Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 6

Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ + HANDKNATTLEIKUR Bikarmeist- ararfelldir ÞEGAR Haukar felldu bikar- meistara KA af stalli í Laug- ardalshöliinni, var það í þriðja skipti sem bikarmeist- ara falla í úrslitaleik. 1978 lögðu Víkingar bikarmeist- ara FH og 1983 lögðu Vík- ingar bikarmeistara KR. Fjórtán leikir án taps KA-liðið var búið að leika fjórtán bikarleiki frá 1994 án taps þegar Haukar skelltu þeim. Þegar Víking- arfalldu FH af stalli 1978 voru FH-ingar búnir að leika sextán leiki án taps. í bæði skiptin sem leikmenn KA hefur tapað í bikarúr- slitum, hafa Hafnarfjarðar- lið skellt þeim, FH1994 og nú Haukar. Ekki tapað í úrslitum ÞRETTÁN Uð hafa leikið til úrslita í bikarkeppninni. Að- eins tvö lið hafa ekki tapað bikarúrslitaleik - Haukar, 1980 og 1997, ogÍBV, 1991. Sigurður Gunnarsson, þjálf- ari Hauka, var þjálfari IBV þegar liðið lagði Víkinga 1991. Línumenn fyrirliðar FYRIRLIÐAR bikarmeistara Hauka 1980 og 1997 eigaþað sameiginlegt að vera báðir línumenn. Andres Kristjáns- son var fyrirliði 1980 og núverandi fyrirUði liðsins er Gústaf BjÖrnsson. Fimmtíu mörk FIMMTÍU mörk voru skor- uðu í leik Hauka og KA. Aðeins einu sinni áður hefur verið skoruð fimmtiu mörk í bikarúrslitaleik, sem ekki var framlengdur. 53 mörk voru skoruð í leik FH og KA 1994,30:23. Einnig voru skoruð 53 mörk í tvífram- lengdum leik KA og Vals 1995, 27:26. Lengilifi n kóngurinn íí „BIKARKÓNGURINN" Sigurður Gunnarsson og krónprinsinn Páll Ólafsson, sem þekkja ekki hvernig er að tapa bikarúrslita- leik, stjórnuðu hirðsveinum sínum hjá Haukum til sigurs gegn hersveit Alfreðs Gíslasonar hjá KA í bikarúrslitaleiknum, 26:24. Það tók Hauka góða stund að finna réttu leiðina. Bjarni Frostason, sem átti stórleik í markinu hjá Hafnarfjarðarlið- inu, sá til þess að Haukar villtust ekki af leið og þegar „smuguskyttur" Hauka voru búnar að stylla byssurnar og koma sér fyrir, var ekki aftur snúið - Akureyringurinn Rúnar Sigtryggsson átti stóran þátt í að Alfreð og lærisveinar voru lagðirað velli. Þegar orrustan c KA- rmenn sáu „sviðna jörð“ hófst, var greinilegt að leikmenn KA voru ákveðnir að byggja sterkan múr í kringum mark sitt, sem þeir og gerðu. Rússinn Sergei Steínarsson ' Zisa skoraði fyrstu skrifar tvö mörk leiksins fyrir KA-menn, sem léku sterkan varnarleik og fyrir aftan vörnina varði Guð- mundur A. Jónsson þrjú skot frá Haukum á stuttum tíma. Á bratt- ann var að sækja hjá Haukum, sem voru ekki á þeim buxunum að gefast upp. Gústaf Bjarnason hafði augu á Julian Róbert Duran- ona. Eftir fjórtán mín. rataði fyrsta langskot Hauka rétta leið - Petr Baumruk sendi knöttinn í netið og hann jafnaði, 7:7, með langskoti. Duran- ona skoraði sitt fyrsta mark, sem var einnig fyrsta mark KA með langskoti á 20 mín., 7:8 og þegar Jóhann G. Jó- hannsson bætti marki við, 7:9, var greinilegt að Haukar voru búnir að átta sig á hlut- unum. Rúnar fór þá að hrella