Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLAIMDSMÓTIÐ í KNATTSPYRNU
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 E 5
■ HERMANN Arason varnarmað-
ur Stjörnunnar lenti í kröftugu
samstuði við félaga sinn Birgfi Sig-
fússon í leiknum gegn KR. Varð
Hermann að yfirgefa völlinn alblóð-
ugur og er ekki talið að hann verði
með í næstu leikjum Stjömuliðsins.
■ STJÖRNUMENN höfðu skipt
öllum þremur varamönnum sínum
inn á þegar Hermann meiddist
skömmu fyrir leikslok. Síðustu mín-
útur leiksins léku Stjörnumenn því
einum færri, en náðu samt að halda
hreinu.
■ BRÆÐUR settu svip sinn á
Valsliðið í leiknum gegn Grinda-
vík. Tvíburarnir Ólafur og Guð-
mundur Brynjólfssynir hófu leik-
inn en þegar sá fyrrnefndi varð að
yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik
meiddur, leysti Jón Ingi Ingimars-
son hann af hólmi. Fyrir á vellinum
var yngri bróðir hans, ívar Ingi-
marsson.
■ SIGURÐUR Grétarsson gat
ekki stjórnað Valsmönnum af hlíð-
arlínunni gegn Grindavík. I síðasta
leik keppnistímabilsins í fyrra rak
Gyifi Orrason Sigurð af velli fyrir
mótmæli og var bannið tekið út í
fyrsta leiknum nú. Gylfi var aftur
mættur á Hliðarenda á mánudag
til að dæma leikinn og höfðu gár-
ungarnir á orði að hann væri einnig
að framfylgja leikbanninu.
■ SINDRI Grétarsson, sem skor-
aði tvívegis fyrir Skallagrím gegn
Leiftri, hafði aðeins gert eitt mark
í efstu deild áður. Hann skoraði
fyrir ÍBV í síðustu umferð 1. deild-
ar 15. september 1990, í 4:3 sigri
á Stjörnunni í Vestmannaeyjum.
Sindri kom ÍBV í 3:0 á 50. mín.
■ ÓLAFUR Pétursson markvörð-
ur Fram lék á sunnudagskvöldið í
fyrsta skipti gegn því félagi sem
hann ólst upp hjá og lék með þar
til fyrir fjórum árum er hann mætti
Keflavík á Keflavíkurvelli.
■ LEIKMENN Keflavíkur komu
færandi hendi til leiks á sunnudags-
kvöldið því eftir að hafa verið
kynntir til leiks tóku þeir sprettinn
að áhorfendastúkunni og köstuðu
boltum til áhorfenda.
■ HAFSTEINN Gunnarsson,
framkvæmdastjóri knattspyrnufé-
lags ÍA, hélt upp á 25 ára afmælið
sitt á mánudaginn. Hann fór með
liðinu til Eyja og sagði eftir leikinn
að hann hefði getað hugsað sér
betri _afmælisgjöf en tap.
■ JÓHANNES Harðarson, mið-
vallarleikmaður Skagamanna, gat
ekki leikið með liðinu í Eyjum.
Hann sleit liðbönd í hné í síðustu
viku og verður frá í fjórar til fimm
vikur. „Þetta kom á versta tíma,
en svona er fótboitinn," sagði Jó-
hannes.
■ EYJAMENN eru með öflugan
hóp leikmanna. Til marks um það
voru fímm leikmenn sem hafa verið
viðloðandi landslið ekki með á móti
ÍA. Þeir eru; Bjarnólfur Lárusson,
sem tók út leikbann, Rútur Snorra-
son og Leifur Geir Hafsteinsson,
sem eru meiddir og síðan Sigurvin
Ólafsson og Kristinn Hafliðason,
sem bíða eftir leikheimild frá
Þýskalandi.
■ FJÓRIR leikmenn ÍBV voru
að leika með liðinu í fyrsta sinn í
1. deild. Þeir Hjalti Jóhannesson,
sem er bróðir Steingríms og tví-
burabróðir Hlyns, handboltamark-
varðar í HK, Hjalti Jónsson, Guðni
Rúnar Helgason og Sverrir
Sverrisson. Eyjamenn hafa tekið
upp þann sið að rassskella alla nýl-
iða og því fengu þessir fjórir að
finna fyrir eftir leikinn.
■ LOGI Ólafsson, landsliðsþjálf-
ari og Atli Eðvaldsson, þjálfari 21
árs landsliðsins, fylgdust báðir með
leiknum í Eyjum. Þeir eru báðir
að huga að vali liða sinna fyrir leik-
ina við Makedóníu 7. júní.
■ SKAGAMENN hafa ekki tapað
í fyrstu umferð íslandsmótsins síð-
an liðið féll í 2. deild árið 1990.
Stjömumenn nær sigri
Bjöm Ingi
Hrafnsson
skrifar
Þótt KR-ingum hafi enn einu
sinni verið spáð sjálfum ís-
landsmeistaratitlinum og Stjömu-
mönnum fallsæti í
árlegri spá, var ekki
hægt að merkja
mun á liðunum
tveimur þegar þau
mættust á mánudagskvöld. Ef eitt-
hvað var, þá voru Stjömumenn
nær sigrinum en KR-ingar, sem
verða heldur betur að taka sig á
ætli þeir sér í toppbaráttu sumars-
ins.
Upphafsmínútur leiksins vom
bráðskemmtilegar og flest færin
vom Stjörnumanna. Þeir komu
KR-ingum hvað eftir annað á óvart
með skemmtilegum samleik og
vantaði aðeins herslumuninn til að
nýta færin sín. Kristján markvörð-
ur Finnbogason gerði nokkrum
sinnum vel og eins var síðasta
skot Stjörnumanna ekki nægilega
hnitmiðað. KR-ingar virkuðu hins
vegar þungir og bitlausir; fyrsta
umtalsverða færi þeirra kom eftir
nær hálftíma leik. Þá var raunar
eins og lifnaði aðeins yfir þeim og
eftir laglega tilburði Ríkharðs
Daðasonar og sendingu hans fyrir
markið var Þórhallur Dan of lengi
að athafna sig og Stjarnan slapp
með skrekkinn.
í seinni hálfleik léku KR-ingar
mun betur en lítið gekk að skapa
sér marktækifæri. Leikmenn virk-
uðu margir hveijir svolítið þungir
og langan tíma tók að spila
knettinum frá vöm til sóknar;
miðjumönnum KR tókst illa að
tengja þetta saman og Stjörnu-
menn komust hvað eftir annað inn
í sendingar KR-inga á miðju svæð-
inu. Skapaðist oft mikil hætta við
þetta.
Hættulegasta færi hálfleiksins
var þó KR-inga. Það kom eftir
einkar laglegan samleik Þormóðs
Egilssonar og Þórhalls Dan en
ágætt skot Sigþórs Júlíussonar var
stórkostlega varið af Árna Gauti
Arasyni í Stjömumarkinu. Sann-
kölluð draumamarkvarsla.
Þegar á heildina er litið, er jafn-
tefli kannski sanngjörnustu úrslitin
úr þessari viðureign. Bæði lið
fengu færi sem hefðu átt að gefa
mörk og yfirráðunum skiptu liðin
Morgunblaðið/Golli
ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR, í baráttu um knöttlnn við Goran Miclc miðherja Stjörnunnar.
nokkuð jafnt á milli sín;
Stjarnan var sterkari í
fyrri hálfleik en KR í
þeim seinni. Hins vegar
er ljóst að KR-ingar ætl-
uðu sér ekkert annað en
sigur úr þessari fyrstu
viðureign sumarsins á
heimavelli en tókst ekki.
Þeir verða því að taka
sig nokkuð á fyrir næsta
leik, ætli þeir sér stóra
hluti í sumar.
Stjörnumenn geta á
móti unað sáttir við eitt
dýrmætt stig úr erfiðum
útileik, vitandi að með
heppni hefðu stigin þijú
orðið öll þeirra.
„Taugaspenna“
„MÍNIR menn léku ekki nógu vel í dag,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR,
eftir leikinn. „Ungu leikmennimir voru taugastrekktir, enda um fyrsta leik
í deildinni að ræða og liðið var þungt eftir því. Við vorum heppnir að vera
ekki undir eftir fyrri hálfleikinn en í þeim seinni voru við betri án þess að
við næðum að nýta okkur það. Þess vegna var þetta sanngjarnt þegar á
heildina er litið.
Nú þegar fyrsti leikurinn er búinn, ættum við að geta komið rólegri og
yfirvegaðri til leiks á fimmtudaginn gegn Grindavík,“ sagði Lúkas.
„Fyrir leikinn höfðu fáir trú á okkur, en við sýndum frábæra baráttu í dag
og hefðum getað tekið öll stigin,“ sagði Ámi Gautur Arason, hetja Stjömu-
manna í leiknum gegn KR. „Við vorum búnir að búa okkuir vel undir þenn-
an leik; vissum um styrkleika og veikleika KR og nýttum okkur þá. Þeir
hefðu samt getað gert mörk en það gátum við líka og vorum í raun óheppnir
að gera það ekki.“
Vamarieikur-
inn í fyrirrúmi
Morgunblaðið/Kristinn
HÖRÐUR Magnússon skýtur yflr mark Grindvíkinga.
á viðureign Valsmanna og Grind-
víkinga, sem fram
Björn Ingi fór að Hlíðarenda á
Hrafnsson mánudag. Traustur
skrífar varnarleikur var
hafður í hávegum
og þótt heimamenn hafi kannski
verið ívið sterkari, verða úrslitin
að teljast fyllilega sanngjörn.
Valsmenn sóttu mun meira í
fyrri hálfleiknum án þess þó að
skapa sér teljandi marktækifæri.
Amar Hrafn Jóhannsson, hinn
ungi og stórefnilegi framheiji
þeirra, var greinilega sá leikmaður
sem andstæðingamir óttuðust
mest og tóku mjög föstum tökum.
Þar með var framlína liðsins nokk-
uð bitlaus og ógnunin fór mest
fram hægra megin. Þar var Sigur-
björn Hreiðarsson mjög hreyfan-
legur en skorti stundum á að hon-
um tækist að skila boltanum frá
sér eftir að hafa gert laglega hluti.
í seinni hálfleik lifnaði aðeins
yfir leiknum, Grindvíkingar áttu
þá fleiri sóknartilraunir en Vals-
menn héldu yfirráðum sínum á
miðjunni. Þó var aðaláherslan
áfram lögð á vamarleikinn og
runnu flestar sóknir liðanna því út
í sandinn án teljandi vandræða
fyrir varnir liðanna. Litlu breytti
þótt markahrókurinn Hörður
Magnússon kæmi inn á um hálf-
leikinn miðjan; hann fékk úr litlu
að moða rétt eins og félagar hans
og því varð niðurstaðan marka-
laust jafntefli.
Valsmenn voru betri aðilinn í
leiknum þegar á heildina er litið,
en Grindvíkingum tókst að ná öðru
stiginu og halda hreinu. Greinilegt
er, að aðal liðsins í sumar verður
traust og vel skipulögð vörn, sem
þekkir sín takmörk, berst vel og
tekur ekki óþarfa áhættu. Ef tekst
að fylgja þessari stefnu í næstu
leikjum, gæti liðið hæglega náð
að stríða sér meiri spámönnum.
Valsliðið átti einnig sína spretti
og margir leikmanna þess eiga enn
mikið inni. Áður er getið Amars
Hrafns og Sigurbjörns, en sömu-
leiðis er ljóst að Heimir Porca og
Bjarki Stefánsson era liðinu ákaf-
lega mikilvægir. Þá er þess ekki
langt að bíða, að Hörður Magnús-
son verði klár í heilan leik á ný
eftir erfið meiðsli, og allir vita af
þefskyni hans fyrir marktækifær-
um.
Hörður var reyndar ekki sáttur
við jafnteflið. „Nei, við ætluðum
okkur sigur í þessum leik,“ sagði
hann. „Við voram sterkari aðilinn
en þeir börðust vel og uppskáru
eftir því. Nú verðum við bara að
gera enn betur í næsta leik, sem
verður í Borgarnesi gegn Skalla-
grími, og þeir hafa þegar sýnt að
þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.“
Guðmundur Torfason, þjálfari
Grindvíkinga, var hins vegar öllu
ánægðari. „Við fengum stig á úti-
velli úr erfiðum leik og það er útaf
fyrir sig jákvætt. Það eðlilega
gerðist, að menn voru taugaóstyrk-
ir í fyrsta leiknum og vildu forðast
mistök. Nú er bytjunin að baki og
stórleikur gegn KR framundan á
fimmtudagskvöld. Við stefnum
auðvitað á sigur á þeim og munum
beijast af fullum krafti."