Morgunblaðið - 25.05.1997, Qupperneq 16
16 E SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FUIM
IR/ MANNFAGINIAOUR
Viðtalstími
Reykja-
nesbæ
M. Mathiesen, alþm.
Við verðum með viðtalstíma þriðjudag 27. maí 1997 frá kl. 17-19
í Sjálfstaeðishúsinu í Njarðvlk, Reykjanesbæ.
Kaffi á könnunni. Aliir velkomnir.
Aðalfundur
Dómkirkjusafnaðarins
verður haldinn í safnaðarheimilinu Lækjargötu
14a, þriðjudaginn 27. maí kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg störf aðalfundar.
2. Önnur mál.
Sóknarnefndin.
Aðalsafnaðarfundur
Hallgrímskirkju í Reykjavík verður haldinn
í safnaðarheimili kirkjunnar miðvikudaginn
28. maí nk. kl. 20.00.
Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd.
BÍLAR
Man flutningabifreið
Mánudaginn 26. maí milli kl. 8 og 17 verður
á útboði þessi Man flutningabifreið.
Bifreiðin er af árgerðinni 1988 og er skemmd
eftir umferðaróhapp.
Tilboðum ber að skila fyrir klukkan 16 þriðju-
daginn 27. maí til Tjónaskoðunarstöðvar
Vátryggingafélags Islands, Smiðjuvegi 2.
ATVINNUHÚSIMÆÐI
Skrifstofu- og lager-
húsnæði til leigu
á einum besta stað í bænum.
Höfumtil leigu skrifstofu- og lagerhúsnæði
í Skútuvogi 1e, Reykjavík.
Skrifstofuhúsnæðið er 177 m2 á 2. hæð.
Lagerhúsnæðið er 177 m2 á 1. hæð.
Öll sameign er fullfrágengin og snyrtileg.
Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegst hafið sam-
band við Ingvald Gústafsson í síma 535 8024
eða Bjarna Gunnarsson í síma 535 8020 í
Skútuvogi 1e.
Hús verslunarinnar
11. hæðin í Húsi verslunarinnar, sem er 175
m2, ertil leigu. Glæsilegt útsýni sem myndar
þægilegt andrúmsloft á vinnustað. Öll þjón-
usta í næsta nágrenni, m.a. Kringlan í næsta
húsi. Laus fljótlega.
Upplýsingar gefur skrifstofa Húss verslunar-
innar, símar 581 4120 og 897 1943.
Atvinnuhúsnæði — ódýrt
Til leigu í Garðabæ ca 500 fm ódýrt atvinnu-
húsnæði á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni,
Garðatorgi 1. Góð lofthæð. Hentarvel undir
skrifstofur, teiknistofur, listagallerí o.fl.
Húsnæðinu má skipta í smærri einingar.
Næg bílastæði.
Upplýsingar veitir Karl í síma 89 20 160.
Miðborgin
Til leigu er ca. 100 fm húsnæði á 2. hæð í bak-
húsinu á Laugavegi 1. Hentugtt.d. fyrirarki-
tekta, verkfræðinga, auglýsingafólk eða smá-
vöruheildsölu. Laust 1. júní nk.
Nánari upplýsingar milli kl. 10 og 17.
Fasteignasala Islands,
sími 588 5060.
Til leigu
Til leigu er 320 fm nýlegt gott skrifstofu-
húsnæði á 2. hæð á góðum stað í austurborg-
inni. Einnig 115fm á jarðhæð með stórum inn-
keyrsludyrum ásamt ca 50 fm millilofti.
Nánari upplýsingar í síma 557 3059.
í Kvosinni
Til leigu í hjarta Reykjavíkur mjög gott 235 fm
húsnæði á einni hæð, í góðu ástandi, upplagt
fyrir skrifstofur, auglýsingastofur, teiknistofur
eða félagasamtök. Einnig eru til leigu í sama
húsi tvö góð skrifstofuherbergi. Sanngjörn
leiga. Upplýsingar veittar í síma 552 5530 á
skrifstofutíma.
Viltu fjárfesta?
50 millj. - 100 millj. - 200 millj.?
Verslunar- og atvinnuhúsnæði á góðum
stöðum til sölu. Traustir leigutakar.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Vagn Jónsson ehf.,
sími 561 4433.
