Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 B 13 MANNLIFSSTRAUMAR MATARLIST/Er hvítlaukur allra meina bót? Ástaijurt sem fykt er af! fyrir því að stúlkur stunduðu ball- ett. Fyrir 1950 höfðu ballerínur verið kvenlega vaxnar eins og kvenmenn almennt en eftir að Bal- anchine skartaði tággrönnum dans- meyjum sínum var tímabili kven- legs vaxtarlags í ballett lokið. Þetta útlit er enn við lýði í ballettheimin- um og eru sjúkdómar eins og lystar- stol ekki óalgengir meðal dansara. Ballettverk Balanchine höfðu það markmið að höfða til fegurðarskyns áhorfenda. „Horfið á tónlistina og hlustið á dansinn" var orðsending í leikskrá frá Balanchine til áhorf- enda. Hans æðsta takmark var að gera tónlistina sýnilega með hreyf- ingum. Hreyfingum sem höfðu eng- an sérstakan boðskap fyrir utan að vera fallegar. Túlkun og tilfinn- ingar í ballett voru óþarfar í augum Balanchine, hann var á móti ballett- um sem sögðu sögu og túlkuðu til- finningar. Dansarar undir stjórn hans voru vélmenni án tilfinninga sem hann gat stjórnað að vild. I ballettum Balanchine var kven- dansarinn ávallt aðalatriði og tengdist hrifningu hans af hinum „fullkomna“ líkama ballerínunnar. Hlutverk hennar var að heilla áhorfendur með liðleika sínum, hraða og mýkt. Karldansarinn var hinsvegar stoð og stytta kvendans- arans á sviðinu, hans hlutverk var að lyfta henni og snúa. Hrifning Balanchine af kvendönsurum virð- ist hafa náð út fyrir starfsvettvang hans því af einkamálum hans er það að segja að hann giftist fjórum sinnum og voru konur hans allar þekktar ballerínur. í dag eru verk Balanchine sýnd reglulega af rúmlega 200 dans- flokkum um allan heim en alls samdi hann 425 verk. Dansstíll hans, það að útiloka tilfinningar og túlkun, byggja á tækni og hraða og leggja áherslu á þýðingarleysi hreyfinganna er nú þekktur sem nýklassískur stíll. Hann stýrði New York City Ballet í 35 ár eða allt til andláts síns árið 1983 og þjálf- aði þar marga af þekktustu ballett- dönsurum seinni tíma, þar á meðal Helga Tómasson. Hinn bandaríski stíll einkennist enn af því sem Bal- anchine þótti einkenna bandarískt samfélag á fjórða áratugnum þegar hann kom þangað sem aðkomu- maður, það er hraða og útlimalöng- um líkömum. Ferill Balanchine sýn- ir svo ekki verður um villst að stundum getur það komið til góða að vera útlendingur í ókunnugu landi. BRAGÐLAUKAR okkar eru alltaf að þroskast eins og við sjálf (flest a.m.k.). Börn sækja yfirleitt í það sem sætara er, a.m.k. forðast þau afgerandi súrt eða sterkt bragð yfirleitt. Eftir því sem þau stækka þroskast persónuleiki þeirra, smekkur og þá samhliða því bragðlaukarnir. Þessi endi bragð- taugarinnar í tungunni er merki- legt fyrirbæri. Ég get nefnt per- sónuleg dæmi um þróun bragð- lauka. Fyrir nokkrum árum var mér fyrirmunað að drekka kaffi, borða ólífur, drekka rauðvín, borða þistilhjörtu, kræklinga og myglu- ost svo eitthvað sé nefnt, en nú þykir mér allt þetta herramanns- matur. Hvítlaukur er ein af þessum fæðutegundum sem menn virðast annað hvort elska eða hata, þá yfirleitt lyktarinnar vegna. Bragðlaukar íslendinga virðast hafa þroskast mjög á undanförnum árum því hvít- laukur er óhemju vinsæll hér á landi, og er það vel. Þessi um- deilda planta á rætur sínar að rekja til Mið-Asíu þar sem hún vex villt og hefur verið notuð sem lækningajurt þar í gegnum tíðina. Nú er hvítlaukur ræktaður á sól- ríkum