Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 E í HAFRANNSÓKNASTOFNUMIN auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Starf gagnastjóra til að sjá um gagnagrunn stofnunarinnar. Stofnunin notar Oracle gagnagrunnakerfi og aðallega Unix-vinnustöðvar. Starfið felst í yfir- umsjón með gagnaflæði, innslætti gagna, við- haldi, villuprófun og samræmingu gagna- grunna ásamtfrumúrvinnslu gagna. Leitað er að starfsmanni sem hefur lokið prófi í tölv- unarfræði, kerfisfræði eða sambærilegu námi og hefur reynslu af Oracle og SQL eða sam- bærilegum kerfum. Starf rannsóknarmanns til að hafa umsjón með mælingum á sjósýnum, innslætti gagna og umsjón með gagnagrunni. Tækni- og tölvukunnátta æskileg. í starfinu felst einnig þátttaka í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Starf raftæknifræð- ings/rafeindavirkja til þess að annast viðhald og viðgerðir rann- sóknartækja og tækjabúnaðar rannsóknar- skipa. í starfinu felst einnig tækjavarsla í rann- sóknarleiðöngrum. Umsóknarfrestur um öll störfin er til 10. júní. Umsóknum fylgir upplýsingar um menntun og fyrri störf. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötur4,101 Reykjavík, sími 552 0240. Vesturbyggð Bæjarstjóri Bæjarstjórn Vesturbyggðar auglýsir stöðu bæjarstjóra lausa til umsóknar. Starfssvið: Um starfssvið bæjarstjóra gilda ákvæði 71. gr. í VII kafla sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 og ákvæði 63. gr. samþykkta um stjórn Vestur- byggðar og fundarsköp bæjarstjórnar. Þar segir m.a.: Bæjarstjóri erframkvæmdastjóri bæjarins. Hann undirbýrfundi bæjarráðs og bæjarstjórn- ar í samráði við formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Bæjarstjóri hefur á hendi fram- kvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og bæjarmál- efna að svo miklu leyti sem bæjarstjórn hefur ekki ákveðið annað. Bæjarstjóri er prókúrhafi bæjarsjóðs. Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsliðs bæjar- ins. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem er tilbúinn að fást við krefjandi og áhugavert starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sveitarstjórnarmálum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsókn skal senda skrifstofu bæjarsjóðs, Aðalstræti 63,450 Patreksfjörður, merkta for- seta bæjarstjórnar, Gísla Ólafssyni. Umsóknum skal skilað fyrir 30. maí 1997. Upplýsingar um starfið veita: Gísli Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, í símum 456 1481 eða 897 2796, Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri, í síma 456 1221. Góð sölukona óskast Dugleg og hress sölukona með góða vöruþekk- ingu óskast í snyrtivöruverslun í 60% starf eða meira. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl., merktar: „888", fyrir 30. maí nk. - EFNAFRÆÐINGUR ^ LYFJAFRÆÐINGUR ^ MEINATÆKNIR Reynsla af rannsóknarstörfum æskileg. Við leitum að starfsmönnum er hafa til að bera metnað og frumkvæði til að taka þátt í uppbyggingu og þróun hjá lyfjafyrirtæki í örum vexti. Viðkomandi þurfa að hafa samskipta- og skipulagshæfileika og löngun til að takast á við krefjandi verkefni. Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Benjamín Axel Árnasyni ráðningastjóra Ábendis. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublóðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en t síðasta lagi fyrir hádegi mínudaginn 9. júní 1997 A Br <$ I^J > I Bókmenntafræði Við heimspekideild Háskóla Islands er laust til umsóknar 100% starf lektors í almennri bók- menntafræði. