Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 12
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Islendingarfengu slysalegt mark á sig á elleftu stundu gegn Alsír „Verðum að bæta vamarleikinn" FH-ingur sávið Frökkum SUK-hyung Lee, markvörður Suður-Kóreru, kom, sá og sigraði þegar S-Kóreumenn skeiltu heimsmeisturum Frakka í mjög köflóttum leik 27:26 í gær, á heimsmeistara- mótinu í Japan. Frakkar byij- uðu með látum, komust yfir 15:7 og voru yfír í leikhléi, 18:11. S-Kóreumenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálf- leik og fór Lee þá á kostum — varði fimm skot í röð þegar Kóreumennjöfnuðu 22:22, en alls varði hann tólf skot í seinni hálfleik. Kyung Shin Yoon skoraði sigurmark Kóreumanna er 48 sek. voru eftir. Við stefndum að því að ná fjórum stigum úr leikjunum gegn Japan og Alsír, sögðu Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari o g Geir Sveinsson landsliðsfyrirliði, þegar Sigmund- ? ——- ur O. Steinarsson settist niður með þeim til að líta yfir farinn veg í Kumamoto. Ótrúlegt afrek Patreks Morgunblaðið/Einar Falur PATREKUR Jóhannesson skoraðí frá miðju eftir uppstökk, á síðustu sekúndu leiksins gegn Alsír á sunnudaginn - en tíminn var útrunninn, þegar knötturinn fór yfir marklínuna. Á mynd- inni skýtur Patrekur, þriðji frá hægri, yfir varnarvegg Alsíringa. eir félagar sögðust hafa náð þremur stigum, sem væri miklu betra en ekki neitt. „Við get- um gert betur í vörninni e_n við sýnd- um gegn Alsírmönnum. Ég er mjög sáttur við að skora tuttugu og sjö mörk gegn varnarleik Alsírsmanna. Sóknarnýtingin hjá okkur hefur ver- ið góð gegn Japan og Alsír,“ sagði Geir Sveinsson og Þorbjörn sagðist ekki muna eftir að lið, sem næði 61% sóknarnýtingu eins og íslenska liðið náði gegn Alsír, færi ekki með sigur af hólmi. „Það er algjört einsdæmi." Þorbjörn sagði að yfirleitt þegar lið næðu sextíu prósent sóknarnýt- ingu, fögnuðu þau sigri. „Eins og Geir sagði, þá vorum við ekki að leika nægilega góða vörn - á því féllum við.“ Þú baðst um leikhlé þegar 4,45 mírt. voru eftir, eða eftir að Vaidi- mar Grímsson skoraði 23:25 - breyttir vörninni, lést leikmenn þína leika 5-1 vörn í staðinn fyrir flata vörn. Kom þessi breyting of seint? „Þessari spurningu er erfitt að svara. Þegar þeir voru komnir yfir og við breyttum vörninni, fóru þeir að tefja leikinn - ákveðnir að halda fengnum hlut. Ef við hefðum gert þessa breytingu fyrr, þá hefðu þeir verið farnir að leika vel gegn þeirri vörn. Þessu er auðvitað hægt að velta fyrir sér endalaust - án þess að komast að niðurstöðu," sagði Þorbjörn. „Eins er hægt að segja, að hefðum við ekki fengið þetta slysamark á okkur á síðustu sekúndunum, hafi ákvörðunin verið tekin á hárréttu augnabliki. Við þurftum ekki að vinna nema með einu marki. Við lékum mjög góða vörn á síðustu fimm mínútunum. Þegar grannt er skoðað, þá voru þeir rúma mínútu í sókn undir lokin, áður en þeir náðu að jafna. Það var grátlegt að fá á okkur þetta mark á elleftu stundu. Eftir mistök hjá okkur komst horna- maður inn á línuna og skoraði," sagði Geir. Þú hefur ekki skorað mikið aflínu í þessum leikjum, tvö mörk gegn Japan. Færðu of fáar sendingar úr að moða? „Nei, ekki vil ég segja það. Gúst- af Bjarnason lék á línunni meira og minna allan leikinn gegn Alsír og gerði fimm mörk. Það má segja að það séu komin sjö mörk úr línustöð- unni, sem er gott,“ sagði Geir. Þorbjörn sagði að leikirnir hefðu þróast þannig' að að Patreki Jóhann- essyni hefði gengið mjög vei. „Þar af leiðandi hafa flest mörkin komið frá því svæði sem hann er að leika á. Þegar ég hugsa um framhaldið get ég vel ímyndað mér það, að mótheijar okkar sem vita hveijir hafa skorað mest hjá okkur, leggi áherslu á að stöðva þá. Um leið mun opnast fyrir öðrum. Þetta gæti vel orðið þróunin í næstu leikjum okkar." „Ólafur og Dagur geta miklu meira" Það hefur vakið athygli að Wupp- ertal-leikmennirnir Olafur Stefáns- son og Dagur Sigursson hafa ekki náð sér á strik. Olafur skoraði þijú af fyrstu fjórum mörkum íslands gegn Alsír og síðan ekki söguna meir. Dagur hefur ekki náð sér á strik í hlutverki leikstjórnanda, gert mörg mistök. Eru þeir þreyttir eftir harða baráttu með Wuppertal? „Ég held að hér sé ekki um að ræða þreytu. Ekki get ég svarað því hvort þeir eru spenntir, en eitt veit ég að þeir eru að leggja sig alla fram. Það má ekki gleyma því að þeir eru að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu sem lykilmenn,“ sagði Geir og Þorbjörn bætti við: „Ef við lítum til baka og veltum því fyr- ir okkur, hvað þeir hafa verið