Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ \\ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 C 7 IÞROTTIR KNATTSPYRNA Formaður sænska knattspyrnusambandsins ánægður með samning við þýskt sjónvarpsíyrirtæki sem KSÍ á íviðræðum við Fáum tvöfalt meiri peninga en áður EGGERT Magnússon, formað- ur Knattspyrnusambands ís- lands, hefur að undanförnu rætt við fulltrúa þýska sjón- varpsfyrirtækisins ISPR með það í huga að fyrirtækið kaupi sýningarrétt f rá íslenskri knatt- spyrnu en núgildandi samning- ur KSÍ sama efnis við annað þýskt fyrirtæki rennur út um næstu áramót. ISPR er í eigu tveggja mjög öflugra fjölmiðla- fyrirtækja, Krisch og Springer, sem hvort á helmingshlut. Þetta sama fyrirtæki hefur ný- verið samið við knattspymu- sambönd Svíþjóðar og Finnlands Við verðum auðvitað að gera allt sem við getum til að berjast gegn þessum þjóðum, sala sjónvarpsrétt- ar er helsta tekjulind knattspymu- hreyfmgarinnnar í dag og því verð- um við að reyna að fá sem mest þannig.“ Lagrell segir ISPR eiga einkarétt á sjónvarpsefni frá deildarkeppninni í knattspymu í Þýskalandi og Aust- urríki og hafa undanfarið sýnt markaðinum á Norðurlöndunum mikinn áhuga. Fyrirtækið hefur þegar samið við Svía og Finna, sem fyrr segir, og miklar líkur em tald- ar á að Islendingar og Norðmenn fylgi í kjölfarið. „Það yrði mjög sterkt fyrir okkur ef til yrði eitt Leitar liðsinnis Eggerts Innan fárra missera verður kosið um nýjan forseta alþjóða knatt- spymusambandsins, FIFA. Svíinn Lennart Johansson, forseti knattspymusambands Evrópu, UEFA, hefur lýst yfir þvl að hann verði í kjöri og Svíar eru þegar byijaðir að safna liði til að tryggja kjör hans. Lars-Áke Lagrell, formaður sænska knattspymusam- bandsins, notaði ferðina til íslands m.a. til að ræða það mál við Eggert. „Við viljum að Eggert aðstoði okkur við að tryggja kjör Lennarts. Eggert er í góðu sambandi við fulltrúa rryög margra þjóða og við viljum að hann tali máli okkar varðandi lcjör forseta FIFA,“ sagði Lagrell við Morgunblaðið. og sagði Lars- Áke Lagrell, for- maður sænska knatt- spyrnu- sam- bands- ins, í samtali við Morgunblaðið nýverið að sá samn- ingur breytti mjög miklu fyrir lönd- in tvö. „Við fáum mun meiri peninga fyrir þennan samning en þann sem var í gildi áður við annað fyrir- tæki. Um það bil tvöfalt meira,“ sagði sænski formaðurinn, en vildi ekki nefna neinar upphæðir í því sambandi. í samningnum felst að þýska fyrirtækið hefur einkarétt á sölu sjónvarpsmynda frá allri sænskri og finnskri knattspyrnu; landsleikjum þjóðanna og deildar- og bikarkeppni. KSÍ hefur rætt við ISPR á sömu nótum; ef semst eignast þýska fyr- irtækið einkarétt á sjónvarpsmynd- um af íslenskri knattspyrnu og sel- ur til sjónvarpsstöðva, m.a. á ís- landi. „Fimm lönd í Evrópu eru miklu stærri á knattspyrnusviðinu en öll önnur. Þetta eru Spánn, Ítalía, England, Þýskaland og Frakkland. Ef til vill má segja að Holland sé einhvers staðar í námunda við þessi fimm stóru, en aðrar þjóðir komast ekki með tærnar þar sem þær hafa hælana. Eftir að járntjaldið féll hefur bilið breikl.að enn og síðan hafa lið annars slaðar frá en þess- um tilteknu