Morgunblaðið - 25.05.1997, Page 4
4 E SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Ert þú 18-26 ára
og langar til að
dvelja erlendis
við nám og störf?
AU PAIR í BANDARÍKJUNUM
Ef þú vilt víkka sjóndeildarhringinn og læra erlent
tungumál er ársdvöl sem au pair í Bandaríkjunum
ógleymanleg reynsla sem þú býrð að alla ævi.
STARFSÞJÁLFUN í U.S.A.
Trainee / Intemship
Nú gefst þér tækifæri til að kynnast af eigin raun
viðskiptaumhverfi eða félagsmálaþjónustu í
Bandaríkjunum. Þú færð ómetanlega þjálfun í að
tala og nota ensku um leið og þú kynnist annarri
menningu með því að lifa og starfa við hlið
Bandaríkjamanna. (Lágmarksaldur 20 ár).
AU PAIR í EVRÓPU
I boði er au pair vist í Austurríki, Bretlandi,
Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Italíu, Noregi,
Spáni, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi.
Dvalartími er 6-12 mánuðir. Einnig býðst
sumarvist í 2-3 mánuði.
STARFSNÁM í EVRÓPU
A Work Experience Programme
Við bjóðum málaskóla og starfsnám hjá ýmsum
fyrirtækjum í ferðaþjónustu í Bretlandi og
Austurríki. Þetta er kjörin leið til að læra tungumál
í málaskóla og öðlast síðan starfsreynslu í
ferðaþjónustu í 3 - 9 mánuði.
Hafðu samband í síma 562 2362 eða líttu inn.
Við erum að bóka í brottfarir í júní, júlí,
ágúst, september, október og nóvember 1997.
AuPAIR * MÁLASKÓLAR • STARFSNÁM
LÆKJARGATA 4 101 REYKJAVlK SlMI 562 2362 FAX 562 9662
NETFANG aupair@skima.is
Utanríkisráðuneytið
Verkefnaráðning
Vegna aukinna verkefna í málefnum Alþjóða-
bankans er tímabundið starf á aðalskristofu
ráðuneytisins lausttil umsóknar.
Gerð er krafá um háskólapróf, auk þess að
sérþekking eða framhaldsmenntun á sviði hag-
fræði og/eða þróunarmála er æskileg. Góð
kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlanda-
máli er nauðsynleg.
Leitað er að duglegum og samviskusömum
einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, jafn-
framt því að vera samstarfslipur. Nauðsynlegt
erað hlutaðeigandi hafi góða aðlögunarhæfni
og eigi auðvelt með mannleg samskipti.
Umsækjendur þurfa að geta gengið í önnur
störf sem falla undir verksvið utanríkisráðu-
neytisins.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um
mitt ár. Launakjör eru samkvæmt kjarasamn-
ingi fjármálaráðherra og Félags háskóla-
menntaðrá starfsmanna Stjórnarráðsins.
Frekari upplýsingar um starfið eru gefnar af
aðstoðarmanni ráðherra og starfsmannastjóra.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun,
fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmæl-
endur, sendist utanríkisráðuneytinu, starfs-
mannastjóra, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík.
Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðu-
blöðum.
Umsóknarfrestur er til og með 9. júní nk.
Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex
mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur nema
annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin.
Fyrirliggjandi umsóknir óskast staðfestar.
SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS
v/Árvey - 800 Selfoss - Pósthólf 241 . Slmi 98-21300
Ljósmæður
Ljósmóður bráðvantartil sumarafleysinga og
í fasta stöðu. Fæðingardeildin er nýlega endur-
nýjuð og er aðstaða fyrirfæðandi konur og
sængurkonur mjög góð. Valkostirtil fæðinga
eru mjög fjölbreyttir.
Á sama stað vantar
hjúkrunarfræðinga
til sumarafleysinga og í fastar stöður á hand-
og lyflæknissvið og á langlegudeild ShS, Ljós-
heima. Um er að ræða fjölbreytt störf við góðar
aðstæður.
Á sjúkrahúsinu eru 30 rúm sem skiptast í hand- og lyflæknissvið.
Vinna hjúkrunarfraeðingar til skiptis á þessum sviðum. Á öldrun-
ardeild ShS eru 26 rúm fyrir langlegu. Þar eru hjúkrunarfræðing-
ar á bakvöktum á nóttunni.
Kynnið ykkur sérkjör varðandi laun og hús-
næði. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrun-
arforstjóri í síma 482 1300.
Heilsugæslustöð
Selfoss
Hjúkrunarfræðingar/sjúkraliðar
Heilsugæslustöð Selfoss óskar eftir að ráða
hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga og
vegna fæðingarorlofs, sem er byrjað, nú þegar
og verður í 1 ár, þ.e. til febrúar og apríl 1998.
Einnig vantar sjúkraliða við heimahjúkrun frá
14. júlí til 29. ágúst vegna sumarafleysinga.
Störf við heilsugæslu eru fjölbreytt og gefandi.
Aðstoðað er við að útvega húsnæði.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri heilsu-
gæslu í síma 482 1300 og 482 1746.
Upptökusvæði Sjúkrahúss Suðurlands er Árnessýsla, Rangár-
vallasýsla og V-Skaftafellssýsla, alls 16 þúsund íbúar.
Starfssvæði Heilsugæslustöðvar Selfoss er um 6 þúsund íbúar.
