Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
„HVAÐ er hægt að segja, við vanmátum þær
ekki en svona eru bikarleikir,11 sagði Magnús
Teitsson, þjálfari Haukastúlkna, eftir leikinn.
„Markvörður þeirra reyndist okkur erfiður þó
að mörg skota okkar hafi verið meira i ætt
við sendingar.
Við spiluðum ekki okkar besta leik - langt í frá
- en þetta var einn af þessum dögum. Undir-
búningurinn var hefðbundinn með æfingu daginn
fyrir leik og mæting klukkustund fyrir leikinn. Það
var hinsvegar gott að vinna þó leikurinn hafi ekki
verið í hæsta gæðaflokki og stelpurnar sýndu góðan
karakter á síðustu mínútunum," sagði Magnús.
Ekki viljað fara með tap
„Þetta var erfitt eins og ég átti von á, við ætluð-
um að vinna en vorum hræddar. Þær höfðu engu
að tapa en pressan var öll á okkur og ég hefði ekki
viljað fara í Hafnarfjörðinn í kvöld með tap á bak-
inu,“ sagði Harpa Melsteð, sem var með bestu leik-
mönnum Hauka. „Það er alltaf erfiður leikur þegar
annað liðið er mun ofar á töflunni en ég hafði alltaf
trú á sigri og vissi að við myndum klára okkur.
Samt gerðum við sjálfum okkur of erfitt fýrir og
hefðum átt að gera út um leikinn mun fyrr. Annars
var þetta slakasti leikur okkar í vetur en engu að
síður eru Valsstelpumar efnilegar og koma til með
að verða mjög góðar.“
Morgunblaðið/Ásdis
HAUKASTÚLKUR fögnuðu vel og innilega þegar liðið vann Bikarkeppni HSÍ í fyrsta sinn. Hér hampa Ragnheiður
Guðmundsdóttir fyrirllði og Harpa Melsteð sigurlaununum.
Skrekkurí okkur
„Þetta var mjög erfitt því fyrri
leikinn unnum við stórt,“ sagði
Ragnheiður Guðmundsdóttir fyrir-
liði Hauka. „Markvörður þeirra var
þá ekki með en varði nú án afláts.
Það var líka einhver skrekkur í
okkur, sóknarleikurinn var slakur
og þær léku ágæta vöm en vöm
okkar og markvarsla var líka góð.“
FOLX
■ VALGERÐUR Guðmunds-
dóttir formaður bæjarráðs Hafnar-
fjarðar var annar heiðursgesta á
bikarúrslitaleik kvenfólksins á laug-
ardaginn.
■ GUÐRÚN Ágústsdóttir forseti
borgarstjómar í Reykjavík var
hinn.
■ VAIVA Drilingaite markvörð-
ur Vals varði 27 skot gegn Hauk-
um á laugardaginn, þar af eitt víta-
kast, fjórtán skot, sjö úr homum,
tvö af línu og þijú úr hraðaupp-
hlaupum. __
■ VIGDÍS Sigurðardóttir, sem
stóð í marki Hauka, varði 20 skot,
þar af tíu skot, fimm úr hornum,
tvö gegnumbrot, tvö af línu og eitt
hraðaupphlaup.
■ HAUKASTÚLKUR nýttu níu
af 22 fæmm fyrir hlé en aðeins sjö
af 24 eftir hlé.
■ VALSSTÚLKUR nýttu aðeins
sex af 22 fæmm fyrri hálfleiks en
jafnmörg og Haukarnir í þeim síð-
ari, sjö af tuttugu og fjómm.
Höfum verið í kreppu
„Þetta var tæpt og við skulum
ekki ræða nánar ef við hefðum tap-
að,“ sagði Svavar Geirsson, vara-
formaður handknattleiksdeildar
Hauka, eftir leikinn og var þungu
fargi af honum létt. „Liðið hefur
verið í kreppu eftir tapið fyrir FH
og síðustu leikir sitja enn í okkur.
Fyrir vikið náðu stelpurnar sér ekki
á strik fyrr en í lokin."
Sigur með smáheppni
„Okkur vantaði smáheppni í lok-
in til að bikarinn félli okkur í skaut.
