Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 B 7 HANDKNATTLEIKUR iuuiguiiuiuuivf iuigifiiiii Lok, lok og læs BJARNI Frostason, markvörður Hauka, er hér búlnn að verja skot frá Sergei Zlsa [llggur í vítateignum], eftir að hann hafðl brotist í gegnum vörn Hauka í stöðunni 25:23 og rúm mín. tll leiksloka. Aron Kristjánsson fylglst með tilþrlfum Bjarna, sem fór á kostum. Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, fagnaði sigri í sjötta sinn Kom ekki ann að til greina Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Gunnarsson með blkarinn á lofti. að kom mér mjög á óvart hversu óstyrkir við vorum fyrstu fimmtán til tuttugu mínútur leiksins því það var í raun engin ástæða til þess,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka. Hann fagnaði á laug- ardaginn sjötta bikarmeistaratitli sín- um en í tvígang hefur hann verið þjálfari liðs sem farið hefur með sigur af hólmi, ÍBV og Haukar nú og síðan m fjórum sinnum sem leikmaður með Víkingi. Sigurður var einnig leikmað- ur ÍBV á sínum tíma er félagið vann bikarinn eftir úrslitaleik við Víking. „KA-menn byijuðu fullir sjálfs- trausts gagnstætt okkur, en það hefur viljað loða við okkur ef við byijum illa látum við ekki hugfallast heldur spýtum í lófana og bætum við okkur, það gerðist einmitt að þessu sinni. Ur því við náðum að „lifa af“ fyrsta stundarfjórðunginn var mesta hættan yfirstaðin og ég gat farið að anda örlítið léttar." En var farið að fara um þig er illa gekk? „Já, það var talsvert bráðræði í sókninni hjá okkur og segja má að við höfum ekki verið að leika eins og við höfðum lagt upp með. Ástæð- an var sú að við vorum of tauga- spenntir." Þegar liðið náði sér loks á strik segir Sigurður að ekki hafi aftur snúið og liðið hafi leikið af ákveðni og saman sem heild. „Við vitum alt- ént hvað við getum er liðsheildin nær m saman, en einnig er okkur ljóst hvaða afleiðingar það hefur ef það gerist ekki. I dag náðum við saman er á leið og þá gat ekkert stöðvað okkur. Á heildina litið er ég ánægður með okkar hlut, það kom ekkert annað til greina en sigur.“ Um það hvort þessi sigur veitti ekki byr í seglin á íslandsmótinu sagði Sigurður það vissulega vera. „En það eru gömul sannindi og ný að eftir því sem sigurleikirnir verða fleiri þeim mun styttra verður í tap- ið, en við skulum vona að það verði ekki á næstunni." Erlingur Kristjánsson fyrirliði KA að loknum fjórða úrslitaleiknum á fjórum árum Markvarsl- an skipti sköpum Leikurinn var í jámum lengst af og við áttum að fá vítakast þegar ein mínúta var eftir en feng- um ekki. Hefðum við skorað úr því hefði munurinn að- eins verið eitt mark, þar af leiðandi má segja að við höfum verið inn í myndinni allan tímann,“ sagði Erlingur Krist- jánsson, fyrirliði KA, að leik lokn- um. „Haukarnir léku heldur betur lengst af leiknum auk þess sem markvarslan var góð frá upphafi til enda, ólíkt þvi sem var hjá okk- ur. Það má segja að þegar öllu er botninn hvolft hafi markvarslan skipt sköpum.“ Erlingur sagði það vera synd hversu illa KA hefðu farið með það frumkvæði sem þeir höfðu framan af fyrri hálfleik, fullir sjálfstrausts á sama tíma og erfíðleikar voru hjá andstæðingum. „Haukar geta þakkað Bjarna [Frostasyni] mark- verði sínum og okkar klaufaskap að vera ekki fjórum til fímm mörk- um undir í leikhléi. Síðari hálfleikur var á þann veg að þeir voru einum til tveimur mörkum yfír og við vor- um stöðugt að klóra í bakkann, árangurslítið." Erlingur, sem fýrirliði KA, leiddi sína menn til leiks í úrslitum bikar- keppninnar fjórða árið röð og tvisv- ar sinnum hefur hann verið glað- beytti sigurvegarinn í leikslok og tekið við bikarnum. Fannst Erlingi sem hungrið vantaði í KA liðið? „Það fannst mér ekki, ástæðan er einfaldlega sú að þegar menn hafa einu sinni unnið bikarinn og fundið þá gleði sem því fylgir þá vilja þeir alltaf eiga þess kost að endurtaka leikinn. Nú snerist þetta ekki um hungur, heldur örlitla lukku.