Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 B 23
Starfskraftur
Óskum eftir að ráða heiðarlegan og þjón-
ustulipran starfskraft til framtíðarstarfa hjá
traustu fyrirtæki.
Um er að ræða sérhæft og ábyrgðarmikið
heilsdagsstarf, sem krefst mikillar verklagni,
á verkstæði og í verslun.
Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi
skilyrði:
• Geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði.
• Vera með ökuréttindi og hreint sakavottorð.
• Einungis reglusamir og stundísir einstakl-
ingar, sem búsettireru á stór-Reykjavíkur-
svæðinu, koma til greina.
• Æskilegur aldur 25 ára og eldri.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun og
fyrri störf, ásamt meðmælum, óskast sendar
til afgreiðslu Mbl., merktar: „K - 1135“, fyrir
10/3 ’97.
Þeir, sem óska eftir að fá umsóknir sínar endursendar, eru vin-
samlegast beðnir um að láta umslag með nafni og heimilis-
fangi fylgja umsókn.
Forstöðumaður
Kjarvalsstaða og
Asmundarsafns
Laus er tii umsóknar staða forstöðumanns
Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns. Starfið
felst í stjórnun og rekstri listasafna á vegum
menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar,
þ.e. starfsemi á Kjarvalsstöðum og í Ás-
mundarsafni.
Hlutverk forstöðumanns:
Forstöðumaður ber ábyrgð á fjárhagslegum
rekstri og starfsmannastjórn.
Forstöðumaður hefur yfirumsjón með lista-
verkaeign Reykjavíkurborgar, þar á meðal
útilistaverkum í borginni. Hún felur í sér
skráningu listaverka, forvörslu þeirra, fræði-
störf er þau varða, útlán þeirra og útleigu,
bókasafn og heimildaskráningu, safnkennslu
útgáfustarfsemi, gerð tímbundinna listsýn-
inga og innlend og erlend samskipti. Þá hef-
ur forstöðumaður yfirumsjón með starfi
byggingalistadeildar á Kjarvalsstöðum.
Forstöðumaður er menningarmálanefnd til
ráðuneytis um listaverkakaup og borgaryfirvöld
almennt til ráðuneytis í listrænum efnum.
Kröfur gerðar til umsækjenda:
Stjórnunarhæfileikar og stjórnunarreynsla.
Listfræðimenntun á háskólastigi, æskilegt
er MA-próf eða sambærileg menntunargr-
áða.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Hæfni til að setja fram hugmyndir í ræðu
og riti á íslensku og erlendum málum.
Þekking og reynsla af starfsemi listasafna
er æskileg.
Fræðileg störf og rannsóknir, helst á sviði
íslenskrar listasögu, eru æskileg.
Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri menn-
ingar-, uppeldis- og félagsmála.
Undirmenn eru starfsmenn Kjarvalsstaða og
Ásmundarsafns.
Umsóknir um starfið þurfa að hafa borist
fyrir 15. mars 1997.
Æskilegt er að nýr forstöðumaður taki til
starfa 1. júní 1997.
Kjör verða samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar. Vakin skal
athygli á að hér er um að ræða tímabundna
ráðningu til fjögurra ára, með möguleika á
einni endurráðningu til fjögurra viðbótarára.
Borgarráð skipar forstöðumann að fenginni
tillögu menningarmálanefndar.
í umsókn þarf að gera grein fyrir hversu um-
sækjandi mætir öllum ofangreindum kröfum.
Skrifleg umsókn sendist framkvæmdastjóra
menningar-, uppeldis- og félagsmála á skrif-
stofu borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, en
hann veitir jafnframt nánari upplýsingar.
Borgarstjórirm í Reykjavík,
28. febrúar 1997.
Rétt er að vekja athygli á að það er stefna
borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórn-
unar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgar-
innar, stofnana hennar og fyrirtækja.
Vinna íHafnarfirði
Óskum eftir að ráða starfsmenn við ræstingar
í Hafnarfirði. Vinnutími er frá kl. 13.00-18.00
mánudaga til og með föstudaga. Æskilegur
aldur er 25-45 ára, annar aldur kemur þó til
greina.
Umsækjendur þurfa að hafa bíl til umráða.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást hjá Guðrúnu Gísladóttur í Síðumúla 23
mánudag til fimmtudags kl. 14.00-16.00.
rm
SECURITAS
Hreingerningar
Við þurfum að fjölga í hreingerningarhópnum
okkar. Við leitum að einstaklingum sem geta
unnið sveigjanlegan vinnutíma og eru dug-
legir og stundvísir. Þú þarft helst að vera á
aldrinum 30-45 ára og hafa reynslu af
ræstingum. í boði er tæpiega fullt starf.
Einnig vantar okkur fólk sem getur unnið
aukavinnu á föstudagskvöldum og um helg-
ar.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást hjá Guðrúnu Gísladóttur í Síðumúla 23
mánudag til fimmtudags kl. 14.00-16.00.
rm
SECURITAS
Sjúkrahús Skagfirðinga
Sjúkrahús Skagfirðinga,
Sauðárkróki
Staða yfirlæknis
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við
sjúkrahúsið. Um er að ræða 75% stöðu.
Æskileg sérgrein er almennar skurðlækningar.
Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandi
starf og er vinnuaðstaða og tækjakostur á
stofnuninni mjög góður.
