Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 4
1 4 E MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ + ISLANDSMOTIÐ I KNATTSPYRNU Vítaspyrna? Morgunblaðið/Júlíus UNDIR lok fyrrl hálfleiks í Borgarnesl fékk Gunnar M. Jónsson sendingu frá Sigurði Sigur- stelnssyni inn í vítatelg Lelfturs en Gunnar Már Másson náði að stöðva hann. Gunnar féll í kjölfarið og Skallagrímsmenn vildu fá vítaspyrnu en dómarinn var ekki á sama máli. ítténrn FOLK ■ ÞRÍR leikmenn KR tóku út leik- bann gegn Stjörnunni. Það voru þeir Einar Þór Daníelsson, Ólafur H. Kristjánsson og Sigurður Orn Jónsson. Allir eru þeir heilir og verða til taks fyrir leikinn gegn Grindavík annað kvöld. ■ ATHYGLI vakti að Guðmund- ur Benediktsson var sextándi maðurinn á leikskýrslu KR-inga. Eftir leikinn sagði Lúkas Kostic þjálfari liðsins að Guðmundur væri því sem næst heill, en leikurinn gegn Stjörnunni hefði verið allt of harður til að innkoma Guðmund- ar væri áhættunnar virði. ■ ÞÓRHALLUR Jónsson hjá Skallagrími var ekki með í fyrsta leiknum vegna leikbanns og missir einnig af þeim næsta af sömu sök- um. Samheijar hans, þeir Hjörtur Hjartarson, Kristján Georgsson og Þorsteinn Sveinsson, tóku einnig út leikbann í fyrradag. ■ AUÐUNN Heigíison og Ragn- ar Gíslason léku ekki með Leiftri. ■ ÞORVALDUR Þorsteinsson, sem er 18 ára og yngsti maðurinn í leikmannahópi Leifturs, fór í mark liðsins þegar Cardaklija var rekinn af velli. Við markmanns- skiptin var Pétur Björn Jónsson tekinn út af. ■ ÞORSTEINN Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leift- urs. er faðir markmannsins. ■ ÖLI Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri í Borgarbyggð, var heiðurs- gestur á Skallagrímsvelli. Nýliðar Skallagríms í Borgarnesi á toppi íslandsmótsins Anægja og gleði hjá Skallagrími Haraldur samnings- bundinn ÍA fram íjúlí HARALDUR Ingólfsson, sem var hjá Aberdeen í Skotlandi í vetur, kom heim í síðustu viku og lék með Skagamönnum á móti ÍBV. Hann sagðist hafa hug á því að fara aftur út og því hafi hann ekki gert samning við Skagamenn nema fram í júlí. „Það er ýmislegt í deiglunni og ég stefni á að komast út aftur og þess vegna vildi ég ekki festa mig hér of lengi,“ sagði hann. Haraldur var aðeins einu sinni i bytjunarliði Aberdeen, en kom átte sinnum inn á sem varamað- ur. Hann sagði aðstæður lijá félaginu góðar en þjálfarinn hafi verið frekar íhaldssamur og verið lítið fýrir það að breyta liðinu, þó að illa gengi. Ekki komnir með leik- heimild SIGURVIN ólafsson og Krist- inn Hafliðason, sem báðir léku í Þýskalandi í vetur, eru komnir til Eyja. Þeir fengu þó ekki að leika með iiðinu á móti ÍA vegna þess að leikheimild frá þýska sambandinu hafði ekki borist KSÍ. „Við eigum von á því að verða orðnir löglegir í næstu umferð á móti Fram,“ sagði Sig- urvin. „Það verður greinilega ekki hlaupið að því að komast í liðið eftir þennan örugga sigur á ÍA.“ Bjarni ferð- ast með kodda BJARNI Guðjónsson, sóknar- maðurinn efnilegi hjá ÍA, ferð- ast nú um með kodda. Ástæðan er sú að hann er slæmur í baki og þarf koddann góða til að styðja við bakið er hann situr. „Eg er búinn að vera frekar slæmur í bakinu að undanfömu og ekki getað æft á fullu. Verk- ur í bakinu leiðir niður í annan fótinn og gerir mér erfítt fyrir,“ sagði Bjami. Sigursteinn heimtaði að taka vítið SKAGAMENN fengu víta- spyrnu á síðustu mínútu leiksins í Eyjum. Brotið var á Sigur- steini Gíslasyni. Júgóslavinn Ristic, sem tók aukaspymur ÍA í leiknum, tók boltann og stillti honum upp á vítapunktinn og bjó sig undir að taka spyrnuna. Þá sagði Sigursteinn: „Hingað og ekki lengra, þessa spyrnu tek ég.“ Ýtti Ristic frá og tók spym- una sjálfur og skoraði af öryggi. Fararheill? GYLFI Þórðarson, formaður knattspymufélags LA, var að vonum ekki ánægður með úrslit- in í Vestmannaeyjum. Hann sagði eftir leikinn: „Verðum við ekki að segja að fall sé farar- heill? Það tekur smá tíma að ’fínpússa liðið enda hafa nýir menn verið að koma inn á síð- ustu dögum." SÉRFRÆÐINGAR helstu liða íslandsmótsins í knattspyrnu spáðu nýliðum Skallagrtms neðsta sæti og Leiftri í topp- baráttu en Borgnesingar biésu á alla spádóma í blíðskapar- veðri, unnu 3:0 verðskuldað í fyrsta leik sínum í efstu deild á Skallagrímsvelli og sitja í fyrsta sæti deildarinnar þegar 17 umferðir eru eftir. Olafur Jóhannesson, þjálfari Skallagríms, geislaði af gleði þegar leikmenn hans bjuggu sig undir átökin við Ste/njbó^™ Leiftur 1 fyrradag. Guðbjartsson „Ekki em miklar skrifar væntingar gerðar til frá Borgarnesi 0kkar en við ætlum að skemmta okkur og hafa gaman af þessu,“ sagði hann við Morgun- blaðið. „Við emm ekki mjög góðir en getum gert ýmislegt. í fyrra lék- um við sterkan varnarleik en væng- mennirnir þurftu ekki að taka þátt í honum. Ég geri ráð fyrir að Leift- ursmenn haldi að við ætlum að bakka en ég ætla að taka áhætt- una, mæta þeim framarlega, beij- ast og spila sóknarleik. Annaðhvort gengur dæmið upp eða ekki en þetta er aðeins einn leikur af 18 og við lærum af honum.