Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 12
íttmR
PltrjpttMaMt* ■
SKIÐI / HEIMSBIKARINN
Nær Alphand að
feta í fótspor Killys?
FRAKKINN Luc Alphand sýndi
og sannaði á laugardaginn að
slök frammistaða hans á heims-
meistaramótinu á Ítalíu var eitt-
hvað tilfallandi. Alphand sigraði
í risasviginu í Garmisch-Part-
enkirchen í Þýskalandi á föstu-
daginn og á laugardaginn
krækti hann sér enn í sigur, nú
í bruni og hefur forystu í heildar-
keppninni. Á sunnudag var
keppt aftur í risasvigi og þá
hafnaði Frakkinn í sjötta sæti.
Alphand hafði nokkra yfirburði í
bruninu á laugardaginn, var
rúmlega hálfri sekúndu á undan Ita-
lanum Pietro Vitalini, sem varð að
fara tvær umferðir vegna þess að
hann var truflaður í fyrri ferðinni
er maður gekk inn í brautina. Landi
hans, Kristian Ghedina, varð þriðji.
„Ég veit ekki hvemig ég fór að
þessu því brautin var mjög erfið,“
sagði Alphand. „Það var svo harður
snjórinn í brautinni að skíðin nötruðu
undir mér og ég átti í erfiðleikum
með að hafa stjórn á þeim. Ég reikn-
aði því ekki með að ná besta tíman-
um. Ég trúði því varla þegar ég kom
í markið."
Kandahar-braunbrautin þykir ein
sú erfiðasta í heimi. Hún var reyndar
erfiðari nú en oft áður vegna þess
að svell var á kcflum í brautinni.
Þetta er sama braut og austurríska
-%túlkan Ulrike Maier lét lífið í fyrir
þremur árum.
Vitalini var heppinn að missa ekki
stjórn á sér þegar fótgangandi mað-
ur fór fyrir hann í brautinni í fyrri
umferð. ítalinn tók því með jafnaðar-
geði og fór upp aftur með þyrlu og
náði síðan öðru sæti.
Alphand hefur nú 111 stiga for-
skot á Ghedina í keppninni um brun-
titilinn þegar aðeins tvö brunmót eru
eftir. „Það verður erfitt að vinna
Alphand úr þessu,“ sagði Ghedina.
Alphand er einnig líklegur til að taka
heimsbikartitilinn í samanlögðu og
ef það tekst yrði hann fyrsti Frakk-
inn til að ná þeim áfanga síðan Jean-
Claude Killy gerði það árið 1968.
Draumaferð hjá Maier
Á sunnudag var síðan keppt í
risasvigi og þar sigraði Austurríkis-
maðurinn Hermann Maier óvænt því
hann var ekki í fyrsta ráshópi. Krist-
ian Ghedina varð annar og Norð-
mennirnir Alte Skárdal og Lasse
Kjus deildu með sér þriðja sætinu.
Maier var í öðru sæti í risasviginu á
föstudag en hafði aldrei áður náð
að vera á rneðal tíu efstu í heimsbik-
arnum. „Ég varð að taka áhættu og
gerði það,“ sagði Maier sem er 24
ára. „Það kom mér ekki á óvart að
Maier næði að sigra því hann sýndi
það í risasviginu á föstudaginn að
hann var til alls líklegur," sagði
Skárdal.
Maier varð að hætta skíðaiðkunn
þegar hann var 15 ára vegna meiðsla
í hné, en snéri aftur í skíðabrekkum-
ar nokkrum árum síðar og er nú
kominn í fremstu röð. „Þegar ég sá
fyrrum félaga mína í austurríska
landsliðinu ná svona góðum árangri
Reuter
LUC Alphand slgraöl í brunlnu í Kandahar-brautinnl í Garmlsch-Partenklrchen á laugardaglnn.
Hann hefur nú teklð forystu í heimsbikarkeppninni.
var ég staðráðinn í að halda áfram.
