Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 B 5 KA íslandsmeistari í handknattleik í lyrsta sinn Draumur KA-manna varð loks að veruleika ÓSTJÓRNLEG gleði braust út í KA-heimilinu eftir sigur KA á Aftureldingu á laugardag enda stórkostlegur áfangi í höfn, (s- landsmeistaratitillinn íhand- knattleik ífyrsta sinn. Tals- menn liðanna spáðu KA ekki fyrsta sæti áður en keppnin hófst á liðnu hausti og frammi- staða liðsins lengi vel benti ekki til að það yrði á toppnum þegaryfir lyki en leikmenn og þjálfari létu mótlætið ekki á sig fá, efldust með hverjum leik í úrslitakeppninni og fögnuðu langþráðum titli um helgina. KA-menn töpuðu fyrsta leik úrslitarimmunnar fyrir Aftur- eldingu í Mosfellsbæ en unnu sfðan þrjá leiki í röð, að þessu sinni 24:22, og þar með var áfanganum náð. Ekki leiðinlegt að gera það á heimavelli og stórkostlegur endir á glæstum leikmannsferli Alfreðs Gísla- sonar, sem tók við KA liðinu fyrir sex árum og skilar besta búi sem hægt er að hugsa sér. Um hádegi á laugardag var skýj- að á Reykjavíkursvæðinu en þegar flogið var yfir Akureyri mátti sjá sólargeislana steinþór teygja sig frá Eyr- Guðbjartsson inni upp að KA- skrifar heimilinu. Þetta frá Akureyri minnti á komuna á Akranes á liðnu hausti, þegar Skagamenn í gulu treyjunum tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu fimmta árið í röð - skýjað var á höfuðborgarsvæðinu en sólin skein á Akranesi. Heima- menn sögðu að það boðaði gott og sama var upp á teningnum hjá gulum KA-mönnum. Fyrir sex árum fóru þeir í alvöru að láta sig dreyma um titilinn, undanfarin tvö ár hafa þeir leikið um hann og allt er þegar þrennt er. Jafnvel æstustu stuðn- ingsmen voru rólyndið uppmálað skömmu fyrir leik og þungu fargi var af þeim létt þegar flautað hafði verið til leiksloka. „Það var kominn tími til,“ sagði stjórnarmaðurinn Sigurður Sigurðsson, sem hefur lagt sitt af mörkum í uppbygging- unni undanfarin ár. „Við áttum þetta skilið þó fyrr hefði verið.“ Öryggiö sveif yfir vötnunum Leikurinn hófst klukkan fjögur en tveimur tímum fyrr var húsið opnað og fylltist það fljótt. Stuðn- ingsmenn KA voru mættir víðs veg- ar að af landinu og fór ekki á milli mála á hvetju þeir áttu von. Þeir vissu sent var að KA hefur verið á góðri siglingu en Afturelding var án 100% krafta máttarstólpa. Tæki- færið var því heldur betur til staðar. Upphitun liðanna ýtti enn frekar undir það sem var í vændum. Bjarki Sigurðsson og Sigurður Sveinsson - hægri sóknarvængur Aftureldingar - voru ekki tilbúnir vegna meiðsla og munar um minna. Áhorfendur voru minntir á það að Alfreð væri á síðasta snúningi af sömu sökum og voru beðnir um að veita honum nauðsynlegan styrk sem þeir og gerðu. Þjálfararnir tókust í hendur, ræddust stuttlega við á miðjum vell- inum og þá þegar mátti hafa á til- finningunni að þetta yrði dagur KA. Góðar varnir Liðin fóru mjög varlega af stað. Afturelding, sem hafði leikið fram- sækna 3-2-1 vörn lengst af í fyrri leikjum úrslitarimmunnar, stillti upp 6-0 vörn eins og KA og gafst það fyrirkomulag vel eins og hjá Samvinna innan sem utan vallar Morgunblaðið/Golli RÓBERT Jullan Duranona fór á kostum með KA í úrslltarlmmunnl