Morgunblaðið - 06.03.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 06.03.1997, Síða 8
KNATTSPYRNA vonum MANCHESTER United og Dortmund standa vel aö vígi fyrir síðari leiki liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. United lagði Portó 4:0 á Old Trafford og í Dormund höfðu heimamenn 3:1 sigur á franska liðinu Auxerre. Juventus varð að sætta sig við 1:1 jaf ntefli gegn Rosenborg i Nor- egi og í Amsterdam náðu leikmenn Atletico Madrid 1:1 jafntefli gegn Ajax í geysilega skemmtilegum og fjörugum leik. Fyrir leikinn var ég að vonast eftir að við héldum hreinu og gætum gert eitt mark, en 4:0 er framar öllum vonum,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United, eftir að leikmenn hans höfðu sýnt allar sínar bestu hliðar og gjörsigrað portúgölsku meistarana frá Portó. „Ég held að þetta sé einn besti leikur sem United hefur leikið í þau tíu ár sem ég hef verið hér,“ sagði Ferguson. United er nokkuð öruggt um að komast í undanúrslitin í fyrsta sinn frá því árið 1969 og þar mun liðið líklega mæta þýsku meisturunum í Dortmund. United lék mjög vel í gær og eldri áhorfendur á Oid Trafford táruðust af ánægju því sigur United minnti þá óneitanlega á velgengni liðsins á sjötta og sjöunda áratugnum þegar United var eitt besta lið Evrópu. Port- úgölsku meistaramir byijuðu ágæt- lega én heimamenn náðu fljótlega tökum á leiknum og hreinlega yfirspil- uðu Porto. „Við emm reynslunni ríkari, sér- staklega frá viðureign okkar við Juv- Reuter QARY Palllster og Davld May höfðu ástæðu tll að fagna ð Old Trafford í gærkvðldl. Hér fagna þeir fyrsta marklnu, markl May. URSLIT Meistaradeild Evrópu Fyrri leikir, 8-liða úrslit: Amsterdam, HoIIandi: Ajax - Atletico Madrid............1:1 Patrick Kluivert (53.) - Juan Esnaider (8.). 51.000. Dortmund, Þýskalandi: Dortmund - Auxerre................3:1 Karlheinz Riedle (12.) Rene Schneider (54.) Andreas Möller (82.) - Sabri Lamouchi (75.). 47.500. Old Trafford, Manchester: Manchester United - Porto.........4:0 David May (22.), Eric Cantona (34.), Ryan Giggs (61.) Andy Coie (80.). 53.415. Þrándheimur, Noregi: Rosenborg - Juventus..............1:1 Trond Egil Soltvedt (51.) - Christian Vieri (52.). 20.246. England Úrvalsdeildin: Chelsea - Blackburn...............1:1 Minto (63.) - Pedersen (62.). 25.784. Leicester - Aston Viila......... 1:0 Claridge (66.). 20.626. Middlesbrough - Derby.............6:1 Kinder (24.), Ravanelli 3 (54., 82., 85.), Hignett (70.), Beck (81.) - Simpson (90.). 29.739. Nott. Forest - Sheff. Wed.........0:3 - Carbone 2 (52., 87.), Blinker (58.). 21.485. Southampton - Everton.............2:2 Slater (59.), Short (61. - sjálfsm.) - Fergu- son (11.), Speed (27.). 15.134 1. deild: Man. City - Portsmouth............1:1 Horlock (47.) - Simpson (86.). 26.051. Stoke - Grimsby...................3:1 Southall (48. - sjálfsm.), Kavanagh (50.), Griffin (78.) - Livingstone (25.). 8.621. WBA - Southend....................4:0 Sneekes (31.), Mnrphy (34.), Hunt (74.), Raven (90.). 11.792. Skotland Raith - Kilmarnock................2:1 Spánn Rayo Vallecano- Sevilla...........2:0 entus í riðlakeppninni. Nú vom leik- menn mínir með fulla einbeitingu all- an leikinn og ég á varla orð til að lýsa ánægju minni með leik liðsins," sagði Ferguson, en liðið hefur ekki tapað í síðustu 16 leikjum í ensku deildinni. Antonio Oliveira, þjálfari Porto, neitaði að ræða um leikinn. „Ég er svo vonsvikinn að ég vil helst ekki ræða um mitt lið. Ég óska hins vegar leikmönnum United til ham- ingju með góðan leik. Það verður ansi erfitt fyrir okkur að komast áfram úr þessu, en ég vonast til að sjá lið Porto, eins og ég þekki það, eftir hálfan mánuð," sagði hann. Þess má geta að Porto hafði aðeins tapað einum leik áður en liðið mætti til Manchester, í deildinni, og var þetta því fyrsta tap liðsins í Evrópukeppn- inni í vetur. United lék