Morgunblaðið - 02.03.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 B 17
Reykjanesbær
Félagsráðgjafi óskast!
Félagsmálastofnun Reykjanesbæjar auglýsir
eftir félagsráðgjafa til starfa frá og með
1. júní 1997.
Laun eru skv. kjarasamningum launanefndar
sveitarfélaga og STRB. Góður vinnustaður.
Umsóknarfrestur er til 31. mars 1997.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma
421 6700 milli kl. 11.30 og 12.30 virka daga.
Félagsmálas tjóri Reykjanesbæjar.
Atvinnuráðgjafi
- Vesturland
Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi
óska eftir starfsmanni í Atvinnuráðgjöf Vest-
urlands, Borgarnesi. Leitað er að einstaklingi
með háskólapróf eða víðtæka reynslu og er
honum einkum ætlað að starfa á sviði mark-
aðsmála. Starfssvæðið er allt Vesturland.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa SSV,
sími 437 1318.
Umsóknir skulu sendar til Samtaka sveitarfélga
í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8,
310 Borgarnesi, fyrir 15. mars nk.
Leikskólastjóri/
leikskólakennarar
Staða leikskólastjóra við leikskólann á
Bestabæ á Húsavík er laus til umsóknar.
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Ennfremur vantar leikskólakennara til starfa.
Húsnæðis- og flutningsstyrkur í boði.
Allar nánari upplýsingar veitir formaður leik-
skólanefndar, Berglind Svavarsdóttir, sími
464 1558. Umsóknarfrestur er til 24. mars
nk.
Umsóknir skulu sendar á Bæjarskrifstofu
Húsavíkurkaupstaðar, b/t leikskólanefnd-
ar, Ketilsbraut 9, 640 Húsavík.
Viðhaldsmaður
- vélamaður
óskast!
í boði er starf í litlu en öflugu matvælafyrir-
tæki. Starfið er fólgið í viðhaldi véla og hús-
næðis ásamt ýmsum tilfallandi verkefnum.
Vélarnar eru hefðbundnar pökkunarvélar.
Ef þú hefur menntun eða reynslu, sem nýtist
í ofangreint starf, ert skipulagður, duglegur
og átt gott með að umgangast fólk, þá
skaltu senda inn umsókn um þetta starf.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt-
ar: „Viðhald - 153“, fyrir 9. mars 1997.
SÓLVANGUR
SJÚKRAHÚS
HAFNARFIRÐI
Fjölskylduhagræðing
Ágætu hjúkrunarfræðingar:
Sjúkrahúsið Sólvang í Hafnarfirði bráðvantar
hjúkrunarfræðinga á kvöld- og helgarvaktir.
Það er hagræðing í því fyrir fjölskyldur að
foreldrar geti verið heima hjá börnum sínum.
Það er hægt að sameina ef þú tekur tvær
kvöldvaktir eða eina helgi í mánuði hér hjá
okkur. Á Sólvangi vinnur einvala lið við öldr-
unarhjúkrun og vinnuaðstaða er prýðileg.
Allar nánari upplýsingar veita Sigþrúður Ingi-
mundardóttir, hjúkrunarforstjóri, og Erla M.
Helgadóttir, hjúkrunarframkvstjóri,
í síma 555 0281.
„Au pair“ Þýskaland
Íslensk/ítölsk fjölskylda í Siegen, Þýskalandi,
óska eftir „au pair“, ekki yngri en 18 ára, tii
eins árs, til að gæta árs gamallar stúlku og
sinna léttum heimilisstörfum.
Upplýsingar í símum 555 3443 eftir kl. 17.00
og 0049 271 780346.
Læknar
Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi vill ráða
lækna í afleysingastöður.
1. Afleysing vegna námsleyfis frá 15. apríl
1997 til 28. febrúar 1998.
2. Sumarafieysing frá 1. júní-31. ágúst
1997.
Umsóknarfrestur er til 5. apríl 1997.
Umsóknir sendist yfirlækni, Guðmundi Sig-
urðssyni, sem veitir nánari upplýsingar.
fpúenom^
Á I S L A H D I
fatnaður
í heimakynningum
Óskum eftir að ráða harðduglegt sölufólk til
starfa á stór-Reykjavíkursvæðinu við sölu og
kynningar á gæðafatnaði á dömur og herra
frá Friendtex í heimahúsum.