að gera, þá hafa þeir að mestu verið að leika með félagsliðum. Á HM heima var Sigurður Sveinsson í því hlutverki sem Ólafur er nú í og Jón Kristjánsson var í hlutverki Dags. Þeir félagar léku nánast ekkert með. Þeir hafa ekki mikla reynslu. Við erum rétt að byija og vel getur verið að það sé skrekkur í þeim - stóra stundin er runnin upp og þeim er ljóst að þeir eiga að vera í aðal- hlutverki. Þá fyllast þeir ábyrgðartil- finningu og ná ekki að laða það besta fram í leik sínum. Allir, sem hafa gengið í gegnum HM, vita að það tekur tíma að átta sig á hlutun- um. Ég þekki þessa stráka manna best og veit að þeir geta miklu meira en þeir hafa sýnt,“ sagði Þorbjörn og Geir tók undir það. „Já, það vitum við allir - einnig þeir. Það er ekkert vafamál að þeir eru í allt öðrum hlut- verkum nú en fyrir tveimur árum. Það er ekki hægt að bera það sam- an,“ sagði Geir. Þorbjörn og Geir sögðu að Patrek- ur Jóhannesson og Valdimar Gríms- son hefðu leikið mjög vel og nýtt færi sín vel. „Gústaf hefur einnig verið góður. Þessir þrír leikmenn hafa leiki mjög vel, sem er gott,“ sagði Geir. „Ég er sannfærður um að markverðirnir ná sér á strik þeg- ar við náum að bæta vörnina. Eg öfunda ekki markverði af að standa fyrir aftan vörn, sem er ekki að leika vel. Allt verður að fara saman, sókn, vörn og markvarsla, ef árangur á að nást,“ sagði Þorbjörn. Völdu ekki Svíaleiðina Þegar þeir félagar voru spurðir hvort ekki væri rétt að láta horna- mennina krossa meira inn á línuna gegn vörnum sem leika eins framar- lega og Alsír, í staðinn fyrir að láta þá vera úti á köntunum, sagði Geir að það hafi verið ákveðið að nýta hornin til að reyna að leysa upp vörn Alsírs. „Við vorum búnir að ákveða að láta hornamennina, annan í einu, koma inn og vinna með þeim,“ sagði Geir og Þorbjörn bætti við að það væri eitt lið sem gengi alltaf afar illa með Alsír, það væru Svíar. „Eins léttleikandi og Svíar eru, þá beita þeir þeirri aðferð sem þú ert að ræða um, að láta leikmenn krossa. Sú leikaðferð hefur alltaf reynst Svíum illa. Leikmenn Alsírs virðast eiga gott svar við þannig aðgerðum. Þess vegna var sú leikað- ferð sem við beittum frekar valin,“ sagði Þorbjörn. „Einnig hefur það sitt að segja að hornamennirnir kunna það betur en útileikmennirnir að vera inni á línunni eða þar fyrir utan til að taka við boltanum og skila honum aftur til baka í „Rússablokkeringu“,“ sagði Geir og Þorbjörn bætti við að þess vegna væri Gústaf notaður í þetta hlutverk. „Hann leysir það mjög vel,“ sagði Geir. Tími Duranona mun koma Það er ljóst að nú er þýðingar- mesti leikurinn framundan - gegn Júgóslavíu. Islenska landsliðið hefur náð góðum árangri gegn Júgóslöv- um á undanförnum árum. Hentar leikaðferð Júgóslava íslendingum? „Svo má segja, þeir leika svipað og við gerum, en ekki „villimannabolta" eins og við fáum frá Asíu og Afr- íku. Við vitum að hveiju við göngum. Júgóslavarnir eru með mjög sterkt lið,“ sagði Þorbjörn. Telur þú að Júgóslavar leiki flata vörn eða 5-1 vörn gegn íslandi? „Þeir léku þannig gegn Japan og gekk ekki sérstaklega vel. Boris Bjarni sá leik Júgóslava gegn Lithá- en og þá léku þeir fimm einn með hornamanninn Milosavljevic fyrir framan, en hann meiddist í leiknum. Þá er spurningin hvað þeir gera. Ég hef trú á því að þeir leiki flata vöm gegn okkur. Við verðum að búa okkur undir að mæta báðum þessum varnaraðferðum þeirra. Ef ég ætti að ímynda mér eitt- hvað, ef ég væri þjálfari Júgóslavíu og ætti að setja upp leikinn gegn okkur, þá myndi ég leika flata vörn. Þetta segi ég vegna þess að þegar leikur íslands í keppninni til þessa er skoðaður, þá er Dagur ekki búinn að eiga góð skot, Ólafur hefur held- ur ekki náð sér á strik. Þar með yrði áhersla lögð á að stöðva Pat- rek. Þannig held ég að þjálfari Júgó- slavíu gæti hugsað," sagði Þorbjörn. Heldur Patrekur Duranona algjör- lega úti í kuldanum? „Nei, ég vil ekki segja það. Eins og liðin eru sem við höfum verið að leika við, Japan og Alsír, þá hentar það Duranona illa að leika gegn þeim - framliggjandi vörn. Stóru skrefin hans_ passa ekki inn í dans- spor hinna. Ég hef trú á því að hans tími komi í framhaldinu - eða á móti liðum sem leika svipaðan hand- knattleik og við gerum," sagði Þor- björn. Eftir að hafa farið með landsliðs- hópnum í dagsferð á mánudaginn, þá var ekki annað að sjá en að létt- leikinn réði ríkjum. Geir segir að það sé rétt. „Við höldum áfram að vera hér í Kumamoto til að skemmta okkur.“ ENGLANP: 1X1 12 1 11 X 2X12 ITALIA: XXX 1 X X XXX X 1 X 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.