Morgunblaðið - 02.03.1997, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.03.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 B 9 Ég hugsaði um það núna í haust þegar Sjónvarpið varð þijátíu ára, hvemig við værum á vegi staddir með sjónvarp eftir þijátíu ár. Þá finnst mér fyrst og fremst vanta þetta, að við séum að framleiða og sýna okkar eigin raunveruleika nógu mikið með leiknu efni eða heimildarmyndum á einhvern þann hátt sem við getum kallað dagskrárefni. Mér finnst áherslan núna liggja allt of mikið á líðandi stund, við erum bara að fjalia um daginn í dag. Þetta snýst um umsjónarmenn sem horfa hver á annan og gefa boltann á milli sín, en efnið er einskis nýtt á morgun. Þetta er ein- nota froða sem skilur ekkert eftir sig. Það gleymist að fjalla um fortíð og framtíð. Hér þarf að verða stefnubreyting. Þessi ár frá 1976-80 sem ég var í lausa- mennsku, ekki fastráðinn, fékkst ég við margt skemmtilegt. Ég leysti af í Þjóðleikhúsinu, var forstöðumaður leikmyndadeildar í eitt ár, 1978, og árið 1979 kom Rolf vinur minn aft- ur til landsins eftir sjö ára hlé, nú til að kvik- mynda Paradísarheimt með Jón Laxdal í hiut- verki Steinars bónda. Þá vann ég þetta fyrir þýska sjónvarpið og var þeirra starfsmaður. Þetta var gríðarlegt verkefni. Við vorum að filma um allt land, en einnig í Utah, Þýska- landi og Skotlandi. Fyrsta spurningin var: Hvar eru Steinar undir Steinahlíðum? Hvar finnum við þennan stað? Ég fór beinustu leið til Ómars Ragnarssonar og spurði hann: Hvar er gijót- skriða á móti suðri sem liggur vel við sjó? Hann taldi upp þrjá staði og einn þeirra var Hvalnes í Lóni og staðurinn var vaiinn. Þar stendur bærinn sem við reistum fýrir kvik- myndina enn í dag. Ég fór vestur i Utah fjórum til fimm sinnum og kynntist þar ágæt- isfólki, mormónum, og hef haldið svolítið upp á þann stað síðan. Þarna byggðum við fé- lagar heilt þorp eða götu í Spanish Fork með dyggri að- stoð mormóna á staðnum. Ein- hvern tíma langar mig til að og þá kom Jón Einar, fréttaritari Ríkisútvarps- ins í Ósló, til okkar og sagði að ekki væri víst að það yrði neitt úr nokkurri keppni þarna á staðnum því að það væri komið geislavirkt ský þarna yfir allt og aldrei að vita nema þyrfti að að rýma staðinn. Við sáum líka um keppnina árið eftir þegar Halla Margrét söng Hægt og hijótt.“ - Svo var það að árið 1983 að þið farið í verkefni með Saga film, Snorra Þórissyni og Jóni Þór Hannessyni og gerið kvikmyndina Húsið? „Já, við rákum sameiginlegt stúdíó og ákváðum að gera bíómyndina Húsið, sem var tekin árið 1982 og frumsýnd árið eftir. Það var vel að þessari mynd staðið og hún mjög faglega unnin á flestum sviðum. Ég skoðaði hana nú nýlega og hún eldist ekkert illa. Ég held að þetta hafi verið ein síðasta myndin sem bar sig á innlendum vettvangi. Það voru sextíu þúsund manns sem sáu myndina og við gátum borgað allan kostnað og greitt öllum laun sem tóku þátt í þessu og staðið í skilum með alla hluti og myndin stóð á sléttu. Eftir það fór að halla undan fæti í kvikmyndagerð- inni, framleiðendur fengu skelli og fóru að tapa aleigunni, sem var hið versta mál. Við notuðum einungis eigið fjármagn í myndina. Vorið sem við Egill fórum til Brússel með Höllu Margréti slitum við fyrirtækinu. Egill réð sig upp í Sjónvarp til þess að leysa Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóra af í eitt ár og ég fór upp á Stöð 2 til Jóns Óttars og félaga og gerðist dagskrárgerðarstjóri. Þar hófst ný törn. Ég tók að mér að skipuleggja dagskrárgerð- arsvið. Maríanna Friðjónsdótt- ir var mín hægri hönd, fram- leiðslustjóri, og hafði verið með mér á Sjónvarpinu og við framleiddum gríðarlega mikið efni, íslenskt efni, eins og t.d. Heilsubælið. Ég gerði þær leikmyndir og kom oft inn í dagskrárgerðina og tók beinan þátt í henni. Stöð 2 var orðið