Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 13
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdðttir
RÚNAR í Klauf var sá fyrsti sem stökk stangarstökk í húsinu
en Rúnar er gömul frjálsíþróttakempa.
Nýtt íþróttahús
vígt á Hvolsvelli
Hvolsvelli - Vígsla nýs íþróttahúss
Hvolhreppinga fór nýlega fram að
viðstöddu miklu fjölmenni. Er vígsla
hússins mikill gleðiatburður fýrir
Hvolhreppinga sem og aðra Rangæ-
inga því þetta er fyrsta húsið í sýsl-
unni sem er í fullri stærð, þ.e.
26X44 metrar, og hefur því lögleg-
an keppnisvöll fýrir handbolta sem
og aðrar innanhúss greinar.
Við vígluna voru húsinu færðar
gjafir og heillaóskir frá mörgum
aðilum og stofnuðu íbúar í Austur-
Landeyjum sérstakan sjóð til tækja-
kaupa fyrir húsið. Fluttar voru
ræður og skemmtiatriði við athöfn-
ina. Keppt var í nokki-um íþrótta-
greinum og einnig var sýnd glíma
og fimleikar. Að vígslu lokinni var
öllum viðstöddum boðið uppá kaffi
og veitingar.
Allar áætlanir
hafa staðist
Arkitekt hússins er Gylfi Gunn-
arsson. Helstu verktakar hafa verið
byggingarfyrirtækin Byggingar-
þjónustan ehf. og Krappi ehf. á
Hvolsvelli og Guðmundur Magnús-
son og fl. á Flúðum. Bygging sjálfs
hússins var hafin vorið 1996 en
bygging tengibyggingar i nóvember
1995. Að sögn Agústar Inga Ólafs-
sonar, sveitarstjóra á Hvolsvelli,
hafa allar áætlanir um bygginguna
staðist bæði hvað varðar tíma og
kostnað. Húsið kostar 85 milljónir
í byggingu en þá er eftir að byggja
70% af tengibyggingu sem lokið
verður við síðar. Þegar hefur verið
ákveðið að kaupa tæki fyrir 5 millj-
ónir og verða það m.a. körfur,
mörk og fleira.
Lokaáfangi í uppbyggingu
Með tilkomu íþróttahússins skap-
ast mjög góðar aðstæður fyrir æf-
ingabúðir íþróttafólks því að á
svæðinu er einnig sundlaug, fót-
bolta- og fijálsíþróttavöllur og skóli
með mötuneyti. Segja má að
íþróttahúsið sé lokaáfangi í upp-
byggingu íþróttamannvirkja á
svæðinu.
SAMEIGINLEGUR kór söng íslensk ættjarðarlög.
Meleyri á Hvammstanga
fagnar 25 ára afmæli
Hvammstangi - Rækjuverksmiðj- vinnslu grálúðu og nýhafin er fram-
an Meleyri hf. á Hvammstanga er
25 ára um þessar mundir, en félag-
ið var stofnað í júlí 1972. Félagið
hefur í gegnum tíðina rekið rækju-.
vinnslu með krafti á Hvammstanga
og sum árin einnig hörpudisk-
vinnslu og gert út rækjubáta.
Rekstur Meleyrar hf. byggir í dag
á rækjuvinnslunni og einnig á
leiðsla á rækjuborgurum og annarri
fullvinnslu. Félagið á hlut í mb.
Sigurborgu, ásamt Kaupfélaginu
og Hvammstangahreppi. Starfs-
menn eru milli 60 og 70 alls.
í tilefni afmælisins hefur Meleyri
hf. opið hús í fiskhúsinu laugardag-
inn 12. júlí milli kl. 17 og 19 og
eru allir boðnir þangað velkomnir.
Sýning um samstæður
05 andsfæður Norðmanna
05 íslendinga á miðöldum.
Þjóðminjasafn íslands
LAMDIÐ
Biskupa-
laugá
Hólum
endurgerð
BISKUPALAUG á Reykjum í
Hjaltadal hefur verið endurgerð
í upprunalegri mynd, en munn-
mæli herma að biskupar á Hól-
um í Hjaltadal hafi notað laug-
ina til baða í gegnum aldirnar.
Laugin er um sjö kílómetrum
fyrir innan Hóla. Þar var einnig
önnur laug, svonefnd Hjúalaug,
sem hjú gátu baðað sig í svo sem
nafnið bendir til, en hennar sér
ekki lengur merki.
Hlaðin upp að nýju
Það er Hitaveita Hjaltadals
sem hefur haft forgöngu um og
kostað endurbæturnar. í fyrra-
haust var lagður vegur að laug-
inni og í sumar var laugin hlað-
in að nýju og sá Gunnar Guð-
mundsson, bóndi i Víðinesi í
Hjaltadal, um það verk.
Eins og fyrir 800 árum
Gísli Pálsson, formaður
sljórnar Hitaveitu Hjaltadals,
segir að nú sé laugin eins og
hún var fyrir 800 árum, en lík-
ur séu til þess að hún hafi ver-
ið komin í notkun þegar Guð-
mundur góði var biskup á Hól-
um. Það hermi munnmæli, en
hins vegar skorti beinar heim-
ildir þar um.
Morgunblaðið/Bjöm
GISLI Pálsson, formaður stjórnar Hitaveitunnar, fiutti ávarp við
vígslu laugarinnar og séra Bolli Gústavsson, vigslubiskup á Hól-
um, flutti blessunarorð.
LAUGIN er um 35 stiga heit. Á myndinni eru taldir frá vinstri
Bjarni Jónsson, Valgeir Bjarnason, Ásgeir Jónsson, Bjarni Karls-
son, Guðmundur Jóhannsson, Bolli Gústavsson og Gísli Pálsson.
Útgerðarfélög!!
- að togari getur sparað meira en milljón íslenskra króna með
því að kaupa olíu í Færeyjum
- að vistir eru ódýrar í Færeyjum
- að flutningur til og frá Færeyjum er bæði ódýr og fljótlegur
«
FHEpER'CIA KAUPMANNAHÖFN
fimmtud.
GRIMSBY BREMERHAVEN
þrfðjud.
Umboðsdeildin
SKIPAFELAGIÐ F0ROYAR
Sími 298 11225
Bréfsími 298 11313