Á sjúkrahúsinu eru 76 rúm sem skiptast í
16 rúm á sjúkradeild, 4 rúm á fæðingardeild
og 56 rúm á hjúkrunardeildum. Þar fyrir utan
er 10 rúma þjónustudeild rekin í tengslum
við sjúkrahúsið. Stofnunin hefur á að skipa
góðu og samstilltu starfsfólki, sem leggur
metnað sinn í að gera gott sjúkrahús betra,
en á sjúkrahúsinu er rekin öflug og stöðugt
vaxandi starfsemi.
Heilsugæslustöð er rekin í starfstengslum
við sjúkrahúsið, en alls starfa 6 læknar við
stofnanirnar.
Þetta er því kjörið tækifæri fyrir framtaks-
sama og metnaðarfulla einstaklinga.
Stöðunni fylgir embættisbústaður.
Hvernig væri að takast á við ný og spenn-
andi verkefni og um leið kynnast Skagafirði
og Skagfirðingum af eigin raun?
Umsóknarfrestur um stöðuna ertil 15. mars
nk., en staðan veitist eftir nánara samkomu-
lagi.
Umsóknir skulu sendast til Birgis Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra sjúkrahússins.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
í síma 455 4000.
í Skagafirði búa u.þ.b. 5.000 manns, þar af
búa 2.800 manns á Sauðárkróki. Sauðárkrók-
ur hefur verið í stöðugum vexti undanfarin
ár og byggir á öflugu og fjölbreyttu atvinnu-
lífi og fjölbreytni í þjónustu við íbúa héraðs-
ins. íþrótta- og félagslíf er hér í miklum
blóma. í héraðinu eru tveir framhaldsskólar;
á Sauðárkróki er Fjölbrautaskóli Norðurlands
vestra með tæplega 500 nemendur og á
Hólum í Hjaltadal er rekinn bændaskóli.
Sauðárkrókur liggur vel við samgöngum og
eru þær góðar bæði í lofti og á landi. Skaga-
fjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð og
má segja að þar séu merkir staðir og atburð-
ir úr íslandssögunni við hvert fótmál.
Heilsugæslan í Reykjavík
Stjórnunarsviö
Barónsstíg 47,101 Reykjavík
Sími 552 2400 Fax 562 2415
Laus staða
yfirmeinatæknis
við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Laus er til umsóknar full staða yfirmeina-
tæknis við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist starfsmannastjóra á
þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá
starfsmannahaldi Heilsugæslunnar í Reykja-
vík, Barónstíg 47, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
yfirmeinatæknir eða starfsmannastjóri í síma
552 2400 fyrir hádegi.
Umsóknarfrestur er til 24. mars nk.
Staðan veitist frá 1. júní nk. eða eftir nánara
samkomulagi.
Reykjavík, 2. mars 1997.
Heilsugæslan í Reykjavík,
stjórnsýsla.
Reynsluhverfi í Grafarvogi
Framkvæmdastjóri
Innan ramma laga nr. 82/94 um reynslusveit-
arfélög mun Reykjavíkurborg stofna þjón-
ustumiðstöð er annist samþætta íbúaþjón-
ustu á sviði félags-, dagvistar- og skólamála,
menningar-, tómstunda- og íþróttamála við
íbúa í Húsa-, Hamra-, Folda-, Rima-, Engja-,
Víkur-, Borgar- og Staðarhverfi, hér nefnd
einu nafni Grafarvogshverfi.
Þjónustumiðstöðin í Grafarvogi verður undir
stjórn hverfisnefndar sem íbúasamtök Graf-
arvogs eiga aðild að.
Reykjavíkurborg auglýsir nú eftirframkvæmda-
stjóra til að stýra þjónustumiðstöðinni.
Kröfur til umsækjanda:
- Stjórnunarhæfileikarog stjórnunarreynsla.
- Staðgóð þekking á og reynsla af sveitar-
stjórnarmálum.
- Þekking á og reynsla af þjónustugreinum
miðstöðvarinnar.
- Menntun á háskólastigi.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til að setja fram hugmyndir í ræðu
og riti.
Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri menn-
ingar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavík-
urborg. Undirmenn eru fagfólk og starfslið
þjónustumiðstöðvarinnar, sem í upphafi
verða 6-7.
Umsóknarfrestur er til 21. mars nk.
Kjör verða samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Reykjavíkurþorgar.
í umsókn þarf að gera grein fyrir hversu um-
sækjandi mætir öllum ofangreindum kröfum.
Vakin skal athygli á því, að hér er um tíma-
bundna stöðu að ræða, þar eð reynsluverk-
efninu lýkur í árslok 1999, en fyrir þann tíma
verður tekin ákvörðun um hvort og þá hvern-
ig framhald verður á starfsemi þjónustumið-
stöðvarinnar.
Æskilegt er að framkvæmdastjóri hefji störf
1. apríl nk.
Borgarráð Reykjavíkur mun ráða í stöðuna
að fenginni umsögn hverfisnefndar.
Skriflegar umsóknir skulu sendar fram-
kvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og
félagsmála, skrifstofu borgarstjóra, Ráðhúsi
Reykjavíkur, en hann veitir jafnframt nánari
upplýsingar.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
23. febrúar 1997.
Rétt er að vekja athygli á að það er stefna
borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórn-
unar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgar-
innar, stofnana hennar og fyrirtækja.