Morgunblaðið - 25.05.1997, Síða 20
>20 E SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ fyrirlestri um konur á vinnumarkaði.
Norræn ráðstefna um konur, atvinnu og efnahagsmál
Launajafnrétti er
enn sett á oddinn
ÝMSAR bækur og rit um jafnrétti voru á boðstólum.
JÖFN laun karla og kvenna
fyrir sambærileg og jafn-
verðmæt störf eru enn eitt
af þeim málum sem sett
eru á oddinn í jafnréttisbaráttu á
Norðurlöndum. Kom það skýrt
fram á tveggja daga norrænni
ráðstefnu um konur, atvinnu og
efnahagsmál, sem nýlega var
haldin í Reykjavík. Var meðal
annars vitnað til kannana sem
sýnt hafa að launamunur sem
eingöngu skýrist af kynferði er
10-16% og felst fyrst og fremst
í ýmiss konar viðbótargreiðslum
og yfirborgunum umfram laun
sem kjarasamningar kveða á um.
Norræna ráðherranefndin
skipulagði ráðstefnuna og voru
þátttakendur um 220, þar af um
60 íslenskir. Fjölmargir fyrirlestr-
ar voru fluttir um jafna stöðu og
áhrif kvenna og karla í efnahags-
lífinu, auk þess sem í boði voru
nokkur málþing tengd viðfangs-
efninu.
Verkalýðsfélög taka
málin í sínar hendur
Kirsten Precht, lögfræðingur
hjá landssambandi danskra versl-
unarmanna, var ein þeirra sem
héldu fyrirlestur, en hún hefur
um árabil unnið að launajafnrétti
í heimalandi sínu. í fyrirlestri sín-
um fjallaði hún meðal annars um
mál af þessu tagi sem farið hafa
fyrir dómstóla. Sagði hún að sam-
þykkt alþjóðavinnumálastofnun-
arinnar nr. 100 frá 1951 hafi
haft einna mest áhrif á þróun
danskrar löggjafar á þessu sviði.
Nú litu nokkur stór verkalýðs-
félög í Danmörku svo á að það
varðaði þau ef félagsmenn yrðu
fyrir launamisrétti. Því væri í
verkahring verkalýðsfélaga að
taka málstað félagsmanna sinna
gagnvart vinnuveitendum eða
fara með mál fyrir dómstóla,
hvort sem um væri að ræða ein-
staka starfsmenn eða hópa á
sama vinnustað.
Kirsten sagði að þótt ekki
næðist árangur í öllum málum
væri mikilvægt að láta reyna á
úrskurð dómstóla til að unnt
væri að meta raunverulega stöðu
í jafnlaunamálum. Sagði hún að
svokallað Danfoss-mál hefði vald-
ið straumhvörfum í Evrópu. Upp
úr 1980 kærði hópur starfsmanna
hjá Danfoss-fyrirtækinu launa-
misrétti og komust dómstólar að
þeirri niðurstöðu að konur fengju
lægri laun en karlar þótt störf
þeirra væru sambærileg og jafn-
verðmæt. Var fyrirtækið dæmt
til að greiða 470 konum bætur
og kostaði málið fyrirtækið um
200 milljónir íslenskra króna.
Rétt að láta reyna
á lög fyrir dómstólum
Elsa Þorkelsdóttir hjá jafn-
réttisráði fjallaði einnig um
launajafnrétti, en hún er lögfræð-
Um 220 manns frá öll-
um Norðurlöndum
tóku þátt í ráðstefnu
um jafnréttismál sem
var haldin í Reykjavík.
Brynja Tomer stiklar
hér á stóru um efni
ráðstefnunnar, en þar
kom m.a. fram að enn
fá konur á Norðurlönd-
um að jafnaði 10-16%
lægri laun en karlar
fyrir sömu störf.
ingur kærunefndar jafnréttis-
mála hér á landi. Sagði hún þá
meginbreytingu hafa orðið í þess-
um málaflokki hér á landi að
dómstólar hefðu staðfest þá meg-
inreglu að sönnunarbyrði lægi hjá
atvinnurekendum en ekki laun-
þegum. „Verði vinnuveitandi upp-
vís að því að greiða konu lægri
laun en karli fyrir sams konar
starf og jafnverðmætt, ber honum
að færa sönnur á að ástæða fyrir
launamuni sé önnur en kynferði
starfsfólksins."
