Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ1997 17 ERLENT Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra situr fund NATO í Madríd „Man ekki eftir öðrum eins átakafundi“ Madríd. Morgunblaðið. Reuter LEIÐTOGAR ríkjanna þriggja, sem hljóta NATO-aðild í fyrstu lotu stækkunar bandalagsins, fagna samþykkt Madrídar-fundar- ins. Lengst til vinstri er Aleksander Kwasniewski Póllandsfor- seti, þá Vaclav Havel Tékklandsforseti og Gyula Hom, forsætis- ráðherra Ungverjalands. Gíbraltardeila kann að setja strik í reikn- inginn Madríd. Morgunblaðið. SPÁNVERJAR tilkynntu í gær að þeir væru reiðubúnir til að taka að fullu þátt í hinni nýju stjórnskipan hernaðararms Atl- antshafsbandalagsins (NATO) þegar sátt hefði tekist um hana. Þessari yfirlýsingu var fagnað í lokatilkynningu leiðtogafund- ar NATO í Madríd í gær, en yfirlýsing Robins Cooks, utan- ríkisráðherra Bretlands, í sam- tali við breska ríkisútvarpið, BBC, á mánudag, um að Bretar myndu standa í vegi fyrir Spán- vetjum ef ekki fengist lausn um deilu um flugvöll Breta á Gíbr- altar er talin geta sett strik í reikninginn. Deila Breta og Spánveija snýst um staðsetningu breska flugvallarins á Gíbraltar, sem er á valdi Breta. Þessa deilu bar hins vegar ekki á góma í viðræð- um á fundinum hér í Madríd í gær svo vitað sé. Að sögn spæn- skra fréttaskýrenda er talið að málið verði leyst innan mánaðar. í yfirlýsingu fundarins var horft fram hjá orðum Cooks: „Full þátttaka Spánveija mun auka allsheijarframlag þeirra til öryggis bandalagsins, hjálpa að þróa öryggis- og varnarþátt Evrópu innan NATO og styrkja tengslin yfir Atlantshafið," sagði þar. Taka fullan þátt í nýrri skipan hernaðarstarfs NATO José Maria Aznar, forsætis- ráðherra Spánar, sagði i ávarpi sínu þegar hann bauð leiðtoga aðildarríkja NATO velkomna í gær að Spánveijar hefðu þegar stigið skref í átt að fullri þátt- töku í nýrri skipan hernaðar- starfs NATO og væru þær að- gerðir í samræmi við ákvörðun spænska þingsins. Hann sagði að margt hefði verið gert til góðs undanfarið, en meira þyrfti til og ekki mætti tefja. Með auk- inni þátttöku í hernaðarsam- starfinu gætu Spánveijar lagt sitt af mörkum til öryggis og varna innan bandalagsins og staðið í sömu sporum og önnur bandalagsríki. „Með þessu ítreka ég skuld- bindingu þjóðar minnar til að veija og breiða út okkar sameig- inlegu gildi,“ sagði Aznar. Deilan við Breta hefur ekki verið eini ásteytingarsteinn Spánveija við aðildarríki NATO. Spánveijar vilja sjálfir fara með vamir á öllu sínu land- svæði að meðtöldum Kanaríeyj- um. Vilja þeir því að þeir ráði yfir nokkurs konar gangi, sem liggi frá Spáni til eyjanna. Þetta líkar Portúgölum illa og telja sér skákað. Kemur því einnig til greina að samið verði um að hringur verði dreginn um eyj- arnar og Spánveijar beri þar hernaðarlega ábyrgð. HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra kvaðst í gær sáttur við þá niður- stöðu leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Madríd að bjóða þremur ríkjum Austur- og Mið-Evrópu inngöngu í bandalagið og sagði að það væri í samræmi við þá stefnu, sem hann hefði með- al annars sett fram á fundi utanrík- isráðherra aðildarríkja NATO í Sintra í Portúgal fyrir skömmu. Á þeim fundi mæltu aðeins Banda- ríkjamenn og íslendingar fyrir því að þremur aðildarríkjum yrði veitt innganga, en níu ríki studdu að þau yrðu fimm. Halldór ítrekaði mikil- vægi þess að Rússar yrðu fullir þátttakendur í friðarþróuninni í Evrópu. „Við hljótum að vera ánægðir með að þetta skuli hafa gerst,“ sagði Halldór. „Síðan er lýst áform- um fyrir framtíðina. Þar eru nefnd ríki eins og Slóvenía og Rúmenía, en jafnframt eru Eystrasaltsríkin nefnd, sem að mínu mati er áfangi á þeirra leið til aðildar að Atlants- hafsbandaiaginu." Hefðum kosið að nefna ekki einstök ríki Halldór sagði að stuðningurinn við Eystrasaltsríkin hefði verið mjög ákveðinn, en hann væri mis- mikill. „Það hefur alltaf verið stuðn- ingur við þau af hálfu Norðurland- anna og Bandaríkjamenn og Þjóð- veijar hafa jafnframt minnst á Eystrasaltsríkin í mörgum tilvikum. En aðalatriðið var að það hefði aldr- ei getað orðið samkomulag innan bandalagsins um það að nefna eitt og eitt ríki á suðurvængnum án þess að minnast á Eystrasaltsríkin. Við hefðum fremur kosið að það hefði ekki verið farið út í það að nefna einstök ríki með þessum hætti, heldur að sjá til hvernig stað- an væri árið 1999. En fyrst var farið út á þá braut var ekki hjá því komist að taka tillit til sjónarmiða fleiri aðila.“ Því hefur verið haldið fram að yrðu ákveðin ríki tilgreind í yfirlýs- ingu fundarins án þess að þeim yrði boðin aðild yrði erfitt að hafna þeim síðar og slíkt jafnvel túlkað sem svik, en Halldór kvaðst ekki vera þeirrar hyggju. Geta ekki litið á yfirlýsinguna sem loforð „Þau geta ekki litið á yfirlýsing- una sem loforð vegna þess að það er komist hjá því að gefa þeim nein fyrirheit þar um,“ sagði ráðherrann. „Það hefur til dæmis verið nefnt hér í þessari umræðu að hefðum við verið að stækka NATO fyrir tveimur árum hefði ekki verið ólík- legt að Slóvakía hefði komið þar mjög við sögu, en í dag finnst mönn- um það alls ekki geta gengið vegna þeirrar þróunar, sem þar hefur orð- ið. Við verðum að líta fyrst og fremst á stöðuna eins og hún verð- ur 1999, meðal annars í Rúmeníu. Þar hafa hlutirnir gengið vel, en það hefur gerst á mjög stuttum tíma. Fyrir um það bil ári hefði engum dottið það í hug að Rúmenía kæmi inn núna. Ég vona að lýð- ræðis- og efnahagsþró- unin hafi gengið það langt i Eystrasaltsríkj- unum þegar við lítum á þessi mál árið 1999 að þau verði í góðri stöðu til að vera aðilar. Ef það gengur ekki fram á veg og þróunin gengur af einhverjum ástæðum til baka er staða þeirra miklu verri. Þannig að auð- vitað fer þetta mikið eftir löndunum sjálfum og hvernig þau halda á sínum mál- um hvaða möguleika þau hafa á að ganga í NATO.“ Aldrei friður án Rússa Halldór sagði að þessi fundur hefði mikla þýðingu. „Það er tekin ákvörðun um að taka hérna inn ríki, sem lengst hafa verið í umræðunni í sambandi við aðild og ítrekað að bandalagið standi áfram opið, sem gerir það að verkum að þær þjóðir, sem sótt hafa um aðild hljóta að vinna að því hörðum höndum að geta gerst aðilar á næstu árum. Þessar þjóðir hafa verið að leysa sín landamæravandamál, málefni minnihluta og fleira og þess vegna er sú þróun, sem komin er af stað, tákn friðar í Evrópu og hún ein getur varðveitt friðinn í framtíð- inni. Við skulum heldur ekki gleyma því að nýlega hefur verið gert sam- komulag við Rússland, sem á eftir að þróa og mun áreiðanlega leggja grundvöll að miklu betra samstarfí við það ríki á næstu árum því að friður í Evrópu mun aldrei verða án góðrar þátttöku Rússa í því ferli.“ Næsta lota stækk- unar hefur verið mjög til umræðu og meðal þeirra þátta, sem leitt hefur verið getum að að geti valdið vandræð- um, er að hin væntan- legu aðildarríki, Pól- land, Tékkland og Ungveijaland, geti lagst gegn inngöngu grannríkjanna eftir að þau hafa sjálf fengið aðild. „Ég held að það geti alls ekki orðið," sagði Halldór. „Þær þjóðir, sem nú ganga inn, gangast í reynd undir þá skuldbindingu að beita ekki neitunarvaldi gagnvart nýjum meðlimum. Hins vegar er eðlilegt ef þessar þjóðir standast ekki þær kröfur, sem gerðar voru til þeirra, að það náist ekki samstaða. Ég hef enga trú á því að eitthvert eitt ríki fari að beita neitunarvaldi gagnvart þjóð, sem hefur lagt mikið á sig til þess að gerast aðili og hefur upp- fyllt öll skilyrði. Það væri beinlínis hættulegt fyrir friðarþróunina í Evrópu." Halldór sagði að ekki hefðu verið miklar deilur um yfirlýsingu fund- arins um að þrýsta yrði á alla aðila að Dayton-samkomulaginu um frið í Bosníu að standa við skuldbinding- ar sínar. „Menn vilja taka mjög fast á þróuninni þar og það fer nú greinilega fram ákveðið uppgjör í lýðveldinu Srpska og það er nauð- synlegt að hjálpa þeim öflum, sem þar vilja standa fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum. Það þarf að hjálpa þeim að koma þeim stríðsglæpa- mönnum, sem þar virðast hafa haft veruleg áhrif, frá öllum völdum. Það er algjör nauðsyn til þess að tryggja framtíð þessa ríkis.