Við ætluðum að vinna, það var
góður hugur í stelpunum og þær
fóru þetta langt á baráttunni,"
sagði Haukur Geirmundsson, þjálf-
ari Valsstúlkna, eftir leikinn. „Við
reyndum að undirbúa okkur vel,
spáðum mikið í hvernig Hauka-
stelpurnar leika, eins og sást á
vöminni og náðum að stöðva í flest-
um tilfellum hraðaupphlaup þeirra,
sem er þeirra sterkasta vopn, enda
skoraðu þær færri þannig mörk en
í flestum leikjum vetrarins. Það
gerðist með skynsömum sóknarleik
okkar og þó að vantað hafi upp á
kraftinn er ég ekki óánægður. Með
smáheppni hefði þetta smollið sam-
an hjá okkur og það er ekki slæmt
að vera með næstbesta lið á ís-
landi. Það eru margar ungar stelp-
ur í liðinu og framtíðin er björt.“
Gáfum þetta ekki baráttulaust
„Það var bara spuming um
heppni hvorum megin sigurinn
lenti,“ sagði Gerður Beta Jóhanns-
dóttir, fyrirliði Vals, sem skoraði
tvö mörk en var tekin úr umferð
lengst af. „Við vorum ákveðnar í
að gefa leikinn ekki baráttulaust
frá okkur og mættum í morgunmat
hjá Hauki þjálfara til að rífa upp
stemmninguna. Vörnin var frábær
og markvarslan stórkostleg svo að
sigurinn hefði getað orðið okkar.
Við áttum frábæran dag og öll
pressan var á þeim en ég held að
innst inni hafi Haukastelpurnar
haldið að leikurinn yrði léttari fyrir
þær þótt þær hafí alls ekki ætlað
að vanmeta okkur.“
Taugastrekktur bikarieikur
„Taugar leikmanna voru ekki
upp á sitt besta, enda bikarleikur
og úrslit hefðu getað farið á hinn
veginn," sagði Theódór Guðfinns-
son landsliðsþjálfari eftir leikinn og
fannst lítið til sóknarleiks liðanna
koma. „Hjá Haukastúlkum var
hann ómarkviss, þær virtust ragar
og engin þorði að taka af skarið
fyrr en í lokin. Valsstúlkur vom
hinsvegar duglegar við að bijótast
í gegn en að öðm leyti var lítið að
gerast hjá þeim og það var slæmt
að Gerður skyldi ekki komast í
gang. Markvörðurinn Vaiva Dril-
ingaite hélt þeim á floti.“
Bjami ekki með
gegn Egyptum
Bjami Frostason markvörður
Hauka er meiddur og hann
vill fá sig góðan til þess að geta
verið á fullu með sinu liði í úrslita-
keppni íslandsmótsins, en vissu-
lega er hann inni í myndinni fyrir
heimsmeistarakeppnina í Japan,
haldi hann áfram á sömu braut,"
sagði Þorbjöm Jensson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik en hann
valdi í gær 16 manna hóp til þess
að taka þátt í tveimur landsleikj-
um við Egypta annað kvöld og á
fimmtudagskvöldið. Þá er óvist
hvort franska liðið Montpellier
vill láta Geir Sveinsson af hendi
í leikina.
Sex breytingar em á hópnum
frá leikjunum við Þjóðveija um
siðustu mánaðamót. Bergsveinn
Bergsveinsson markvörður
UMFA var ekki valinn að þessu
sinni og í hans stað kemur Reyn-
ir Þór Reynisson, Fram, en hann
er eini nýliðinn í hópnum. Þá er
Valdimar Grímsson meiddur og
Júlíus Jónasson sem leikur í Sviss,
Róbert Sighvatsson, Sigurður
Bjamason og Patrekur Jóhannes-
son, sem allir leika með þýskum
félagsliðum, eiga ekki kost á að
koma til þessara leikja. í þeirra
stað vom valdir Sigurður Sveins-
son, UMFA, Njörður Ámason,
Fram, Rúnar Sigtryggsson,
Haukum, Björgvin Björgvinsson,
KA og Ingi Rafn Jónsson, Val.
Landsliðið sem mætir Egyptum
er þannig skipað:
Markverðir:
Hlynur Jóhannesson..........HK
Guðmundur Hrafnkelsson.....Val
Reynir Þór Reynisson.....Fram
Aðrir leikmenn:
Geir Sveinsson.......Montpellier
Bjarki Sigurðsson.........UMFA
Dagur Sigurðsson.....Wuppertal
Gústaf Bjamason.......Haukum
Konráð Olavson.......Stjömunni
Ólafur Stefánsson....Wuppertal
Róbert Julian Duranona......KA
Gunnar Berg Viktorsson.....ÍBV
SigurðurSveinsson........UMFA
Njörður Ámason............Fram
Rúnar Sigtryggsson....Haukum
Björgvin Björgvinsson......KA
Ingi Rafn Jónsson..........Val
MagúsTeitsson,
þjálfari Hauka
Van-
mátum
þær
ekki