löndum ekki átt neina möguleika á að sigra í Evrópu- keppni, svo dæmi sé tekið,“ sagði Svíinn. Lagrell var spurður hvort ekki væri hætta á að þýska fyrirtækið myndi verðleggja efnið svo hátt til sænskra sjónvarpsstöðva — til að fá eitthvað fyrir sinn snúð — að það þætti of dýrt og heimamenn fengju þá e.t.v. ekkert að sjá. For- maðurinn taldi svo ekki vera. „Markaðurinn ræður ferðinni. Ef knattspyrnan þykir aðlaðandi sjón- varpsefni — sem hún er — lýkur slíkum samningaviðræðum alltaf með því að menn ná saman," sagði hann. „í Evrópukeppni vilja allir drag- ast gegn liðum frá þjóðunum fimm, vegna peninga sem í boði eru frá sjónvarpsstöðvum, en enginn gegn liðum frá gömlu Austur-Evrópu. Morgunblaðið/Þorkell EGGERT Magnússon, formaður KSÍ, og starfsbróðir hans frá Svíþjóð, Lars-Ake Lagrell. norrænt markaðssvæði og sam- böndin væru öll með samning við sama sjónvarpsfyrirtækið. Það gæfi ýmsa möguleika, til dæmis að sami styrktaraðili yrði á deildarkeppninni í öllum löndunum," sagði formaður- inn. „Samningur sem þessi gerir það að verkum að knattspyrnan í viðkomandi löndum sést mun víðar en áður. ISPR á t.d. hlut í Sat 1 sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi og sú stöð er í samstarfi við margar aðrar. Þó hinar ýmsu stöðvar séu keppinautar skiptast þær á svona efni og það gæti því verið sýnt mjög víða.“ SKVASS / NORÐURLJOSAMOTIÐ Kim Magnús náði lengst KIM Magnús Nielsen náði lengst íslendinga á Norðurljósamótinu í skvassi, sem fram fór í í sölum Veggsports um helgina. Mótið er hluti af Norðurlandamótunum í skvassi, þar af leiðandi mættu margir af þeim bestu á Norðurlöndum þó að ekki hafi þeir allir séð sér það fært, og áhorfendum var boðið upp á mikla skemmt- un. íslensku keppendurnir áttu góðan dag þó ekki hefðu þeir unnið til verðlauna enda íþróttin ung hér á landi og þolinmæði og þrautseigju þörf. Þeir höfðu þó að einhverju að keppa þvífyr- ir þann sem næði lengst var í boði farseðill á skvassmót í Banda- ríkjunum og kom hann í hlut Kims Magnúsar, sem borið hefur höfuð og herðaryfir landa sína í þessari íþróttagrein undanfarin ár. KIM Magnús Nlelsen Kim reynsl- unni ríkari KIM Magnús Nilsen náði lengst íslendinga á Norður- jósamótinu og hlýtur að iaun- um ferð á skvassmót í Kalifor- níu, frá Bandaríkjamanni, sem spilar í Veggsporti þegar hann er á ferð um Island. „Ég fékk Þjóðveija í fyrsta leik og það var auðvelt. Síðan fékk ég þann besta í Noregi og þrátt fyrir ágætan leik hjá mér var hann betri og vann, 3:0,“ sagði Kim Magnús eftir mótið. „Við erum reynshumi ríkari og bætum okkur sem betur fer. Það eru margir að koma til hér á landi og áttu góða helgi. Mót sem þetta hleypir lífí í okkur og er gott fyrir næstu mót.