án Roy Keane sem er meiddur en það vom þeir Erick Cant- ona og Ryan Giggs sem fóm fyrir liði United og áttu báðir hreint frá- bæran leik. I framlínunni vom þeir Sólskjær og Andy Cole sprækir og Gary Pallister átti einnig mjög góðan leik. Fyrst markið gerði David May eftir 22 mínútur, náði að krækja í boltann eftir að Hilario, markvöður Porto, varði skalla frá Pallister en hélt ekki boltanum. „Kóngurinn" Cantona bætti öðm marki við tíu mínútum fyrir leikhlé, með föstu og snaggaralegu skoti af stuttu færi. Giggs gerði þriðja markið á 61. mín- útu og Cola það síðasta tíu mínútum fyrir leikslok. Fyrir tuttugu ámm áttust United og Porto við í Evrópukeppni bikar- hafa og tapaði United 5:2 í Portúgal en vann síðan 4:0 á Old Trafford. Stuðningsmenn United vona að sagan endurtaki sig ekki og líklegt er að þeir verði bænheyrðir því Porto mun leika síðari leikinn án Arthurs, Rui Barros og Sergio Conceicao, sem allir verða í leikbanni. Frábær leikur í Amsterdam Ajax, sem tapaði fyrir Juventus í úrslitaleiknum í fyrra, virðist ekki eiga mikla möguleika á að komast í undanúrslitin að þessu sinni. Liðið tók á móti Atletico Madrid í gærkvöldi og varð að sætta sig við 1:1 jafntefli í bráðskemmtilegum og vel leiknum leik. Gestimir skomðu eftir átta mín- útna leik og þar var á ferðinni argent- ínski landsliðsmaðurinn Juan Esnaid- er, sem hélt uppá 24 ára afmæli sitt í gær. Ajax sótti mun meira og fékk mörg marktækifæri en tókst ekki að jafna fyrr en átta mínútur vom liðnar af síðari hálfleik. Hinn tvítugi Patrick Kluivert, sem verður í banni í síðari leiknum, skoraði með föstu skoti af stuttu færi eftir glæsilega sókn. Allt útlit er því fyrir að Ajax verði að gera sér að góðu að detta úr keppn- inni, en það væri auðvitað í samræmi við slakt gengi liðsins í vetur. Juventus náði jðf nu í Noregi Meistarar Juventus frá Ítalíu urðu að sætta sig við skiptan hlut í Noregi í gærkvöldi er þeir heimsóttu Rosen- borg. Heimamenn náðu forystunni eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik þegar Trond Egil Soltvedt skoraði en Christian Vieri jafnaði fyrir Juve mín- útu síðar þegar rúmlega 20 þúsund áhorfendur vom enn að fagna marki heimamanna. Juventus mætti til leiks með nokk- uð breytt lið frá síðustu leikjum enda margir leikmenn meiddir og ískuldinn í Þrándheimi virtist einnig hafa slæm áhrfí á ítölsku leikmennina. Flestir bjuggust þó við að norska liðið yrði ekki mikil hindmn fyrir meistarana en hinir baráttuglöðu leikmenn Ros- enborg vom á öðm máli og komu knattspymuunnendum enn og aftur á óvart. Það gerðu þeir í riðlakeppn- inni með því að slá AC Milan út úr keppninni og í gærkvöldi náðu þeir jafntefli við annað ítalskt stórveldi. Rosenborg var síst lakara liðið í gærkvöldi og víst er að leikmenn Juventus munu mæta fullir varkámi til síðari leiks liðanna eftir tvær vikur og vona auðvitað að sóknarmennimir Alessandro Del Piero og Croat Alan Boksic verði búnir að ná sér af meiðsl- unum. Leikmenn Dortmund ánægðir Dortmund hafði talsverða yfirburði þegar liðið tók á móti Auxerre frá Frakklandi og sigraði 3:1. Karlheinz Riedle kom heimamönnum yfir með skallamarki eftir 12 mínútur en þar áttu þeir Jörg Heinrich og svissneski landsliðmaðurinn Stephane Chapuisat stóran hlut að máli. Annað mark heimamanna gerði Rene Schneider, sem kom inná sem varamaður fyrir Wolfgang Feiersinger sem meiddist. Enn kom Chapuisat við sögu, gaf beint á kollinn á Schneider úr auka- spymu. Gestimir áttu nókkrar hættulegar sóknir og þegar stúndaríjórðungur var til leiksloka minnkaði Sabri Lamo- uchi muninn og fór nú um áhorfend- ur þvi heimamenn höfðu aðeins eins marks forystu og Frakkar hefðu get- að vel við unað að tapa með einu marki. