Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Lýðræðissinni
verður til
KVIKMYNDIR
Iláskólabíó
Einræðisherra í upplyft-
ingu „The Beautician and
the Beast“ ★
Leikstjóri: Ken Kwabis. Aðalhlut-
verk: Fran Drescher, Timothy Dal-
ton og Ian McNeice. 1997.
BANDARÍSKA gamanmyndin
Einræðisherra í upplyftingu er stór-
kostleg dellumynd um snyrtidömu
frá New York sem ráðin er fyrir
misskilning til smáríkis í Austur-
Evrópu að kenna bömum einræðis-
herrans þar raungreinar. Einræðis-
herrann er stalínískur mjög í útliti
og hegðun en verður að nýrri og
betri einstaklingi fyrir tilstilli
snyrtifræðingsins og allt stefnir í
frjálsar kosningar.
Sjónvarpsleikkonan Fran Dresc-
her fer með hlutverk örlagavaldsins
í lífí stalínistans og er svo ofboðs-
lega nefmælt að það er eins og hún
tali í gegnum jarðgöng. Hún er í
klæðaburði og háttum nánast eins
og dragdrottning i kastala Stalíns
og það á að sjá myndinni fyrir húm-
or en gerir það ekki nema í ákaf-
lega litlum mæli. Eintrjáningurinn
Timothy Dalton fer með hlutverk
Stalínlíkisins og er rétt þolanlegur
þangað til hann fer að linast og
verður á undraverðan hátt fyrsti
mjúki maðurinn í ríki sínu. Dalton
verður svo pínlega væminn á þessu
breytingarskeiði að ef það hefði átt
að sjá myndinni fyrir húmor hefði
hún sjálfsagt slegið í gegn.
Ber allt að sama brunni í þessu
kvikmyndaverki, vondur leikur og
handrit og leikstjóm gera Einræðis-
herra í upplyftingu að skrípaverki
Hollywoodfabrikkunnar.
Arnaldur Indriðason
Tríó Sunnu leikur
í Reykjavík
TRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur hefur
verið á tónleikaferð um landið und-
anfama daga. Sunna hefur verið
búsett í Bandarílqunum undanfarin
4 ár og hefur tríó hennar verið mjög
virkt í New Jersey og New York
síðustu 2 árin. Sunna er píanóleik-
ari og nam við Tónlistarskóla FÍH
áður en hún hélt vestur á bóginn
til New Jersey. Meðan á náminu
stóð hlaut hún ýmsa styrki, m.a. úr
Minningarsjóði Karls J. Sighvats-
sonar auk styrkja frá WPC fyrir
sérstaklega góðan námsárangur.
Dan Fabricatore, bassaleikari,
nam við Rutgers háskólann áður
en hann fór í WPC. Hann hefur
komið víða við og stofnaði m.a.
rokkhljómsveitina Ictus Vigor sem
spilar á klúbbum New York borgar.
Scott McLemore, trommuleikari,
hefur leikið opinberlega með ýms-
um djass- og fönkhljómsveitum frá
16_ára aldri.
í mars lauk tríóið við upptökur
á nýjum geisladiski, Far far away.
A tónleikum blanda þau saman
þekktum jazzlögum, frumsömdu
efni, íslenskum og norrænum lögum
í jazzútsetningu. Þau halda tónleika
í sal FIH Rauðagerði, miðvikudags-
kvöldið 9. júlí og hefjast þeir kl. 21.
Morgunblaðið/Silli
DJASSTRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur hefur verið á hringferð um landið og lék á
Húsavik fyrir skemmstu þar sem myndin var tekin.
Glæsileg frumraun
DJASS
Far far away
HLJÓMDISKUR
Flytjendur: Sunna Gunnlaugsdóttir
píanó, Dan Fabricatore kontrabassi
og Scott McLemore trommur. Stinky
Dog Music, 1997.
FAR Far awayer fyrsti hljómdiskur
Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleik-
ara sem dvalið hefur í New Jersey
og New York og lauk námi frá
William Paterson College með eftir-
tektarverðum hætti. Samhliða nám-
inu hefur Sunna leikið djass opin-
berlega, nú síðast með tríói sínu
sem skipað er Scott McLemore
trommueikara og Dan Fabricatore
bassaleikara. Báðir voru þeir með
Sunnu í námi í New Jersey. Tríóið
kom fram á djasshátíðinni á Egils-
stöðum og hefur leikið víðar um
landið að undanförnu.