Þetta er eins og draumur því eftir
öll þau vandamál sem ég hef átt við
að glíma á ferlinum er þessi sigur
ótrúlegur," sagði Maier. Sigur hans
er enn athyglisverðari fyrir þær sakir
að hann handleggsbrotnaði í bruninu
í Chamonix um miðjan janúar. „Ef
einhver hefði sagt við mig eftir brun-
ið í Chamonix að ég myndi sigra hér
í Garmisch hefði ég sagt að sá hinn
sami væri ruglaður. En ég vissi að
ég gæti þetta eftir að hafa náð öðru
sæti í risasviginu á föstudaginn.“
Rússnesku stúlkurnar með gull
RÚSSNESKU göngustúlkurnar voru samar við sig á heimsmeistaramótinu
í norrænum greinum um helgina. Á sunnudaginn sigraði ólympíumeistarinn
Lyubov Yegoravoa í 5 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð, fékk tím-
ann 13.29,90, og skaut löndu sinni, Jelenu Vialbe, ref fyrir rass, en hún
hafði þegar fengið eitt gull fyrir 15 km gönguna á föstudaginn. Yegoravo
varð þrefaldur meistari á ÓL í Lillehammer en tók sér frí frá keppni til að
aia son og hefur ekki náð sér vel á strik síðan, fyrr en á sunnudaginn. Hún
var 0,6 sekúndum á eftir Vialbe eftir tvo kílómetra, en með því að auka
aðeins við hraðann og sérlega góðum endaspretti tókst henni að sigra og
er þetta í 13. sinn sem hún hlýtur verðlaun á heimsmeistaramóti.
Björn
Dæhlie
hélt uppi
merki
Noregs
BJÖRN Dæhlie sá til þess í gær
að Norðmenn hefðu eitthvað til
að gleðjast yfir á heimsmeistara-
mótinu í norrænum greinum sem
fram fer í Þrándheimi. Dæhli sigr-
aði í 10 kílómetra göngu með hefð-
bundinni aðferð og má segja að
hann haldi uppi merki Norð-
manna, en þetta var fyrsti sigur
þeirra á mótinu. Dæhlie var með
forystu allan tímann og kom í
mark á 23 mínútum 41,80 sekúnd-
um sem var 27,9 sekúndum betri
tími en Rússinn Alexei Prokurorov
fékk, en hann sigraði í 30 km
göngunni á föstudaginn, en þá
varð Dæhlie annar.
Áhorfendur voru um 20.000 og
létu vel í sér heyra. „Það heimtuðu
allir norskan sigur og það ýtti
verulega á mig. Eg hafði áhyggjur
um tíma í göngunni, hélt ég hefði
kannski byijað of hratt, en það
blessaðist allt,“ sagði Dæhlie eftir
að hann náði andanum, en hann
var gjörsamlega að niðurlotum
kominn þegar hann kom í mark.
„Annað sætið er fínt,“ sagði
Rússinn ánægður með sitt. „Eg
byijaði full rólega en er á leið fann
ég að þetta var allt að koma hjá
mér. Björn var einfaldlega allt of
sterkur fyrir okkur hina í dag,“
sagði Prokurorov.
„Ég fann fyrir miklum þrýstingi
enda ætlast allir til þess heima að
ég komi með verðlaunapening,“
sagði Mika Myllylae frá Finnlandi
sem varð í þriðja sæti. „Mér leið
hræðilega eftir 30 kílómetrana á
föstudaginn og var því ákveðinn
í að gera betur í dag. Mér leið
samt ekki vel en þó ég hefði verið
uppá mitt albesta hefði það ekki
dugað gegn Dæhlie. Það er von-
laust að eiga við hann,“ sagði
Myllylae.
Daníel í 72. sæti
Daníel Jakobsson frá Ólafsfirði
varði í 72. sæti, 3,13 mínútum á
eftir Dæhlie. Síðari hluti göngutví-
keppninnar, 15 km með fijálsri
aðferð, verða í dag.
KNATTSPYRNA / ITALIA
Enn skellur hjá AC Milan
skrifar frá
ítaliu
Inter og Parma unnu bæði góða
sigra um helgina í 1. deildinni á
Ítalíu og nálgast nú toppliðin Juvent-
■■■■■■ us og Sampdoria sem
EinarLogi gerðu bæði jafntefli.
