Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 C 3 f KNATTSPYRNA liðsins leika nú í Englandi. Ensk lið eru nú byijuð að leita eftir norskum varnarmönnum og markvörðum, en það er ekki langt síðan Birmingham fékk Birki Kristinsson, lands- liðsmarkvörð íslands, lánaðan frá Brann. Norðmenn ótt- ast að flóðbylgja norsku knattspyrnumannanna yfir Norð- ursjó, eigi eftir að koma niður á knattspymunni í Noregi - áhorfendafjöldi á leikjum eigi eftir að minnka mikið við það að bestu leikmenn þeirra eru famir. Norðmenn þurfa ekki annað en horfa til Frakklands, þar sem aðsókn að leikjum hefur stórminnkað. Ástæðan fyrir því er að nú era ekki lengur snjallir einstaklingar í liðum, sem áhorfendur fjölmenntu til að horfa á. Frakkar hafa misst 22 leikmenn til Englands, Spánar og Ítalíu, nær allir landsliðsmenn Frakka leika utan Frakklands. ítalir í œvintýralelt Lengi vel voru mestu peningamir í knattspymunni á Ítalíu, þangað streymdu bestu knattspyrnumenn heims. Englendingar hafa náð yfirhöndinni og meira að segja ítalskir knattspyrnumenn, sem hafa alltaf verið svo heima- kærir, streyma til Englands í ævintýraleit - þeir vilja breyta til til að víkka sjóndeildarhringinn. „Eins og staðan er nú, geta fáir keppt við Englendinga - þeir hafa pening- ana og þeir lokka,“ sagði Franz Beckenbauer, forseti þýska liðsins Bayem Miinchen. Ruud Gullit, knattspymustjóri Chelsea, sem lék lengi á Ítalíu - með AC Milan og Sampdoría, lagði mikla áherslu á að kaupa leikmenn frá Ítalíu og hann er nú með þijá kunna leikmenn í sínum herbúðum, Gianfranco Zola, Gianluca Vialli og Robert di Matteo. Margir vildu halda því fram að ítalskir leikmenn næðu ekki að aðlaga sig enskri knattspymu og lifnaðarháttum í Eng- landi. Gullit sagði að það væri rangt, segir að leikmennirnir þrír hjá Chelsea kunni vel við sig og aðrir leik- menn era ánægðir með ÞW knatt- spymumenn era metn- aðarfullir leikmenn, sem vita að til að vera góðir verða þeir að lifa reglusömu lífi. Þeir leggja mikið á sig á æfingum og í leikjum. Þeir era duglegir og tækni þeirra er afar góð,“ sagði Gullit, sem reyndi í sl. viku að fá Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan og ítalska landsliðsins til Stam- ford Bridge, var tilbú- inn að greiða 17 millj. punda fyrir þennan 28 ára varnarleikmann, sem hefði orðið dýrasti knattspymumaður heims. „Maldini er ekki til sölu, hann er lykill- inn að framtíðarliði okkar,“ sögðu forráða- menn AC Milan. „Ég erfrjáls .. Gianluca Vialli segir að hann hafi ekki kom- ið til London til að græða peninga, heldur til þess að reyna eitt- hvað nýtt - takast á við vissa áskorun, kynnast nýju umhverfi og lifnað- arháttum í öðru landi. „Það er ákveðið frelsi að vera hér. Ég get gengið um borgina hvenær sem ég vil, farið í leikhús eða á veitingastaði eins og hver önnur manneskja, þó að ég sé þekktur knattspyrnumaður. Það gat ég ekki á Ítalíu, þar sem menn eru miklu ágengari en í Englandi," sagði Vialli. Þess má geta að hann hefur ekki verið yfir sig ánægður að undanförnu, þar sem hann hefur þurft að verma varamannabekk- inn, horfa á þá Zola og Mark Hughes leika í fremstu víglínu Chelsea, þar sem þeir hafa náð mjög vel saman. tJtlendingamir 15 Norðmenn..............