Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 E 9
ÍÞRÓTTIR
Fyrsti bikartitill Chelsea síðan 1970
Sigur í minn-
ingu Hardings
Tö sérlega glæsileg mörk miðju-
mannsins Oscars Garcia
tryggðu Barcelona kærkominn sig-
ur á útivelii á Celta
Ásgeir frá Vigo. Barcelona
Svemsson fylgir því Real
skrifar Madrid enn fast eft-
fráSpáni jr 0g |jen(jir ai|j til
þess að æsispennandi lokaumferðir
séu í vændum í spænsku fyrstu
deildinni í knattspyrnu.
Celta liðið hefur löngum þótt
erfitt heim að sækja og leikurinn
var í jafnvægi framan af. Tvö mörk
frá Oscar Garcia, sem ekki hefur
verið fastamaður í liðinu á þessu
keppnistímabili, tryggðu Barcelona
hins vegar þægilega forustu í leik-
hléi. Fyrra markið skoraði Garcia á
29. mínútu með miklum þrumufleyg
af tæplega 25 metra færi eftir send-
ingu frá vinstri kanti frá Nígeríu-
manninum Amunike. Boltinn þaut
upp í þaknetið án þess að Diezma.
markvörður Celta, kæmi nokkrum
vömum við. Seinna markið, sem
leit dagsins ljós tíu mínútum síðar,
var enn glæsilegra. Garcia tók bolt-
ann á lofti með hægri fæti og þrum-
aði honum viðstöðulaust í slá og inn
af 25 metra færi. Celta minnkaði
muninn á 58. mínútu en heppnin
var enn og aftur með brasilíska
framheijanum Ronaldo þegar hann
skoraði þriðja mark Barcelona á 64.
mínútu eftir að vörn og markvörður
Celta höfðu tvívegis komist fyrir
skot hans.
Með sigrinum í Vigo hefur Barc-
elona hleypt nýju tífi í spænsku
meistarakeppnina. Fimm stig skilja
nú liðið frá Real Madrid og einung-
is fjórar umferðir eru eftir.
Vafasöm
vítaspyrna
Sýni leikmenn Real Madrid aftur
viðlíka leik og á sunnudagskvöld
gegn Valladolid getur svo farið að
liðið kasti frá sér meistaratitlinum.
Leikurinn var slakur og einkenndist
af pústrum og ýfmgum leikmanna
á milli og sérlega flautuglöðum
dómara.
Eina mark leikins skoraði Davor
Suker úr vítaspyrnu og munaði
minnstu að markvörður Valladolid
næði að veija spyrnu Króatans.
Vítið var dæmt eftir að Svartfelling-
urinn Mijatovic, einn besti fram-
heiji spænsku fyrstu deildarinnar,
hafði lent í árekstri við einn varnar-
manna fjenda sinna á vellinum og
var dómur þessi mjög vafasamur.
Leikur 38. umferðarinnar var
hins vegar tvímælalaust viðureign
Sevilla-liðanna tveggja, Sevilla og
Real Betis á heimavelli þeirra síðar-
nefndu.
Betis komst í 3:1 með marki á
88. mínútu leiksins og allt benti til
þess að liðið færi með sigur af hólmi
úr nágrannaslagnum en metingur-
inn milli þessara liða er jafnan mik-
ill. Leikmenn Sevilla neituðu hins
vegar að játa sig sigraða og skor-
uðu tvö mörk eftir að venjulegur
leiktími var út runninn.
Á síðustu sekúndum leiksins átti
Betis liðið síðan skot í varnarvegg
andstæðinganna og þaðan þeyttist
knötturinn í stöng Sevilla marksins
en markvörður liðsins náði að slá
boltann frá er hann var að fara
yfir marklínuna. Leikmenn Betis
trylltust þegar dómarinn úrskurðaði
að knötturinn hefði ekki farið yfir
línuna og fór hann af velli í lög-
reglufylgd.
