Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 B 7
MANNLÍFSSTRAUMAR
gáðumœfinjgum.
arlapul
Þessi vinsælu 8-vikna námskeið eru
sérsniðin fyrir karlmenn.
■ Stöðvaþjálfun og þolþjálfun 3-5x í viku
■ Nýr upplýsingabæklingur:
„í fínu formi til framtíðar"
■ „Léttir réttir“ uppskriftabók með
150 léttum og bragðgóðum uppskriftum
■ Fræðsla
■ Fitumæling og viktun
■ Vinningar í hverri viku
■ 3 heppnir fá 3ja mán. kort í lokin.
—*
Byggðu upp vöðvamassa og losnaðu
við fitu. Láttu skrá þig strax!
Námskeiðið hefst 10. mars.
Sbs*5
mlmaím
RGUSTU & HRflFNS
SKEIFAN 7 108 REYKJAVIK S. 533-3355
þunglyndis og algeng lyf við
þunglyndi hjálpa oft þessum
sjúklingum. Meðan á kastinu
stendur upplifir sjúklingurinn ró,
hamingju og vellíðan sem síðan
snýst í einhvers konar sjálfsfyrir-
litningu vegna ofátsins. Meðan á
átinu stendur finnur sjúklingurinn
að hann missir stjórn á hegðun
sinni og framköllun uppkasta eða
notkun hægðalyfja verður að að-
ferð til að ná einhvers konar tök-
um á tilverunni á nýjan leik. Sjúk-
dómurinn er skilgreindur á eftir-
farandi hátt: Undanfarna þijá
mánuði eða lengur hefur sjúkling-
urinn fengið matgræðgiköst
a.m.k. tvisvar í viku, slíkt kast
stendur oft í 1-2 klst. og á þeim
tíma innbyrðir sjúklingurinn mik-
ið magn af mat, meðan á kasti
stendur finnst sjúklingnum hann
missa vald á átinu, eftir hvert
kast framkallar sjúklingurinn
uppköst eða gerir einhveijar aðrar
ráðstafanir til að hindra að hann
fitni. Meðferð sjúklinga með
matgræðgiköst er oft erfið og er
venjulega áhrifaríkust í höndum
geðlækna. Einna best hefur
reynst að beita viðtölum og lyfjum
við þunglyndi en einnig er gripið
til fjölskyldumeðferðar, stuðn-
ingshópa og ráðlegginga um mat-
aræði.
LÆKNISFRÆÐI/Getur matarlystinfarib alveg úr böndunumf
Mutgrædgiköst og lystorstol
e/)í>ara...
LYSTARSTOL (anorexia nervosa)
hefur verið þekkt í a.m.k. 130 ár
en matgræðgiköstum (bulimia
nervosa) var lýst sem sérstöku
læknisfræðilegu ástandi árið
1979. Flestir eru sammála um að
flokka bæði lystarstol og matg-
ræðgiköst sem sjúkdóma. Þessir
sjúkdómar eru að flestu leyti mjög
ólíkir en eiga þó fáeina sameigin-
lega þætti. Það er dálítið sérkenni-
legt að síðan 1979, þegar matg-
ræðgiköstunum var fyrst lýst og
þau skilgreind, hafa rannsóknir á
þeim sjúkdómi verið mun viða-
meiri en rannsóknir á lystarstoli
og að ýmsu leyti vitum við meira
um matgrægðiköst en lystarstol.
Komið hefur í ljós að lystarstol
hijáir allt að 1% ungra kvenna en
matgræðgiköst eru mun algeng-
ari, eða allt að 5%.
Lystarstol og matgræðgiköst
eiga það sameiginlegt að
vera sjúkdómar kvenna úr þjóðfé-
iagshópum sem
eru með menntun
eða tekjur yfir
meðallag. Ein-
ungis tiltölulega
fáir karlmenn fá
þessa sjúkdóma
eftir Magnús og í Bandaríkjun-
Jóhonnsson um eru þeir næst-
um alveg bundnir
við hvítar konur. Þessar konur eru
flestar frekar ungar og lystarstol
getur byijað á unglingsárum.
Lystarstol einkennist af þyngd-
artapi og sjúklegri hræðslu við að
fítna. Matgræðgiköst einkennast
af miklum átköstum þar sem átið
fer úr böndunum og þetta gerist
tvisvar eða oftar í hverri viku.
Átköstin enda gjarnan í því að
sjúklingurinn framkallar uppköst
eða gerir aðrar ráðstafanir til að
sem nota sterk hægðalyf reglu-
lega fara mjög illa með ristilinn
og verða háðir hægðalyfjum.
Langtímahorfur sjúklinga með
matgræðgiköst eru nokkru betri
en sjúklinga með lystarstol og lík-
ur á bata eru taldar betri. Þessir
einstaklingar eru þó oft áfram
með afbrigðilegar matarvenjur þó
svo að takist að lækna sjálf mat-
græðgiköstin. Lítið er vitað um
orsakir matgræðgikasta, en
íþróttamönnum, leikurum og sýn-
ingarstúlkum er hættara en öðr-
um og gildir það einnig um lystar-
stol. Matgræðgiköst virðist einnig
vera að einhveru leyti ættgeng,
þannig að aukin hætta er fyrir
hendi ef einhver náinn ættingi er
haldinn sjúkdómnum. Matgræðg-
ikast byijar ekki vegna hungurs
heldur er það svörun við depurð
eða þunglyndi, streitu eða tilfinn-
ingum sem tengjast líkamsþyngd
eða vexti. Greinileg tengsl hafa
fundist milli matgræðgikasta og
Þeir sem fá matgræðgiköst þurfa mikinn stuðning.
fitna ekki. Þessir sérkennilegu
sjúkdómar eru oft langvinnir,
stundum er erfítt að lækna þá og
þeir leiða oft af sér umtalsverð
veikindi og jafnvel dauða.
Sjúklingar með matgræðgiköst
eru oftast í eðlilegum holdum þó
að þeir geti verið of grannir eða
of feitir en þyngd sumra sveiflast
upp og niður. Þessir sjúklingar
reyna oftast að halda ástandi sínu
leyndu og þjást gjarnan af sektar-
kennd. Eftir hvert matgræðgikast
reyna sjúklingarnir að beita öllum
tiltækum ráðum til að koma í veg
fyrir offitu, þeir framkalla upp-
köst, nota hægðalyf, stunda lík-
amsæfingar af miklu kappi, svo
eitthvað sé nefnt. Sumar af þess-
um ráðstöfunum eru reyndar lítt
til þess fallnar að grenna fólk en
geta valdið ýmsum óæskilegum
áhrifum. Sífelld uppköst fara t.d.
illa með slímhúð í vélinda og
munnholi, munnvatnskirtlar
bólgna og tennur skemmast af
súru magainnihaldi vegna þess
að glerungurinn leysist upp. Þeir
— EIMSKIP —
AÐALFUNDUR
HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu
fimmtudaginn 6. mars 1997
og hefst kl. 14.00.
--------- DAGSKRÁ ---------
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr.
samþykkta félagssins.
2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega
í hendur stjórnarinnar eigi síðar
en sjö dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar að fundinum, verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Reykjavík frá
3. mars til hádegis 6. mars.
Reykjavík, 5. febrúar 1997.
STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS