Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 7
T MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 E 7 HM I HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/Einar Falur JAPANSKAR námsmeyjar láta mynda sig í Dome-höllinni fyrir framan þá fjóra íslensku leikmenn sem hafa hvílt í fyrstu tveimur leikjunum, Reyni Þór, Björgvin, Bjarka og Róbert. Morgunblaðið/Einar Falur DURANONA kann vel viö sig í Japan og naut sólarinnar á bílferju sem sigldi með landsliðið frá rótum eldfjallsins Sakurajima, í baksýn, til borgarinnar Kagoshima. . Boris Bjami „njósnaði" BORIS Bjarni Abkachev, aðstoð- arþjálfari Þorbjörns, fór ekki með hópnum í skoðunarferðina til Tarumizu á mánudaginn, þar sem hann var að „njósna" um o^ kortleggja leik þeirra liða sem ísiand á eftir að leika við. Boris sá Júgóslavíu vinna Lit- háen 29:21 og Alsír lagði Saudi- Arabíu 19:14, eftir að staðan var aðeins 6:3 í leikhléi. Hornamaðurinn sterki Zikica Milosavljevié hjá Júgóslavíu meiddist í ieiknum og leikur hann líklega ekki með gegn ís- iandi. Júgóslavar gerðu út um ieikinn gegn Litháen, með því að skora níu mörk mark gegn einu og breyta stöðunni úr 3:5 í 12:6. Þeir hvíldu sterkustu leik- menn sína í síðari hálfleik. Skytturnar hjá Alsír, sem skoruðu fimmtán mörk með langskotum gegn Islandi, náðu sér ekki á strik gegn Saudi- Arabíu, en Arabar leika vörnina framarlega eins og Alsírsmenn, sem áttu í erfiðleikum með að vinna á vörn eins og þeir leika. A sunnudaginn unnu Júgó- slavar Japani 22:19 og Litháen vann Saudi-Arabiu 27:18. Valdimar Grímsson segir að landsliðs- hópnum líði vel á Kyúshú Við erum á eyju, eins og heima Sigmundur Ó. Steinarsson skrifarfrá Kumamoto Valdimar sitt 700. Það er alltaf erfitt að leika gegn liðum eins og Alsír, sem leika ákafa maður gegn manni vörn. Við erum ekki vanir að leika gegn þann- ig vörnum, leikum þetta einn til tvo leiki á ári,“ sagði Grímsson, sem skoraði landsliðsmark er hann kom íslandi yfir 27:26. Valdimar, sem átti góðan leik, var ekki óánægður með sóknarleik íslenska liðsins. „Við skoruðum tuttugu og sjö mörk, en aftur á móti var varn- arleikurinn ekki nægilega góður og markvarslan eftir því. Vandamál okkar var að Alsírs- menn léku óagaðan handknattleik, þeir „hanga“ á knettinum og koma síðan með snögg skot. Við vorum einfaldlega allt of seinir í varnarað- gerðum okkar til að geta stöðvað langskot þeirra - misstum skotin yfir okkur. Það varð til þess að markverðir okkur náðu ekki að finna sig, réðu ekki við snögg skot rétt við varnarvegginn, eins og skiljanlegt er,“ sagði Valdimar. Attuð þið þá ekki að brjóta upp flata vörn ykkar og fara út til að stöðva skyttur Alsírsmanna? „Við gerðum það undir lokin. Mér fannst það vera á réttu augna- bliki, þegar Þorbjörn lét okkur leika fimm einn vörn. Þeir voru þá komnir þremur mörkum yfir og ætluðu sér að halda fengnum hlut. Þá fórum við að „pressa“ á þá og um leið fór allt í handaskol hjá þeim. Fyrr í leiknum sóttu þeir mjög stíft, þar sem við vorum yfir- leitt yfir. Við vorum ekki að breyta vörn okkar því að okkur fannst aðeins tímaspursmál hvenær við næðum afgerandi forskoti og skild- um þá eftir. Því miður gerðist það ekki. Það má ekki loka augunum fyr- ir því að Alsírsliðið er sterkt og hefur tekið miklum framförum. Alsírsmenn lögðu heimsmeistara Frakka að velli á HM á íslandi, einnig Dani. Þeir lögðu Norðmenn að velli á móti í Egyptalandi á dögunum. Þeir eru langt frá því að vera auðveld bráð - það getur enginn leyft sér að vanmeta Alsír, langt í frá. Alsír varð Afríkumeist- ari með því að vinna Egyptaland. í undirbúningi okkar fyrir leik- inn gegn Júgóslavíu munum við fara yfir leikinn gegn Alsír og finna út hvað við gerum rangt og hvað við getum gert betur. Við höfum verið að velta fyrir okkur ákveðn- um hugmyndum, sem við teljum að eitthvað sé að í leik okkar. Við ætlum okkur að komast að því. Eg er óhræddur um framhaldið. Það er létt yfir hópnum - leikmenn eru alltaf að verða léttari og létt- ari. Mér finnst allt vera á réttri leið og er bjartsýnn á framhaldið. Það er ekki eins þungt yfir lands- liðshópnum og oft hefur verið.