Vignisson AC Milan tapaði fyrir
Perugia og logar allt
í illdeilum innan liðs-
ins, tveir Ieikmenn þess voru reknir
af leikvelli og auk þess meiddist Hol-
lendingurinn Edgar Davids mjög illa.
Mikil ólæti voru í Flórens þar sem
Juventus heimsótti Fiorentina.
Stuðningsmenn liðanna hafa eldað
saman grátt silfur í gegnum tíðina
og hafði lögreglan nóg að gera við
að halda þeim í sundur. Eftir leikinn
var svo ráðist á rútu Juventus-liðsins.
Inni á veliinum fór þó allt þokka-
lega friðsamlega fram. Alessandro
Del Piero náði forystunni fyrir Juve
eftir stundarfjórðung eftir góða
sendingu Jugovic en varamaðurinn
Robbiati jafnaði fyrir Fiorentina í
byijun seinni hálfleiks. Skömmu
seinna var Carnasciali leikmanni Fi-
orentina vikið af velli en heimamenn
voru þó sterkari ef eitthvað var, það
sem eftir lifði leiks.
„Þegar Juve kemur í heimsókn
fyllist völlurinn alltaf af vitleysingum
sem eru ekki sannir knattspyrnu-
aðdáendur, við verðum að taka harð-
ar á þessu vandamáli," sagði Vitt-
orio Cecchi Gori, forseti Fiorentina,
að leik loknum.
„Konan mín var að stríða mér á
því að ég væri alltaf að æfa skot frá
miðju en léti ekki á það reyna í leikj-
um. Ég tileinka henni og nýfæddri
dóttur okkar markið," sagði Sinisa
Mihajlovic leikmaður Sampdoria sem
jafnaði fyrir lið sitt með þrumuskoti
í samskeytin, beint úr aukaspyrnu
af 30 metra færi, á næstsíðustu mín-
útu leiksins gegn Napoli á útivelli
en Boghossian hafði náð forystunni
fyrir Napoli.
Perugia sigraði Milan með marki
Negri og niðurlæging Milan-manna
heldur áfram. Christophe Dugarry og
Paolo Maldini var vikið af leikvelli í
fyrri hálfleik og Edgar Davids meidd-
ist alvarlega eftir samstuð við Luca
Bucci markvörð Perugia. Talið er að
hann verði úr leik í 8 til 9 mánuði.
„Reyndustu menn eru að bregðast,
þetta er ekki venjulegt en ég vil ekki
segja of mikið, ástandið er erfitt,“
sagði Arrigo Sacchi þjálfari Milan.
Parma sigraði Lazio 2:0 með
mörkum Mario Stahic og Enrico
Chiesa og er nú í 3.-4. sæti ásamt
Inter og eru liðin einungis tveimur
stigum á eftir Sampdoria. Inter vann
einnig sigur, 2:0 á Atalanta og skor-
uðu Youri Djorkaeff og Ivan Zamor-
ano mörkin. „Það er mikið lán fyrir
þjálfara að hafa snilling eins og
Djorkaeff í sínu liði en aðrir leikmenn
eins og Bergomi og Fresi léku einnig
mjög vel“ sagði Roy Hodgson þjálf-
ari Inter glaður eftir leikinn en sigur-
inn minnkaði þá pressu sem á honum
hefur verið. Roma náði tveggja
marka forystu í fyrri hálfleik gegn
Reggiana með mörkum Moriero og
Totti en botnliðið beit frá sér í síðari
hálfleik og náði að jafna. Vicenza
og Piacenza gerðu 1:1 jafntefli í fjör-
ugum leik og Bologna og Udinese
gerðu markalaust jafntefli. í botn-
slagnum sigraði Cagliari Verona á
heimavelli 3:2.
ENGL.AND: X 2 X X X 2 212 2 XX2 ITALIA: X X 1 1 1: X X 1 X 1 X X 2