Morgunblaðið - 02.03.1997, Side 6

Morgunblaðið - 02.03.1997, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MANMLIFSSTRAUMAR SIDFRÆDI /Efég er aumingi, hvers á ég ab gjalda? Utburður úr samfélaginu? MIKIÐ hefur verið talað um og rök færð fyrir að jaðarskattar svonefndir leiki illa unga fólkið annars vegar og hins vegar ellilífeyrisþegana, oft með ömurlegri útkomu fyrir ein- staklingana. Það er nefnilega með þetta eins og atvinnuleysið, að fyrir þann sem í lendir er það 100% þótt meðaltalspró- sentan sé lág í landinu. Fyrir skömmu lét Gáruhöfundur þau orð falla á tölvuna að nú færi væntanlega að linna eitthvað áþján tiltekins gamals manns sem nær engu heldur eftir af uppsöfnuðum lífeyri, því ráða- menn hefðu kveðið upp úr með að brýnast væri að lagfæra hið fyrsta jaðarskatta og bótateng- ingu, sem einmitt leikur gamlan mann sem þennan svo illa. Ég var víst of fljót á mér. Flestir þeir sem voru að fylgjast með af hálfu aldraðra fengu sjokk þegar í ljós kom, að hin marg- ívitnaða jarðarskattanefnd er bara ekkert að skoða jaðar- skatta og bótatengingu aldr- aðra. Við eftirgrennslan kom í ljós að þeir vísu nefndarmenn eru aðeins að skoða það sem við kemur yngra fólkinu til að lagfæra skattahlutfallið sjálft og bamabóta- og vaxtabóta- kerfið. Þeir öldruðu eru bara í raun ekkert með í þeirri mynd. Nú er það svo að stjórnmála- menn draga dám af viðhorfun- um í samfélaginu. Gera það sem er viðtekið og krafíst eða sem þeim er þolað. Hvað annað? Þeir eru í spennitreyju kjósenda. Og að undanförnu hefur verið augljóst að ekki á upp á pall- borðið í okkar samfélagi að lifa mikið fram yfír sjötugt. Eitt merkið er hvemig ríkisvaldið hefur t.d. komist upp með að láta skerðingar vegna spamað- ar byrja fyrr að virka á aldraða en aðra í samfélaginu og að tvísköttunin á lífeyrissjóða- greiðslumar var afnumin af fólki á starfsaldri en aftur skellt á þá öldruðu. Þetta viðhorf blas- ir raunar við víðar í samfélag- inu. Til dæmis er kallað á a.m.k. stóran hóp af konum í bijósta- skoðun í Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins, en þegar kona er 69 ára gömul þykir ekki leng- ur ástæða til þess. Nú fá eldri konur ekkert síður krabbamein, eða hvað? Sjálfri hefur mér allt- af þótt þetta mikill lúxus og verið þakklát fyrir að vera drif- in í slíka skoðun. Verkalýðsfé- lögin kusu meðvitað þegar þau stóðu andspænis tvöfaldri skött- un lífeyrissjóðsþega að bjarga yngra launafólki en skilja ellilíf- eyrisþegana eftir í súpunni. Og nefna má forgang sem talað er um en ekki hönd á fest, eins og að ekki þyki eins þurfa að tjasla upp á fólk eftir vissan aldur á spítulum. Fjölmargt fleira mætti tína til. Hvað segir slíkt okkur um viðhorfín í sam- félaginu? Ekki dettur mér í hug að þetta sé gert af sérstökum illvilja í garð aldraðra. Miklu líklegra að þessi stóri og stækkandi hópur fólks yfír sjö- tugt sé svo nýtt fyrirbrigði í heiminum að samfélagið veit ekki hvað það á við hann að gera og hefur í ofboði gripið til þess að ýta honum út úr samfé- laginu, til að bíða prúður á hlið- arhillu. Hefur ekki áttað sig á því að þetta fólk er óaðgreinan- legur hluti af þessu samfélagi með sömu réttindi og skyldur sem aðrir aldurshópar. Hluti af þessu við- horfí er að láta „aum- ingja aldr- aða“ fá ýmsa smáþjónustu og afþrey- ingu sem það kýs að kaupa frítt. Enda heyrist mér að þetta fólk vilji axla sinn hlut ef því er gert __ það fært. Á fundi á Hótel Borg um þessi mál í vikunni sagði Ámi Brynjólfsson fyrir þeirra hönd að ellilífeyris- þegar vildu að bundið yrði aftur sambandið við laun annarra í landinu og sú umframskerðing sem orðið hefur leiðrétt, enda hafí þetta fólk t.d. í áratugi greitt í eftirlaunasjóð og eigi það inni. Orðaði það eitthvað á þá leið að eldra fólkið vildi bara fá að halda reisn sinni. Semsagt ekki eiga að kijúpa og útskýra að það eigi svo bágt að það þurfí það sem því ber. Það er einmitt annað aðaltem- að í kvikmyndinni sem gerð er eftir hinu fræga leikriti Arthurs Millers „í deiglunni". Heiti henn- ar Múgsefjun er sjálfsagt sett í stíl við aðalefnið. En þar er ann- ar kjarni, mikilvægi þess fyrir manneskjuna að halda reisn sinni. Eftir nokkurt sálarstríð gengur John Proctor til að halda reisn sinni í snöruna heldur en að kijúpa og játa til málamynda það sem af honum er krafíst. Hann og Elísabet kona hans vita að hann getur ekki lifað án reisn- ar. Kaupir ekki líf með þvi að kijúpa yfírvaldinu. Þetta er óskaplega sterk mynd að hætti Arthurs Millers og á ekkert síður við í dag en eftir múgæsingu McCarthyismans í Bandaríkjun- um. Nú em tækin til blekkinga og til að leiða múginn bara enn lúmskari og múgurinn kannski vaninn og enn leiðitamari. Í þessu öllu er þversögn, að draga ellina á langinn eins og kostur er og á hinn bóginn reyna þá að hefta lífsmöguleikana. Og viðkomandi fá ekkert um það að segja hvort þeir vilji lifa lengi við sæmilega reisn eða ekki án hennar. Fyrirsjáanlega verður það eitt af mestu átaka- málunum í heiminum á næstu öld, rétt eins og fóstureyðingin hefur verið, hver hafi útslita- áhrifin á það hvort lífinu er haldið í fólki sem ekki vill lifa við óviðunandi aðstæður. En það er önnur saga. Líklegast er að fólk segi bara enn um sinn eins og Káinn í vísunni „Hvergi smeykur“: Engu kvíði ég eymdarkífi illa þó að sæki messu, því heiðarlegu hundalífi hefi ég lifað fram að þessu. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Efégfell tUjarðar I I | i i| I } » í í J J i iiism Ef ég fell af himni . EF TRÚIN MINNKAR, ef skáld- skapurinn rýmar, ef hugmyndin kviknar ekki, ef frumleikinn lætur ekki á sér kræla, ef tilfínningin dofnar og ljóðið í lífínu sefur. Ef öll sund eru lokuð vegna dofans, ef sjöunda rásin finnst ekki á við- tæki heilans og ekkert er að ger- ast nema vaninn, hvaða stefna er þá verðug? Ef engin markmið knýja dyra og ekkert er nógu öflugt til að bera sigurorð af neindinni. Ef ekkertið ræður ríkum og hvorki er löngun né vilji til að reka það burtu. Ef framsæknin lyppast nið- ur og vonin yfír- gefur mann, ef þráin og baráttu- þrekið verða stöðnun að bráð? Ef markmiðin verða gömul bæn, eftir Gunnar ef vonin um að Hersvein breyta öðrum til betri vegar deyr og ástin er aðeins sjálfselska, hvar er þá glæta á himni vonbrigða og leiðindakenndar? Ef blindur leiðir blindan og dauðir grafa dauða, ef ég líkist hvítri kalkaðri gröf sem sýnist fögur að utan en að innan er full af dauðra manna beinum og allskyns óþverra? Ef ég sýnist réttlátur á ytra borði en er hið innra fullur ranglætis og grimmd? Ef þrá mín hrekkur ekki til og viljinn bugast, ef mér leiðist of mikið til að feta nýja slóð eða halda galvaskur breiðgötuna, ef ég játa mig sigraðan og þolin- mæðin þrýtur, ef ég er þræll og fangi og allt mitt er til einskis og eitthvað ósýnilegt að draga mig til dauða, ef mér