Góð sölulaun í boði fyrir duglegt fólk.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
8. mars, merktar: „Friendtex no 1.“
Verkstjóri
Þýskt fyrirtæki í eigu íslendinga, sem fram-
leiðir fisksteikur fyrir veitingahús, óskar eftir
verkstjóra.
Reynsla skilyrði, menntun úr fiskvinnsluskóla
æskileg og einhver þýskukunnátta.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merkt-
ar: „V - 83“, fyrir 17. mars.
Fimex, Tiefkuhl GMBH,
Bremerhaven.
Heilsugæslustöðin
Akranesi
Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir óskast til
starfa við heilsugæslustöðina á Akranesi.
í boði er fjölbreytt starf á flestum sviðum
heilsuverndar. Góð vinnuaðstaða og sveigj-
anlegur vinnutími.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri,
Ragnheiður Björnsdóttir, í síma 431 2311.
Blómaverslun
Blómaverslun óskar að ráða
starfsmann í 60% starf.
Leitað er að starfsmanni sem er smekkvís
og hefur mikla þjónustulund.
Vinnutími erfrá kl. 18-21 annað hvert
kvóld og 3 helgar í mánuði.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir
ásamt mynd til Ráðningarþjónustu
Hagvangs hf merktar „93" fyrir
11. mars n.k.
Hagvangur hf
Skeifan 19
108 Reykjavík
Sími: 581 3666
Bréfsími: 568 8618
Netfang:
hagvang@tir5kyrr.is
Veffang:
; http://www.apple.is
/hagvangur
HAGVANGUR RÁDNINGARÞJÓNUSTA
Rétt þekking á róttum tlma
-fyrir rétt fyrirtæki
Þjónustustjóri
- þjónustufulltrúi
Vaxandi tölvufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir
starfsfólki í þjónustudeild. Gerð er krafa um
tölvu- eða tæknimenntun og reynslu af upp-
setningu netkerfa. Mikilvægt er að viðkom-
andi geti unnið sjálfstætt. Góð framkoma
og þjónustulund ræður úrslitum við ráðningu
í þessar stöður. Góð laun í boði.
Vinsamlegast skilið inn umsóknum til af-
greiðslu Mbl. fyrir 12. mars, merktum:
„Áhugasamur - 4380“.
Inofet
/A^A
Smurbrauð
Hótel Saga ehf. óskar eftir að ráða starfs-
mann í smurbrauðstofu. Reynsla er æskileg
en ekki skilyrði. Unnið er á vöktum og er
þetta fullt starf.
Þeir, sem hafa áhuga á starfinu, vinsamleg-
ast leggið inn umsókn hjá starfsmannastjóra
virka daga milli kl. 9-16.
Ráðning verður fljótlega.
Vélstjóri
Verslun í ferðamannaþjónustu, vel staðsett
í borginni, óskar að ráða verslunarstjóra til
starfa sem fyrst.
Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingi,
sem hefur góða þekkingu á verslunarrekstri
og reynslu í bókhaldi og innkaupum.
Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg.
Miklir möguleikar eru fyrir réttan einstakling.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem algjört trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til 8. mars nk.
Guðní Tónsson
RÁDQÖF & RÁDNINGARÞjÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22
Kennarar
Kennari óskast til starfa við Stóru-Vogaskóla
frá og með 1. apríl næstkomandi og til loka
skólaársins.
Um er að ræða bekkjarkennslu í 3ja bekk
auk stuðningskennslu, alls 32 vikustundir.
Um áframhaldandi starf við skólann gæti
verið að ræða.
Stóru-Vogaskóli er í Vogum á Vatnsleysu-
strönd og tilheyrir Vatnsleysustrandar-
hreppi. Fjarlægð frá Reykjavík er u.þ.b. 35
km, svo þaðan er auðvelt að aka til og frá
vinnu eftir nýupplýstri Reykjanesbrautinni.
Hafið samband og kynnið ykkur málið.
Upplýsingar um starfið veitir skólastjóri í
vinnusíma 424 6655 og heimasíma 424 6600
eða aðstoðarskólastjóri í vinnusíma
424 6655 og heimasíma 424 6623.
Hótel Borg
Matreiðslumenn
Matreiðslumenn vantar á Hótel Borg.
Þurfa að uppfylla eftirfarandi:
• Mikla reynslu við a la carte afgreiðslu.
• Mjög góða fagkunnáttu/reglusemi.
• Unnið á er á hefðbundnum hótelvöktum.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar:
„Hótel Borg - 4379“.