Far far away er ekki gallalaus
plata frekar en önnur mannanna
verk. Þó verður að segja að hér er
um óvenju glæsilega frumraun
píanóleikara að ræða. Sunna hefur
tekið miklum framförum frá því hún
lék síðast á íslandi fyrir nokkrum
árum og með Far far away skipar
hún sér í flokk með alvöru djass-
píanistum.
Tónlistin er svona „mainstream"
djass og svo sem ekkert sérstakt
um hana að segja, annað en að i
henni reynir talsvert á spunagetu
Sunnu og er flutningurinn allur
hinn áheyrilegasti.
Píanótríó er líklega mest krefj-
andi uppstilling í djasstónlist og þar
eru fyrirmyndirnar margar og ein-
att sögulegar. í slíkri uppstillingu
reynir verulega á getu píanistans.
Hann þarf að geta fangað athygli
hlustandans sem sólóisti og helst
hafa upp á eitthvað nýtt að bjóða.
Hann þarf líka að vera góður sam-
spilari. Þessu öllu heldur Sunna vel
til haga og á marga mjög glæsilega
spretti á plötunni.
Við hlustun á Far far away kom
einhverra hluta vegna oft upp í
hugann píanóleikarinn Sir Roland
Hanna, ekki síst í lögum Sunnu
sjálfrar, Hard to Say og titillaginu.
Það er einhver melankólískur hljórn-
ur sem þau eiga sameiginlegan. Á
disknum eru tvö frumsamin lög
eftir Sunnu og önnur tvö eftir
McLemore en svo er fyllt upp i með
tveimur standördum.
Sunna og McLemore gáfu sjálf
diskinn út undir merkinu Stinky Dog
Music. Dan Fabricatore gerir allt
sem af bassaleikara er ætlast en
hljómurinn er ekkert sérlega mikill
og leikur hans fremur tilþrifalítill.
Far far away er engu að síður
eigulegur diskur og vitnisburður um
stórstígar framfarir Sunnu sjálfrar
sem píanóleikara.
Guðjón Guðmundsson.
GUÐLAUG Guðmundsdóttir og Dóra Aðalsteinsdóttir
(er sú yngri) eru í peysufötunum.
Gallerí Grúsk tekið til
starfa í Grundarfirði
Stríðsmenn og
stigamenn
• FÁNRIK Stál eftir Rune-
berge r orðinn að óperu sem
sýnd verður í ágúst í Kuru í
Mið-Finnlandi. Aðalhlutverkið
í óperunni er Carl Gustav
Polviander liðsforingi, sá sem
sagði Johan Ludvig Runeberg
frá Finnlandsstríðinu þegar
hann var drengur.
Pentti Tynkkynen frá Kuru
hefur samið óperutextann og
músíkina og verður einnig
stjórnandi Tynkkynen hefur
áður samið óperuna Karhu
(Bjöminn) sem sett var upp í
Virdois.
Fáneik Stál verður sunginn
af baritonsöngvaranum Sauli
Tilikainen frá þjóðaróperunni.
Meðal annarra nafna í hlut-
verkaskránni eru Runeberg og
Zidén liðsforingi með hlutverk
beggja fer tenórsöngvarinn
Pekka Itkonen.
í sýningunni kemur fram á
annað hundrað leikara. Hún
er í sjö þáttum og leikstjóri
er Matti Kuikkaniemi.
• TIL flutnings á óperuhá-
tíðinni í Nyslott árið 2000 hef-
ur verið pantað óperuverk hjá
þremurtónskáldum við óperu-
texta eftir Paavo Rintala sem
nefnist Tími og draumur. Tón-
skáldið Herman Rechberger
semur 20 mínútna langan for-
leik en á eftir fer klukku-
stundalangur þáttur sem nefn-
ist Kærleikur Maríu; músíkina
semur Olle Kortekangas.
Lokaþáttur óperunnar er 50
mínútna lagnur. Hann nefnist
Sólin og tunglið og tónskáldið
er Kalevi Aho. Stjórnandi á
hátíðinni í Nyslott sem er
þekkt víða um heim undir
nafninu Savonlinna Opera
Festival verður Osmo Vánská.
Grundarfirði. Morgunblaðið.
HANDVERKSHÚS hefur verið
opnað í Grundarfírði og eru stofnfé-
lagar þess orðnir um það bil 15.
Þær Sigrún Ólafsdóttir, Eygló Jóns-
dóttir og Jónína Herdís Björnsdóttir
eru hvatamenn að stofnun þessa
fyrirtækis sem er til húsa í Skerð-
ingsstöðum hér í miðjum bænum
þar sem um 950 manns búa.