Mörkin 4 — Til leigu
Mjög glæsilegt verlsunarhúsnæði ásamt lager
til leigu í Mörkinni 4 í Reykjavík. Húsnæðið er
912 fm og lager í kjallara afsömu stærð. Hús-
næðið er glæsilegt, vel innréttað með fjölda
bílastæða. Upplýsingar eru gefnar í símum
562 2991 og 893 4628.
Skólavörðustígur
Til leigu 175 fm nýtt og bjart verslunarhúsnæði
á besta stað við Skólavörðustíg.
Áhugasamir leggi inn upplýsingar á afgreiðslu
Mbl. fyrirfimmtudaginn 29. maí, merktar:
„T - 959".
Atvinnuhúsnæði
Gott atvinnuhúsnæði 280 fm með stórum inn-
keyrsludyrum til leigu á besta stað við Nýbýla-
veg.
Upplýsingar í síma 897 5306.
Til leigu
Til leigu er 850 m2 iðnaðar- eða lagerpláss við
Fellsmúla. Góðar innkeyrsludyr í götuhæð.
Lofthæð 3,20 m.
Upplýsingar í síma 568 1011 á skrifstofutíma.
Skrifstofuhúsnæði
í miðbænum
um 100 fm til leigu. Kr. 56.000 á mánuði.
Sími 511 3050.
p lorpml jarni málsins!
DAGBOK FRA HONG KOIMG
Þoka á Viktoríuhæð
Það skein sól í Hong Kong flesta dagana
sem Jóhanna Kristjónsdóttir var þar á
dögunum. Sól í sinni íbúa er kannski fullmikið
sagt en sól á himni - nema þegar haldið var
upp á Viktoríuhæð.
ÞAÐ var rjómalogn og blíða
flesta dagana mína hér í
Hong Kong og þeir sem
stýra málum núna reyna að gera
lítið úr kvíðanum sem gerir vart
við sig hjá mörgum vegna yfir-
töku Kínverja á þessari landspildu
þann 30. júní nk. Þó fer ekki
framhjá aðkomumanni sem rekur
inn nefíð skamma stund, kannski
fáeinar vikur, að óttinn er alls
staðar.
Blíðan var sem sé ríkjandi í
veðrinu og það rifjaðist upp fyrir
mér þegar ég kom hérna fyrst
fyrir fimmtán árum. Þá skall á
fellibylur sama kvöldið og ég man
hvað þetta var óraunverulegt. Að
sitja uppi á sautjándu hæð eða
tuttugustu og finna að byggingin
sveiflaðist til, bílarnir fuku lengst
út á Kínahaf og trén voru eins
og eldspýtur þegar þau þeyttust
um göturnar. Þá fannst mér ég
vera lent í ævintýri.
Um þær mundir voru að hefj-
ast samningaviðæður um afhend-
ingu Hong Kong en ég hitti eng-
ann sem tók þær hátíðlega. Þetta
virtist meira og minna vera í plati.
En platið er orðið veruleiki og
sólin skein. „Nema í sinninu á
okkar,“ sagði einn kínverskur
hagfræðingur við mig. Og fleiri
tóku í sama streng en orðuðu
þetta kannski ekki svona hnytti-
lega. En það er rangt að gera lít-
ið úr óttanum við yfirtöku Kín-
veija á þessari landsspildu og
þaðan af síður er rétt að hafa það
í flimtingum. En það er kannski
óþarfi að fá móðursýkiskast.
Ég tók sporvagninn upp á Vikt-
oríuhæð sem gnæfir yfir Hong
Kong. Það er svo bratt að það
liggur við maður standi á haus
þegar efst er komið. Ég var svo
upptekin við að verða ekki altek-
inn af svima-tilfinningu að ég tók
ekki eftir því fyrr en út úr lest-
inni var komið að það var ekki
einu sinni sól á himni lengur. Það
var skollin á- að vísu ekki fellibyl-
ur en þvílík þoka að varla sá
handa skil á útsýnispallinum. „Æ,
hugsaði ég og lagði frá mér
myndavélina. Stundum er maður
heppinn og stundum ekki. Ég var
sem sé heimspekilega þenkjandi.
Hugsaði með mér að nú sæi ég
akkúrat það sem Hong Kongar
segðust ekki sjá - ekki yfir hálfan
heiminn en alla vega til Kína.