líkar ekki við sjálfan mig, hvað þá? . Ef ég er maðkur en ekki mað- ur og fullur bræði og réttlætissól- in rennur aldrei upp, á ég þá enn að biðja og óska mér góðra daga? Ef ég er ekki fátækur í anda, ekki hógvær, ekki hungraður eða þyrstur, ekki miskunnsamur og hjartahreinn, ekki ofsóttur eða glaður, hver eru þá laun mín? Ef ég er ekki skjótur til sátta, ef hægra auga mitt tælir mig til falls og ég elska ekki óvin minn, ef ég gef börnum mínum steina, ef ég geng út á torg og þykist lofa guð, er ég þá ekki glataður? Ef ég fasta dapur og afmynda andlit mitt, ef ég reyni að safna fjársjóðum á jörðu og ljósið í mér er myrkur, ef ég þjóna tveimur herrum og er áhyggjufullur um líf mitt, ef ég dæmi aðra og sé flísina í auga bróður míns, er ég þá ekki sannur aumingi? Ef ég kasta perlum mínum fyrir svín, ef ég bið og leita en kný ekki á, ef ég gef mönnum allt sem þeir vilja ekki gefa mér, ef ég geng um vítt hliðið og veginn breiða til dauð- ans, þarf þá að spyija að leikslok- um? Ef ég er heimski maðurinn sem byggir hús sitt á sandi og steypi- regnið skellur á, vatnið flæðir, stormar blása og bylja á húsinu! Ef ég fylgi þér ekki hvert sem er, ef syndir mínar eru ekki fyrirgefnar vegna þess að ég er ekki hughraust- ur og ef ég lasta og et ekki með fjármálamönnum, hvers á ég að gjalda? Ef ég er mállaus og tek aldrei að mæla nema gortandi, ef ég er hvorki Pétur né Páll og himnaríki ekki í nánd, ef ég tek bæði gull og silfur í laun og jafnvel eir, og er ekki einu sinni verður fæðis míns, ef ég áma engum góðs og hef áhyggjur gagnvart dómstólum, pen- ingum og skuldbindingum gagnvart ríkinu, flýt ég þá að feigðarósi? Ef ég óttast ekki að sál mín og líkami tortímist, ef ég verð dáður af mönnum og upphafínn fyrir afrek mín og er enginn smælingi, ef ég er blindur en fæ ekki sýn og haltur en fæ aðeins staf, og heyri ekki, ef ég hneykslast á öðrum og fer prúðbúinn á fund fyrirmenna, ef speki mín sannast ekki á verkum mínum, ef ég sái aðeins illgresi, ef ég er súrdeig, ef ranglæti mitt skín eins og tungl á himni og ef ég er dauður en rís ekki upp, er lífíð þá ómaksins vert? Ef ég efast um að geta gengið á vatni og frá hjarta mínu berast illar hugsanir og enginn verður mettur af orðum mínum, ef ég þyk- ist vera mikill, ef ég ginni og glep, . . Verk eftir Margritte. ef ég er týndur, ef ég fyrirgef ekki glatt og elska ekki náunga minn eins og sjálfan mig, er þá ekki allt vonlaust? Ef ég starfa ekki í víngarðinum og er ekki glaður gjafari heldur sem visið tré við veginn, ef ég er fræðimaður og farísei sem skelfist ekki og trúir ekki, ef ég nem ekki líkinguna við sumarið og er ekki viðbúinn, ef ég gef þér ekki að eta og færi þér ekki að drykk, ef ég hýsi þig ekki skjóllausan, ef ég heimsæki þig ekki í fangelsið, ef ég hæðist að mínum minnsta bróður og þigg peningana, ef ég kyssi þig kossinum, ferst ég þá ekki örugglega? - Ungur var ég en gamall er ég orðinn. Hver vill vera hjá mér þeg- ar degi hallar og myrkrið þokast nær? Brúðhjón Allur borðbUnaður Glæsileg ojaíavard Briíðarlijöiid lislar (j/,\t //'X\\ý VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. STomAnm - Einstai\unoAr Ávallt á útsölu mikið úrval af bútasaumsefnum frá 296 kr. og fataefni frá 150 kr. m. g MÆÆl Opið mánud.-föstud. VitínAA ki. io-i8. %. Mörkinni 3, sími 568 7477 Ltmgard. kl. 10-14. til 1. júní.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.