“ Hverjir eru möguleikarnir gegn Júgóslavíu? „Við þekkjum vel leikstíl Júgó- slavíu og oft hefur okkur gengið vel að brjóta hann upp. Ef við náum að leggja Júgóslava að velli er staða okkar orðin vænleg - leik- urinn er hreinn úrslitaleikur um það hvaða lið verður í efsta sætinu í riðlinum. Við erum búnir að leika gegn þeim liðum sem ég hef trú á að fari áfram með okkur og Júgó- slövum," sagði Valdimar, sem er ánægður með byijun íslenska liðs- ins. „Við vorum að leika tvo erfiða leiki - fyrst setningarleikurinn gegn Japan, sem menn voru hræddir við og síðan gegn Alsírs- mönnum, sem voru búnir að sjá okkur leika, en við ekki að sjá til þeirra hér í Kumamoto. Við vorum mjög nálægt því að vera með fullt hús út úr þessum leikjum, en það er ekki slæmt að vera með þrjú stig. Við getum sagt að heppnin hafi verið með okkur gegn Alsír undir lokin. Ég er sáttur við gengi okkar. Okkur líður vel hér á Kyús- hú, erum á eyju eins og heima þar sem við höfum alist upp,“ sagði Valdimar Grímsson. Morgunblaðið/Einar Falur VALDIMAR Grímsson skorar hér eitt af mörkum sínum eftir hraðaupphlaup í leiknum á móti Alsír á sunnudag. Rögnvald og Stefán fengu góða dóma RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæmdu leik Rússlands og Kúbu, sem Rússar unnu auðveldlega 31:17. Þeir fengu mjög góða dóma að sögn Kjartans Steinbeck, formanns dómara- nefndar IHF. „Eftirlitsmaður leiksins hrósaði þeim fyrir vel unnin störf.“ Ólafur mætti dökk- hærður ÓLAFUR Stefánsson mætti dökkhærður til leiks gegn Japan, var búinn að lita hár sitt svart - mætti með sama háralit og Japanir. Menn muna þegar nokkrir leikmenn landsliðsins létu krulla hár sitt í B-keppninni í Austurríki 1977 og þegar Patrekur og Sigurður Bjarnason mættu krúnurakaðir til leiks í HM í Svíþjóð 1993, Fyrsta mark Duranona frá 1990 JULIAN Róbert Duranona skoraði eitt mark gegn Japan, síðasta mark leiksins - þegar 57 sek. voru eftir, 24:20. Þá voru liðin sjö ár síðan hann skoraði mark í heimsmeist- arakeppni. Duranona skoraði þá fyrir Kúbu og varð marka- hæsti leikmaður HM í Tékkó- slóvakíu, en hann var þriðji markahæsti leikmaðurinn í HM í Sviss 1986. Kveðja frá forseta íslands SETNIN GARATHÖFNIN í Park Dome-höllinni var afar glæsileg, mikil litasýning, dans og söngur. Setningin minnti menn á hafið, upp- sprettuvötnin, gróðursældina og eldfjallið Aso, sem var lát- ið gjósa á miðju gólfi íþrótta- hallarinnar. Þess má geta að á stórri ljósatöflu í Dome-höll- inni var sýnd og lesin kveðja frá herra Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, sem óskaði Kumamotomönn- um til hamingju með HM og vonaðist eftír að keppnin heppnaðist eins vel og á f s- landi 1995. Meiðsli Bjarka tóku sig aftur upp „ÞAÐ á ekki af mér að ganga. A æfingu í gær tóku meiðslin sig aftur upp í náranum,“ sagði Bjaríri Sigurðsson, eftir æfíngu landsliðsins í gær. Bjarki verður ekki með á móti Júgóslaviu í fyrramálið og segir Jakob Gunnarsson, sjúkraþjálfari, að það séu 50 prósent líkur á að Bjarki getí leikið með á HM í Kumamoto. „Við verðum að bíða og sjá hvort hann verði orðinn góð- ur fyrir leikina gegn Litháen og Saudi-Arabíu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.