og áhorfendur í KA-helmllinu kunnu vel að meta framtak kappans. Þelr fögnuðu vel og Innllega hverju markl hans og skytt- an þakkaði fyrlr sig á tllhlýðilegan hátt. SOKNARNYTING Fjórði leikur liðanna (úrslitum íslandsmótsins, leikinn á Akureyri laugardaginn 12. april 1997. KA Mörk Sóknir % Afturelding Mörk Sóknir % 9 19 47 F.h 9 20 45 15 23 65 S.h 13 23 56 24 42 57 Alls 22 43 51 10 Langskot 7 7 Gegnumbrot 5 4 Hraðaupphlaup 2 0 Horn 1 2 Lína 3 1 Víti 4 heimamönnum. Markvarslan var líka góð hjá liðunum en sóknarleik- ur KA snerist í kringum Róbert Julian Duranona og hjá Aftureld- ingu var Gunnar Andrésson allt í öllu. Jafnt var á öllum tölum fyrsta stundarfjórðunginn en þegar Alfreð skoraði eftir hraðaupphlaup um miðjan hálfleikinn og kom KÁ í 6:4 varð allt vitlaust á pöllunum. Mun- urinn var enn tvö mörk þegar tæp- lega þrjár mínútur voru til hálfleiks en Afturelding gerði tvö mörk án svars og staðan 9:9 í hléi. Smiðshöggið KA tók vöidin í sínar hendur í byijun seinni hálfleiks og þegar Róbert Julian Duranona gerði þriðja mark sitt í röð og skoraði eftir enn eitt aukakastið, breytti stöðunni í 15:12, trylltust áhorfendur. Róbert fór beint á bekkinn en móttökurnar urðu til þess að hann stóð upp og veifaði til stuðningsmannanna. Það var augljóst merki þess að málin væru í góðum höndum. Skömmu síðar skoraði Leó Örn Þorleifsson af línu og munurinn fjögur mörk í fyrsta sinn. Hann hafði eyðilagt þijú dauðafæri í fyrri hálfleik en ætlaði ekki að láta það fara með daginn. „Óheppnin hvatti mig frek- ar,“ sagði hann. „Álagið var mikið en ekki þýðir að gefast upp og hætta. Það hlaut að koma að því að ég skoraði en heppnin var með mér þegar það loks gerðist, boltinn fór í slána, þaðan í Begga og af honum í markið. En varðandi þetta álag verður að hafa í huga að menn verða að standa undir því. Ef menn gera það ekki hafa þeir ekkert að gera í handbolta." Eftirleikurinn var tiltölulega auð- veldur þótt gestirnir gæfust aldrei upp. Þeim tókst að minnka muninn í eitt mark, 22:21, þegar liðlega tvær mínútur voru eftir, en Jóhann svaraði með gegnumbroti og átti síðasta orðið eftir að Ingimundur hafði skorað úr vítakasti tæplega mínútu fyrir leikslok. Róbert Eftir þriðja leikinn var KA með aðra hönd á bikarn- um og liðið ætlaði ekki að sleppa takinu. Varnarmúr- inn með Erling fyrirliða og Alfreð á miðjunni var gífur- lega öflugur en sem fyrr í þessari baráttu var Róbert Julian Duranona maðurinn á bak við mörkin. Liðið var klókt, reyndi að spila langar sóknir og fá aukaköst. Oftar en ekki var stillt upp fyrir Róbert sem stökk gjarnan upp nán- ast á staðnum og skoraði en alls gerði hann 11 mörk. Ekki ónýtt að hafa svona mann. Jakob Jónsson lék nærri allan tímann í sókninni og fylgdi góðri frammistöðu í Mos- fellsbænum eftir af öryggi og festu en hann gerði þijú mörk eftir gegn- umbrot. Björgvin Björgvinsson var með 100% skotnýtingu, Jóhann G. Jóhannsson var með mikilvæg mörk undir lokin og Sergei Ziza stjórnaði spilinu með ágætum. Markvarslan og vörnin var góð hjá Aftureldingu en sóknin var vængbrotin. „Eg gat ekkert beitt mér og dreif ekki á markið," sagði Bjarki og Sigurður var líka hálfur