stöðum víða um heim sök- um gífurlegra vinsælda. Laukur hvítlauksplöntunnar býr yfir bakteríudrepandi eiginleika. Öll laukplantan hefur mjög sterkan og áleitan þef, en þó „ilmar“ lauk- urinn sjálfur mest. Það er vafalít- ið vegna hinnar stæku lyktar hvít- lauksins sem hann hefur fengið á sig stimpil kölska. Það er útbreidd trú manna að hvítlauksplantan sé vörn gegn hinu illa og að með hvítlauk í lófanum geti maður flæmt alla illa anda í burtu. Einn- ig hefur því verið fleygt að norn- ir misstu algerlega kynngikraft sinn í návist hvítlauks, svo kraft- mikill væri hann, að hann slægi þeim við. Í Ódysseifskviðu er að finna frásögn þar sem hvítlaukur gegnir lykkilhlutverki. Goðsagnapersón- an Kirka, sem var dóttir Helíosar sólguðs og var líklega ástargyðja frekar en tunglgyðja eins og marg- ir vilja meina, en er samt þekkt- ust fyrir það að leggja ýmis ill álög á menn, breytti skipsfélögug- um Ódysseifs í svín, er þeir hugð- ust stíga á land eyju hennar Aeaeu. Ódysseifur sá við henni þökk sé jurt einni sem Hermes hafði fengið honum og nefnist „moly“, en það er ein tegund hvít- lauks. Hann gat einnig fengið þessa harðsnúnu mey til að rifta hinum hvimleiðu álögum af skips- höfninni, og til að kóróna allt varð hún ástfangin af Ódysseifi og hann af henni hlýtur að vera því hann gleymdi konu sinni og heittelskuðu landi í heilt ár. Þannig fékk hvít- laukurinn á sig ástaijurtarnafnið. Hvítlaukurinnn lætur semsagt gott eitt af sér leiða og því er vel hægt að líta framhjá þeim (ó)þef sem honum fylgir, miðað við alla þá kosti sem hann býr yfir. En er hægt að borða hvítlauk án þess að þurfa að lykta „illa“ á eftir. Steinselja er mjög gott ráð, að tyggja lítið steinseljubúnt eftir að hafa snætt hvítlauk virkar mjög vel, nú og ef allir borðuðu hvítlauk myndi enginn ergja sig yfír lykt- inni! Ljós punktur við lyktina er síðan e.t.v'. sá að með því að anga af hvítlauk sleppur maður við að hitta allt fólkið sem mann langar ekki til að hitta, það heldur sig í öruggum radíus frá lyktinni! Sem dæmi um lækningarmátt hvít- lauksins má nefna að það hefur sýnt sig að hann hefur víkkandi áhrif á smáæðar líkamans og er mjög áhrifamikill gegn of háum blóðþrýstingi. Það hefur einnig verið sýnt fram á að hvítlaukssafi lækkar blóðsykurinn hjá sykur- sýkisjúklingum. Það er því engin tilviljun að ítalir sem líklegast eru mestu hvítlauksætur heims hafa lægsta hlutfall hjartasjúkdómatil- fella allra þjóða í Evrópu. Einnig rennir það stoðum undir hollustu hvítlauksins að í Mið-Asíu (þaðan sem hvítlauksjurtin er ættuð) lifir fólk að meðaltali lengur en nokk- urs staðar í heiminum auk þess sem krabbameinstíðni þar er lægst. Hvítlaukurinn er almennt mjög styrkjandi og nærandi; hann er hressandi, vatnslosandi, bætir meltinguna og heldur maganum í fínu formi. Hann ku einnig skerpa húðlitinn, og frábær sólvörn er að smyija varir og andlit með hvít- laukssafa, segir gamalt húsráð. Hvítlaukurinn varðveitir líkamann semsé að innan jafnt sem utan. Þess þarf að gæta þegar hvít- laukur er notaður í matseld að steikja hann ekki við háan hita, hann brúnast t.a.m. mun fyrr en venjulegur laukur og ef hann brúnast um of er hann óætur og þá verður lyktin fyrst vond. Það er því farsælast að setja hvítlauk- inn út í réttinn í lok eldunar- tímans, sérstaklega ef um steikta rétti er að ræða. Hvítlaukurinn mildast mjög við steikingu, og af honum