Elsa reifaði mál sem farið hafa
fyrir dómstóla á Norðurlöndum
og varpaði fram spurningu um
það hvort gildandi lög nýttust til
að koma í veg fýrir launamis-
rétti. „Ég tel mikilvægt að láta
reyna á þessi lög með því að fara
með mál fyrir dómstóla. Reynslan
á Norðurlöndum sýnir að laun-
þegar vinna um helming mála
sem fara fyrir dómstóla. Þótt
þessi leið sé erfið, dýr og seinfar-
in, held ég að hún sé nauðsynleg
til að við getum svarað spurning-
unni um það hvort lög um launa-
jafnrétti tryggja það í raun.“
Stefanía Traustadóttir var for-
maður undirbúningsnefndar sem
skipulagði ráðstefnuna. Sagðist
hún telja að ráðstefnan hefði skil-
að tilætluðum árangri. „Ætlunin
var annars vegar að fá yfirlit
yfir stöðu kvenna á vinnumark-
aði, breytingar á honum og afleið-
ingar fyrir konur. Þetta tókst
mjög vel, enda margir og fjöl-
breyttir fyrirlestrar. Hins vegar
voru afmarkaðri umfjöllunarefni
tekin fyrir á málþingum með
færri þátttakendum og var
megintilgangur þeirra sá að horfa
fram á við og fínna nýjar leiðir
til að vinna að þessum málum
samkvæmt nýjum og breyttum
forsendum. Urvinnslu af mál-
þingum er enn ekki lokið en ég
geri ráð fyrir að í greinargerð sem
við munum skila til embættis-
mannanefndar komi fram margar
hugmyndir um nýjar leiðir sem
við getum farið í framtíðinni."
Gamalt fátækt
fólk á Islandi
Stefanía sagðist telja að fyrir-
lestur Björns Gustafsson, pró-
fessors við Háskólann í Gauta-
borg hafi vakið einna mesta at-
hygli íslenskra þátttakenda á ráð-
stefnunni, en hann fjallaði um
þróun í tekjuöflun kvenna og
mikilvægi launaðs starfs.
Hann vísaði meðal annars í
nýlega skýrslu norrænu ráðherra-
nefndarinnar, _sem félagsvísinda-
deild Háskóla íslands vann að hér
á landi. í máli Björns kom meðal
annars fram að hvergi nema á
íslandi væri greinilegur munur á
fátækt karla og kvenna. Sam-
kvæmt könnun þeirri sem greint
væri frá í skýrslunni reyndust 7%
karla og 12% kvenna undir fá-
tæktarmörkum. Kvaðst Björn
telja stóran hluta hinna fátæku
íslendinga vera gamalt fólk og
skýringuna væri líklega að finna
í lélegra velferðarkerfi en á hinum
Norðurlöndunum.
„Það er að mínu mati merki-
legt,“ sagði Stefanía Traustadótt-
ir að lokinni ráðstefnunni, „að
þegar þessi skýrsla var kynnt hér
á landi síðastliðið haust komu
þessar niðurstöður ekki fram. Það
segir mér að hér á landi er ekki
sama hefð og á hinum Norður-
löndunum fyrir því að túlka niður-
stöður kannana af þessu tagi út
frá körlum annars vegar og kon-
um hins vegar.“
Háskóla
Islands
DAGBÓK Háskóla íslands 26. til
31. maí 1997. Allt áhugafólk er
velkomjð á fyrirlestra í boði Há-
skóla Islands. Dagbókin er upp-
færð reglulega á heimasíðu Há-
skólans: http://www.hi.is
Mánudagurinn 26. maí:
Rannsóknarráðstefna lækna-
nema verður haldin í Háskólabíói,
sal 3 kl. 9:00 til 16:00. Þar munu
' 4. árs læknanemar kynna niður-
stöður rannsóknarverkefna sinna.
Þriðjudagurinn 27. maí:
Rannsóknarráðstefna lækna-
nema verður haldin í Háskólabíói,
sal 3 kl., 9:00 til 16:00. Fjórða árs
læknanemar munu kynna niður-
stöður rannsóknarverkefna sinna.
* Miðvikudagurinn 28. maí:
íslenska söguþingið verður hald-
ið í fyrsta skipti dagana 28.-31.
maí 1997. Sagnfræðistofnun Há-
skóla íslands og Sagnfræðingafé-
lag íslands standa að þinginu og
verður það sett í Háskólabíói kl.
14:30. Áhersla er lögð á sögu og
fortíð íslendinga síðustu 1100 árin.
Þinggestir greiða ráðstefnugjald
en auk þess eru opnir fyrirlestrar
og sk. skiptar skoðanir sem ekkert
kostar að sækja. Sá þáttur er
kynntur í þessari dagbók.