“ Síðasti bikarleikur Jakobs „Það hefði verið gaman að fá gullverðlaun í safnið en því miður varð ekkert úr því,“ sagði Jakob Jónsson, leikmaður KA, en hann gekk til liðs við KA í fýrrahaust eftir meira en áratuga fjarveru í Noregi og tvö leiktímabil á ísafirði. Jakob segist hafa tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna í vor og í ljósi þess séu úrslit leiksins enn sárari. í Noregi var Jakob bikar- meistari einu sinni með IF frá Stav- angri. Hann segir umgjörðina og stemmninguna á leiknum vera svip- aða og í Noregi. „Nema þá var ég í sigurliði.“ „Við lékum vel fyrstu tuttugu mínútumar í fyrri hálfleik en gáfum þeim síðan það sem eftir var fram að hléi. í síðari hálfleik héldu þeir sínum hlut og okkur tókst aldrei að reisa leik okkar við og ná frum- kvæðinu." Jakob sagðist eðlilega vera ósátt- ur við úrslit leiksins og að liðið skuli aldrei hafa náð dampi á ný. „Við verðum bara að bæta úr og ná þeim bikurum sem enn eru í boði.“ Mætum til leiks aö ári „Það er alltaf sárt að tapa, ekki hvað síst að þessu sinni, þar sem við vorum svo ákveðnir í að hafa betur,“ sagði Leó Örn Þorleifsson, línumaður KA, er hann hafði tekið á móti silfurverðlaunapeningi sín- um. „Við áttum góða möguleika á að vinna, byijuðum betur, en síðan gaf sig eitthvað í liðinu sem ég veit ekki hvað er en altjént tókst tókst aldrei að laga það. Haukar sóttu stöðugt í sig veðrið og verð- skulduðu sigurinn." Leó segir Bjarna Frostason markvörð Hauka hafa verið aðal- hindrun KA í leiknum. „Einkanlega í fyrri hálfleik þegar við áttum nokkru sinnum möguleika á að ná þriggja marka forsytu, þá kom hann þeim til bjargar. Eftir að þeir hristu af sér taugaspennuna áttum við heldur á brattann að sækja.“ Leó segir hungrið í sigur hafa verið tii staðar hjá KA. „Það er alltaf fyrir hendi, en úr því svona fór er ekkert annað að gera en taka þá bikara sem eftir eru, fyrir deild- ina og íslandsmeistaratitilinn sjálf- an. Að ári mætum við síðan fimmta árið í röð í úrslitaleik bikarkeppn- innar og þá sigrum við, það er al- deilis á hreinu.“ ■ ÞORLÁKUR Kjartansson, markvörður, er eini leikmaðurinn sem tók þátt í bikarmeistaratitli Hauka 1980 og 1997. Þorlákur var varamarkvörður hjá Haukum, þegar þeir lögðu HK að velli 16-liða úrslitum. ■ EINAR Gunnarsson, einn af ungu leikmönnunum hjá Haukum, er sonur Gunnars Einarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem varð bikarmeistari með Hauk- um 1980. ■ ÓSKAR Sigurðsson, leikmaður Hauka, er sonur Signrðar Óskars- son, fyrrverandi línumanns hjá KR. ■ ALFREÐ Gíslason, þjálfari KA, óskaði Sigurði Gunnarssyni og Páli Ólafssyni, þjálfurum Hauka, til hamingju eftir leikinn og hélt síðan rakleiðis til búnings- klefa KA - sætti sig ekki við tapið. ■ GÁRUNGAR sögðu að aðeins einn FH-ingur hafí verið í Laugar- dalshöllinni - bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Ingvar Viktorsson, sem afhenti karlaliði Hauka bikar- inn. ■ SIGURÐUR Gunnarsson, þjálfari Hauka, er sannkallaður „Bikarkóngur“ eins og hefur komið fram - hann hefur sex sinnum tek- ið þátt í bikarúrslitaleik og alltaf staðið uppi sem sigurvegari; fjórum sinnum sem leikmaður Víkings og sem þjálfari ÍBV og Hauka. ■ PALL Ólafsson, aðstoðarmaður Sigurðar, hefur heldur ekki tapað bikarúrslitaleik, hefur orðið bikar- meistari með Þrótti og Haukum. ■ KA-menn skoruðu aðeins úr fimm langskotum í leiknum gegn Haukum, Duranona þijú mörk og Zisa tvö. ■ ÞEIR skoruðu aftur á móti sex mörk eftir gegnumbrot, Zisa fjögur og Duranona tvö. ■ RÚNAR Sigtryggsson skoraði flest mörk Hauka, eða sjö úr níu skotum: fjögur með langskotum, eitt eftir gegnumbrot, eitt eftir hraðaupphlaup og eitt af línu. Eftir ívar Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.