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs með mögulegri framlengingu og er stefnt að því að ráða í starfið frá 1. ágúst 1997. Laun eru skv. kjarasamningi Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra. Umsókn þurfa að fylgja vottorð um nám og störf um- sækjanda ásamt umsögnum um kennslu hans og stjórnunarstörf eftir því sem við á. Ennfrem- ur er nauðsynlegt að umsækjandi skili ná- kvæmri ferilsskýrslu sem greini frá námi hans, störfum, ritverkum og rannsóknum og hvaða rannsóknir hann hafi í hyggju að stunda ef til ráðningar kæmi. Umsækjandi skal einnig leggja fram þrjú eintök af þeim ritverkum, birtum og óbirtum, sem hann óskar eftir að verði metin. Umsóknarfresturertil 16. júní næstkomandi. Umsóknum og umsóknargögpum skal skila til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Starfs- mannasvið mun svara öllum umsóknum og greina umsækjendum frá því hvort og þá hvernig starfinu hafi verið ráðstafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Nánari upplýsingar um starfið sjálft veitir Kristján Arnason, dósent í almennri bókmennta- fræði, í síma 525 4446 og María Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri heimspekideildar, í síma 525 4401 en starfsmenn á starfsmannasviði veita upplýsingar um nauðsynleg umsóknargögn og þess háttar í síma 525 4390. Ritari Fasteignasala óskar eftir ritara til starfa. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku máli og hafi eigin bíl til umráða. Þarf að geta hafið störf 16. júní. Umsóknir skilisttil afgreiðslu Mbl.merktar: „Ritari - 3579" fyrir kl. 16 miðvikudaginn 28. maí. í Snæfellsbæ vantar áhugasama kennara til starfa við grunn- skólana á næsta skólaári við almenna kennslu, handmennt, tónmennt og íþróttir. Sérkennarar óskast einnig. í Snæfellsbæ eru þrír grunnskólar þ.e. í Ólafs- vík með um 200 nemendur, á Hellissandi um 130 nemendur og á Lýsuhóli um 40 nemendur. Allir eru skólarnir einsetnir og með góða vinnuaðstöðu fyrir kennara. Framhaldsdeild Fjölbrautaskólans á Vesturlandi er einnig starf- rækt í Snæfellsbæ. í undirbúningi er bygging nýs íþróttahúss. Snæfellsbær er ungt sveitarfélag í örri þróun til framfara í 21. öldina. Snæfellsbær er í þægilegri fjarlægö frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal aksturstími til Reykjavíkur eru 3 klst. á bundnu slitlagi. Styttist sú leið verulega með tilkomu Hvalfjarðarganga. Dulúð og orka Snæfells jökuls, og fegurð Snæfellsness dregur að sér vaxandi ferðamanna- straum þar sem saga landsins er sýnileg við hvert fótmál. Atvinnulíf Snæfellsbæjar byggir á útgerð og fiskvinnslu, ferðamannaþjónustu og landbúnaði, auk þess sem starfsemi á sviði jarðefnaiðnaðar, auk- inna fræðslumála og mannræktar er í þróun. Nánari upplýsingar veita: Anna Þóra Böðvarsdóttir skólastjóri í síma 436 6618 og 436 6771 á Hellissandi. Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri í síma 436 6618 og 436 6783 á Hellissandi. Svanfríður Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 435 6830 og 435 6746 á Lýsuhóli. Gunnar Hjartarson skólastjóri í síma 436 1150 og 436 1293 í Ólafsvík. Sveinn Þ. Elínbergsson aðstoðarskólastjóri í síma 436 1150 og 436 1251 í Ólafsvík. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ. GALLUP S m i d j u v e g i 7 2, 200 Kópavogur, S ím i: 540 10 00, Fax: 564 4 1 66, Gjaldkeri - Bókhald Gallup á íslandi óskar að ráða starfsmann í hálft starf til að sinna gjaldkera- og bókhaldsstörfum fyrirtækisins, þar með talin umsjón með launabókhaldi. Starfslýsing Færsla bókhalds, merking fylgiskjala, innsláttur í tölvu o.fl. Undirbúningur bókhalds til endurskoðanda Launaútreikningar Umsjón reikningsviðskipta Samskipti við banka Kröfur Góð starfsreynsla eða menntun á bókhaldssviði Reynsla af Fjölni, bókhaldskerfi, æskileg Þarf að geta unnið sjálfstætt Samviskusemi Skipulagshæfileikar Nánari upplýsingar um starfið veitir Jensína K. Böðvars- dóttir hjá Gallup, en umsóknir þurfa að berast henni fyrir 2. júní nk. til Gallup, Smiðjuvegi 72,200 Kópavogur. GaIIup eríforystu á íslandi á sviðiskoðanakannana, markaðsrannsókna og þjónustukannana og er auk þess leiðandi á sviði starfsmannaráðgjafar. Leiðarljós Gallup er fagleg vinna og traust þjónusta sem byggð er á trúnaðarsambandi við viðskiptavini fyrirtækisins. Að þessu vinnur samhentur hópur starfs- manna með góða sérmenntun og víðtæka reynslu. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Starfskraft vantar: í mötuneyti vegna sumarleyfa. Einhver kunn- átta í matargerð æskileg. Upplýsingar í síma 560 9008 eftir kl. 13:30 frá mánudeginum 26. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.