Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ AÐ HUGSA FYRIR HORN MYNPLIST Á s m u n d a r s a f n viö S i g t Q n HÖGGMYNDIR Hallstcinn Signrðsson og Asmundur Sveinsson. Opið kl. 13-16 alla daga til 4. maí; aðgangur kr. 200. NÚ FER senn að ljúka í Ás- mundarsafni við Sigtún áhuga- verðri sýningu, þar sem leidd eru saman verk tveggja náskyldra listamanna. Það er ekki aðeins að Hallsteinn Sigurðsson sé bróður- sonur Ásmundar Sveinssonar, held- ur var sá síðarnefndi einnig fyrsti kennari frænda síns. Hallsteinn hefur meðal annars launað greið- ann í gegnum tíðina með því að koma með ýmsum hætti að vinnu við verk Ásmundar, stækkun þeirra og viðhaldi. Þau verk þeirra frænda sem hér VERK Hallsteins Sigurðssonar í bogasal Ásm""darsafns. Tilnefnd til Óskarsverðlauna 1997. Besta erlenda myndin CáNHt nm OPNUNARMYND CANNES 1996 RídicSl - 4 ENGUM ER HLÍFT!! Til að komast til metorða við hirðina þurfa menn að kunna þá list að hafa aðra að athlægi. Hárbeitt orð og fimar stungur ráða því hver er sigurvegari og hver setur andlit í rykið. Sjáðu Háðung og æfðu þig í að skjóta á náungann, það gæti komið sér vel! HÁSKÓLABÍÓ - GOTT BÍÓ getur að líta virðast í fyrstu ólík um flest, en Hallsteinn hefur valið til sýningar ýmsar af þekktustu höggmyndum Ásmundar til sam- hengis við eigin verk. Engu að síð- ur ber heildin með sér þann sameig- inlega kjarna sem þeir eiga sem myndhöggvarar og felst í virðingu fyrir miðlinum og möguleikum hans til að tjá skýra formhugsun með tignarlegum hætti. Yfirskrift sýningarinnar er „Kúla, pýramídi og skel - samtal við Ásmund". Þau form sem hér eru nefnd vísa öðru fremur til verka Hallsteins, en ekki síður til rýmis staðarins sjálfs, sem er ein af sér- stæðari byggingum borgarinnar. Uppsetningin er með þeim hætti, að verk Asmundar er að finna í húsinu sjálfu, kúlunni og millisal, en höggmyndir Hallsteins fylla ysta salinn; þannig er höggmyndum þeirra ekki blandað saman, heldur látnar njóta sín í nándinni. Verk Hallsteins eru öll úr járni og ættu að vera kunnugleg þeim sem hafa fylgst með listsköpun hans; hér er það léttleiki formsins sem ræður ríkjum í fjölbreyttum sköpunarverkum, sem fylgja þó ákveðnum flokkum, sem listamað- urinn hefur verið að fást við undan- farin ár. Hér er m.a. að finna hring, keilur, pýramída, skeljar og fönsun, og eru flestar höggmyndirnar úr tveimur síðustu flokkunum. Það er vafasamt að til sé annar sýningarsalur þar sem þessi verk Hallsteins fengju notið sín betur. Hvítmáluð bogaskemman er sem kjörinn vettvangur fyrir högg- myndirnar, sem ýmist rísa hæ- versklega á móti gestum á lágum stöllum eða svífa niður úr loftinu og hringast um sitt mnra rými með fjölbreyttum hætti. Á meðan sumar skeljarnar minna á brotna hnetti frá fjarlægum stjörnuþokum er sem stakt verk vísi með vissum hætti til upphafs flugsins, og þar með til drauma mannsins um svif um himinhvolfin. Verk Hallsteins hér eru öll óhlut- bundin, en þær höggmyndir Ás- mundar sem hafa verið valdar til samtalsins eru hins vegar einkum stílfærð verk frá fimmta áratugn- um; ber þar hæst verk eins og Helreiðina (1944) og Móðurást (1948). Síðar, einkum á sjötta ára- tugnum, gerði Ásmundur ýmsar óhlutbundnar höggmyndir úr málmum sem hefði verið fróðlegt að sjá í þessu samhengi, ekki hefur orðið að þessu sinni. Það fer vel á því að Hallsteinn minnist kynna sinna af Ásmundi með nokkrum orðum í sýningar- skrá. Þar vísar hann einkum til þess sannfæringarkrafts, sem fylgdi máli gamla mannsins, og stöku setningar sitja lengi í hugan- um fyrir það hversu skýrt hann gat orðað flókna hluti: „Mynd- höggvarar hugsa fyrir horn, málar- inn hugsar á fleti.“ Hér er alls staðar hugsað fyrir horn - að rými, sveig, formi, að sterkri heild höggmyndarinnar. Er rétt að benda listunnendum að njóta þessa samtals verka þessara ágætu listamanna á meðan færi gefst. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.