Morgunblaðið - 16.05.1997, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.05.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 B 5 mikið af fötum á leikkonurnar, sér- staklega Mary Stuart Masterson." Hvað Teri Hatcher varðar aðstoð- aði Linda búningahönnuðinn við að gæða grunnhugmyndir að búning- um lífi og fékk stundum að nota sín- ar eigin hugmyndir. „Til dæmis föt- in sem hún er drepin í og fjólublá undirföt,“ segh' Linda sem fékk nafn sitt á lista fyrir aftan umrædda kvikmynd, en það tíðkast ekki að öllu jöfnu. Linda segir að aðalleikarinn, Alec Baldwin, hafi verið kurteis, indæll, mikill fagmaður og boðið samstarfs- fólki upp á pizzu og bjór á hverju föstudagskvöldi. Aðal vandamálin sem hún þurfti að glíma við var sumarhitinn. „Sumir svitnuðu hrikalega mikið og þurftu að skipta oft um föt. Þá þurfti ég að passa upp á að svitablettirnir væru á sama stað á nýju flíkinni," segir hún. Kelly Lynch leikur konu Bald- wins og á dyggan stuðningsmann í Lindu. „Hún er meiriháttar, yndis- legasta leikkona sem ég hef unnið með, og kemur fram við mann eins og hún hafi alist upp í næsta húsi. Eric Roberts, er hins vegar meiri prímadonna," segir hún og rifjar upp fyrstu mátun hans í hjólhýsi leikbúningahönnuðanna. „Þama eru venjulegir mátunar- klefar með tjöldum og Eric Roberts fer inn og mátar. Hann kemur síð- an fram aftur á skjóllitlum, eldrauð- um nærbuxum, sem em að minns- ta kosti tveimur númeram of litlar og sprangar um eins rogginn hani. Tveimur árum síðar vann ég við sjónvarpsþáttinn Dark Angel, þar sem hann lék aðalhlutverkið. Þá var hann orðinn miklu verri og farinn að henda skóm í fólk.“ Teri Hatcher, sem líka leikur - Lois Lane í þáttunum um Ofur- mennið, er dæmigerð fyrir margar bandarískar kvikmyndaleikkonur að Lindu mati. „Þær eru pínulitlar, grindhoraðar, með innfallinn maga og risastór brjóst, og allar með minnimáttarkennd. Margar leik- konur virðast óöruggar, efast um hæfileika sína og falla í þá gryfju að halda að ef þær era ekki 100% í út- liti, fái þær ekki vinnu. Þær hafa ekki trá á sér sem manneskjum." Snákar, sveppur og önnur sníkjudýr Þótt starfið geti verið spennandi segir Linda ekki bara tekið út með sældinni að vinna við kvikmynda- gerð. Að sumarhitunum ógleymd- um urðu margir fyrir barðinu á sveppi og öðram sníkjudýrum sem lifa í heitu og röku loftslagi Louis- iana meðan Heaven’s Prisoners var tekin upp að flóm, mýflugum og kóngulóm ólöstuðum. „Ágúst er eins og helvíti, það er svo rosalega heitt,“ segir hún. Annað dæmi er vatnasnákar sem létu á sér kræla við útitökur í grennd við Mexíkóflóa vegna sjón- varpsþáttanna The Big Easy. „Það voru pollar út um allt og við fund- um sjö baneitraða vatnasnáka und- ir hjólhýsunum einn daginn. Þessir snákar ferðast í hóp, ráðast allir á Spánverjar, ekki púritanar." Linda segir að New Orleans og nágrenni sé vinsælt baksvið fyrir kvikmynd- ir og sjónvarpsþætti vegna sér- stæðrar stemmningar. „Ég hef orð- ið það mikla reynslu að ef fleiri en eitt kvikmyndafyrirtæki er við tök- ur í New Orleans get ég yfirleitt valið við hvaða mynd ég vil vinna. Oft þarf ég að hafna fleiri verkefn- um en ég get tekið.