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dor- mund, brást við þessu með því að setja Ganabúann Ibrahim Tanko inná og tveimur mínútum eftir breytinguna lagði Tanko upp þriðja mark Dort- mund fyrir Andy Möller. „Þessi úrslit ættu að duga okkur. Við erum það sterkir á útivelli að við eigum að geta gert tvö til þtjú mörk í Frakklandi," sagði Hitzfeld. Guy Rouw, þjálfari Auxerre, var tiltölu- lega sáttur eftir leikinn. „Mark Lamo- uchi veitir okkur smávon um að kom- ast áfram. Ég er nokkuð sáttur við leik minna manna, ef þeir hefðu leik- ið eins og þeir hafa gert í síðustu deildarleikjum hefðum við tapað með átta marka mun í kvöld," sagði hann. Dómari leiksins dæmdi tvö mörk af, eitt frá hvoru liði; taldi Chapuisat hafa handleikið knöttinn þegar hann skoraði í upphafi leiks og hann dæmdi einnig háskaleik á Lilian Laslandes sem skoraði glæsilegt mark með bak- fallsspyrnu. „Þetta var löglegt mark, ég er búinn að skoða það margoft í sjónvarpinu og vamarmaðurinn er langt í burtu, 2 sagði Roux. Framar öllum FOLX ■ BARCELONA mun að öllum líkindum nota þriðja markvörð sinn, Julen Lopetegui, í Evrópu- leiknum á móti AIK í kvöld. Port- úgalski markvörðurinn, Vitor Baia, meiddist á æfingu á þriðju- dag og Carlos Busquets, vara- markvörður, er einnig meiddur. Félagið verður einnig án miðvallar- leikmannsins Oscar Garcia og eins er spuming hvort portúgalski vamarmaðurinn Femando Couto geti leikið vegna meiðsla. ■ RONALDO verður hins vegar með og leikur í fremstu víglínu, en hann lék ekki með Barcelona á móti Atletico Madrid í síðustu viku því hann var á sama tíma með brasilíska landsliðinu. ■ Stefan Soderberg, þjálfari AIK, sagðist vera ánægður með lið sitt og hvernig það kom út úr æfingamóti á Kýpur í síðustu viku. AIK komst í úrslit á mótinu með því að sigra norska liðið Lil- leström, en tapaði í úrslitum. ■ MARSEILLE hefur haft sam- band við David Ginola, útheija Newcastle, um hugsanleg félaga- skipti til Frákklands. Ginola, sem hefur ekki átt fast sæti í byrjunar- liði Newcastle, hefur lýst yfír áhuga á að leika með Marseille. ■ XAVIER Gravelaine, fram- herji Marseille, hefur verið orðað- ur við spænska félagið Valencia. ■ CELTIC bauð í gær AC Milan 750 þús. pund fyrir miðvallarleik- manninn Stefano Eranio, 30 ára. ■ SKOSKA liðið Hibs hefur hug á að fá Mark Bright, fyrrverandi miðherja Sheff. Wed. til sín. Hann hefur leikið með Sion í Sviss. Bright er á leiðinni til Edinborg- ar, til að ræða við forráðamenn liðsins. ■ MATTHIAS Sammer gat ekki leikið með Dortmund í gærkvöldi í 8-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu, þegar liðið mætir Aux- erre. Hann meiddist á kálfa í landsleik ísraels og Þýskalands í Tel Aviv í sl. viku. Sammer verður að taka sér frí frá æfingum og keppni í tíu daga. ■ JUVENTUS hefur mikinn hug á að tryggja sér Brasilíumanninn Giovanne Elber hjá Stuttgart, sem hefur verið orðaður við Bay- ern Miinchen - átt í viðræðum við Bæjara, en ekki skrifað undir neina pappíra.. ■ SÆNSKI landsliðsmaðurinn Jonas Thern, sem leikur með Roma, hefur tilkynnt að hann fari til Glasgow Rangers eftir þetta keppnistímabil. ■ MARC Overmars, sóknarleik- maður Ajax, mun fara frá félaginu eftir þetta keppnistímabil, þó svo að hann sé með samning við liðið til ársins 2001. ■ SEAN Dundee, miðheiji Karlsruhe, sem mörg félög hafa haft augastað á, segist vera ánægður hjá Karlsruhe og hafi hug á að vera áfram hjá liðinu. Dundee er markahæstur í Þýska- landi, með fjórtán mörk. ■ MARK Wright, miðvörður Liverpool, fór ekki með liðinu til Bergen, þar sem hann er meidd- ur. Liverpool mætir Brann í Evr- ópukeppni bikarhafa í kvöld. ■ LEEDS sagði nei við knatt- spyrnusamband Ghana, þegar sambandið óskaði eftir að fá Anth- ony Yeboah til að leika vináttu- leik gegn Niirnberg í næstu viku. ■ STEFAN Reuter, miðvallar- spilari Dortmund, var rekinn af leikvelli þremur mín. fyrir leikslok gegn Auxerre, þegar hann fékk sína aðra bókun. VIKINGALOTTO: 1 3 22 24 25 27 + 35 41 48

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.