gífurlega skemmtidagskrám, eins og núna um daginn að ég tók að mér að setja upp Braggablús, úr söngbók Magnúsar Eiríkssonar, á Hótel íslandi. Aður hafði ég sett upp sýningar á Hótel Sögu í sex ár. Þá gerði ég jöfnum hönd- um að skrifa handrit og sjá um útlit og upp- setningu. Það er þá ekki bara leikmyndahönn- unin, heldur er ég líka farinn að blanda mér í handritsgerðina, innihaldið. Svo er aftur þriðji pósturinn, sem er uppistaðan í því sem ég er að fást við núna en það er sýningahönnun. Ég hanna og set upp sýningar fyrir söfn og fyrirtæki af ýmsum tilefnum, eins og t.d. þeg- ar Landhelgisgæslan varð sjötíu ára í júlí og ég setti upp sýningu í Hafnarhúsinu, þá 150 ára afmælissýning Menntaskólans í Reykjavík, Heklumiðstöð í Landsveit og þannig mætti lengi telja. Núna er ég að vinna afskaplega spennandi verkefni sem er „Njálumiðstöð" á Hvolsvelli. Þar ætla sex sveitarfélög austur í Rang- árþingi að opna Njálumiðstöð eða sögusetur sem þeir kalla svo, núna í sumar. Þarna verð- ur sett upp sýning um víkingaöldina og efni Njálssögu fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem þangað leggja leið sína. Síðan verður gefið út sögukort af Njáluslóðum, hvar atburð- irnir gerðust, hvar sögustaðirnir eru. Þeir verða síðan merktir og sett upp skilti með frásögnum af stöðunum. Gjarnan mætti gera meira af slíkum verkefnum um landið og sögu þess. Hins vegar er það erfiður róður fyrir þá sem hugsa á þessum nótum að útvega peninga því að þetta er tíu til fimmtán milljón króna dæmi. Þá kemur að því sem ég er að reyna að halda fram, að við verðum að trúa á menninguna." Að hlúa að menningunni íslensk menning, ræktun hennar, kynning og arðsemi, er Birni greinilega ofarlega í huga. Hann hefur óþijótandi hugmyndir varðandi markaðssetningu ýmissa menningarverð- mæta. Hann færðist allur í aukana þegar hann tjáði sig um og lýsti ýmsum möguleikum sem hann sér í stöðunni. „Ég get nefnt sem dæmi að ég sat ráð- stefnu um daginn þar sem verið var að tala um listahátíðir og þá sögðu þeir sem standa fyrir listahátíðinni í Edinborg að yfirvöld setji tvær milljónir punda í hátíðina þar á ári og telji sig fá 180 milljónir punda til baka inn í hagkerfíð með aukinni veltu þeirra sem koma og viðskiptum kringum hátíðina. Hérna heima taka menn ferða- þjónustuna ekki alveg sem alvöru atvinnugrein og menninguna ennþá síður. Menningin finnst mönnum vera svona hálfgerður baggi á sam- félaginu. Hvað voru þeir að tapa miklu á einhvetju vatnsævintýri, 450 milljónum? Og hvað er búið að tapa mörg hundruð milljónum á alls konar svona patentævintýrum? Svo þegar menn koma með góða hugmynd í sambandi við menningu og ferðaþjónustu, fá þeir fjögur hundruð þús- und. Það er stærðargráðan af því að ráða- menn trúa ekki alveg á hugmyndir og veðja ekki á þær. í þennan flokk falla líka greinar eins og kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. I þessar greinar þarf að setja margfalt meira fé en gert er. Svo og sýningagerð, t.d. um fiskveiðar og baráttu Islendinga við hafið, sýningu um bókmennta- söguna frá upphafi til okkar daga, o.fl. Við eigum að líta á menninguna sem auðlind og atvinnutækifæri, en ekki eitthvert stáss sem við erum að burðast með á bakinu. Þetta er svona lífsspeki mín þessa dagana. Þótt við séum virkir þátttakendur og áreit- ið sé meira núna, allar sjónvarpsrásirnar, al- netið, öll þessi auðveldu samskipti sem eru að minnka heiminn, þurfum við ekki að óttast að erlend áhrif gleypi okkur. Þetta er verk- færi sem virkar á báða bóga, ekki bara áhrif inn til okkar, heldur getum við notað þetta sem farveg til að koma einhveiju út frá okk- ur. Við þurfum að halda vöku okkar og rækta okkar eigin garð og halda menningu okkar og sérkennum. Það gerum við meðal annars með því að halda úti almennilegri innlendri dagskrárgerð sem