“ Pitt vingjarnlegur Undanfarin ár hefur Linda unnið við sjónvarpsþætti, auglýsingar og tónlistarmyndbönd og auk þess átt þátt í tilurð þekktra kvikmynda á borð við Kingfísh, Dead Man Walking, Heaven’s Prisoners, Interview with the Vampire, og The Client. I fyrstu fannst henni spennandi að fá stór verkefni og nefnir sér- staklega Interview with the Vamp- ire með Brad Pitt og Tom Cruise. „Tökurnar tóku sjö vikur og við höfðum þrjár vikur til þess að und- irbúa okkur. Við voram til dæmis með 150 kassa af búningum sem þurfti að taka upp, sortera og máta. Ég hjálpaði til við mátanir, saumaði í tvo daga meðan á undirbúningi stóð og eftir að tökur hófust vann ég eingöngu á tökustað. Aukaleik- ararnir vora allir undir minni um- sjón, 250 talsins. Mér fannst ofsa- lega gaman í byrjun og spennandi að sjá leikarana fyrstu vikuna en nýjabramið fór þó fljótlega af. Það voru mikil umsvif kringum búning- ana, bæði vegna fjölda leikara og tímabilsins sem myndin gerist á. Það var svo mikið að gera að ég sá ekki sólina í sjö vikur, og breyttist sjálf í hálfgerða blóðsugu.“ Linda segir návígið við leikarana misjafnt, sumii’ blandi geði og aðr- ir ekki, eins og gengur. „Áður en tökur hófust leigði Tom Craise sal þar sem hægt var að dansa, borða og fara í keilu og bauð öllu starfs- fólkinu. Hann er viðkunnalegur að því leyti en er mikið út af fyrir sig.“ Hún segir Cruise samt ekki alveg lausan við svokallaða stjörnustæla. „Ég man til dæmis eftir atriði sem tekið var upp á plantekra utan við New Orleans. Þangað kom heil rúta af fólki sem klifraði upp á varnar- garða við Mississippi-fljótið skammt frá og fylgdist með gegnum sjón- auka. Hann neitaði að leika nema tökusvæðið yrði skermað af. Þetta er auðvitað skiljanlegt að vissu leyti. Hann er í þeirri stöðu að geta ekk- ert farið nema að vera hundeltur svo viðmótið hlýtm- að breytast.“ Linda segir hins vegar að hinn nýlofaði Brad Pitt hafi átt meira saman við starfsfólkið að sælda og fylgt því á bar til þess að drekka bjór og spila billjarð þegar tökum lauk í morgunsárið. „Hann reiddi vinkonu mína til dæmis heim á hjól- inu sínu einn morguninn," segir hún jafnframt. Passaði upp á svitablettina Talinu víkur að annarri kvik- mynd þar sem Linda gegndi stóra hlutverki, Heaven’s Prisoners með Alec Baldwin og Kelly Lynch, sem sýnd var á íslandi í vetur. Sögusvið þeirrar myndar er líka í New Orl- eans en rúmum 200 árum síðar og að sumarlagi. „Ég sá um allar mát- anir og saumaði og bjó jafnframt til Lífið er leikbúningar fb LINDA saumaði mikið af búningum á Mary Stuart Masterson sem leikur gleðikonu í Heaven’s Prisoners og sést hér með hinum vingjarnlega Alec Baldwin. Bannað er að taka myndir af leikurunum til einka- nota og því á Linda ekki mikið af myndum af verkum sínum. .ftí, LINDA ásamt samstarfsfólki við gerð sjónvarpsþáttanna The Big Easy, sem Stöð 3 ætlaði reyndar að taka til sýningar á sínum tíma. OVINNUDAGURINN er stund- um langur og mikill tími fer í að bíða. Linda fær sér hænu- blund á gólfinu í búningatrukkn- um ásamt tíkinni Jasmín. 0 SELSKAPSMEYJAR á bún- ingaballi. Þættirnir eru ekki ætlaðir börnum. 