er ekki þetta skarpa bragð eins og þegar hann er borðaður ferskur, en hann er einnig ljúf- fengur þannig, t.d. pressaður ofan á brauð. Alltaf þegar keyptur er hvítlaukur skal gæta þess að hann sé ekki byrjaður að þorna upp og sé ekki mislitur eða hnjaskaður á neinn hátt. Einnig skal varast að kaupa hvítlauk sem byrjaður er að spíra. Best er að geyma hvít- laukinn á köldum, dimmum stað einan og sér þar sem loft leikur um hann, t.d. í lítilli bastkörfu með loki. Það mun vita á gott dreymi mann að hvítlaukur sé til á heimilinu! Eins held ég það geti ekki vitað á annað en gott að eiga alltaf hvítlauk og borða nóg af honum jafnt ferskum sem steikt- um eða soðnum. Hvítlaukshósta- mixtúra __________1 hvitlouksrif_______ 2 msk hunang eða síróp Meijið hvítlaukinn út í hunangið eða sírópið og takið inn eina msk tvisvar á dag. Hér er ein uppskrift sem hress- ir upp á langþreyttar kartöflur. ________2 heilir hvítlaukqr____ 60 gr smjör 500 gr kartöflumús rjóma og/eða smjörslettg __________salt og pipgr________ 2 msk hökkuð steinselja Sjóðið hvítlaukana í 2 mín og þurrkið þá síðan, kælið og afhýð- ið. Bræðið smjörið og steikið hvít- laukana við vægan hita, þar til þeir eru orðnir mjúkir, en látið þá ekki brúnast. Síið safann frá og hellið hvítlaukssmjörinu út í kart- öflumúsina. Hrærið vel og hellið því næst rjómanum, smörslettu, kryddi og steinseljunni út í. Hitið upp á ný og berið fram. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur hafi ævinnar eyða dýr mestri orku í vöxt og þroskun. Eftir kynþrosk- un hins vegar er mikilli orku og fyrirhöfn eytt í tilhugalíf og æxl- un. Á hvaða þróunar- og stærðar- stigi er ákjósanlegast fyrir ein- staklinginn að breyta um hátt- erni? Rétt ákvörðun hefur afger- andi áhrif á heildarafkomu, þ.e. fjölgunarmátt tegundarinnar. Nið- urstöður þessara nýju rannsókna koma til með að varpa nýju ljósi á þá þætti sem leiða til hagkvæmr- ar orkudreifingar dýranna. Líkan Kozlowskis og Weinars getur ekki gefið skýringu á stærð- fræðilegri dreifingu veldisvísanna. Um hana verða þeir að gera ákveðnar áætlanir. Með því að gera ráð fyrir svokallaðri normal- dreifingu komust vísindamennirnir að áhugaverðum niðurstöðum. Þeim tókst að skýra ákveðin hlut- fallatengsl á milli fjölda spendýra- tegunda af ákveðinni líkamsstærð. Með því að taka fjölda tegunda sem fall af logaritmanum af lík- amsþyngd fundu þeir dreifingu sem er mjög svipuð þeirri dreifingu sem greinst hefur með beinum athugunum. Dreifingin er misvæg, þannig að fleiri tegundir hafa þyngd sem er minni en meðal- þyngd athugaðra dýra. Viðleitni til að skýra upphaf þessarar dreif- ingar hafði hingað til verið árang- urslaus. Jafnvel þótt rannsóknirn- ar gerðu ekki meira en skýra til- komu þessarar dreifingar væru niðurstöður þeirra mjög áhuga- verðar. Við eigum afmæli um þessar mundir og bjóðum því 20% afslátt af öllum húsgögnum verslunarinnar Síðasti dagur Opid í dag frá kl .14.00 -17.00 \faflwsgögn hoffu mti árafaS verið leiðandi verslun með húsgögn þar sem verð, ending og gæöi hafa farið saman. í tilefni af 35 ára afmæli okkar bjóðum við nú gott úrval af borðstofusettum, sófasettum, hornsófum, hvíldarstólum, rúmum og mörgu fleira á ótrúlegu verði! Troðfull búð af nýjum vörum! Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávtsun á usgoqn Ármúla 8 - 108 Reykjavík _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.