Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Duranona aftur markakóngur úrslitakeppninnar Úrslitakeppnin í handknattleik 1992-1997 Ár Meistarar Þjálfarar MARKAKONGAR Mörk alls Mörk/víti Leikir 1992 ^ FH Kristján Arason Sigurður Sveinsson, Selfossi í 78 iffii 9 1993 || Valur Þorbjörn Jensson Valdimar Grímsson, Val 56 8 1994 m Valur Þorbjörn Jensson Bjarki Sigurðsson, Víkingi Ólafur Stefánsson, Val 48 mm 6 10 1995 H , Valur Þorbjörn Jensson Vaidimar Grímsson, KA 95 11 11 1996 m , Valur Þorbjörn Jensson Julian Róbert Duranona, KA 971 tmm 9 1997 m / KA Alfreð Gíslason Julian Róbert Duranona, KA 81 WEB 10 Alfreð og Kristján eiga það sameiginlegt að þeir voru einnig leikmenn með liðum sínum og að Einar Þorvarðarson varð að játa sig sigraðan gegn þeim báðum. Einar þjálfaði Selfoss srið 1992 og þjálfar Aftureldingu nú, 1997. menn nú: Páll Þórólfsson, Aftureldingu 45 9 Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu 45 9 Sergei Zisa, KA 44/14 10 Gunnar Andrésson, Aftureldingu 41 9 Ingimundur Helgason, Aftureld. 41/30 9 Daði Hafþórsson, Fram 37/11 VERÐLAUN ■ JÓN Arnar Magnússon, fijáls- íþróttamaður, fer til Athens í Bandaríkjunum í fj'ögurra vikna æfingabúðir um næstu helgi. Hann mun þar undirbúa sig fyrir tug- þrautarmótið í Götzis í Austurríki 31. maí. ■ VALTÝR Björn Valtýsson, yf- irmaður íþróttadeildar Stöðvar 2 og Bylgjunnar sté í pontu á loka- hófi KKÍ á föstudaginn. Hann til- kynnti þar að Islenska útvarpsfé- lagið hefði ákveðið að styrkja Kefl- víkinga um 100.000 krónur og ætti styrkurinn að renna til ungl- ingastarfs. Mun fyrirtækið gera þetta á meðan samnipgur þess við KKI varir, þannig að Islandsmeist- arar næstu fjögurra ára munu fá sömu upphæð til unglingastarfs frá fyrirtækinu. ■ GUÐJÓN Skúlason fékk gullúr frá KKI á hófinu, en hann náði þeim merka áfanga að leika 100. landsleik sinn í vetur. Guðjón var einnig heiðraður fyrir bestu vítanýt- inguna í úi’valsdeildinni, en hann hitti úr 92,5% af þeim skotum sem hann tók af vítalínunni i vetur, misnotaði aðeins þijú skot! ■ PÉTUR Hrafn Sigurðsson ínémR FOLX framkvæmdastjóri KKI var einnig kallaður á svið og honum færð við- urkenning fyrir gott starf í þágu sambandsins síðasta áratuginn. ■ MAGNÚS Sigurðsson, fyrrum leikmaður með Stjörnunni, átti mjög góðan leik um helgina með liði sínu Wilstadt í 3. deildinni þýsku á móti Birkenhau. Hann gerði 11 mörk og á liðið góða mögu- leika á að komast upp í 2. deild. ■ JASON Óiafsson og félagar hans í Leutershausen töpuðu fyrir Dutenhoffen um helgina og féllu við það niður í 3. sæti deildarinnar og þar með minnka möguleikar liðs- ins á að komast upp. Eisenach er efst í suður-deildinni og hefur þriggja stiga forskot á Lauters- hausen þegar tvær umferðir eru eftir. ■ JÚLÍUS Gunnarsson, fyrrum leikmaður Vals sem hefur leikið með Hildersheim í þýsku 3. deild- inni, er á heimleið. ■ GUNNAR Pettersen var um helgina ráðinn þjálfari norska hand- knattleiksliðsins Sandefjord. Aður hafðj verið leitað til Johnny Jens- en, Öystein Havang og Atle Lars- en um að taka að sér þjálfun liðs- ins, en þeir höfnuðu því allir. ■ GUNNAR Prokop, eigandi aust- urríska handknattleiksliðsins Hypo, var í Noregi um helgina til að freista þess að kaupa dönsku landsliðskon- una Anju Andersen, sem leikur með Bækkelaget. Hún hafði einnig fengið tilboð frá Valencia á Spáni. Anja sagði eftir leikinn við Larvik að hún ætlaði sér að vera áfram hjá norska félaginu. ■ GUNNAR Gunnarsson, sem