Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 B 3
IÞROTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Wuppertal
fagnaði sigri
í Diisseldorf
„ÞETTA er mikill léttir og góður
áfangi, en stríðið er ekki búið.
Við eigum tvo leiki eftir sem
við verðum að vinna," sagði
Viggó Sigurðsson, þjálfari
Wuppertal, eftir að liðið hafði
gert góða ferð til Dusseldorf -
unnið 18:16 í miklum baráttu-
leik i norðurriðli 2. deildar-
keppninnar íhandknattleik í
Þýskalandi.
Viggó sagði að endaspretturinn
hefði verið sögulegur. „Við
vorum yfír í leikhléi 10:8, en leik-
menn Diisseldorf skoruðu fjögur
fyrstu mörkin í seinni hálfleik og
þegar fimmtán mín. voru til leiks-
loka var staðan 16:14 fyrir þá og
við fengum á okkur vítakast. Ég
setti þá pólska markvörðinn Mar-
iusz Dudek, sem hefur verið meidd-
ur, inná - hann varði vítakastið og
lokaði síðan markinu, varði tólf
skot það sem eftir lifði leiksins.
Dagur Sigurðsson, sem átti stórleik
í sókn og vörn, jafnaði 16:16 og
hann skoraði einnig síðasta mark
okkar, sem var hans sjötta mark,“
sagði Viggó.
Ólafur Stefánsson var sprautað-
ur fyrir leikinn og lék inná á
lokakaflanum, var ógnandi og skor-
aði eitt mark. „Þetta var mjög sæt-
ur sigur og sérstaklega þar sem
Bad Schwartau hafði heitið á leik-
menn Dusseldorf - ætluðu að borga
Sarnein-
ing ÍSÍ og
01 sam-
kvæmt
áætlun
SAMBANDSSTJÓRNAR-
FUNDUR íþróttasambands
íslands var haldinn um helg-
ina og samþykkti hann
frunivarp að nýjum íþrótta-
samtökum en stefnt er að
sameiningu ÍSÍ og Óí í
haust.
Á liðnu hausti samþykkti
íþróttaþing að leggja breytt
drög að nýjum íþróttasam-
tökum fyrir Sambands-
stjórnarfund ÍSÍ og sam-
kvæmt áætlun var lagafrum-
varp að nýjum samtökum
tekið fyrir og rætt á fundin-
um. „Einn fulltrúi lýsti yfir
andstöðu við sameiningu en
að öðru leyti fóru umræð-
urnar mest fram um form-
legar og teknískar útfærslur
í lagatextanum og lagfær-
ingar sem voru gerðar og
voru til bóta,“ sagði Ellert
B. Schram, forseti ÍSÍ, við
Morgunblaðið. „Fundurinn
samþykkti frumvarpið með
þeim breytingum sem voru
gerðar með öllum greiddum
atkvæðum gegn einu.“
Eilert sagði næsta skref
vera að halda fund í Ólymíu-
nefndinni og kynna frum-
varpið hérlendis og hjá IOC.
50 þús. mörk í leikmannasjóð liðs-
ins, rúmlega tvær milljónir ís-
lenskra króna, ef þeir myndu leggja
okkur að velli. Eftir leikinn brutust
út mikil fagnaðarlæti á meðal tólf
hundruð stuðningsmanna okkar
sem mættu á leikinn - tvö þúsund
áhorfendur sáu hann. Það er nú
þegar uppselt á síðasta heimaleik
okkar, gegn Nordhorn um næstu
helgi, fjögur þúsund áhorfendur
mæta á leikinn. Við leikum síðasta
leik okkar í Berlín, gegn Spandau,"
sagði Viggó.
Bad Schwartau eltir Wuppertal
eins og skugginn, er einu stigi á
eftir. Liðið vann Hagen á sunnudag-
inn, 26:20.
DAGUR Slgurðsson lék lykllhlutverklð f vörn og sókn hjá Wuppertal f Dusseldorf, þar sem
hann skoraöl sex mörk - tvö þýölngarmlkll undlr lok lelkslns.
Róbert ekki áfram
hjá Schutteruvald
Róbert Sighvatsson átti góðan
leik og gerði fímm mörk fyrir
Schutterwald sem tapaði fyrir
Grosswalstadt á útivelli 29:24 í
þýsku 1. deildinni í handknattleik
um helgina. Schutterwald er í neðsta
sæti deildarinnar og er nánast fallið.
Liðið á eftir að leika við Gum-
mersbach og Kiel og verður að vinna
þá báða til að eygja von. „Þetta er
búið hjá okkur og aðeins kraftaverk
getur bjargað liðinu frá falli,“ sagði
Róbert. Hann sagði öruggt að hann
fær frá liðinu ef það fellur. „Ég
gerði þriggja ára samning við félag-
ið í fyrra en með þeirri klásúlu að
ég geti farið ef liðið fellur. Ég hef
þegar fengið tilboð frá tveimur liðum
í 1. deildinni sem ég er að skoða
þessa dagana,“ sagði hann.
Essen sigraði Magdeburg nokkuð
örugglega 28:21. „Þetta var mjög
léttur leikur hjá okkur. Við vorum
með fimm marka forskot í leikhléi
og þetta var aldrei spurning. Við
skoruðum mikið úr hraðaupphlaup-
eftir liðunum í 4. og 5. sæti. Esse'n
á eftir að leika við Nettelstedt úti
og siðan við meistarana í Lemgo á
heimavelli í síðustu umferð. Þegar
er uppselt (6.000) á leikinn enda
fær Lemgo afhentan bikarinn eftir
þann leik.
