Morgunblaðið - 02.03.1997, Side 4
4 B SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_j wi Dnvffi®
Bneffmiir gefffi® nnnéiF
gleðinnar hafði dreifst óheppilega.
A fyrstu árunum gat maður átt
von á ýmsu bæði hvað varðar húsa-
kost og þó enn frekar hljóðfæri,
þar sem boðað var til tónleika. Nú
er svo komið að úrvalshjóðfæri eru
um allt land víða í fallegum hús-
um, þó ekki séu þau tónleikahús
samkvæmt skilgreiningu."
Starfið í Kópavogi
„Mitt starf í Kópavogi er komið
til af nákvæmlega sömu tilviljun-
inni og allt annað sem ég hef ver-
ið leiddur til að gera. Þegar ég
hafði búið í Kópavogi í nokkurn
tíma áræddi ég að sækja um lista-
mannalaun þar til sex mánaða.
Ég fékk þau ekki en það var hringt
í mig og mér var boðið umrætt
starf. Það hefur verið mér óum-
ræðilega dýrmætt. Mér býður í
grun að kannski hafí flakk mitt
um landið með tónlistarkynningar,
heimsóknir af sama tagi í skóla
og starf mitt í Gerðubergi fætt af
sér þessa hugmynd ráðamanna í
Kópavogi. í bænum er mikið líf
og fjör, hér hefur lengi ríkt öflugt
menningarlíf. Heimsóknir landsins
bestu listamanna í skóla í Kópa-
vogi með reglubundnum hætti hafa
gefist vel. Það er yndislegt hljóð-
færi í Gerðarsafni og þótt það sé
ekki tónlistarhús er það menning-
armiðstöð sem er vel sótt og öllum
til gleði. Nú er búið að teikna tón-
listarhús, heimili tónlistarskóla
bæjarins með sérhönnuðum tón-
leikasal fyrir þrjú hundruð manns.
Vonandi fær fólk þar aðstöðu í
fyllingu tímans til að flytja og njóta
tónlistar við bestu skilyrði.
Hér í Kópavogi hefur verið
bryddað upp á ýmsu í tónleikahald-
inu. Við erum með tónleika sem
við köllum: Við slaghörpuna. Þar
spila ég og spjalla, stundum einn
NAMUSTYRKIR
Landsbanki íslands auglýsir nú áttunda árið
í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki.
Veittir verða 8 styrkir.
Einungis þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI,
námsmannaþjónustu Landsbanka íslands,
fyrir 15. mars 1997 eiga rétt á að sækja um styrk
vegna þessa námsárs.
Hver styrkur er að upphæð 175 þúsund krónur.
Styrkirnir verða afhentir NÁMU-félögum í apríl 1997
og verða þeir veittir samkvæmt eftirfarandi flokkun:
• 2 styrkir til háskólanáms á íslandi,
• 2 styrkir til náms við framhaldsskóla á íslandi,
• 2 styrkir til framhaldsnáms erlendis,
• 1 styrkur til listnáms,
• 1 styrkur til náms í einhverjum ofangreindra
flokka skv. ákvörðun dómnefndar.
Umsóknum er tilgreini nafn, heimilisfang, kennitölu,
námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform
skal skilað til Landsbanka íslands eigi siðar en
15. mars næstkomandi.
Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið
„NÁMUSTYRKIR"
Bankastræti 7, 155 Reykjavík
N -Á-M-A- N
TEIKNING Sigfúsar Halldórssonar af Jónasi Ingimundarsyni.