gerir það að verkum að ungt fólk sem er að alast upp upplifir íslensk- an veruleika í fjölmiðlunum. Fylgist ekki bara með því hvernig amerískir krakkar hafa það eða hvernig danskar fjölskyldur hafa það, heldur þurfum við að sýna þeim okkar eigin mynd og halda okkar sjálfsmynd hreinni. Ein leið til þess er að sjá meira fjárstreymi inn í lykilgreinar t.d. með því að hafa skattaafslátt hjá þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem leggja fé til menningarstarfsemi, að þau geti dregið það tvöfalt frá skatti. Þetta hefur ver- ið gert víða um lönd og hefur reynst afskap- lega vel. Það þýðir að einkageirinn kemur sterkari inn sem bakhjarl fyrir menninguna. Hver og ein lítil þjóð kemur með ákveðinn tón inn í þessa stóru hljómkviðu sem vestræna heimsmenningin er og við þurfum að stuðla að því að okkar tónn sé hreinn.“ skemmtileg og falleg og bara með sinn vara- lit, það er alveg nóg. Svo höldum við leikmynd- inni í einhveijum mildum ljósgráum litlum tónum á bak við hana.“ Hann sagði alltaf: - Passið ykkur á því, strákar, þegar litasjónvarp- ið kemur, að loka nú litina niðri og halda aft- ur af ykkur. Þetta var makalaus tími hjá Sjónvarpinu. Þarna kynntist ég mörgum af mínum sam- starfsmönnum síðar. Ekki síst náðum við vel saman við Egill Eðvarðsson og svo Hrafn - Gunnlaugsson og við unnum mörg af hans verkefnum saman: Sögu af sjónum, Keramik, Blóðrautt sólarlag og Silfurtunglið." — Og mörg íslensk leikrit voru flutt í Sjón- varpinu á þessum árum, ekki rétt? „Jú, jú. Það var heilmikil framleiðsla á ís- lenskum leikritum, sérstaklega þegar Jón Þór- arinsson var dagskrárstjóri. Það var jafnvel einu sinni í mánuði verið að taka upp eitt- hvert íslenskt leikrit. Það voru hlutir eins og Galdra-Loftur, Skálholt, í múrnum, og það voru óperettur. Ég man t.d. eftir Ástardrykkn- um og Ráðskonuríki með Guðrúnu Á. Símon- ar. Svo var náttúrlega sérkapítuli, Flosi og Skaupin. Ég hef alltaf sagt það að Flosi er minn heimspekiprófessor og hefur kennt mér að horfa alltaf á hlutina undir pínulítið skökku sjónarhorni. Það var ógleymanlegt að vinna með honum Skaupin." Brekkukotsannáll „Að auki voru svo þessi stóru verkefni, eins og árið 1972 þegar Rolf Hádrich gefur sig fram við Sjónvarpið og vill fara að kvikmynda Brekkukotsannál. Þetta var samvinnuverkefni NDR (Nord Deutscher Rundfunk) og Norður- landastöðvanna. Jón Þórarinsson hóar í mig og segir að séu komnar upp hugmyndir, hvern- ig mér lítist á og hvort við ráðum við þetta. Hvort ég myndi vilja taka að mér útlitið á þessu. Ég var auðvitað spenntur og það fyrsta sem ég gerði var að fara út á Ægisíðu og kaupa fjörutíu rauðmaga sem ég setti í frysti- hús. Þegar dró nær sumri komu Þjóðveijarnir og það var byijað að smíða bæi og reisa heilu göturnar. Eins og menn muna var Álfgrímur litli í Brekkukoti alltaf með hjólbörurnar sínar fullar af rauðmaga og grásleppu og það voru þessir rauðmagar sem ég hafði keypt einhvern tíma í mars. Við vorum með þá í hjólbörunum alveg fram í októ- ber þegar síðasta atriðið var tekið þar sem Björn í Brekkukoti er með strákinn í bátnum úti á sjó, en það tókum við á Kleifarvatni í hífandi roki og kulda. Og þá gossuðu þessir úldnu rauðmagar í Kleifarvatn og höfðu lokið leik sínum í Brekkukots- annál. Rolf kenndi mér margt í sambandi við leikmyndagerð. Sérstaklega það, að það sem ræður mestu er hvernig birta, andrúmsloft er í viðkomandi atriði. í bókinni er eitt atriði sem á að gerast á feijustað þar sem fjöl- skyldan er að fara til Vesturheims. Það er skilnaðarstund og það er mjög dapurt, þungbúið og alvarlegt. Og við með okkar sagn- fræðilegu þekkingu, sagnfestuna, finnum náttúrlega staðinn þar sem stendur í bókinni að þetta hafi gerst á og förum með Rolf þang- að. Hann lítur í kringum sig á marfiata mó- ana sem þarna eru og segir: — Það er ekki hægt að taka þetta atriði héma, hér eru eng- in ský! Það sem hann átti við að skipti máli í þessu atriði þegar kæmi að tökum væri rétta stemningin: þungbúinn himinn og dimm ský, og skipti þá engu máli hvort þú værir staddur á hinni réttu þúfu sagnfræðilega eða ekki, því að það sjáist hvort eð er ekki í myndinni. Það skiptir höfuðmáli að velja tökustað með tilliti til innihaldsins í atriðinu, hvað er verið að segja, hvaða tilfinningu á áhorfandinn að fá í bljóstið." í sjálfstæð verkefni og á Stöð 2 Björn hafði hellt upp á að nýju. Þjóðardrykk- urinn sem kynslóðir íslendinga hafa sopið svo lengi sem elstu menn muna var kominn í bolla og Björn hélt áfram frásögn sinni. Hann var að yfirgefa öruggan vinnustað, Sjónvarpið, og „fór út í lífið" eins og hann orðaði það og reyndi fyrir sér með sjálfstæðan rekstur. „Þá er ég er lausráðinn frá 1976-80 og vinn m.a. við leikhúsið í Þrándheimi og hér heima fyrir Sjónvarpið, t.d. Blóðrautt sólarlag norður á Djúpuvík og Silfurtunglið og svo skrifuðum við þáttaröðina Undir sami þaki, ég, Egill og Hrafn, sem var svona um lífið í blokk þar sem voru ólíkir karaterar í íbúðun- um. Ég hef alltaf saknað þess að ekki skuli hafa orðið framhald á þessum hlutum. Ein eða tvær tilraunir í þá átt voru gerðar og ég vil fyrst og fremst kenna því um að það vant- ar virka þátttöku höfunda. Ég vil fá handrita- höfunda inn í þetta til að skrifa um daglegt líf á íslandi og æfa sig í að ná tökum á þessum miðli. Við þurfum að framleiða okkar eigið efni, framhaldsþáttaraðir eins og Danir eru að framleiða og við skoðum og kaupum frá öllum öðrum en erum ekki að framleiða sjálf- ir um okkar eigin raunveruleika. BJÖRN með félögunum í Savanna, leikmyndir hans fyrir Brekkukotsan- nál og Paradísarheimt, og neðst sænski leikarinn og leikskáldið Alan Edwall og Sigríður Hagalín inn í sviðsmynd Björns á sviði Iðnó í leikriti Edwalls, Gary kvartmiHjón sem sýnt var 1977-78. gera heimildarmynd um fyrstu vesturfarana, sem fóru til Utah 1854. Þegar ég kom úr þessu sumarið 1980 var Þorsteinn Jónsson að kvikmynda bókina hans Péturs Gunnarssonar, Punktur, punktur, komma, strik, og ég tók að mér ieikmynda- gerðina. Seinna það sama sumar hætti Egill vinur minn Eðvarðsson hjá Sjónvarpinu og við stofnuðum fyrirtæki sem hét Hugmynd. Við rákum þetta félag í sjö ár og framleiddum sjö hundruð sjónvarpsauglýsingar til vors 1987, þegar við hættum. Við framleiddum líka tónlistarmyndbönd og eitthvert sjónvarpsefni og sáum um Gleðibankann þegar Sjónvarpið fór að taka þátt í Eurovision í fyrsta skipti. yið sáum um allan pakkann fyrir Sjónvarpið. Ég gleymi því aldrei, að vikuna áður en keppn- in fór fram varð Chernobyl-slysið í Rússlandi öflugt framleiðsluapparat þegar yfir lauk, það er að segja þegar eigendaskipti urðu um ára- mótin 90-91 þegar Jón Óttar og félagar fóru út og Verslunarbankinn kom inn og tók í taum- ana. Þá var dagskrárgerðarsviðið það fyrsta sem skorið var af og lagt niður með einu pennastriki. Það var of kostnaðarsamt. Á þess- um árum gerði ég sjálfur þætti sem heita Áfangar, stuttir, 10-15 mínútna þættir um sögustaði, menningarminjar, gömul hús og kirkjur. Það voru gerðir tíu, fimmtán þættir á ári og þeir voru að lokum orðnir sextíu. Eftir að ég hætti á Stöð 2 hef ég síðan unnið á eigin vegum við dagskrárgerð og heimildar- myndir, gjarna með Saga film um torfkirkjurn- ar sex, Rögnvald Ólafsson, fýrsta arkitektinn okkar, Árbæjarsafn o.fl. og er nú með í smíð- um mynd um Þórð Tómasson og safnið í Skóg- um. Hann varð sjötíu og fimm ára síðastliðið vor og ég tók þetta upp hjá mér sjálfum að gera myndina sem heitir Tímamót. Það er einkum þetta þrennt sem ég hef verið að fást við síðastliðin ár: Heimildar- myndagerð fyrir sjónvarp, uppsetning á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.