þjálfar Elverun í norsku 1. deild- inni hélt sæti sínu í deildinni eftir tvo úrslitaleik um sæti í deildinni á móti Bodö/Glimt. ■ BIRKIR Kristinsson og Agúst Gylfason voru ekki í liði Brann sem gerði jafntefli við Rosenborg, 1:1, í fyrstu umferð norsku knattspyrn- unnar um helgina. að er alltaf gaman að fá við- urkenningu fyrir að gera eitthvað vel, sama hvort það er á íþróttaveilinum eða í daglegu starfi. Það ríkir því alltaf viss eftirvænting þegar íþróttamenn halda lokahóf sín þar sem tiikynnt er um val á þeim leikmönn- um sem skarað hafa fram úr á liðnu keppnistímabili. Eitt slíkt hóf var haldið á föstudaginn, en þá komu körfuknattleiksmenn sam- an á Hótel íslandi og þar var kunngjört hvaða leikmenn höfðu verið valdir bestir og kom ýmis- legt á óvart í því vali. Nú skal tekið fram að þeir sem urðu fyrir valinu eru vel að þvi komnir því í mörgum tilfellum voru nokkrir um hituna; margir voru kallaðir en aðeins einn útv- alinn. Það sem vakti einna mesta athygli mína var hversu lítið leik- menn langbesta liðs íslands komu við sögu á sviðinu á Hótel íslandi. Það sem sló allt út í þessu sambandi vai' valið á þjálfara ársins í úrvalsdeildinni. Fyrir það fyrsta er alls ekki nógu gáfulegt að leikmenn deild- arinnar kjósi þjálfara ársins. Mun viskulegra væri að láta þjálfar- ana gera það, þó svo knatt- spyrnuþjálfurum hafi ekki tekist vel upp í því eftir síðasta tímabil. Engum blöðum er um það að fletta að Alexander Ermolinskí er góður þjálfari, Skagamenn sýndu það með leik sínum í vet- ur. En í mínum huga og margra annarra er ekki nokkur vafi á þvi að velja átti Sigurð Ingimund- arson sem besta þjálfara ársins. Hann var að stjórna liði í fyrsta sinn í úrvalsdeild og stýrði því til sigurs í öllum mótum sem lið- ið tók þátt í. Er hægt að ætlast til meira af þjálfara? Spyr sá er ekki veit. Annað vakti einnig mikla furðu og hlátur margra, ekki síSt þess sem í því lenti. Efnilegasli dómari ársins var valinn Sig- mundur Herbertsson úr Njarð- vík, en hann hlaut þetta sæmdar- heiti einnig fyrir ári. Sigmundur et' góður dómari og því varla hægt að skilja þetta sem skilaboð um að hann eigi að taka sér eitt- hvað annað fyrir hendur. Frekar fannst mér leikmenn sumra liða mæta illa á lokahófið og hvort það er vegna þess að menn eru hættir að taka mark á valinu eða af einhveijum öðrum sökum skal ósagt látið. Það hlýt- ur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem að hófinu standa að gera breytingar. Það verður að gera valið trúverðugt. Hér er ekki verið að bera saman margar íþróttagreinar, heldur er, að stór- um hluta til verið að skoða tölu- legar upplýsingar um frammi- stöðu manna í vetur. Auðvitað verða menn síðan að vega og meta frammistöðu manna þess utan. Tímabært er að koma á nefnd í upphafi tímabils sem sjái um að velja þá sem standa sig best I úrvalsdeildinni. Hvernig sú nefnd yrði skipuð ættu menn að geta komið sér saman um, en með því að setja valið í hendur fárra aðila, sem fylgjast vel með gangi mála allan veturinn, ætti að vera hægt að koma í veg fyr- ir að valið verði aðhlátursefni - eins og því miður er raunin í ár. Skúli Unnar Sveinsson Tímabærl er að breyta vali á þeim sem skara fram úr í körfunni Hvernig varþað fyrir KRISTJÁN HALLDÓRSSON að vera norskur meistari? Ótrúlegt ensatt KRISTJÁN Halldórsson handknattleiksþjálfari hefur náð undra- verðum árangri með norska kvennaliðið hjá Larvik ívetur. Liðið vann alla 22 leiki sína í deildinni