Svæðið er Selfoss og nálægir hreppar. Þetta er upplagttækifæri
fyrir hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður sem vilja breyta til, kom-
ast burt úr borgarerlinum en samt stutt í borgina.
Selfoss er miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi og marg-
ar náttúruperlur í nágrenninu. Aðstaða til íþróttaiðkana er góð
og 4 dagvistarstofnanir fyrir börn eru starfandi í bænum.
I ÍSLENSKA
* ÚTVARPSFÉLAGIÐ
Deildarstjóri
þýðingadeildar
Óskum eftir að ráða, deildarstjóra
þýðingadeildar hjá íslenska útvarps-
félaginu. Deildin heyrir undir dagskrár-
svið og er skipuð 10 starfsmönnum.
Starfssvið; daglegur rekstur deildarinnar,
umsjón með öllum þýðingum, prófarka-
lestri, filmusafni og flutningi á dagskrár-
efni til félagsins og frá því, samskipti við
þýðendur og úthlutun verkefna.
Hæfniskröfur; við leitum að starfsmanni
með háskólamenntun á sviði málvísinda/
tungumála sem hefur reynslu af
þýðingum og textagerð. Viðkomandi
þarf að hafa góða samskipta- og
skipulagshæfileika, viðhafa fagmannleg
vinnubrögð og sýna metnað í starfi þar
sem íslenskan er í hávegum höfð.
Reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg.
Umsóknarfrestur ertil 1. júní nk.
Umsókmr sendist Hermanni Hermanns-
syni hjá Islenska útvarpsfélaginu sem
einnig veitir nánari upplýsingar. Farið
verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
@FjftSítp jl
HÁ8KÓLINN
A AKUREYRI
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við Háskólann á Akureyri:
Staða dósents í markaðsfræði
Kennslu- og rannsóknasvið er markaðsfræði,
æskilegt sérsvið markaðsrannsóknir, sölustarf
og útflutningsverslun. Til greina kemur að ráða
í stöðu lektors. Starfsvettvangur er aðallega
við rekstrardeild.
Staða lektors í rekstrarfræði
— gæðastjórnun.
Kennslu- og rannsóknarsvið er rekstrarfræði,
æskilegt sérsvið hagnýt notkun gæðastjórnun-
ar í íslenskum iðnaði og þjónustu.
Starfsvettvangur er aðallega við rekstrardeild.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir
hafa unnið, ritsmíðar, rannsóknir, kennslustörf,
stjórnunarstörf svo og námsferil sinn og önnur
störf. Með umsóknum skulu send eintök af
þeim vísindalegu ritum sem umsækjendur vilja
láta taka tillit til.
Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram
hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið
að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform
þeirra, eftil ráðningar kemur. Ennfremurer
ætlasttil þess að umsækjendur láti fylgja nöfn
og heimilisföng minnsttveggja aðila sem leita
mátil um meðmæli. Sæki umsækjandi um
tvær eða fleiri stöður við Háskólann á Akureyri
á sama tíma skal hann láta fullnægjandi gögn
fylgja báðum/öllum umsóknum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags
háskólakennara á Akureyri. Upplýsingar um
starfið gefa forstöðumaður rekstrardeildar eða
rektor háskólans í síma 463 0900.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á
Akureyri fyrir 10. júní 1997.
EIMSKIP
EIMSKIP leggur áherslu
á aö auka hlut kvenna í
ábyrgöarstööum hjá
félaginu og þar meö
stuöla aö þvíaö jafna
stööu kynjanna á
vinnumarkaöi.
Verkfræðingur
Hf. Eimskipafélag íslands óskar eftir
að ráða verkfræðing með framhalds-
menntun til starfa á rekstrarsvið
fyrirtækisins.
Rekstrarsvið ber ábyrgð á rekstri skipa,
gáma og annarra tækja Eimskips, sem
og rekstri flutningamiðstöðvarfyrirtækis-
ins í Sundahöfn.
í starfinu felst:
Rekstraráætlanir og matsgerðir.
Kostnaöar- og hagkvæmnisútreikningar.
Ráðgjöf vegna viðhalds og kaup á nýjum
tækja- og skipakosti.
Ýmis sérverkefni.
Hæfniskröfur:
Starfsreynsla hérlendis og /eða erlendis.
Sjálfstæð vinnubrögð.
Stjórnunarhæfileikar.
Frumkvæði og skipulagshæfileikar.
Góð enskukunnátta.
Færni í mannlegum samskiptum.
Góð þekking á tölvukerfum svo sem Excel.
Þekking eða starfsreynsla af gæðastarfi /
gæðakerfum.
Fyrir réttan starfsmann er í boði fjöl-
breytt og krefjandi starf með margvís-
legum tækifærum til faglegs og persónu-
legs þroska.
Vinsamlegast athugið að allar nánari
upplýsingar eru eingöngu veittar hjá
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf.
Umsóknum skal skilaö fyrir 30. maí n.k.
merktar „Eimskip 232"
Hagvangur hf
Skeifan 19
108 Reykjavík
Sími: 581 3666
Bréfsími: 568 8618
Netfang:
hagvang@tir.skyrr.is'
Veffang:
http://www.apple.is
/hagvangur „
HAGVANGUR RADNINGARÞJÖNUSTA
Rétt þekking á réttum tíma
-fyrir rétt fyrirtæki