(Chelsea 3, Blackbum 2, Man. Utd. 2, Southampton 2, Liverpool 2, Middlesbrough, Nott. Forest, Tottenham) 15 Hollendingar.............(Arsenal 2, Man. Utd. 2, Derby 2, Sheff. Wed. 2, Southampton 2, Chelsea, Nott. For., Wimbledon, Leeds, Leicester) 7 Ástralir................(West Ham 3, Aston Villa, Coventry, Sheff. Wed., Southampton) 8 Frakkar........(Arsenal 3, Chelsea, Leicester, Man. Utd., Newcastle, Sunderland) 7 ítalir...........(Chelsea 3, Middlesbrough 2, Nott. For., Sheff. Wed.) 6 Danir.............(Derby, Man. Utd., Middlesbrough, Tottenham, West Ham, Everton) 5 Svíar..(Blackbum, Everton, Leeds, Leicester, Derby) 4 Króatar.............(Derby 2, Nott. For., West Ham) 4 Portúgalar......(West Ham 2, Aston Villa, Liverpool) 4 Tékkar....(Liverpool, Man. Utd., Newcastle, West Ham) 3 Brasiliumenn...........(Middlesbrough 2, Coventry) 3 Júgóslavar..............(Aston Villa 2, Sheff. Wed.) 3 Rúmenar.....................(West Ham 2, Chelsea) 2 ísraelsmenn..............(Southampton, Tottenham) 2 Rússar..........................(Chelsea, Everton) 2 Suður-Afrikumenn.......................(Leeds 2) 2 Svisslendingar...............(Everton, Tottenham) 1 Belgíumaður.......................(Newcastle) 1 Angóiamaður........................(Coventry) 1 Kólumbíumaður......................(Newcastle) 1 Finni...............................(West Ham) 1 Ghanamaður.............................(Leeds) 1 Grikki..............................(Blackbum) 1 íslendingur.........(Valur Fannar Gíslason, Arsenal) 1 Nígeríumaður.......................(Wimbledon) 1 Pólveiji..........................(Sunderland) 1 Slóvaki........................(Middlesbrough) 1 Trinidadmaður.......................(Aston Villa) 1 Þjóðveiji..........................(Leicester) 1 Bandarikjamaður....................(Leicester) 1 Zimbabwi............................(Coventry) 1 Úkraínumaður........................(Coventry) HOLLENDINGURINN Dennis Bergkamp, lelkmaðurinn snjalll hjá Arsenal (t.v.)i og Alan Klmble, Wlmbledon. Reuter aftur til 1980, þegar West Ham vann Ars- enal í bikarúrslitaleik á Wembley, 1:0. Þá léku tíu Englendingar og einn Skoti ineð liðinu. Þá var spáð í West Ham-liðið sem lék gegn Blackburn á dögunum, lið sem var með aðeins tvo Englendinga innan- borðs, en það var þann- ig skipað: Ludek Miklosko (Tékklandi) - Mark Brown (Wales), Julian Dicks (Englandi), Stan Lazaridis (Ástralíu), Marc Rieper (Dan- mörku), Slaven Bilic (Króatíu), Paulo Futre (Portúgal), Hugo Por- fírio (Portúgal), Iain Dowie (N-írlandi), Ian Bishop (Englandi) og Michael Hughes (N- írlandi). VIII halda í hefðlr Nú eröldln önnur Bregðum okkur frá Stamford Bridge á annan stað í London - á Upton Park, þar sem West Ham hefur bækistöðvar. „Hammers" - eða „listaskólinn" eins og einn ís- lenskur knattspyrnudómari hefur oft nefnt uppáhaldslið sitt í Eng- landi, var lengi vel þekkt fyrir að ala upp unga leikmenn og tefla þeim fram. Nú er öldin önnur þar á bæ, því að uppeldishugsjónin er ekki lengur til staðar, heldur er teflt fram „útlendingaherdeild.