Af sjónvarpsmyndum verður ekki
ráðið hvort markið var löglegt eður
ei og víst er að Sevilla-búar munu
lengi deila um þetta atvik.
Enginn hefur verið jafn snöggur
að skora í úrslitaleik ensku
bikarkeppninnar á Wembley og Ítal-
inn Roberto Di Matteo. Hann gerði
fyrra mark Chelsea í 2:0 sigurleik
liðsins gegn Middlesbrough í úrslit-
um bikarkeppninnar á laugardag-
inn; mark hans eftir 43 sekúndna
leik kom sem köld vatnsgusa fram-
an í leikmenn „Boro“, en leikurinn
var síðasta hálmstrá þeirra til að
bjarga félaginu frá algjörum upp-
skerubresti á leiktíðinni.
„í fyrstu áttaði ég mig ekki full-
komlega á því að ég hefði skorað,"
sagði Di Matteo eftir leikinn og
skyldi engan undra. Svo virtist sem
varnarmenn Middlesbrough tækju
ekki eftir honum þegar hann rakti
knöttinn frá miðju vallarins allt upp
að vítateig þar sem hann skaut
þrumuskoti yfir markvörðinn, í
slána og í netið. Þetta fékk hann
að gera óáreittur án þess að varnar-
menn gerðu minnstu tilraun til að
veija honum leiðina.
Eftir þetta atvik var mesta spenn-
an úr leiknum og leikmenn Chelsea
réðu lögum og lofum á vellinum allt
til enda og svo fór að Eddie Newton
bætti við öðru marki með skalla sex
mínútum fyrir leikslok eftir stórkost-
legan undirbúning Gianfranco Zola.
Zola, sem lék prýðisvel, einkum í
síðari hálfleik, og var nærri því að
skora nokkru áður en Newton innis-
glaði sigurinn, var skipt út af fyrir
landa sinn Gianluca Vialli á 89.
mínútu. „Þessi leikur er hápunktur-
inn á ferli mínurn," sagði ítalinn
smávaxni sem á dögunum var valinn
besti Ieikmaður úrvalsdeildarinnar.
Frammistaða leikmanna Middl-
esbrough olli stuðningsmönnum
vonbrigðum. Þeir vonuðust til að
skrá nöfn sín á spjöld sögunnar og
verða fyrsta liðið til þess að sigra
í bikarkeppninni á sama tíma og
það fellur niður í 1. deild. Marka-
hrókurinn Fabrizio Ravanelli varð
að hrökklast af leikvelli á 24. mín-
útu vegna meiðsla í læri og Brasilíu-
mennirnir Juninho og Emerson voru
langt frá sínu besta.
„Leikur okkar var góður,“ sagði
Ruud Gullit, knattspyrnustjóri
Chelsea, en með sigrinum varð hann
fyrstur erlendra knattspyrnustjóra
til þess að leiða lið til sigurs í ensku
bikarkeppninni. Félagi hans hjá
Middlesbrough, Bryan Robson sem
hingað til hefur ekki verið jafn sig-
ursæll sem knattspyrnustjóri og
leikmaður á árum áður, var skiljan-
Hátíðarhöldum frestað
Juventus svo gott sem innsiglaði
meistaratitilinn á Ítalíu á
sunnudaginn er liðið gerði 1:1 jafn-
^^1 tefii við Parma á
EinarLogi heimavelli. Juve gat
Vignisson þó ekki blásið til sig-
skrifar urhátíðar því Parma
frá Itahu getur enn náð Juve
að stigum, þótt þar sé um hálfgerða
hugarleikfimi að ræða enda marka-
tala Parma 15 mörkum verri og
aðeins 2 umferðir eftir. Inter náði
aðeins jafntefli við Roma og er enn
tveimur stigum á eftir Parma í
baráttu um sæti í Meistaradeild-
inni. Verona féll í aðra deild en
Cagliari, Piacenza og Perugia heyja
æsispennandi baráttu um sæti sitt
í deildinni, eru öll með 34 stig og
er nokkuð ljóst að tvö þessara liða
falla þótt Napoli sé reyndar ekki
enn sloppið fyrir horn.