Róbert Sighvatsson
um og voru hornamenn liðsins þar
fremstir í flokki," sagði Patrekur
Jóhannesson, sem gerði tvö mörk.
Essen er nú í sjötta sæti deildarinn-
ar með 31 stig, þremur stigum á
Þrír KR-
ingartil ÍR
ÞRÍR handknattleiksmenn hjá
KR hafa gengið til liðs ÍR, skrif-
að undir tveggja ára samning -
tveir þeirra eru leikmenn með
landsliði 21 árs og yngri. Leik-
mennirnir eru Gylfi Gylfason,
sem er örvhentur og leikur í
hægra horni, línumaðurinn Har-
aldur Þorvarðarson og leikstjórn-
andinn Agúst Þór Jóhannsson.
Bjarni
skoraði tvö
í Belgíu
ÍSLENSKA landsliðið skipað
leikmönnum undir 21 árs
aldri, sem mætir Luxemborg
á morgun í vináttulandsleik,
hitaði upp í Belgíu í gær-
kvöldi. Strákarnir mættu þá
3. deildarliðinu Virton og
unnu örugglega 4:2, eftir að
hafa verið yfir í leikhéi, 4:0.
Skagamaðurinn Bjarni Guð-
jónsson skoraði tvö mörk,
annað úr vítaspyrnu, Sigurvin
Ólafsson, Stuttgart, og Ólafur
Stigsson, Fylki, sitt hvort
markið.
KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ
Örebro flengdi nýliðana
Grétar Þór
Eyþórsson
skritar
frá Sviþjóð
Sigurður Jónsson og Arnór
Guðjohnsen voru í aðalhlut-
verkum þegar Örebro tók nýliða
Ljungskile í
kennslustund í
sænsku deildinni á
sunnudag. Örebro
vann 3:1 en tveggja
stafa tala hefði gefið skýrari mynd
af yfirburðunum. Elfsburg skaust
á toppinn eftir sigur á Vásterás
3:0 á útivelli í gærkvöldi. Er með
sex stig eftir tvo leiki og marka-
töluna 6:0. AIK er einnig með sex
stig eftir 3:0 sigur á Trelleborg.
Nicklas Rasck kom Örebro yfir
á 8. mínútu og skömmu fyrir hlé
skallaði Arnór í stöng af stuttu
færi, fékk boltann aftur og skor-
aði. Snemma í seinni hálfleik var
miðverðinum Sigurði Jónssyni
brugðið innan vítateigs Ljungskile
og vítaspyma dæmd sem Sigurður
skoraði af öryggi úr, en gestimir
minnkuðu muninn undir lokin. Arn-
ór og Rasck voru bestu leikmenn
vallarsins í umíjöllun í Aftonbladet.
Ljungskile átti í vök að veijast í
fyrri hálfleik og átti þá ekkert ein-
asta skot að marki. Sven Da-
hlkvist, þjálfari Örebro, sagði að
sigurinn hefði átt að vera mun
stæni, en sigur væri allt sem skipti
máli.
Expressen gaf Sigurði 4 af 5 í
einkunn, Arnóri 3 og Hlyni Birgis-
syni 2. Taldi blaðið Sigurð mann
vallarins og Arnór næst bestan.
Félagarnir hafa byijað með mikl-
um látum í sænska boltanum í ár
og verið mjög áberandi. í stuttum
kafla úr leiknum sem sænska sjón-
varpið sýndi tók þulurinn sérstak-
lega fram að Arnór Guðjónsen
væri 36 ára ungur en ekki gamall.
Öster tapaði 2:0 í Helsingborg
og voru markmaður gestanna og
einn samheiji hans reknir af velli
í fyrri hálfleik en í fyrstu umferð
var aðalmarkverði Öster vikið af
velli. Stefán Þórðarson er enn
meiddur og leikur ekki með Öster
næstu vikurnar.
Elfsburg, sem Kristján Jónsson
leikur með, fór óvænt í efsta sæti
eftir öruggan sigur á Vásterás,
3:0. Öll mörkin voru gerð á fyrstu
23 mínútum leiksins. Rúnar og
félagar í Örgryte héldu hreinu í
fyrri hálfleik á móti IFK Gauta-
borg en síðan komu tvö mörk frá
IFK, fyrst Stefan Pettersson á 53.
mínútu og síðan Andreas Anders-
son á 90. mínútu. Áhorfendur á
leiknum voru 12.500 og var það
met í 2. umferðinni.
Pascal Simpson var maður
leiksins er AIK vann Trelleborg
3:0 á útivelli. Hann gerði tvö af
þremur mörkum liðsins, á 43. og
60. mínútu. Pierre Gallo gerði
fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu
á 5. mínútu.
Eftir tvær fyrstu umferðirnar
er Pascal Simpson, AIK, marka-
hæstur með 3 mörk en Sigurður
Jónsson og Moses Nsubuga, Efls-
burg, koma næstir með tvö mörk.
Sigurður hefur gert bæði mörkin
úr vítaspyrnum.
Urslit / B10
StaAan / B10