Morgunblaðið - 25.05.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 25.05.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 E 19^ Ala foreldrarnir börn- in upp, eða ala börnin foreldrana niður? Lundúnarbréf Önnur vikan í febrúar var flölskylduvika í Bretlandi. Sigrún Davíðsdóttir heyrði breskan heimilislækni spyrja áhugaverðra og óvæntra spurninga um bamauppeldi og hugleiddi þá meðal annars sköffunar- hlutverk íslenskra foreldra. ONNUR vikan í febrúar var í Bretlandi helguð ljölskyldunni, ef marka mátti sjónvarpsdag- skrána þá vikuna. Hvaðan sú skip- un kom var óljóst, en ótal margir umræðuþættir voru helgaðir því merka fyrirbæri ijölskyldunni. í Bretlandi eru gömlu gildin og ijjöl- skyldan tengd órofa og oft pólitísk- um böndum, sem helst er minnst á þegar einhver þekktur stjórn- málamaður er gripinn við andfjöl- skyldulegt athæfi með buxurnar á hælunum í eiginlegri eða óeigin- legri merkingu. En þátturinn á BBC-sjónvarpsstöðinni, sem Fitzp- atrick heimilislæknir sá um var öldungis ekki á þeim nótunum. Þar notaði læknirinn aðeins tækifærið til að fitja upp á áhugaverðum spurningum um börn, barnaupp- eldi og fjölskyldulíf, án þess að gera neina sérstaka tilraun til að svara þeim, heldur frekar að vekja áhorfandann sjálfan til umhugsun- ar. Og ein spurninga hans var hvort foreldrar nú á tímum ælu börnin sín upp, eða hvort það séu börnin, sem ala foreldrana niður. Foreldrar í þjónustu barnanna Forsenda læknisins var meðal annars hans eigin barnæska í London á sjötta áratugnum, þegar hann var einn í hópi sex systkina. Þetta var bara ósköp venjuleg fjöl- skylda og það voru auðvitað aldrei neinar umræður í fjölskyldunni um fjölskylduna sjálfa. Engin nafla- skoðandi umræða um gildi og hlut- verk fjölskyldunnar. Hún bara var. Krakkarnir voru í skóla, komu heim og léku svo lausum hala það sem eftir var dagsins. Útileikir voru reglan og þeir fóru ekki fram á þar til gerðum leikvöllum heldur á öllum þeim opnu svæðum, sem tiltæk voru. Undir kvöld hélt hver til síns heima, kvöldmaturinn var borinn á borðið og fjöldskyldan snæddi saman. En hvernig er tíma krakkanna háttað núna? Um það voru nokkrar fjölskyldur spurðar. Jú, krakkarnir voru í ýmsu eftir skólann og um helgar. Það var ballett, ýmsar teg- undir íþrótta, myndlistarskólar og tónlistarskólar. Undirstaða tóm- stundaiðju krakkanna er að for- eldrarnir séu á kafi í henni með börnunum, bæði til að vaka yfir stundatöflunni, efla áhuga og metnað þeirra og ekki síst til að flytja þau í og úr tímunum, fyrir utan að reiða fram það fé, sem hún kostar. Foreldrarnir eyddu mun meiri tíma með börnunum, en þeir gerðu hvor með öðrum og þegar þeir fóru eitthvað voru böm- in tekin með. í Danmörku blasir við að börn eru að skiptast í tvo hópa. Það eru börn svona yfir sig samviskusamra foreldra, sem gera allt til að veita börnunum örvandi, uppbyggjandi og heilbrigt uppeldi. Þeir vaka yfir skólagöngu þeirra og tómstunda- iðju og lifa lífínu í þjónustu bam- anna, því þetta uppeldi kostar bæði tíma, fé og fýrirhöfn. Hins vegar era það svo foreldrar, sem vanrækja börnin á hinn grófasta hátt, fylgjast hvorki með skóla- göngu þeirra né því sem þau taka sér fyrir hendur í tómstundum eða um helgar. Krakkamir ganga sjálf- ala, án sambands við fullorðna og eru oft sjálfum sér og öðrum til vandræða. En það væri líka gaman að heyra hvað Fitzpatrick segði um íslenska foreldra og þjónustuhlut- verk þeirra, eða öllu heldur sköff- unarhlutverk. Það virðist iðulega vera útgerð upp á hundruð þús- unda að halda íslenskum krökkum og unglingum uppi, þar sem frum- þarfirnar era skilgreindar sem rán- dýr merkjafatnaður, tölvur sem duga meðalfyrirækjum, hljóm- flutningstæki sem hvert samkomu- hús væri fullsæmt af, að ógleymd- um viðeigandi húsbúnaði. Miðað við nágrannalöndin er það hvergi sjálfsagt nema á íslandi að foreldr- ar pungi