Björn Knútsson M.Sc.-nemi í
sjávarútvegsfræðum heldur fyrir-
lestur kl. 16:00 á Líffræðistofnun,
Grensásvegi 12 í stofu G-6 um
meistaraverkefni sitt: „Þorskeldi á
íslandi. Samanburður á arðsemi í
strandeldi, kvíaeldi og fjarðaeldi."
Konráð Konráðsson flytur fyrir-
lestur á bókasafni Tilraunastöðvar
Háskóla Islands í meinafræði að
Keldum kl. 12.30 og fjallar fyrir-
lesturinn um „Bjúgveiki í svínum.“
Fimmtudagurinn 29. mai:
íslenska söguþingið kl. 9:00-16:
30 í hátíðarsal Aðalbyggingar
Háskólans, stakir fyrirlestrar: Ingi
Sigurðsson prófessor: „Hvernig
breiddust áhrif fjölþjóðlegra hug-
myndastefna út meðal íslendinga
1830-1918,,“. Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur: „Tími flokksfjöl-
miðla á íslandi - ris og hnig.“
Skúli Sigurðsson vísindasagnfræð-
ingur: „Rafvæðing íslenskrar til-
veru.“ Jón Ólafur Isberg sagnfræð-
ingur: „Kraftaverkamenn nýrra
tíma - iækningar og iðnbylting."
Þorsteinn Helgason sagnfræðing-
ur: „íslendingar keyptir heim í kjöl-
far Tyrkjaráns.“ Hannes Hólm-
steinn Gissurarson prófessor:
„Heimildagildi lifandi mynda.“
Föstudagurinn 30. maí:
íslenska söguþingið kl. 9:00-
12:0 í hátíðarsal Aðalbyggingar
Háskólans, skiptar skoðanir um
efnið „Innreið nútímans á Islandi."
Guðmundur Hálfdanarson dósent:
„Inngangur og kynning." Heimir
Þorleifsson sagnfræðingur: „Sag-
an og nútíminn.“ Guðrún Olafs-
dóttir dósent: „Sveit og borg -
byggðaþróun." Stefán Ólafsson
prófessor: „Lífskjör og velferðar-
ríkið.“ Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir dósent:: „Móðir, kona, meyja
- og nútíminn." Sigurður Líndal
prófessor: „Innreið nútímans í ís-
lenska lagagerð." Þorsteinn Vil-
hjálmsson prófessor: „Rannsóknir
og vísindi.“ Jón Torfí Jónasson
prófessor: „Upphaf nútíma-
menntakerfis á íslandi." Auður
Ólafsdóttir listfræðingur: „Nútím-
inn og íslensk listsköpun.“ Svanur
Kristjánsson prófessor: „Upphaf
islenskra nútímastjórnmála.“
Magnús S. Magnússon hagsögu-
fræðingur: „Innreið nútímans í ís-
lenskri efnahagssögu.“
Arthur Marwick prófessor í
sagnfræði við The Open University
í Englandi flytur fyrirlestur í mál-
stofu Sagnfræðistofnunar kl.
13:30 í stofu 210 í Odda. Fyrirlest-
ur sinn nefnir hann: „The Sixties:
Social and Cultural change in
Britain, France, Italy and the USA,
c. 1958 to c. 1974.“
Sigurður Pétursson M.Sc.-nemi
í sjávarútvegsfræðum flytur fyrir-
lestur um 30 eininga rannsókna-
verkefni sitt kl. 14:00 á líffræði-
stofnun H.Í., Grensásvegi 12 í
stofu G-6. Meistaraverkefnið ijall-
ar um söfnun flatfiska úr veiðum,
eldi þeirra og flutning lifandi á
markað.
Gunnar Ól. Haraldsson M.Sc.-
nemi í sjávarútvegsfræðum flytur
fyrirlestur um rannsóknarverkefni
sitt kl. 16:30 á 3ju hæð í Odda.
Meistaraverkefnið fjallar um mat
á hybrid-translog kostnaðarföllum
í fiskvinnslu.
Laugardagurinn 31. maí:
íslenska söguþingið kl. 9:00-16:
30 í hátíðarsal Aðalbyggingar
Háskólans, stakir fyrirlestrar: Inga
Huld Hákonardóttir sagnfræðing-
ur: „Konur og kirkja. Menningar-
heimur og trúarsýn bændakvenna
á 19. öld.“ Guðmundur Hálfdanar-
son dósent: „Þjóð og minningar."
Stefán Karlsson forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar: „ís-
lensk bókagerð á miðöldum." Þór-
hallur Vilmundarson prófessor
emeritus: „Örnefni og saga.“ Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir sagnfræð-
ingur og borgarstjóri: „Saga og
stjórnmál." Jóhannes Nordal fv.
seðlabankastjóri: „Um efnahags-
legt sjálfstæði Islendinga."