Ófullgerðu lögin
hans Sigfúsar
„VIÐ Sigfús Halldórsson voru
ágætir vinir og hann teiknaði
raunar af mér mynd skömmu
áður en hann dó. Nokkru eftir
lát hans var ég staddur hjá
góðri vinkonu minni og meðan
við vorum að spjalla segir hún
allt í einu, „Hann Sigfús Hall-
dórsson er hérna hjá okkur,
hann á erindi við þig, hann vill
að þú hjálpir honum að ljúka
við tvö lög sem hann átti ófrá-
gengin þegar hann dó.“ Þessi
kona talar sjaldan um yfirskil-
vitlega hluti og mér hnykkti
svolítið við, ekki síst vegna þess
að daginn áður hafði Friðbjörn
G. Jónsson, sem unnið hafði
mikið með Sigfúsi, hringt til
mín og beðið mig að skrifa nið-
ur lag sem Sigfús hafði samið
og þeir æft lítillega saman en
hvergi var nú til varðveitt nema
í huga Friðbjarnar. Ég vissi að
konan gat með engu móti vitað
neitt um það samtal né heldur
hafa haft spurnir af þessu lagi
með öðru móti. Þótt ég gæfi lít-
ið út á það sem konan sagði
hringdi ég í Friðbjörn og sagði
honum að ég vildi gjarnan
skrifa niður ófrágengna lagið
hans Sigfúsar. „Raunar voru nú
lögin tvö,“ svaraði Friðbjörn."
og stundum með gest með mér og
til stendur að vera með tónleika
þar sem fram kemur ungt fólk sem
er að byija sinn tónlistarferil og
margt fleira mætti nefna. Annars
er ekki rétt að tala of mikið um
það sem við ætlum að gera heldur
láta verkin tala. Eitt af því sem
er eftirminnilegt eru afmælistón-
leikarnir sem haldnir voru fyrir
Sigfús Halldórsson tónskáld, heið-
ursborgara Kópavogs. Þeir voru
endurteknir tólf sinnum - en af-
mæli eru yfirleitt ekki endurtekin
frekar en jarðarfarir. í fýllingu
tímans tókum við í Kópavogi allt
prógrammið upp og það var gefið
út á geisladiski. Það þurfti að end-
urtaka þetta afmæli sjö sinnum
áður en ljósvakamiðlamir sýndu því
áhuga (nema í formi fréttatilkynn-
inga); er það ekki umhugsunar-
vert?! Hvemig standa Ijósvakamiðl-
amir sig í ljósi þess mikilvægis sem
þeirra tilvist gerir kröfur um?“
íslensk tónlistarsaga stutt
„Það er ótrúlegt hvað mikið
hefur gerst í íslensku tónlistarlífi
á stuttum tíma. Tónlistarsagan á
íslandi er stutt og fábrotnari en
þekkist hjá þeim þjóðum sem af
mestu geta státað. Arfur okkar er
söngur í einhverju formi, stemmur,
kvæðalög, tvísöngvar og sálmar -
þó áttum við langspilið og íslensku
tveggja strengja fiðluna. Arið 1840
kom fyrsta orgelið í Dómkirkjuna
og það fór að heyrast fjölraddaður
söngur á næstu áratugum. Árið
1930 var tímamótaár í íslensku
tónlistarlífi, þá var Tónlistarskól-
inn í Reykjavík stofnaður og Ríkis-
útvarpið tók til starfa. Stofnun
Sinfóníuhljómsveitar íslands var
einnig stór áfangi, svo og vígsla
Þjóðleikhússins. Um 1974 voru
sett ný lög um tónlistarskóla og
nú era þeir orðnir rúmlega 70 tals-
ins og starfa víða um land. Nem-
endur þeirra eru yfir tíu þúsund.
Við búum nú við óhemju ríkt tón-
listarlíf sem margir undrast og
allir dást að. Við eigum tónlistar-
fólk af öllum gerðum sem stenst
samjöfnuð við það besta hjá öðrum
þjóðum. Eitt af því sem ég dáist
hvað mest að í íslensku tónlistar-
lífi er frábært starf tónlistarskól-
anna, sem þó ber ekki mikið á, og
ekki dáist ég síður að starfi barna-
kóranna. Þetta kemur til viðbótar
hefðbundinni kennslu í tómennt í
grunnskólunum, sem stundum
tekst vel og stundum miður. Allt
þetta miðar að því að veita börnum
innsýn í heim tónlistarinnar. Með
þessu leggjum við mannrækt þjóð-
arinnar lið.