sveit- unga sína, átti línusendingu á Gústaf, sem skoraði, síðan skor- aði Rúnar með gegnumbroti, 10:11, og jafnaði með langskoti, 11:11. Haukar voru búnir að finna réttu leiðina, skoruðu sjö mörk úr átta sóknum á síðustu níu mín. fyrri hálfleiksins, en leik- menn KA skoruðu aðeins eitt mark úr síðustu fimm sóknum sínum; voru komnir undir fyrir leik- hlé, 14:12. ugur í markinu - varði tvö lang- skot í röð, fyrst frá Duranona og síðan frá Zisa. Mikill darraðar- dans var stiginn og leikurinn í járnum þegar línumaður KA, Leó Örn Þorleifsson, var rekinn af leikvelli. Rúnar skoraði með lang- skoti og fiskaði vítakast, sem Halldór Ingólfsson skoraði úr, 21:18. Mikil spenna Sautján mín. voru til leiksloka, Alfreð Gíslason bað um leikhlé. Hann lagði sínum rnönnum lín- urnar, Leó Örn skorar tvö mörk af línu, 21:20, og þriðja mark sitt af línu, 22:21. KA-menn fengu þá hraðaupphlaup, Jóhann G. brunar fram, Bjarni sá við honum og varði. Rúnar svarar með marki LEIKMENN Hauka fikruðu sig smátt og smátt að Reykjavík fyrir bikarúr- slitaleikinn gegn KA. Það er hægt að segja að KA-menn hafi séð „sviðna jörð“ í kringum Reykjavík, þegar þeir komu inn til lendingar frá Akureyri. Haukar ruddu Hafnarfjarðarliðinu FH, Garðabæjarliðinu Stjömunni, Kópa- vogsliðinu HK og Aftureldingu úr Mos- fellsveit úr vegi áður en þeir mættu i úrslitaleikinn gegn KA, sem þeir unnu. Þess má geta til gamans að þegar Haukar urðu bikarmeistarar 1980 lögðu þeir eingöngu hendur á Reykja- víkurfélög - byijuðu á því að leggja Fram að velli 31:28, síðan bikarmeist- ara Víkings 22:20, þá íslandsmeistara Vals 23:21 og KR-inga í tveimur úr- slitaleikjum. Fyrst varð jafntefli 18:18 og seinni leikinn unnu Haukar 22:20. Skyttur Hauka á ferðina Gústaf Bjarnason gaf sínum mönnum tóninn, er hann skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins með slangskoti og eftir það fóru skyttur Hauka heldur betur að láta að sér kveða - Rúnar, Baumruk, Aron og Hall- dór skoruðu grimmt með smuguskotum utan af velli, sem voru óviðráðan- leg fyrir markvörð KA. Það sýnir best hvað skytturnar voru ákafar, að Haukar skoruðu fjög- ur mörk með langskotum í fyrri hálfleik, átta í þeim seinni. KA-menn náðu að minnka muninn í eitt mark, 17:16, þegar þeir voru einum fleiri. Bjarni Frostason, hinn sterki markvörður Hauka, sýndi þá hvers hann er megn- SÓKNARNÝTING í bikarúrslitaleik karla 1997 Haukar Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 14 12 26 25 23 48 56 52 54 F.h S.h Alls 12 12 24 24 23 47 50 52 51 12 3 1 4 5 1 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti eftir langskot, kemst síðan inn í sendingu Duranona og skorar eft- ir hraðaupphlaup, 24:21. Spennan var mikil, Duranona skorar úr vítakasti, síðan braust Jakob Jónsson í gegnum vörn Hauka Bjarni varði. Rétt á eftir ver Guðmundur A. fyrsta skot sitt í seinni hálfleik, KA-menn fá knöttinn, sókn þeirra rennur klaufalega út í sandinn. Aron Kristjánsson skorar með langskoti, Zisa svarar