“ Ellefu frá Þýskalandi FABRICE Chinetti frá Lúx- emborg keppti á Smáþjóða- leikunum 1992 og hreifst af landinu. Hann þjálfar skvass í Þýskalandi og taidi ellefu félaga sina á að koma með sér tíl að keppa á Norður- Ijósamótinu auk þess að berja landið augum. Félögunum likaði vel og taldi Fabrice að þeir myndu koma aftur að ári. Þrjú spor og svo í úrslit ELLEN Hamborg frá Dan- mörku, sem sigraði í kvenna- flokki á Norðurljósamótinu í skvassi um helgina, er ein- beittur iþróttamaður og lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. I undanúrslit- leiknum, þegar hún hafði unn- ið tvær lotur og hafði 9:8 for- skot, rakst spaði mótheija í augabrún hennar svo að sprakk fyrir. Ellen var! ham, krafðist þess að leiknum yrði fram haldið og vann siðasta boltann. Hún vann þar með lotuna og leikinn en fór að því loknu á sjúkrahús þar sem sauma þurftí þrjú spor til að loka sárinu. Að saumaskapn- um loknum var brunað upp í Veggsport enda úrslitaleikui- mótsins hálftíma síðar. Meiðslin virtust ekki hafa meiri áhrif á hana en svo að hún vann. Rúmlega 30 keppendur komu erlendis frá, margir hveijir bestir í sínu landi. Kim Magnús Nielsen og Arnar Arinbjamar unnu báðir í fyrstu um- ferð en duttu út í næstu. í karlaflokki léku til úrslita Fredrik Johnson og Johan Jungling frá Svíþjóð en sá fyrrnefndi hefur verið í fremstu röð skvassspilara þar í landi um áratug- arskeið. Johan er fjórtán árum yngri og reynir að velta honum úr sessi - hefur reyndar unnið leiki við þá bestu en ekki tekist að halda sér á meðal þeirra. „Pressan var öll á mér en ég var ákveðinn í að hafa það af. Hann varð þreyttur og mér tókst að spila rétt á hann,“ sagði Fredrik, sem er næstbestur í Svíþjóð, eftir sigurleikinn. Hann náði öðru sæti á Norðurljósamótinu í fyrra og líkaði vel að koma aftur. „íslensku strákarnir eru að verða betri en verða að gera sér grein fyrir því að það tekur tíma að ná langt. Þeir þurfa að spila mun meira og við sér betri menn til að staðna ekki.“ Þess má geta að Johan vann Rob Nowak frá Möltu, 3:2, en sami Rob vann Heimi Helgason, 3:2. Ásta Ólafsdóttir var ein íslend- inga í kvennaflokki. Hún átti við ramman reip að draga og tókst ekki að vinna lotu. Þar léku til úr- slita danskar stúlkur, Julie Dorn Jensen og Ellen Hamborg Petersen. Julie vann fyrstu tvær loturnar en þá sagði Ellen hingað og ekki lengra og sigraði í þremur næstu. „Eg var rög til að byija með í úrslitaleiknum enda nýbúið að sauma þijú spor í höfuðið á mér og ég spilaði því varlega. En þegar ég sá að slík spilamennska skilaði engu skipti ég um gír, keyrði upp hraðann og kláraði orkubrigðir hennar,“ sagði Ellen eftir úrslita- leikinn en hún er að fara í mánaðar ferðalag og mun spila á allt að fjór- um stórmótum á einum mánuði. Hún er að koma hér í annað sinn og sagði íslendinga hafa tekið framförum. „Stelpumar eru enn of fáar en strákarnir hafa tekið greini- legum framförum enda hafa þeir farið nokkuð á mót erlendis.“ ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í PÍLUKASTI1997 verður haldið í Smiðsbúð 9, (félagsh. ÍPF) í Garðabæ, föstudaginn 7., laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. mars nk. sem hér segir: • Föstudaginn 7. mars kl. 19.00 Einmenningur karla • Laugardaginn 8. mars kl. 10.30 Einmenningur kvenna • Laugardaginn 8. mars kl. 11.00 Einmenningur öldunga (50 ára og eldri) • Sunnudagur 9. mars kl. 12.30 Tvímenningur (riðlakeppni, karla- og konur saman). ARJE Ð U R N I R DJORMSSONHF Þátttaka tilkynnist til Benedikts H. Benediktssonar, sími 896 4635.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.