Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sjómannafélagið Jötunn Óskar eftir sumarbústað til leigu næstkomandi sumar, frá 1. júní til 1. september. Bústaðurinn þarf helst að vera staðsettur á Suðurlandi en Borgarfjörður kemur einnig til greina. Nánari uppiýsingar eru gefnar á skrifstofu Sjómannafélagsins Jötuns alla virka daga frá kl. 13.00 - 16.30 í síma 481 2700. Húsnæði óskast Höfum verið beðin um að útvega fullorðnum mæðgum 2-3 herbergja íbúð til leigu í Vest- urbænum (langtíma leigu). 100% umgengni og meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 551 2059 eftir kl. 19.00 eða í síma 562 8411 á vinnutíma. LAUFÁS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 SÍMI: 533 •1111 FAX: 533-1115 FÉLAGSSTARF VReykjaneskjördæmi Kjördæmisþing laugardaginn 8. mars 1997 Stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi boð- ar stjórnir félaga, fulltrúaráða, sveitarstjórnarmenn og kjördæmis- ráðsfulltrúa flokksins í kjördæminu til kjördæmisþings f Stapa, Reykjanesbæ, laugardaginn 8. mars nk. kl. 10.30. Dagskrá: 10.30 Morgunkaffi. 11.00 Setning, ávarp formanns fulltrúaráðs Reykjanessbæjar. 11.20 Hópar starfa* 13.00 Léttur hádegisverður. 13.40 Hópar starfa* 15.30 Samantekt - Árni R. Árnason, alþingismaður. 16.00 Þingslit. Þingstjóri: Finnbogi Björnsson. *Hver þingmaður er 30 mínútur með hverjum hópi og ræðir ákveðin málefni. Gestur fundarins er Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra og tekur hann þátt i hópstarfinu. Þinggjald er kr. 1.500,- (veitingar innifaldar). TILKYNNINGAR Vörubifreiðaeigendur í undirbúningi er stofnun vörudreifingar- stöðvar í Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið inn nafn og símanúmertil afgreiðslu Mbl., merkt: „V - 15390", fyrir 8. mars nk. Undirbúningsnefnd. Orlofshús um páskana Tekið er á móti umsóknum um leigu á orlofs- húsum um páskana á skrifstofu félagsins í síma 533 6020 til og með 7. mars. Þeir, sem ekki hafa áður fengið orlofshús um páska, ganga fyrir um úthlutun. Úthlutun orlofshúsa liggur fyrir 12. mars. Félag járniðnaðarmanna. Síld- og makrílveiðar ífæreyskri lögsögu Samkvæmt samkomulagi við færeysk stjórn- völd er íslenskum skipum heimilt á árinu 1997 að veiða í iögsögu Færeyja 1000 lestir af makríl og 2000 lestir af Hjaltlandssíld sunnan 62oN. Útgerðir, sem áhuga hafa á að taka þátt í þessum veiðum skulu sækja um leyfi til sjáv- arútvegsráðuneytisins fyrir 15. mars 1997. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvernig staðið verður að úthlutun veiðiheimilda, en það ræðst m.a. af fjölda umsókna. Sjávarútvegsráðuneytið, 2. mars 1997. Barnamenningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úrsjóðnum Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Á yfirstandandi ári hefur sjóðurinn 1.500.000 kr. til ráðstöfunar. Umsóknir skulu berast nmnntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 2. apríl 1997. Stjórn Barnamenningarsjóðs, 28. febrúar 1997. Styrkir----------------- Minningarsjóður Sveins Bjömssonar Umsóknir um styrki 1997 Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar. Til úthlutunar drið 1997 er ein milljón króna. Markmið Mannréttindi- og mannúðarmál eru hornsteinar í starfi Alþjóðahreyfmgar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Minningarsjóður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins og fyrsta formanns Rauða kross íslands, var stofnaður í tilefni af 70 ára afmæli félagsins 10. desember 1994. Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á mannréttinda- og mannúðarsamningum og framkvæmd þeirra, sem og rannsóknir og starfsemi sem stuðla að þekkingu og þróun á mannréttinda- og mannúðarmálum. Umsöknarfrestur________ Umsóknarfrestur er til 20. mars 1997. Uthlutað verður úr sjóðnum á alþjóðadegi Rauða krossins, 8. maí. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Rauða kross íslands, Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Þar liggja úthlutunarreglur einnig frammi. Umsóknum skal skilað í fjórum eintökum. Jakobína Þórðardóttir á skrifstofu RauÓa kross íslands veitir nánari upplýsingar i sima 562 6722. R*UÐ1 KROSS ÍSLANDS Atvinnuhúsnæði Til leigu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu (í Sólningarhúsinu við Smiðjuveg): 173 ferm. 1. hæð. Hentar vel heildsölu, versl- un eða léttum iðnaði. 187 ferm. 2. hæð. Glæsileg skrifstofuhæð. Fallegt útsýni. 140 ferm. 2. hæð. T.d. skrifstofa eða teikni- stofa. 110 ferm. 2. hæð. T.d. skrifstofa eða tölvufyr- irtæki. Upplýsingar gefur Gunnsteinn í símum 544 5000 og 893 3393. Ferðakynning Ferðakynning Samvinnuferða-Landsýnar verð- ur sunnudaginn 2. mars kl. 14.00 á Suður- landsbraut 30, 2. hæð. Spilað verður bingó um veglega vinninga, þ.e. ferðavinning hjá Samvinnuferðum-Landsýn og dvöl í orlofshús- um. Trjáklippingar Þriðjudaginn 4. mars kl. 20.00 á Suðurlands- braut 30, 2. hæð, mun Kristinn H. Þorsteins- son, garðyrkjufræðingur, leiðbeina um trjá- klippingar. Félag járniðnaðarmanna, Trésmíðafélag Reykjavíkur, Félag garðyrkjumanna, Félag blikksmiða, Bíliðnafélagið. Aðalfundur íslenskra sjávarafurða hf. verður haldinn föstudaginn 4. apríl 1997 í Súlnasals Hótel Sögu og hefst hann kl. 9. 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum: Tillaga þess efnis að hið enska heiti félagsins „lceland Seafood International pic“ verði fellt inn í samþykktir félagsins (1. gr.) 3. Tillaga þess efnis að íslenskum sjávaraf- urðum hf. verði heimilað að eignast eigin hluti að nafnverði allt að 90 milljónir króna, sbr. 2. og 3. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 4. Önnur mál, löglega upp borin. íslenskar sjávarafurðir hf. Aðalfundur Árness hf. Aðalfundur Árness hf. verður haldinn í sam- komuhúsinu Gimli á Stokkseyri laugardaginn 15. mars 1997 kl. 11.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. grein 4.04. í samþykktum félagsins. 2. Önnur mál, löglega fram borin. Þær tillögur, sem hluthafar óska að leggja fyr- ir fundinn, verða að hafa borist stjórn félags- ins laugardaginn 8. mars nk. Endanleg dagskrá, ársreikningur Árness hf. og tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá 8. mars og verða gögn send þeim hluthöfum sem þess óska. Þorlákshöfn, 24. febrúar 1997. Stjórn Árness hf. Viðhald húsa og endurbætur Ráðstefna á vegum VFÍ og TFÍ föstudaginn 7. mars 1997 kl. 9.00-17.00 á Grand Hótel Reykjavík. Þatttökugjald kr. 8.000. Nemendur kr. 4.000. Hér er um að ræða ráðstefnu um viðhald húsa þar sem margir þekktustu fagmenn landsins koma fram og flytja erindi um sitt sérsvið. Skráning þátttakenda: Skrifstofa VFÍ og TFÍ, Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Símar 568 8511, 568 8503. Myndriti: 568 9703. Tölvupóst- fang: vt@vortex.is Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig sem fyrst og eigi síðar en 5. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.