maður. Siguijón meiddist í byijun seinni hálfleiks, fór úr liði á oln- boga, og ekki bætti það ástand liðs- ins. Hann vildi samt ekki gefast upp og kom aftur inná um miðjan hálfleikinn en þrátt fyrir góðan og mikinn vilja gat hann ekki leikið. Gunnar og Páll þurftu að taka af skarið og gerðu það oft vel og Ingi- mundur var öruggur í vítaskotunum sem fyrr en liðið átti í raun ekki möguleika í þessum slag. Meiðsl á versta tíma höfðu þar mest að segja. Þannig vörðu þeir Guðmundur Arnar Jónsson, KA, 15 (þar af 6 til mótherja): 10(3) lang- skot, 3(1) úr horni, 2(2) eftir hraðaupp- hlaup. Bergsveinn Bergsveinsson, Aftur- eldingu, 12 (þar af tvö til mót- heija): 6(1) langskot, 3(1) eftir gegn- umbrot, 2 af línu, eitt eftir hraðaupp- hlaup. Sigurjón úr liði SIGURJÓN Bjarnason, linumaður hjá Aftureldingu, meiddist þegar liðlega fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og staðan 12:10 fyrir KA. „Ég hef fengið ýmsa skelli en þetta er það versta og sársauka- fyllsta sem ég hef lent í,“ sagði Siguijón við Morgunblaðið en hann fór úr liði á vinstri olnboga. Eftir að hafa jafnað sig um stund inni í klefa heimtaði hann að fara aftur inná en borin von var fyrir hann að leika. Farið var með hann til frekari rannsóknar á sjúkrahúsið á Akureyri og var ekki að sjá að bein hefðu brákast eða brotnað en lið- bönd höfðu rifnað. Heilsaði með vinstri... FLEIRA en hnjámeiðslin voru að angra Alfreð. Hægri hönd hans hefur verið reifuð í úrslita- keppninni vegna þess að hann er handarbrotinn, og heilsaði mönnum með vinstri hendi að leiknum loknum á laugardag. Var svo kvalinn í þeirri hægri... 300 þúsund frá Olís GÍSLI Baldur Garðarsson, stjómarformaður Olíuverslunar Islands, afhenti KA-mönnum 300 þúsund krónur frá fyrirtæk- inu eftir að sigurinn var í höfn. Olís hefur verið aðal styrktarað- ili handknattleiksdeildar KA síð- ustu ár. Ég og Julian gerðum 12 ALFREÐ Gíslason gerði eitt mark í leiknum á laugardag. Það er ekki daglegt brauð nú orðið að hann skori enda leikur Alfreð nánast bara í vöminni. Markið á laugardag gerði hann eftir hraðaupphlaup snemma leiks, og sagði svo í búningsklefanum er hann skoðaði leikskýrsluna: „Ég og Julian gerðum 12 mörk.“ Duranona gerði nefnilega ellefu. Spenna í Hameln FORRÁÐAMAÐUR þýska fé- lagsins Hameln, sem Alfreð Gíslason þjálfar næsta vetur, hringdi til kunningja síns hér- lendis eftir hvern leik í úrslita- keppninni til að fylgjast með hvemig Alfreð og lærisveinum hans hjá Akureyrarliðinu gengi. Wahl að- stoðar Alfreð FRANK Wahl, þekktasti hand- knattleiksmaður í sögu Austur- Þýskalands, verður aðstoðar- þjálfari Alfreðs Gislasonar hjá Hameln næsta vetur. Þegar þjálfari liðsins var rekinn í vetur tók gamla brýnið Paul Tiedeman við, en hann þjálfaði landslið Austur-Þýskalands um árabil með mjög góðum árangri. Aldr- ei stóð til að hann yrði við stjórn- völinn lengur en til vorsins, Wahl kom sem aðstoðarmaður hans og verður áfram. Alfreð líst ekki illa á það. „Ég spurði þá hjá félaginu, áður en ég var ráðinn, hvort Wahl vildi starfa með mér. Mér var þá sagt að ef hann vildi það ekki færi hann einfaldlega."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.