út með um eða yfír 100 þúsund krónur fyrir krakkana, svo þau geti farið í fótbolta- eða skíða- ferðalög, sem íþróttafélögin nánast skylda þau til að taka þátt í, ef krakkarnir vilja vera krakkar með krökkum í þeim félagsskap. Og þá era enn ónefnd tæki og tól sem til þarf í hina ýmsu tómstundaiðju, svo ekki sé nú minnst á ferminga- tilstandið. íslenska unglingahag- kerfíð er ekkert smáræðis umsvifa- mikið. Hvað skyldu íslenskir ungl- ingaforeldrar annars að meðaltali vinna margar vikur á ári bara til að uppfylla „frumþarfir“ krakk- anna? Hið fræðilega uppeldi Önnur spurning, sem Fitzpatrick læknir kom inn á var allur rit- flaumurinn um barnauppeldi. Jú, aðspurðir foreldrar höfðu allir reynt að lesa sér eitthvað til um börn og barnauppeldi. Það var þó ekki alveg einfalt að leita upplýs- inga og fræðslu, því sérfræðingun- um ber nú einu sinni ekki alveg saman. Sumir þeirra halda á lofti aga og ófrávíkjanlegum reglum, meðan aðrir vara við of miklum hömlum. En sérfræðingarnir bjarga ekki foreldri fyrir framan grenjandi krakka, sem neitar að borða bananann sinn af því hann hefur brotnað. Læknirinn velti því líka fyrir sér hvort öll þessi góðu sérfræðingaráð styrktu í raun foreldrana og efldu, eða hvort þau drægju úr sjálfs- trausti þeirra og þori til að fylgja eftir eigin tilfínningu. Og er sér- fræðingaveldið, sem auðvitað hef- ur troðið sér inn í barnauppeldi líkt og önnur svið þjóðfélagsins, fremur til að grafa undan sjálfsábyrgð einstaklingsins en til að byggja hana upp? Því verður hver að svara fyrir sig. Friðaruppeldi var slagorð, sem heyrðist oft á síðasta áratug. Æðsta takmarkið var að ala börn upp sem friðelskandi verar og þá átti að gæta þess að þau léku sér ekki með vopn og slægjust, heldur leystu ágreining sinn á friðsaman hátt. Nú heyrast hins vegar þær raddir hvort það sé ekki bara jafn- hollt fyrir börn og hvolpa að tusk- ast svolítið. Hinar viðteknu hug- myndir breytast, svo það er kannski eins gott að reyna ekki bara að treysta á ráð annarra. Uppeldisbókmenntirnar byggja á þeirri forsendu að foreldrar séu óskaplegir örlagavaldar barna sinna. Og mikið rétt. Þeir hafa mikil áhrif á krakkana. En krakk- arnir verða líka fyrir miklum áhrif- um af systkinum, ef þeir eiga þau. Þess hlýtur að vera að vænta að bráðum uppgötvi barnasérfræð- ingageirinn þetta og taki að spýta frá sér handbókum í því að vera góð systkini. Nú á dögum þykir sjálfsagt að hafa börn með í ráðum alveg frá því þau geta farið að tjá sig. Besta ráðið sem ég hef heyrt um barna- uppeldi er hins vegar að það sé óskynsamlegt að spyija börn hvað þau vilji, nema maður sé sáttur við að þau fái í raun að ráða því sem spurt er um. Mér kemur þetta oft í hug, þegar ég sé smábarna- foreldra, sem ætla að fara að skipta á króganum, spyija hvort hann vilji ekki fá þurra bleyju. Svarið er yfirleitt ákveðið „Nei“ og þá heQast miklar fortölur for- eldrana. Hér væri nær að grípa heldur krakkann föstum tökum og segja að nú verði skipt. . . því það var hvort sem er aldrei ætlun- in að hann fengi að ráða neinu þar um. Viðmiðunin er heimur barnanna, ekki hinna fullorðnu Sé dæmið teygt til hins ýtrasta má segja að yfir sig samviskusam- ir foreldramir nú á tímum dragist inn í heim bamanna, lifi lífínu með þeim og á þeirra forsendum, en heimur barna og foreldra var að mestu aðskilinn áður fyrr. Heimur barnanna er orðinn viðmiðunin, ekki heimur hinna fullorðnu. Það var eitthvað í þessa áttina sem enski heimilislæknirinn áttl við, þegar hann varpaði fram þeirri spurningu hvort foreldrar ælu börn nokkuð lengur upp, heldur væru það börnin, sem ælu foreldrana niður. Það dettur varla neinum í hug að hverfa til fyrri tíma uppeld- isaðferða, en það er ekki nema hollt að spyija sig á stundum hvort það sé skynsemin, sem við fylgjum, eða eitthvað annað...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.