“ Enska dagblaðið Daily Te- legraph var með samanburð á tveimur liðum, sem West Ham hefur teflt fram. Fyrst var farið Ef við höldum á þriðja staðinn í London, á Highbury, þar sem „Barónarnir" hjá Ars- enal hafa herbúðir sínar, er and- rúmsloftið þar nær það sama og hefur verið í áratugi. Þar era ensk- ir leikmenn í miklum meirihluta í leikmannahópi aðalliðsins, ásamt Hollendingnum Dennis Bergkamp og Frökkunum Vieira og Garde. Franski knattspyrnustjórinn Ars- ene Wenger hefur sagt að hann vilji halda í gamlar hefðir á High- bury; að meirihluti leikmanna sé Englendingar. „Það kann aldrei góðri lukku að stýra að kaupa ell- efu leikmenn, sinn úr hverri átt- inni, eða landinu, og ætlast til að þeir fari að leika saman eins og þeir hafí ekkert gert annað um ævina. Ég vil hafa andrúmsloftið eins og það er nú á Highbury, að leikmenn leggi hart á sig úti á vellinum, séu vinir utan hans - tali sama tungumál. Ég kaupi ekki leikmenn til að kaupa, heldur þá leikmenn sem falla vel inn í um- gjörðina og framtíðarmynd okk- ar,“ sagði Wenger, sem tryggði Arsenal einn efnilegasta knatt- spymumann Frakklands á dögun- um; hinn 17 ára sóknarleikmaður, Nicolas Anelka, sem er hjá París St. Germain, skrifaði undir þriggja ára samning. Þetta era góð kaup, því að mörg önnur af stóru liðun- um í Evrópu höfðu augastað á Anelka. Gárangarnir hafa sagt að „Franska byltingin" sé hafin á Highbury, að Wenger sé í hlut- verki „Rauðu akurliljunnar“ - að hann fari yfir til Frakklands, til að „frelsa" leikmenn úr fangabúð- um franskra liða og koma þeim yfír Ermarsundið. Það er ljóst að það eru ekki eingöngu leikmenn frá Frakk- landi sem eiga eftir að streyma til Englands, knattspyrnumenn víðs vegar um Evrópu sækjast eftir að komast í vöggu knatt- spyrnunnar. Þorvaldur misnot- aði vrtaspyrnu Þorvaldur Örlygsson hefur leik- ið tvo síðustu leiki með Old- ham, en hann var búinn að vera meiddur í lærvöðva frá áramótum. „Það hefur nú gengið frekar illa hjá liðinu. Við höfum reyndar ekki verið að tapa stórt og erum ekk- ert slakari en önnur lið í deild- inni. Það má lítið út af bregða ef liðið á að halda sér uppi úr þessu,“ sagði Þorvaldur sem á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Old- ham. Þorvaldur misnotaði vítaspyrnu í leik liðsins á móti Tranmere Rovers í fyrrakvöld. „Ég var búinn að skora úr þremur vítaspymum fyrir liðið í vetur og það kemur alltaf að því að maður klikkar - ég skaut framhjá. Við vorum eitt núll undir þegar ég tók vítið. Við náðum síðan að jafna en Tran- mere komst í 2:1 í síðari hálfleik og vann leikinn.“ Ged Brannan gerði bæði mörk Tranmere en Nicky Banger mark Oldham. Þetta var áttunda tap Oldham á heima- velli í deildinni í vetur. - Heyrst hefur að þú sért hugsanlega á leið til Bristol City þar sem Joe Jordan fyrrum knatt- spyrnustjóri Stoke er við stjórn- völinn. Er eitthvað til í því? „Ég hef nú ekki heyrt um það. Annars er erfítt að spá í þessa hluti. Það er kominn nýr fram- kvæmdastjóri hjá Oldham, Neil Warnock, og hann hefur keypt tvo nýja leikmenn. Svo er hitt að lið sem er í fallbaráttunni og á kannski ekki möguleika á að halda sætinu selja oft dýrari leik- mennina sína,“ sagði Þorvaldur. Oldham mætir Manchester City á útivelli á laugardaginn. „Þetta verður erfiður leikur, en við unn- um City 2:0 í fyrri umferðinni svo það er ekki hægt að afskrifa neitt fyrirfram. Við þurfum svo sann- arlega á stigum að halda,“ sagði Þorvaldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.