Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ England mætir S-Afríku LANDSLIÐ Eng- lands og Suður-Afr- íku munu mætast í fyrsta skipti á knatt- spyrnuvellinum 24. maí. Leikurinn, sem fer fram á Old Traff- ord, er upphitunar- leikur fyrir HM-leik Englands og Pól- lands 31. maí. Heimsálfu- keppni í Saudi- Arabíu BÚIÐ er að draga í riðla í fyrstu heims- álfukeppninni, sem fer fram í Saudi- Arabíu. Til leiks mæta þær þjóðir, sem eru sigurvegar- ar í heimsálfum, ásamt heimsmeistur- um Brasiliu. í A-riðli leika Saudi-Arabía, Brasilía, Mexíkó og Ástralia. f B-riðli leika Sameinuðu arabísku furstadæm- in, Uruguay, Suður- Afríka og Tékkland, sem kemur í staðinn fyrir Þýskaland, sem gat ekki tekið þátt í keppninni. Mónakó annað liðið sem fagnar áStJam- es’Park ÞEGAR Mónakóliðið lagði Newcastle í UEFA-keppninni á þriðjudagskvöldið, 1:0, varð það annað liðið til að fagna sigri í Evrópuleik í New- castle - í nítján leikj- um á St James’Park síðan 1968. Þá var sigurinn sá þriðji sem franskt lið vinnur á ensku liði í 20 viður- eignum I Evrópu- keppni. Orrustan um England ENGLAND hefur alltaf verið og verður vagga knattspyrnunnar. Enska knattspyrnan er sú vinsæl- asta í heimi, sem sést best á því að leikir úr ensku úrvalsdeildinni eru sýndir beint reglulega til 130 landa íheiminum og dagblöð um allan heim segja reglulega fréttir frá knattspyrnunni í Englandi. Ungir strákar eiga sér flestir uppá- haldslið í Englandi. Ekki hefur það minnkað vinsældir ensku knatt- spyrnunnar að margir af bestu knattspyrnumönnum heims sækj- ast eftir að leika með enskum lið- um og nú eru hundrað „útlending- ar“ frá 31 landi samningsbundnir úrvalsdeildarliðum og yfir hundr- að leika með liðum í neðri deildun- um og f Skotlandi. Valur Fannar Gíslason er í hópi þeirra leik- manna, sem eru samningsbundnir úrvalsdeildarliði - hann er í herbúðum Arsenal. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Það þarf ekki annað en að sjá nafna- listann hjá Manchester United á Old Trafford, til að fmna nöfn leikmanna frá Danmörku, Noregi, Tékklandi, Hollandi, Frakklandi, Wales, ír- landi, Skotlandi og Norð- ur-írlandi, fyrir utan nöfn enskra leikmanna. Ekki eru allir ánægð- ir með þá þróun sem hefur verið í Eng- landi, þar sem peningamir í knattspyrn- unni eru orðnir þeir mestu í heiminum. Stór þáttur í hinni miklu peningaveltu er tekjur vegna sjónvarpsútsendinga, þá hafa félögin fengið auknar tekjur af minjagripum og fatnaði, allt frá ýmsum félagsbúningum, fatnaði fyrir böm og unglinga, tískuklæðnaði, skartgripum og öðru. Þá er umgjörðin í kringum leiki liðanna orðin glæsilegri, félögin hafa kappkostað að gera endurbætur á völium sínum, aðeins em seldir miðar í sæti. Nær uppselt er á hvem leik og stemmn- ingin mjög mikil. Einn þeirra sem er ekki ánægður með þessa þróun, er Nils Arne Eggen, þjálf- Reuter NORÐMAÐURINN Ole Gunnar Solskjær, sóknarlelkmaður Man. Utd., sæklr að marki Leeds, Nlgel Martyn, markvörður er tll varnar. ari norska meistaraliðsins Rosen- borg, en liðið hefur þurft að horfa á eftir mörgum bestu leikmönnum sínum til Englands. Eggen er ekki á móti ensku knattspyrnunni, heldur linnulausri ásókn stóru ensku liðanna til minni landa, þar sem bestu leikmennirnir eru lokkaðir til England, þar sem laun- in em geysilega há: „Allt of mik- il,“ segir Eggen. „Það sjá allir, að það er tómt mgl að knattspymumenn sem em ekki einu sinni orðnir 25 ára, hafi 2,8 milljónir (ísl. kr.) eða meira í vikulaun, eingöngu fyrir að æfa og leika knattspyrnu,“ segir Nils Arne Eggen. Norðmenn hafa misst flesta sína bestu knattspyrnumenn til Eng- lands, enda hafa þeir ekki kostað mikið - alls leika nú 43 Norðmenn með enskum liðum, flestir sóknar- leikmenn. Stór þáttur í þessu er að flest norsku liðin og norska landsliðið leikur dæmigerða enska knattspymu. Nær allir leikmenn Hundrað sendiherrarfrá 31 landi leika með liðum í ensku úrvalsdeildinni, sem hefurverið kölluð Evrópu-deildin. 8. mars 1 Dertoy - Middlesbro 2 Sunderland - Manch. Utd. 3 Arsenal - Nottingham For. 4 Leeds - Everton 5 Coventry - Leicester 6 Wolves - Tranmere 7 Norwich - Port Vale 8 Charlton - Crystal Palace 9 Stoke - Ipswich 10 Q.P.R. - Huddersfield 11 Oxford - W.B.A. 12 Manchester City - Oldham 13 Bradford - Grimsby úrslit Árangur á heimavelli frá 1984 5:3 5:3 13:13 11:2 10:2 7:5 2:1 5:4 5:6 1:1 5:8 7:12 4:3 Slagur spámannanna: Ásgeir-Logi 18:14 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta í heild: Meðalskor eftir 24 vikur: Ásgeir Logi m Þín spá 1 X 2 1 1 X 2 2 1 X 2 1 X 1 X 1 1 1 1 1 X 2 1 1 1 1 1 1 X 2 1 X 2 1 2 1 X 2 1 X 1 X 1 X 1 X 1 1 2 1 X 2 i X 1 X 2 1 1 1 1 1 X 7 7 5 14 9 10 193 177 187 8,0 7>4 7,8 9. mars 1 Inter - Juventus 2 Napoli - AC Milan 3 Atalanta - Sampdoria 4 Fiorentina - Bologna 5 Perugia - Parma 6 Vicenza - Udinese 7 Cagliari - Lazio 8 Roma - Verona 9 Reggiana - Piacenza 10 Lecce-Genoa 11 Chievo - Bari 12 Venezia - Foggia 13 Empoli - Palermo úrslit Árangur á heimavelli frá 1988 1 1 0 0 0 1 2 3 1 1 0 0 12:10 12:9 9:11 1:1 0:0 2:2 6:6 6:2 1:1 2:4 0:0 1:1 0:0 Slagur spámannanna: I Ásgeir-Logi 16:12 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 24 vikur. Ásgeir 10 13 203 *1± Logi 191 8,0 8 196 A! Þín spá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.