í handverkshúsinu verða seldir
munir sem unnir eru af Grundfirð-
ingum og kennir þegar ýmissa
grasa. Sem dæmi má nefna: flug-
ur, dúkar, lyklakippur, húfur, mál-
verk og fleira.
Mikil ánægja kom fram hjá gest-
um við opnun handverkshússins og
spurðu margir hvers vegna þetta
hafi ekki byijað fyrr. Reynt verður
að hafa handverkshúsið Gallerí
Grúsk opið sem flesta daga í sum-
ar. Við opnun hússins var boðið upp
á ýmsar góðgerðir.
KVIKMYNDIR
Rcgnboginn
TOGSTREITA
(SOME MOTHER’S SON)
★ ★ ★
Leikstjóri Terry George. Handrits-
höfundur Jim Sheridan, Terry Ge-
orge. Kvikmyndatökustjóri Geoffrey
Simpson. Tónlist Bill Whelan. Aðal-
leikendur Helen Mirren, Fionnula
Flanagan, Aidan Gillen, David
O’Hara, John Lynch, Tom Holland-
er, Tim Woodward, Ciarán Hinds.
112 min. trsk. Castle Rock 1996.
HÉR eru við stjómvölinn engir
aðrir en mennimir sem stóðu að
baki / nafni föðurins, handritshöf-
undurinn Terry George og leikstjór-
inn Jim Sheridan. Að þessu sinni
hafa þeir að vísu hlutverkaskipti,
útkoman er eigi að síður áþekk,
kraftmikil og átakanleg pólitísk
ádeila um misgjörðir breska setuliðs-
ins gagnvart írskum þjóðemissinn-
um. Báðar eru myndimar byggðar á
sönnum atburðum.
Togstreita segir frá hungurverk-
fallinu í Maze fangelsinu í Belfast
við upphaf níunda áratugarins. Það
varð að bana 10, írskum þjóðemis-
sinnum áður en Thatcherstjómin
samdi við fangana. Ágreiningsefnið
var grundvallaratriði í linnulausum
deilum þessarar aðila; íramir kröfð-
ust þess að farið yrði með sig sem
stríðsfanga en Bretamir komu fram
við þá sem hryðjuverkamenn og neit-
uðu m.a. að afhenda þeim föt sín
og varð sú ákvörðun kveikjan að
hungurvökunni.
Aðalpersónumar í þessum harm-
leik em þó ekki fangarnir, heldur
tvær írskar mæður, sem eiga syni í
fangelsinu. Þetta em ólíkar konur
um flest. Kathleen Quigley (Helen
Mirren) er rósemdarmanneskja og
friðarsinni, kennari sem hefur að lík-
indum enga hugmynd um að sonur
hennar er virkur meðlimur í hinum
ólöglega, írska lýðveldisher. Annie
Higgins (Fionnula Flanagan) er á
hinn bóginn herská í orði og verki
og stendur einarðlega að baki þeirri
ákvörðun Franks sonar síns (David
O’Hara) að svelta sig í hel. Með þeim
tekst óvenjuleg vinátta, byggð á i
ómennskum kringumstæðum. ,
Túlkun þessara ágætu leikkvenna
á hinum ólíku mæðmm er sterkasti
þátturinn í athyglisverðri mynd sem
fær áhorfandann til að velta fyrir sér
margþættum vandamálum sundraðr-
ar þjóðar, sem ekki aðeins berst við
setulið í íandi sínu heldur innbyrðis
í eilífu trúarbragðastríði. Togstreita
er þmngin ógæfu og skilur við mann
bölsýnan á að Norður-írar fái nokkm 1
sinni að búa við mennskar aðstæður )
í náinni framtíð. Myndin er vissulega j
fl'arri þvf að vera hlutlaus, Bretar
alvondir, írar vammlausir. Þó svo að
pólitískar skoðanir höfundanna séu
allsráðandi þá virðast samt sem áður
engar málamiðlanir í sjónmáli í þess-
um ömurlegu erjum. Togstreita er
fagmannlega gerð, einkum er tónlist-
in áheyrileg og áhrifarík. Ijóðleg í
bland við klassísku meistarana. Kvik-
myndataka Geoffreys Simpsons t
fangar hinar hrikalegu andstæður í \
mannlífinu og umhverfinu - fegurð- .
ina og grámann.
Sæbjörn Valdimarsson