„Síðari hálfleikur var bara fífla-
skapur," sagði Gianni Agnelli heið-
ursforseti Juventus eftir leik Juve
og Parma. Forsetinn aldni hafði
vænst þess að 24. meistaratitill
Juventus yrði í höfn eftir leikinn
en fjörleg byijun Juve rann út í
sandinn og við tók fullkomin leik-
leysa af hálfu beggja liða. Parma
náði forystunni með klaufalegu
sjálfsmarki Zidane en Juve jafnaði,
Amoruso skoraði úr umdeildri víta-
spyrnu. „Við vinnum deildina auð-
vitað samt og ég ætla mér að lifa
það að sjá þriðju stjörnunni bætt á
treyju Juve,“ bætti Agnelli við en
fyrir hveija 10 meistaratitla sem
unnist hafa er liðum á Ítalíu heim-
ilt að skreyta treyju sína með
stjörnu.
Youri Djorkaeff bjargaði Inter
fyrir horn eins og svo ótal sinnum
í vetur, jafnaði leikinn gegn Roma
á útivelli með marki eftir iaglegt
þríhyrningsspil við Paul Ince. Áður
hafði Statuto náð forystunni fyrir
Roma. „Menn eru orðnir þreyttir
og margir eiga við smávægileg
meiðsli að stríða og vildu ekki keyra
sig út fyrir leikinn gegn Schalke,"
sagði Gianluca Pagliuca markvörð-
ur Inter en seinni úrslitaleikur liðs-
ins í úrslitum Evrópukeppni félags-
liða er í kvöld.
Sampdoria lék Iiða best á sunnu-
daginn, kafsigldi keppinauta sína
um Evrópusæti, Udinese, 4:0. Arg-
entínumaðurinn Juan Sebastian
Veron skoraði fyrsta markið með
afar smekklegu skoti utan af velli
og Samp hafði töglin og hagldirnar
í leiknum. Eftir að Pierini leik-
manni Udinese var vikið af leikvelli
var svo um algera einstefnu að
ræða og Frakkinn Laigle bætti við
marki áður en markahrókurinn
Montella lokaði leiknum endanlega
með tveimur mörkum. „Við lékum
vel en gæfan var jafnframt með
okkur því Udinese er gott lið. Við
megum ekki gleyma að við þurfum
6 stig úr tveimur síðustu leikjunum
til að komast örugglega í Evrópu-
keppnina," sagði Sven Göran Eriks-
son þjálfari Samp.
Möguleikar AC Milan á Evrópu-
sæti eru nær engir eftir 2:2 jafn-
tefli á San Siro við Lazio. George
Weah kom inná sem varamaður fyr-
ir Roberto Baggio undir lok fyrri
hálfieiks og hafði einungis verið inná
í tvær mínútur er hann gerði fallegt
skallamark. Hann bætti öðru slíku
við i síðari hálfleik eftir að Boban
hafði gert sjálfsmark en Tékkinn
Pavel Nedved jafnaði leikinn og
landaði dýrmætu stigi fyrir Lazio
með marki beint úr aukaspyrnu fjór-
um mínútum fyrir leikslok.
Botnslagurinn er geysiharður,
Piacenza og Cagliari gerðu 1:1 jafn-
tefli en Perugia sigraði Reggiana,
sem þegar er fallið, 4:1 á útivelli
og færðist þar með upp að hlið fyrr-
nefndra liða. Úrslitin ráðast ekki
fyrr en í síðustu umferðinni en þá
leika Piacenza og Perugia m.a. inn-
byrðis.
lega ekki eins ánægður með sína
menn. „Frammistaða minna manna
voru vonbrigði og tapið stráir salti
í sár okkar.“
„Þeir verða sætari sigrarnir eftir
því sem ég er oftar í sigurliði á
Wembley," sagði glaðbeittur Mark
Hughes sem varð fyrsti maðurinn
í 106 ár til þess að verða bikar-
meistari fjórum sinnum, en hann
varð meistari með Manchester Un-
ited 1985, 1990 og 1994.