og hampaði norska meistaratitlinum eftir sigur á Bækkelaget 31:27 í hreinum úr- slitaleik á sunnudaginn. Uppselt var á leikinn fyrir tveimur mánuðum, en íþróttahúsið tekur 4.500 áhorfendur. Leikurinn var sýndur beint í Noregi og eins til Danmerkur. Kristján býr ásamt eiginkonu, Eik Kristjánsdóttur og börn- unum Halldóri 14 ára og Söru 7 ára, í Larvik sem Eftir er 25 þúsund Vai s manna bær rétt Jónatansson utan við Osló. Kristján gerði eins árs samning við félagið í fyrra sem hann framlengdi um eitt ár strax eftir að meistaratitilinn var í höfn. Hvernig var tilfinningin að verða meistari á fyrsta ári þínu með liðið? „Þetta er ótrúlegt en satt. Ég er rétt að komast niður á jörðina núna eftir sigurgleðina eftir leikinn. Það var búin að vera mikii spenna fyrir þennan leik og flestir veðjuðu á sigur Bækkelaget. Það var fagn- að hér í bænum langt fram á nótt. Kvennahandbolti er aðal vörumerki bæjarins og þessi sigur var því mjög mikilvægur fyrir alla bæj- arbúa. Við unnum alla leikina í deildinni og erum fyrst norskra liða til þess.“ Hver er galdurinn á bak við þjálf- unaraðferðir þínar? „Það þurfa margir samverkandi þættir sem smella saman til að ná svona góðum árangri. Ég hef breytt leikstílnum töluvert. Ég legg meira upp úr hraðaupphlaupum en áður og einnig er ahersla á einstaklings- þjálfunina. Ég hef tekið ýmislegt úr smiðju Borisar [aðstoðarmanns Þorbjörns Jenssonar] og heimfært það upp á norræna vísu. Það má segja allt hafi gengið upp og ég hef náð að búa til fjóra nýja lands- liðsmenn á þessu eina ári hjá Lar- vik.“ Er mikill munur á íslenska og norska kvennahandboltanum? „Já, hann er nánast eins og svart og hvítt. Ég var landsliðsþjálfari heima í tvö ár og gafst hreinlega upp því stúlkurnar tóku íþróttina ekki nægilega alvarlega. Það þarf hugarfarsbreytingu á Islandi og þá Ljósmynd/ScanfoUj KRISTJÁN Halldórsson stýrði liði sínu, Larvík, til sigurs í norsku delldinnl á fyrsta ári sínu sem þjálfari liðsins. Lar- vlk vann alla 22 leiki sína í deildinni sem er norskt met. fyrst og fremst hjá stúlkunum sjálf- um. Ungu stúlkurnar hér í Noregi eru álíka góðar og heima, en svo kemur bara stopp á meðan norsku stúlkurnar bæta við sig. Hér í Nor- egi er æft daglega og stundum tvisvar á dag. Handboltinn er al- vöru íþróttagrein hér.“ Eru ekki allar ytri aðstæður til fyrirmyndar? Jú, það má segja það. Hér er mikill metnaður að standa sig vel og komast í landsliðið því þar fá leikmenn greiddar um 150 þúsund íslenskar krónur á mánuði fyrir það eitt að vera í landsliðinu. Það er því til mikils að vinna. Hér eru aðstæður allar mjög góðar og sem dæmi um það er ég með fimm að- stoðarmenn." Er engin íslensk handknattleiks- kona sem hefur erindi í norska 'boltann? „Jú, það kemur strax eitt nafn upp í hugann; Fanney Rúnarsdótt- ir, markvörður Stjörnunnar. Hún gæti staðið sig vel hér og ef hún hefur áhuga á að leika í Noregi gæti ég örugglega aðstoðað hana. Hún þarf bara að hringja í mig og þá geng ég í þetta fyrir hana.“ Hvað tekur nú við hjá liðinu, er sumarfrí framundan? „Við tökum þátt I æfingamóti um næstu helgi þar sem sex efstu liðin í deildinni mætast. Síðan gef ég leikmönnum tveggja vikna frí. Eftir það verður æft fram í júlí og þá er ijögurra vikna sumarfrí áður en byijað verður á fullu aftur. Hér er vandamálið að æfa ekki of mik- ið því áhuginn er slíkur. Ég ætla sjálfur að spreyta mig í golfinu næstu vikurnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.