Morgunblaðið - 25.05.1997, Page 2
2 E SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU AUGLÝSINGAR
Sólheimar
Stofnaðir 1930
Sólheimar er vistrænt byggðahverfi íÁrnessýslu (rúmur klukkustundar akstur frá Reykjavík). Á staðnum er
m.a. garðyrkjustöð, skógrœktarstöð, gistiheimili, verslun með helstu nauðsynjavörur, listhús, kertagerð,
vefstofa og listasmiðja. Ennfremur sundlaug, íþróttahús og bankaþjónusta.
Forstöðumaður viðhalds- og framkvæmdasviðs
Húsasmíðameistari
Óskum eftir að ráða í eftirfarandi stjómunarstöður fyrir Sólheima.
Forstöðumaður víðhalds- og framkvæmdasviðs hefiir umsjón með viðhaldi húseigna og
ber ábyrgð á byggingaframkvæmdum á Sólheimum auk þess að hafa alhliða umsjón með rekstri
verkstæðis og áhaldahúss. Jafnframt að annast áætlanagerð, sjá um gerð útboðsgagna, eftirlit með
innkaupum, starfsmannahald auk annarra áhugaverðra verkefna.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi meistarabréf i húsasmíðum auk marktæ
krar reynslu af starfsmannahaldi. Áhersla er lögð á skipulagshæfiii og sjálfstæð vinnubrögð,
útsjónarsemi og leiðtogahæfileika. Rík áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum.
Forstöðumaður Garðyrkjustöðvarinnar Sunnu
Lífræn ræktun
Forstöðumaður Garðyrkjustövarinnar Sunnu hefur umsjón með rekstri garðyrkjustöðvarinnar
ásamt því að annast starfsmannahald, áætlanagerð um sölu afurða og dreifingu auk annars þess er
viðkemur rekstri stöðvarinnar.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu á sviði garðyrkju og séu áhugasamir á sviði
líffænnar ræktunar, en kostur er reynsla á því sviði. Við leitum að aðila með innsýn í rekstur og
reynslu af verkstjóm. Áhersla er lögð á sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð auk hæfni í mannlegum
samskiptum og framkvæmdagleði.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí n.k. Ráðningar verða sem allra fyrst. Húsnæði er fyrir hendi.
Vinsamlega athugið að nánari upplýsingar um ofangreind störf verða eingöngu veittar hjá
STRÁ. Guðrún og Hákon svara fyrirspurnum. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á
skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13.
STRÁ ehf.
STARFSRÁÐNINGAR
GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR
Mörkinni 3,108 Reykjavik, sími: 588 3031, bréfsími 588 3044
BlíNAÐARBANKI
ÍSLANDS
Laus staða skrifstofustjóra
í útibúi bankans á Selfossi
Menntunar- og hæfniskröfur umsækjanda:
- Viðskiptafræöi- eða sambærileg menntun æskileg
- Stjórnunarhæfileikar
- Skipuleg og sjálfstæð vinnubrögð
- Frumkvæði, metnaður og ábyrgð í starfi
- Tölvuþekking
- Lipurö í samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Sigurmundsson útibússtjóri á Selfossi.
Laun og kjör samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna.
Hafir þú áhuga á skemmtilegu og krefjandi starfi, þá sendu skriflega umsókn
með upplýsingum um nám og fyrri störf til starfsmannahalds,
Austurstræti 5, 155 Reykjavík, fyrir 14. júní n.k.
Hjúkrunarfræðing
vantar
til að veita Dvalarheimili aldraðra Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli forstöðu. Um 100% starf er að
ræða.
Nánari upplýsingar gefurformaður rekstrar-
stjórnar Arni Erlendsson, Skíðbakka 3,861
Hvolsvelli, sími 487 8560 og óskast umsóknir
sendartil hans ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf fyrir 1. júní nk.
tækniskóli fslands
Hðf>abakki 9-112 Reykjavík • Sími 577 1400
Bréfasími 577 1401 • Internet heimaska: http://www .ti.is/
auglýsir eftir umsóknum um eftirtalin störf:
1. Starf á bókasafni skólans.
Starfshlutfall 50%.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í bóka-
safns- og upplýsingafræði.
Meginviðfangsefni eru eftirfarandi:
• Leysa af bókasafnsstjóra í fæðingarorlofi
til 1. febrúar 1998. Á því tímabili er um að
ræða fullt starf. Bókasafnsstjóri sér um dag-
legan rekstursafnsins, hefuryfirumsjón
með öflun aðfanga og þjónustu þess við
aðila innan skólans og utan.
• Sinna daglegum störfum bókavarðar, þar
með talið skráning, öflun aðfanga, þjónusta
við nemendur og kennara og samskipti við
bókasöfn og upplýsingabanka innan lands
og utan.
Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í
síma 577 1400 kl. 10-12 dagana 27. maí-30. maí
og 4.-6. júní.
2. Starf við námsráðgjöf og kynningu.
Starfshlutfall 100%.
Umsækjendurskulu hafa lokið háskólaprófi
og námi í námsráðgjöf. Umsækjendur hafi
góða kunnáttu í íslensku og eigi auðvelt með
að tjá sig munnlega og skriflega á ensku og
einu norðurlandamáli.
Meginviðfangsefni eru eftirfarandi:
• Að veita nemendum skólans og þeim sem
hyggjast hefja nám leiðbeiningarog ráð-
gjöf.
• Tengsl við námsráðgjafa á öðrum skólastig-
um.
• Að sjá um útgáfu upplýsingaefnis skólans,
hafa umsjón með auglýsingum o.fl.
• Að standa fyrir kynningarstarfsemi skólans
út á við og inn á við.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn
Halldórsdóttir kynningarfulltrúi daglega í síma
577 1400.
Um bæði ofantalin störf gildir:
• Um laun og önnur kjör fer eftir kjarasamn-
ingi Félags tækniskólakennara viðfjármála-
ráðherra.
• Að öðru leyti fer eftir lögum nr. 70/1996 um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
• Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð,
frumkvæði og að eiga auðvelt með að starfa
með öðrum.
• Upphaf ráðningar miðast við 1. september
1997. í fyrstu verður ráðning tímabundin
til eins árs.
Umsóknir, ásamt afritum prófskírteina, upplýs-
ingum um fyrri störf og studdar meðmælum
fyrri vinnuveitenda ef fyrir hendi eru, þurfa
að berast undirrituðum eigi síðar en mánudag-
inn 9. júní næstkomandi.
25. maí 1997.
Rektor.