Morgunblaðið - 02.03.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 02.03.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 B 31 Félag austfirskra kvenna Aðalfundur verður haldinn á Hallveigarstöðum mánudaginn 3. mars kl. 20.00. ct Nýja postulakirkjan, j/. Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Verið hjartanlega velkomin í hús Drottins. Orð lífsins, Grensásvegi8 Samkoma og sunnudagsskóli kl. 11. Ásmundur Magnússon prédikar. Brauðsbrotning. Kennsla í kvöld kl. 20. Samkoma á miðvikud. kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir! Kl. 11.00 Sunnudagaskóli. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. Allir velkomnir. Mánudagur kl. 15.00 Heimilasam- band. Sr. Hjalti Guðmundsson talar. Allar konur velkomnar. Svölur, munið félagsfundinn í Síðumúla 35 þriðjudaginn 4. mars kl. 20.30. Gestur okkar verður Sigþrúður Ingimundar- dóttir, hjúkrunarfræðingur. Mætum allar. Stjórnin. Andleg málefni - ífyrsta sinn á íslandi: Námskeið í „Merkaba" eftir Drunvalo Melchizebek. Margvís og hnitmiðuð leið til að fá að- gang að þeim hæfileikum sem mannkynið hlaut í vöggugjöf. Námskeið þetta var kennt í Egyptalandi til forna og hét þá Hægra auga Horusar. Upplýsingar í síma 451 2486, Kerstin. psj Somhjólp Almenn samkoma í Þribúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Fjöl- breyttur söngur. Samhjálparkór- inn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Rauðarárstfg 26, Reykjavík, sfmar 561 6400,897 4608. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. V Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11.00. Brotning brauðsins. Hlaðborð, allir koma með mat að heiman og borða saman eftir kvöldsamkomuna. Kvöldsamkoma kl. 20.00. Samúel Ingimarsson prédikar. Gleði og friður í Heilögum anda. Kletturinn, kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Samkoma kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson predikar. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. Pýramídinn - andleg miðstöð 'Jlja Torp, spámiðill, les í /miskonarTarot- spil. Fímapantanir og upplýsingar í Pýramidanum, sími 588 1415, Dugguvogi 2. Dagsferðir 2. mars Kl. 10.30 Búrfellsgjá, Kaldársel. Létt ganga úr Heiðmörk um Valaból í Kaldársel. Verð: 800/1000. Kl. 10.30 Skíðaganga, Hellls- heiði, Innstidalur, Kolviðarhóll. Verð 1000/1200. Helgarferð 8.-9. mars Kl. 10.00 Skfðaferð á Nesja- velli. Farið verður á gönguskíð- um austan Hengils og á Nesja- velli þar sem gist verður eina nótt. Fararstjóri: Jósef Hólmjárn. Helgarferð 15.-18. mars Kl. 9.00 Skíðaferð í Botnsúlur. Ferð fyrir vant skíðagöngufólk. Fararstjóri: Kristján Helgason. netslóð: http://www.centrum.is/utivist Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Erling Magnússon. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn! Dagskrá vikunnar framundan: Þriðjudagur: Samvera eldri safnaðarmeðlima kl. 15.00. Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag verður Mike Brad- ley með raðkennslu um bænina kl. 20.00 hvert kvöld. Föstudagur: Krakkaklúbbur fyrir 3ja til 12 ára krakka kl. 18.00 til 19.30. Unglingasamkoma kl. 20.30. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Miðlarnir og huglæknarnir: Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleyfsdóttir, Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Margrét Hafsteinsdóttir, María Sigurðar- dóttir og Þórun Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Auk þess býður Bjarni Kristjáns- son upp á umbreytingarfundi fyrir hópa. Bæna og þróunarhringir sem Friðbjörg Óskarsdóttir leiðir eru vikulega á mánudögum og þriðjudögum. I april kemur breskl umbreyting- armiðilinn Diane Elliot til starfa, í maí breski miöilinn og kennarinn Colin Kingshot og um mánaðar- mót maí/júní er breski huglæknir- inn Joan Reid væntanleg. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551-8130 milli kl. 10-12 og 14-16 og á skrifstofunni, Garða- stræti 8 vika daga. Einnig er tekið á móti fyrirbæn- um í sama síma. SRFl. YWAM - ísland Morgunsamkoma í Aðalstræti 4B kl. 11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Heilög kvöldmáltíð. Vitnisburð- arsamkoma í Breiðholtskirkju kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrir- bænir. Allir velkomnir. Aðalstöðvar KFUMog KFUK, Holtavegi 28. Kristniboðsvika Almenn samkoma og barna- stundir í upphafi kristniboðsviku kl. 17.00 í dag. Jesús og börnin. Upphafsorð og bæn: Haraldur Jóhannsson. Ræðumaður: Karl Jónas Gíslason. Efni: Valdís Magnúsdóttir. Barnakór KFUK og KFUM syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin. Slökun ★ Þjáist þú af síþreytu? ★ Hefur líkami þinn þróað með sér sjúkdóma á borð við vefja- gigt og streitubundið mígreni? ★ Ertu sífellt hugsandi um allt sem þú átt eftir að