„Við eigum eftir að gera betur á
næstu árum,“ sagði Gullit. „Liðið
er í stöðugri framför. Þessi sigur
er hins vegar tileinkaður Matthew
Harding fyrrum varaforseta félags-
ins er lést í þyrluslysi í október.“
Harding lagði háar fjárupphæðir í
félagið og á einna mestan þátt í
uppbyggingunni hjá félaginu á und-
anförnum misserum. „í dag er ég
stoltur af liði mínu og ánægður
fyrir hönd stuðningsmanna félags-
ins sem hafa lengi þurft að bíða
eftir þessari stund.“
FOLK
■ JÚRGEN Klinsmann, miðheiji
Bayern Munchen og þýska lands-
liðsins, sem fer til Sampdoria á
Italíu eftir tímabilið, segist hafa
fengið mun betri tilboð fjárhags-
lega, aðallega frá Englandi, en
ástæður fyrir ákvörðun sinni væru
þær að Samdporia legði mikla
áherslu á sóknarleik og hann teldi
að fjölskyldu sinni myndi líða mjög
vel á Italíu.
■ KLINSMANN, sem nýlega varð
faðir í fyrsta sinn, á hús í borginni
Como, nálægt Mílanó, en hann lék
með Inter Milan fyrir nokkrum
árum og hefur alltaf kunnað vel við
sig á Ítalíu.
■ PSV Eindhoven burstaði
Utrecht 6:1 í hollensku deildinni á
laugardag og stefnir hraðbyri að
meistaratitli. Belgíski framheijinn
Luc Nilis skoraði þijú mörk í leikn-
um.
■ MARTIJN Reuser skoraði tví-
vegis fyrir Ajax og Jari Litmanen
gerði eitt mark, úr víti, þegar Ajax
sigraði Twente Enschede 3:2.
Ajax er þar með öruggt með sæti
í Evrópukeppni félagsliða (UEFA-
keppninni) næsta vetur.
■ NANTES sigraði Montpellier
3:0 í frönsku 1. deildinni á laugar-
dag og komst upp í annað sætið á
eftir Mónakó. Nantes og París SG,
sem tapaði 0:1 í Marseille, beijast
um annað sæti deildarinnar - sem
gefur sæti í Meistaradeild Evrópu
næsta vetur. Nantes hefur ekki
tapað í síðustu 30 leikjum.
■ ROLLAND Courbis, þjálfari
Bordeaux, tekur við stjórn Mar-
seille eftir yfirstandandi leiktíð.
Courbis, sem er 43 ára og fæddur
í Marseille, vill ekki semja lengur
en til eins árs við Marseille til að
byija með, og á það féllst forseti
félagsins
■ COURBIS tók við Bordeaux sl.
haust og hefur byggt upp stór-
skemmilegt lið - eftir að nokkrir
bestu mennirnir voru seldir sl. sum-
ar; m.a. Zinedine Zidane, sem fór
til Juventus, Christophe Dugarry
til AC Milan, Bixente Lizarazu
til Atlethic Bilbao og Hollending-
urinn Richard Witschge. Bordeu-
ax lék til úrslita í deildarbikar-
keppninni og liðið er nú í fjórða
sæti 1. deildarinnar, nokkuð öruggt
með sæti í UEFA-keppninni næsta
vetur.
Reuter
MARKASKORARAR Chelsea í úrslitaleiknum um helgina fagna ásamt fyrlrllða sínum. Frá
vinstrl: Roberto Dl Matteo, Eddie Newton og Dennls Wise.
Glæsimörk Garcias