“ Hernaðarlegt mikilvægi íslands hefur tekið miklum breytingum undanfarna áratugi og viðbúið er að þær verði enn meiri nú við stækkun bandalagsins. íslendingar virtir fyrir frumkvæði „Auðvitað breytist staða íslands eins og allra annarra þjóða,“ sagði Halldór. „Ástæðan er þær breyttu aðstæður, sem hafa skapast. Við eigum að sjálfsögðu engan annan kost, frekar en aðrar þjóðir, að taka þátt í þessari jiróun. Við verðum að spila með. Ég tel að við höfum gert það með réttum hætti. Við höfum sýnt ákveðið frumkvæði í upphafi með því að setja skoðanir okkar fram með skilmerkilegum hætti. Við höfum verið virtir fyrir hreinskilna afstöðu og átt afar gott samstarf við nánustu bandamenn okkar beggja vegna Atlantshafsins og þá ekki síst Norðurlandaþjóðirn- ar, Bandaríkjamenn og Breta. Og í reynd fjóðveija á síðustu stigum.“ Hann kvaðst ekki muna eftir öðrum eins átakafundi í Atlants- hafsbandalaginu, en alltaf hefði verið ljóst að lausn myndi finnast. „Á bak við átökin, sem voru hér, lá alltaf vissa allra um það að menn myndu ná niðurstöðu. Það var eng- inn á þessum fundi, sem vildi veikja bandalagið og koma út af honum í ósamkomulagi. Það gerðu sér allir grein fýrir þeirri miklu ábyrgð, sem hvíldi á okkur að ná hérna niður- stöðu og það var það, sem náði al- gerlega yfirhöndinni hér í lokin.“ Ráðherrann sagði að það væri verra að svo hefði farið að Frakkar yrðu ekki með í hernaðarsamstarfi NATO, sem þeir sögðu sig úr árið 1966 í forsetatíð Charles de Gaulle þar sem þeir töldu Bandaríkjamenn of atkvæðamikla í bandalaginu. „011 sagan er ekki sögð í þeim efn- um og vonandi verða þeir með síð- ar,“ sagði hann. „Völd Bandaríkja- manna verða alltaf mikil í bandalag- inu vegna stærðar þjóðarinnar og þeirrar staðreyndar að þeir njóta mikilla yfirburða á hernaðarsviðinu og reyndar efnahagssviðinu líka þannig að Frakkar komast ekkert fram hjá því. En það kemur ekki í veg fyrir að Frakkar geti haft eðli- leg áhrif eins og aðrar þjóðir innan bandalagsins. Þeir eiga ekki neina sérstaka kröfu á því frekar en aðr- ir að hafa þar einhver yfirburða- áhrif.“ Halldór Ásgrimsson Engn lýst yfir um stríðs- glæpamenn í Bosníu Madrid. Morgunblaðið. EIÐTOGAFUNDUR Atl- antshafsbandalagsins, sem nú er haldinn í Madríd á Spáni, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekuð var skuldbinding bandalagsins til að framfylgja frið- arsamkomulaginu um Bosníu og skorað á þá, sem undirrituðu sam- komulagið í Dayton í Ohio á sínum tíma, að gera slíkt hið sama. I yfir- lýsingunni var ekki kveðið á um sérstakar aðgerðir til að hafa hend- ur í hári Radovans Karadzic, leið- toga uppreisnarmanna Bosníu- Serba, sem ákærður hefur verið fyrir stríðsglæpi, svo unnt yrði að rétta í máli hans. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ekki hefði verið deilt um yfirlýsinguna en mikið hefði verið um hana fjallað á hádegisfundi leið- toga Atlantshafsbandalagsins í gær og kvaðst hann telja að góð sátt væri um það hvemig fjallað hefði verið um þau mál hér í Madríd. Hann sagði að þau ríki, sem legðu mest af mörkum til friðargæslu í Bosníu, ættu að hafa mest um orða- lag í tilkynningunni að segja. „Við skorum á alla aðilja að frið- arsamkomulaginu að virða skuld- bindingarnar, sem þeir gerðu sjálf- ir, til fulls og framfylgja friðarsam- komulaginu á tafar,“ sagði í yfir- lýsingunni. „Þeir verða að virða réttindi flóttamanna og fólks án heimilis til að snúa aftur til síns heima með friðsamlegum og skipu- legum hætti.“ I yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að leiðtogarnir hafi miklar áhyggjur vegna ástandsins í serbneska hluta Bosníu, lýðveld- inu Srpska, þar sem lýðræði sé jafnt og þétt á undanhaldi og lög- regla misnoti vald sitt með þeim afleiðingum að grafið hafi undan mannréttindum. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrradag að Bandaríkjamenn vildu að leiðtogar NATO aðstoðuðu við að einangra Radovan Karadzic, leiðtoga uppreisnarmanna úr röð- um Bosníu-Serba. Sagði Albright að hún vildi að rætt yrði hvort kostur væri á „samhæfðum að- gerðum“ gegn Karadzic, sem hefur gert tilraunir til að hrifsa völdin af forseta Bosníu-Serba, Biljönu Plasic. Hafi slíkt samkomulag náðst bar yfirlýsing fundarins því ekki vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.