Margt fleira kemur til. Ríkisút-
varpið hefur markað djúp spor í
tónlistarlíf íslendinga, það hefur
gefið fólki tækifæri til þess að
kynnast öllum tegundum tónlistar.
Það hefur tekið upp og haldið til
haga ýmsu af því sem Islendingar
hafa verið að gera. Myndum við
t.d. sætta okkur við að söngur
Stefáns Islandi þurrkaðist út? Nei,
þótt hann syngi ítalskt lag á
dönsku þá var það íslenskur söng-
ur og sem slíkur hjálpar hann okk-
ur til að finna til þeirrar samkennd-
ar sem gerir okkur að íslendingum.
Ég veit að í Segulbandasafni Ríkis-
útvarpsins eru til margar gersemar
sem eru íslandi ómetanlegar.
Á þennan hátt hefur safnast
tónlist í eins konar fjölskyldualbúm
íslensku þjóðarinnar. Þeir lista-
menn sem ná langt í list sinni eiga
sig að vissu leyti ekki sjálfir heldur
er framlag þeirra með nokkrum
hætti eign okkar allra. Þetta vekur
upp þá spurningu hvers vegna við
heyrum nánast aldrei í sumum af
bestu sonum og dætrum þjóðarinn-
ar sem bjuggu til það tónlistarlíf
sem við búum að í dag. Við heyrum
næstum aldrei í t.d. Birni Olafs-
syni fiðluleikara sem var einn af
frumkvöðlum Sinfóníuhljómsveit-
arinnar, við heyrum heldur ekki
oft í Einari Vigfússyni sem kenndi
öllum helstu sellóleikurum okkar,
né heldur í píanóleikurunum Árna
Kristjánssyni, Ásgeiri Beinteins-
syni og Jóni Nordal - og skyldi
vera til upptaka með undrabarninu
Þórunni Jóhannsdóttur sem síðar
giftist Vladimír Ashkenazy, bara
til að nefna örfá nöfn. Hver er
ástæðan fyrir því að við heyrum
svona lítið úr þessari gullkistu okk-
ar?
Við heyrum stundum Pál ísólfs-
son leika á orgelið og píanóleik
Rögnvaldar Siguijónssonar enda
er leikur þeirra til útgefinn á
geisladiskum. Guði sé lof. Söngv-
ara heyrum við oftar og hafa sum-
um þeirra verið gerð góð skil, t.d.
Stefáni Islandi, María Markan o.fl.
Kannski er skýringin sú að einn
heillegasti þráðurinn í íslensku tón-
listarlífi var söngur. Það var sér-
stök hátíðarstund hér í stofu okkar
hjóna þegar geisladiskur með söng
Einars Kristjánssonar kom út fyrir
nokkru. Þann disk hefði ekki verið
hægt að gefa út nema af því að
söngur hans hafði verið tekinn upp
og varðveittur hjá Segulbandasafni
Ríkisútvarpins. Þannig eigum við
enn hlutdeild í list Einars, þó margt
hafi auðvitað ekki verið tekið upp
og verði aldrei bætt. En ég vil
ekki rugla saman safni Rikisút-
varpsins og útgáfumálum almennt.
Geisladiskaútgáfa tónlistar á ís-
landi og notkun þeirra er efni í
annað viðtal.
Ég spyr: Varðveitum við það
sem vel er gert í tónlist í dag, með
allri þeirri tækni sem við ráðum
yfir, söfnum við í fjölskyldualbúm?
Er söngur „Einars Kristjánssonar"
nútímans tekinn upp? Guðjón Ósk-
arsson er búinn að syngja eins
margar sýningar á Scala og Krist-
inn Sigmundsson en heyrir þjóðin
söng hans í útvarpi eða sjónvarpi?
Ndttúruleg
íslettsk
heilsulind