“ Leiftursmenn lögðu upp frá Ólafsfirði klukkan hálfníu um morguninn og virtust sigurvissir við komuna í Borgarnes. „Við eigum að sigra og allt annað er ósigur,“ sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, liðlega hálftíma fyrir leik. „Samt verður að hafa í huga að þetta er fyrsti leikur mótsins, sjón- varpsleikur og fyrsti leikur Borg- nesinga í deildinni. Þeir selja sig dýrt og við vitum að ekkert kemur af sjálfu sér - menn verða að beij- ast fyrir hlutunum.“ Einfalt Skallagrímsmenn þekkja tak- mörk sín og reyndu ekki að gera meira en þeir geta. Þeir voru svolít- ið taugaóstyrkir í fyrstu en komu mun öruggari til seinni hálfleiks eftir að hafa haldið hreinu fyrir hlé. Skipulagið var einfalt: Góð markvarsla, örugg vörn og gagn- sóknir í kjölfarið. Þijár slíkar gengu upp á hálftíma og þó tækifæri hafí gefíst til að gera fleiri mörk voru heimamenn fyllilega sáttir við upp- skeruna. „Þetta var fínt,“ sagði Ólafur þjálfari í leikslok. „Við vorum taugaóstyrkir og hræddir í byijun en áttuðum okkur fljótlega á hlut- unum. Meðan við vorum að ná átt- um lögðum við áherslu á að halda vöminni og vinna okkur inn í leik- inn. Eftir fyrri hálfleikinn sáum við að þetta var eins og hver annar fótbolti sem við þekkjum. Við fórum að sækja meira, bárum ekki virð- ingu fyrir mótheijunum og gerðum það sem við þurftum til að sigra.“ Mjög sterkir og öflugir menn em í herbúðum Leifturs, menn með mikla keppnisreynslu, en þeir náðu illa saman. „Þeir þurfa hálft ár í viðbót til að kynnast," kallaði áköf stuðningskona liðsins rétt áður en Skallagrímur gerði þriðja markið. Það er afsökun en ekki staðreynd því þessir piltar eiga að geta gert mun meira og samvinnan á ekki að þvælast fyrir þeim. En að þessu sinni var hugmyndaflugið ekki mik- ið og sennilega hefur vanmat á mótheijunum ráðið ferðinni að ein- hveiju leyti. Erfiða leiðin var oftar en ekki valin og hún skilaði ekki árangri en engu að síður voru sókn- armennirnir þrír áberandi bestir í aðgerðum sínum - þeir reyndu en höfðu ekki heppnina með sér. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði Kristinn þjálfari spurður um úrslit- in. „En við urðum fyrir áfalli. Daða var skellt og svo virtist sem hagnaðarreglunni væri beitt en í kjölfarið var dæmd á okkur víta- spyrna og við misstum mann út af. Eftir það gekk ekkert hjá okk- ur. Ég er sammála því að spilið var ekki gott. Við erum með lið sem getur látið boltann ganga en stundum nægir ekki að hafa tækni og fínheit. I iokin tókum við of mikla áhættu með því að vera með þijá í vörn en við reiknuðum ekki með þessu. Við áttum von á erfið- um leik en að tapa 3:0 er of mik- ið. Liðsheildin brást en þetta er ekki heimsendir - þetta er aðeins einn leikur af 18.“ 1a /%Sveinbjörn Asgrímsson fékk boltann aftarlega á eigin vallar- ■ %#helmingi og gaf fram á Hilmar Hákonarson. Hann var á auðum sjó og ætlaði að leika á Cardaklija í markinu en sá síðar- nefndi felldi heimamanninn, var vikið af velli og dæmt víti. Valdimar K. Sigurðsson tók vítið af öryggi á 52. mínútu, sendi boltann með hægri í hliðarnetið uppi, vinstra megin við markvörðinn. Glæsilegt mark, fyrsta mark Skallagríms í efstu deild og fyrsta mark íslands- mótsins í ár. 2B^\jakob Hallgeirsson vann boltann nálægt miðlínu og sendi ■ ^#fram á Valdimar K. Sigurðsson. Hann lék aðeins áfram en sendi síðan á fjærstöng þar sem Sindri Þór Grétarsson kom aðvíf- andi og skallaði boltann af krafti í netið vinstra megin við markvörðinn á 76. mínútu. 3*^\Jakob Hallgeirsson vann boltann hægra megin í vörninni u\Jog sendi fram og út á hægri kant til Valdimars K. Sigurðs- sonar. Hann gaf fyrir markið, Sindri Þór Grétarsson náði boltanum nokkuð utan vítateigs og skaut með jörðu í hornið §ær á 83. mínútu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.