0 AÐALSÖGUHETJURNAR í w fyrstu þáttaröðinni af The Big Easy. Djöfullinn í miðjunni er í aukahlutverki og ljóskan er hætt. 0 AÐALLEIKARINN er ávallt w viðbúinn hinu óvænta. 0 FALLINN engill í aukahlut- verki að hætti Lindu. Dansandi bindi Búningarnir í The Big Easy eru litskráðugir að beiðni forráða- manna sjónvarpsstöðvarinnar. Að- spurð segir Linda ekki sama hvaða mynstur er á fötum þegar tekið er upp fyrir sjónvarp. „Ef það er of smátt sýnast fötin iða á skjánum og stundum sér maður menn með dansandi bindi. Einnig þarf að gæta þess að nota ekki mikið af plastefn- um eða öðru sem skrjáfar." Linda segir misjafnt hvað verð- ur um fótin þegar tökum lýkur. Ef um kvikmynd er að ræða er einu eintaki af hverri flík pakkað niður, hún merkt og send í myndverið til geymslu þar til klippingu er lokið því stundum þarf að bæta við myndskeiðum á síðustu stigum vinnslunnar. „Allt annað er selt eða sent á búningaleigur. Stundum kaupa leikararnir fötin eða bara taka þau. Þegar búið var að taka Heaven’s Prisoners var opnuð risa- stór verslun í New Orleans og allt selt. Rúmið sem Kelly Lynch var drepin í var selt fyrir 1.800 dollara, með sundurskotna gafla. Þeir reyndu líka að selja blóðug föt og hið ótrúlega er að fólk kaupir þet- ta,“ segir Linda, sem reyndar á sjálf fjólubláan náttkjól af Teri Hatcher, öskubakka, lampa og bar á fjórum hjólum úr umræddri kvik- mynd. Tökur eru nýhafnar á 22-þátta syrpu af The Big Easy en Linda er þegar farin að fínna fyiir gamal- kunnum fiðringi. „Ég er orðin eirð- arlaus og til í að breyta til. Áður en ég flutti hingað var ég að velta því fyrir mér að flytja til Kanada, Astralíu eða Svíþjóðar, eða bara hvert sem er. Ég er í sömu hugleið- ingum núna. Ef allt gengur að ósk- um og ég næ að safna nægum pen- ingum, væri ég til í að kaupa hús á Spáni.“ fórnarlambið og bíta og bíta. Þegar mikið rignh’ koma þeir upp úr vatn- inu og fara í pollana. Við voram því í þykkum gallabuxum, gúmmístíg- vélum upp að hnjám og með vasa- ljós þegar við þurftum að fara eitt- hvað. Svo stappaði maður niður fót- unum og gargaði til þess að reyna að hræða þá.“ Linda segir ennfremur að vinnu- dagurinn sé langur, 12-18 tímar. „Stundum vinn ég 70-80 tíma á viku. Maður á ekkert líf í svona starfi og vonlaust að reyna að eiga kærasta eða fjölskyldu. Þetta er vel borgað en maður vinnur svo sann- arlega fyrir því. Ég kláraði síðustu törn milli jóla og nýárs og varð ekki eins og manneskja fyrr en tveimur mánuðum seinna. Ég var eins og vofa fyrstu vikurnar," segir hún. Á síðasta ári vann Linda einvörð- ungu við sjónvarp, fyrst í tengslum við lögregluþáttinn Dark Angel sem fyrr var getið. Að því búnu tók hún sér eins dags frí áður en tökur hóf- ust á fyrstu 22 þáttunum af The Big Easy. „Sú vinna er alls annars eðl- is en við kvikmyndir. Hver 50 mín- útna þáttur er tekinn upp á sjö dögum, maður hefur ekki nema einn dag til að und- irbúa hvert atriði og þarf því að vera úti um allan bæ að kaupa fót, máta, breyta og þess háttar. Stundum kemur maður hlaupandi með flíkurn- ar rétt áður en tökur hefjast."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.