Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 31
Með örfáum orðum langar okkur
til að minnast hennar ömmu sem
svo erfítt er að skilja við. Við mun-
um ömmu sem mjög virðulega
konu, rólega í fasi en ákveðna,
hugmyndaríka og óhrædda við að
koma hugsjónum sínum á fram-
færi. Henni fór allt svo vel úr hendi.
Hún var sannkölluð baráttukona.
Amma hugsaði mjög vel um fjöl-
skylduna sem var henni allt. Þó
fjölmenn væri gleymdist enginn.
Heimilið og garðurinn voru til mik-
illar fyrirmyndar og var verk þeirra
beggja. Þegar hugsað er um garð-
inn sér maður hvað amma hugsaði
vel um ræktun, að hlúa að fræjum,
gefa þeim næringu, birtu og yl.
Það sama gerði hún við mannssál-
ir, svo við gætum lifað og dafnað
í þessu harðbýla landi, og njótum
við öll góðs af því sem hún gaf
okkur.
Minningin um stórglæsilega
konu er okkur efst í huga. Maður
spyr sig alltaf á svona stundu:
Hver getur tilgangurinn eiginlega
verið? Hún hverfur inn í tómarúm
sem enginn skilur, hrifín burt frá
einstökum eiginmanni, öldruðum
föður, stórum hópi af börnum og
systkinum, sem öll munu sakna
hennar sárt.
En minningin er það eina ör-
ugga, sem ekki verður tekið frá
okkur. Þær minningar munu varð-
veitast, og vitum við að þú vakir
yfír okkur öllum. Megi minningin
um góða konu vera okkur huggun
á erfiðum tímum. Guð geymi þig,
elsku besta amma.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingiþj. Sig.)
Inga Hafdís, Sigurður,
Fannar Þór.
Elsku amma mín. Nú ert þú far-
in í annan heim. Ég minnist þín
fýrir þá góðmennsku sem þú sýnd-
ir okkur öllum, og allt sem þú vild-
ir fyrir okkur gera. Ég hugsa til
baka og koma þá margar ljúfar
minningar upp í hugann sem ylja
okkur um ókomin ár. Það er erfitt
á svona stundu að vera staddur í
fjarlægu landi og geta ekki fylgt
þér síðasta spölinn. Kannski er það
rétt sem spekingurinn Konfúsíus
sagði: „Vér höfum ekki enn lært
að þekkja lífið. Hvernig ættum við
að þekkja dauðann?"
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Móður minni, afa, langafa og
systkinum hennar votta ég einnig
samúð mína, svo og öðrum að-
standendum.
Sigtryggur Ólafsson og synir.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast Ingu frænku.
Þegar ég fékk fréttina um að
Inga væri látin, var ég uppi við
Þingvallavatn í útilegu með fjöl-
skyldunni og fleirum. Þegar kallað
var í mig var mér sagt að það
væri síminn til mín. Mér var réttur
GSM-sími þarna úti í guðsgrænni
náttúrunni. Það var eins og tíminn
væri stopp, vatnið spegilslétt, og
ég sá fyrir mér mynd af Þingvöllum
sem Inga hafði málað fyrir mörgum
árum þegar hún var á námskeiði í
listmálun. Mér fannst alltaf svo
mikil kyrrð í þeirri mynd þar sem
ég man eftir henni fyrir ofan stofu-
skápinn á Brekku, en þar bjuggu
Inga og Helgi þgar ég man eftir
mér fyrst.
Inga var mjög listræn kona sem
sést best á hennar handverki, bæði
málverk og útsaumaðar myndir.
Svo bjó hún til fallega hluti úr
brenndum leir. Inga var líka fata-
hönnuður og pijónakona og gaf þar
að líta alls konar flíkur sem hún
hannaði og pijónaði í pijónavélinni
sinni.
Það eru ófá eyrnaskjólin sem hún
pijónaði og gaf og komu í góðar
þarfir hjá yngstu kynslóðinni,
merkt með nafni hvers og eins eða
uppáhaldskvikmyndahetjunni.
Inga hafði gaman af því að gefa.
Hún var alltaf að gefa af sínu. Ef
hún bakaði brauð sendi hún oft
brauð til Jóa bró, en á mínu heim-
ili voru brauðin alltaf kölluð Ingu-
brauð. Það hefur eflaust komið
svipur á mömmu þegar maður var
gutti og spurði með munninn fullan
af Ingubrauði með miklu smjöri:
„Mamma, kannt þú ekki að baka
Ingubrauð?“
Jói Ingimar sendir Ingu ömmu
kveðju og þakklæti fyrir allt sem
hún hefur gefíð honum, það eru
ófáar gammosíur, bolir og sokkar
sem komið hafa frá Ingu til minna
bama.
Þegar ég man fyrst eftir mér var
Inga komin með bílpróf. Það var
mjög sjaldgæft á þeim tíma. Það
gaf henni ákveðið frelsi og öryggis-
tilfínningu að hafa bíl tii að geta
skotist á þegar á þurfti að halda.
Ingu frænku fannst gaman að
halda veislur, og man ég vel þegar
hún varð fertug þá bauð hún okkur
systkinunum líka, ég bara ellefu
ára og fannst þetta mikil upplifun.
Það var glatt á hjalla, Siggi frændi
á píanóinu og Sævar á nikkunni
og allur kirkjukórinn og fleiri tóku
undir söng.
