þekkja eigin styrk- og veikleika
sem er nauðsynlegt."
/ fyrra lékstu með Víkingi og
tapaðir í úrslitaleik fyrir KA. Hlut-
skiptið er ólíkt skemmtilegra að
þessu sinni, ekki satt?
„Hugarfarið hjá Haukunum er
allt annað en hjá Víkingi í fyrra
þar sem ætlunin var sú að Ijúka
leiknum með reisn fremur en sigri.
Þrátt fyrir að hafa óvænta tveggja
marka forystu í hálfleik í þeim leik
höfðum við enga trú á að við gæt-
um sigrað. Að þessu sinni komst
ekkert annað en sigur að hjá okkur
Haukamönnum."
Bjóstu þig sérstaklega undir
þennan leik umfram aðra?
„Ég horfði á leikinn í fyrra af
myndbandi og komst þá að því að
ég hafði leikið heilan leik og gert
fátt af viti. Að þessu sinni tókst
mér ekki vel í fyrri hálfleik en
bætti úr skák í þeim síðari og var
með góða nýtingu og sendingar
sem gáfu mörk. Ég á það til að
láta hug falla ef mér byijar að
ganga illa en að þessu sinni var
ég staðráðinn í að láta það ekki
henda. Þá fór ég á séræfingar síð-
ustu tvær vikurnar.“