fyrir KA, 25:23. Þegar hér var komið til sögu voru tvær mín. eftir og Alfreð fyrirskipar sínum leik- mönnum að leika maður gegn manni. Sú ráðstöfun dugði ekki, Rúnar skorar 26:23, Duranona átti síðasta orðið, er hann skor- aði úr vítakasti, 26:24. Bjami og Rúnar hetjur Hauka Haukar voru vel að sigrinum komnir, þeir leika vel skipulagðan sóknarleik undir stjórn Sigurðar Gunnarssonar. Vörn þeirra er góð og Bjarni Frostason fór á kostum í markinu. Hann og Rúnar Sigtryggsson léku aðalhlutverkin í jöfnu liði Hauka, sem er með góðar skyttur eins og Petr Baumruk, Halldór Ingólfsson og Aron Kristjánsson, sem var heldur villtur í byijun leiks. Gústaf Bjarnason er sterkur á linunni og þá eru hornamennirnir Þorkell Magnússon og Jón Freyr Egilsson mjög ógnandi. KA-liðið stendur og fellur með Duranona og Zisa, sem eru mjög góðir leikmenn - léku aðalhlutverkin sem áður. Þá lék Leó Örn Þorleifsson einnig vel. Bjarni fór á kostum BJARNI Frostason fór á kostum í marki Hauka, varði alls 19/1 skot, þar af fór knötturinn átta sinnum aftur til mótheija - fimm langskot, eitt skot eftir hrað- aupphlaup, eitt eftir gegnumbrot og eitt úr homi. Bjarni varði fjög- ur skot frá Duranona, tvö lang- skot, eitt skot eftir gegnumbrot og eitt úr vítakasti. Hann varði eitt langskot og eitt skot eftir gegnumbrot frá Zisa, eitt skot eftir gegnumbrot frá Erlingi Kristjánssyni, eitt skot frá Jak- obi Jónssyni eftir gegnumbrot og eitt langskot, eitt skot eftir hraðaupphlaup frá Jóhanni G. Jóhannssyni og eitt eftir hrað- aupphlaup frá Björgvini Björg- vinssyni. Guðmundur A. Jóns- son varði 10 skot fyrir KA, þar af þijú skot sem knötturinn fór aftur til mótheija — tvö langskot og eitt skot af línu. Guðmundur A. varði tvö langskot frá Aroni, eitt langskot frá Sigurði Þórðar- syni, eitt langskot frá Rúnari, eitt skot úr homi frá Gústaf og tvö skot úr homi frá Þorkatli. Erlingur óánægður með dómarana „ÉG skil ekkert í því að Iáta þetta dómarapar dæma úrslitaleikinn,“ sagði Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA. „Þetta hefur verið eitt lak- asta dómaraparið í vetur og nýlega dæmdu þeir leik hjá okkur þar sem sást ein daprasta frammistaða dómara sem ég hef séð. Undir lokin á leiknum í dag [laugardaginn] sleppa þeir augljósu vítakasti og gefa þar með Haukum sigurinn,“ bættir Erlingur við. Hann sagði ennfrem- ur að þegar litið væri yfir dómgæsluna í leiknum I heild þá hefði hún e.t.v. ekki skipt skðpum fyrir úrslit leiksins. „En i Ijósi frammistöðu þeirra I vetur Bkil ég ekki þá ákvörðun að láta þá félaga á leikinn.“ í leikskrá KA sem kom út fyrir leikinn var lýst yfir furðu með að Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson skyldu dæma leikinn en ekíci Stefán Arnaidsson og Rögnvald Erlingsson sem dæmdu m.a. úr- slitaleikinn í fyrra. Er því [jóst að einhveijir KA-menn voru búnir að mynda sér skoðun á því hvemig dómgæslan í leiknum yrði áður en hann fór fram. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.