Ég hef áður minnst á að Inga
var listakona og fagurkeri, það
sást vel á garði þeirra hjóna. Til
er spakmæli sem segir: „Sýndu
mér garðinn þinn og ég skal segja
hver þú ert.“ Þar gefur að líta fal-
legan, vel hirtan garð og notalegan
með skjólgóðum palli og tjörn með
gosbrunni, það hefur eflaust veitt
Ingu marga ánægjustund að sitja
úti í sólinni með pijónana og hlusta
á niðinn frá gosbrunninum. Maður
var því ekki hissa þegar þau hjónin
fengu viðurkenningu fyrir vel hirt-
an garð frá fegrunamefnd Vatns-
leysustrandarhrepps.
Inga hafði gaman af því að ferð-
ast, og þá helst til suðrænna landa
því Inga var mikill sóldýrkandi.
Mig langar að lokum til að vitna
í orð Gunnars Dal þar sem hann
talar um dauðann og tilgang lífs-
ins. Þar segir: „Það er eðlilegt að
menn spyiji um tilgang, ekki síst
þegar þeir standa andspænis dauð-
anum. Við slíkar aðstæður fæðist
bölsýnin. Ég álít að engill dauðans
ferðist aldrei einn. Ég álít að eng-
ill lífsins sé alls staðar í för með
honum. Ég álít dauða alheims sömu
nauðsyn og annan dauða til þess
að líf haldi áfram. Það deyr allt til
að lifa.“
Að lokum kveðjum við Hanna
Ingu með hlýhug og söknuði. Sam-
úðarkveðjur sendum við Helga,
börnum og fjölskyldum þeirra.
Blessuð sé minning hennar.
Hannes Lárus Jóhannsson.
• Fleiri minningargrcinar um
Ingu Hafdísi Hannesdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Systir mín,
ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR
frá Stakkabergi,
sem lést mánudaginn 7. júlí verður jarðsung-
in frá Staðarfellskirkju laugardaginn 12. júli
kl. 14.00.
Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu
föstudaginn 11. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ingimundur Elimundarson.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALGARÐ ÞORSTEINN BJÖRNSSON
læknir,
Þorsteinsgötu 13,
Borgarnesi,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfara-
nótt föstudagsins 27. júní sl., verður jarð-
sunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn
12. júlí kl. 14.00.
Jófríður Valgarðsdóttir,
Kristín M. Valgarðsdóttir, Sævar Þórisson,
Valgarð Sverrir Valgarðsson, Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir,
Þröstur Valgarðsson,
og barnabörn
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, tengdasonur og afi,
SIGURÐUR BIRGIR BJÖRNSSON,
Njörvasundi 4,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langhoitskirkju föstu-
daginn 11. júlí kl. 10.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd eða aðrar líknar-
stofnanir.
Erla Pétursdóttir,
Pétur Sigurðsson, Gunnhildur Björnsdóttir,
Inga Birna Sigurðardóttir, Hermann Freyr Hafsteinsson,
Sigrún Sigurðardóttir,
Pétur Sigurðsson,
og afabörn.
+
Eiginmaður minn,
KLEMENS TRYGGVASON
fyrrv. hagstofustjóri,
sem lést laugardaginn 5. júlí, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. júlí
kl. 15.00.
Guðrún Steingrímsdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
STEINGRÍMS PÉTURSSONAR
frá Hjöllum.
Vilborg Ólafsdóttir,
Guðrún Dagný Steingrímsdóttir, Jóhann Snorri Arnarsson,
Þorbjörn Steingrímsson, Guðfinna Birna Guðmundsdóttir,
Pétur Steingrímsson
og barnabörn.
+
Hjartanlegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs
sonar okkar, föður og bróður,
SIGURÐAR ARNAR ARNARSONAR
flugþjóns,
Löngumýri 39,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til allra starfsmanna flug-
félagsins Atlanta fyrir ómetanlegan stuðning, hlýhug og hjálpsemi.
Karen Sigurðardóttir, Örn Jóhannsson,
Kolbrún Karen,
Jóhann Már og Svanhvít.
Þakkir færðar öllum þeim, sem auðsýndu
minningu
ÞORGEIRS KR. MAGNÚSSONAR,
Skúlagötu 76,
Reykjavík,
virðingu og hlýju við andlát hans og útför.
Vinir hins látna.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar okkar elskulega
BJÖRNS RAGNARS EGILSSONAR
bifreiðastjóra,
Stórholti 32.
Egill J. Björnsson,
Guðríður Guðbjartsdóttir,
Magnús Sigurðsson,
Jóhanna A. Stefándóttir,
Björn M. Tómasson,
Yngvi Tómasson,
Stefán P. Magnússon,
Magnús Þ. Magnússon.
Birna Ómarsdóttir,
Tómas Tómasson,
Kolbrún Ólafsdóttir,
Óli A. Einarsson,
Frida Svantessen,
+
Hjartanlegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu, dóttur og systur,
JÓHÖNNU VALGERÐAR
GUÐMUNDSDÓTTUR MARTIN,
Asparfelli 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grensásdeildar.
Guð blessi ykkur öll.
Fred Martin,
Margaret Martin, Vilmundur Vilmundarson,
Stefán Martin,
ísak Vilmundarson,
Fríða Lynn Martin,
Guðmundur Valgeir Jóhannesson
og aðrir aðstandendur.