gera (og megir ekki gleyma) á morgun, næstu viku, næsta mánuð? ★ Ertu að reyna að vera allt í einu: Fullkomin(n) maki, vinur, dóttir/sonur, foreldri, starfs- maður/yfirmaður o.s.frv.? ★ Vaknarðu jafn þreytt(ur) að morgni og er þú fórst að sofa að kvöldi? ★ Áttu af einhverjum sökum erfitt með að slaka á? Ef eitthvað af ofangreindu á við þig, þá höfum við í Sjálfefli kannski eitthvað fyrir þig. Okkur langar til að bjóða upp á öðru- vísi „líkamsrækt" - í staðinn fyrir að mæta tvisvar í viku í e.k. leik- fimi og líkamsæfingar þá mætir þú tvisvar í viku í slökun. Tímarnir verða síðdegis, eftir vinnutíma, einnig hádegistímar ef næg þátt- taka næst. Hver tími stendur yfir í 50-60 mínútur og byggist á djúpri slökun líkama og sálar. Markmiðið er að hver þátttak- andi læri að þekkja slökunará- stand og geri sér þess vegna grein fyrir hvenær hann spennist upp og við hvaða aðstæður. Leiðbeindandi: Kristín Þorsteinsdóttir. Lengd námskeiðs: Óákveðin (mánaðargjald). Upplýsingar og skráning í síma 554 1107 milli kl. 9.0012.00 f.h. alla virka daga. Námskeiðið hefst í annarri viku mars-mánaðar. Hugleiðslukvöld í mars - dagskrá: í kvöld: Kristín Þorsteinsdóttir. 9.mars: Jórunn Oddsdóttir. 16., 23. og 30. mars: Kristín Þorsteinsdóttir. Hugleiðslukvöld eru í Sjálfefli öll sunnudagskvöld kl. 20.30. Aðgangur kr. 350. Vinsamlega athugið að dagskrá hugleiöslukvöldanna verða framvegis einungis auglýst fyrsta sunnudag í hverjum mán- uði (geymið auglýsinguna). Bænahringur: Sjálfefli er að fara af stað með bænahring. Þeir, sem hafa áhuga á að sitja í honum, hringi í síma 554 1107 frá 9.00-12.00 f.h. virka daga. Þróunarhringir: Vegna forfalla getum við bætt við fólki í þróunarhópa hjá félag- inu. - Lysthafendur hafi sam- band í ofangreint símanúmer. HAFNARGÖNGUHÓPURINN stóð fyrir kvöldgönguferðum síðastliðinn vetur, auk miðvikudagskvöldsins, aðra virka daga vikunnar. Ferðimar voru farnar frá mismunadi hafnar- svæðum og hófst kl. 20. Sú hugmynd kom upp í gönguferð Hafnagönguhópsins sl. miðviku- dagskvöld að taka þessar gönguferð- ir upp að nýju og kynna fyrirhugað- an vef stofn- og tengistíga sem Borgarskipulagið hefur gert drög að og ætlar að fella inn í skipulag 1996-2016. Þetta verði gert í sam- vinnu við Borgarskipulag. Ætlunin Hafnargönguhópurinn Nýr stofn- og tengistígavef- ur kynntur er að gera tilraun með þetta næstu mánuði, segir í fréttatilkynningu. Á mánudagskvöld 3. mars verð- ur farið frá Birgðastöð Skeljungs við Skeljanes kl. 20. Val verður um að ganga strandstíginn inn með Fossvoginum og inn í Fossvogsdal og upp á Hitaveitustokkinn og hann farinn niður í Öskjuhlíð og skógar- götur þaðan í Nauthólsvík og strand- stíginn til baka að Skeljanesi. Þá verður að velja styttri leið með því að fara af strandstígnum við Naut- hólsvík upp í skógargötur Öskjuhlíð- ar og hitta hinn hópinn í Nauthól- svik í bakaleið. Bílastæði er við birgðastöðina og SVR leið 5 hefur biðskýli þar einnig. Allir eru vel- komnir í ferð með Hafnargöngu- hópnum. Heimilið í nútím- anum rætt í Graf- arvogskirkju DR. ARNFRÍÐUR Guðmundsdóttir flytur erindið „Heimilið í nútíman- um“ á fundi Safnaðarfélags Grafar- vogskirkju næstkomandi mánudag, 3. marz, klukkan 20.30. Safnaðarfé- lagið starfar á sama grundvelli og kvenfélög kirkjunnar, nema að því leyti að félagið er opið bæði konum og körlum, segir í fréttatilkynningu. Myndakvöld Ferðafélagsins NÆSTA myndakvöld Ferðafélags íslands veðrur haldið í Mörkinni 6 mánudaginn 3. mars. Inga Rósa Þórðardóttir frá Ferða- félagi Fljótsdalshéraðs kynnir í máli og myndum gönguleiðina frá Snæ- felli til Lónsöræfa. Einnig sýnir hún myndir frá nyrstu víkum sunnan Borgarfjarðar eystri og nokkrar vetr- armyndir úr sínum landsfjórðungi. Kaffi og meðlæti í hléi. MASCARA 38°C SILK PERFORMANCE Fyrsti hitanæmi maskarinn í heiminum. KANEBO MASCARA 38°C, SILK PERFORMANCE þolir svita, tár og alla veðráttu, en flettist af án þess ab renna til þegar þú bleytir hann meö 38 gráðu heitu vatni. Silkipróteiniö vemdar augnahárin, gefur þeim gljáa og brettir vel upp á þau. Kanebo Art through Technology Fita er að flestra mati óþolandi. Flest okkar hata fitu. Við hreinlega hötum fitu. Fita er eitthvað sem við getum seint sætt okkur við. Kannski er það þess vegna sem við reynum allt sem við getum til að brenna fitu? 10. mars nk. fer af stað í Baðhúsinu 8 vikna fitubrennslunámskeið þar sem við mnnum brenna, brenna og brenna fitn. Fræðsla, sentimetramæling, matardagbók, uppskriftir að léttum réttum, mappa full af fróðleik, 3 lokaðir tímar í viku, frjáls mæting í alla opna tíma, dag- og kvöldhópar. Kth. Takmarkaðnr fjöldi. Skráning er hafin í síma 588 1616. BAÐHUSIÐ heil&ulind fyrír konur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.